Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w w. i t r. i s Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í fyrrinótt að það væri af og frá að hann hefði ekki greitt nema 750 bandaríkjadali, eða sem nemur um 100.000 íslenskum krónum, í tekju- skatt til bandaríska alríkisins árin 2016 og 2017, eftir að bandaríska dagblaðið New York Times sagðist hafa skattskýrslur forsetans frá um tuttugu ára tímabili undir höndum. Í fréttaskýringu blaðsins um efni skattskýrslnanna var einnig greint frá því að Trump hefði á tíu árum af fimmtán ára tímabili, frá 2000-2015 ekki greitt neina tekjuskatta til al- ríkisins, þar sem framtöl hans sýndu að hann hefði tapað meiri peningum en hann hafði grætt þau árin. Þá hélt blaðið því fram að Trump hefði einnig náð að minnka skatt- byrði sína hjá bandarískum yfirvöld- um með því að sækja um endur- greiðslu upp á 72,9 milljónir bandaríkjadala, en sú greiðsla er nú til rannsóknar hjá alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS. Þá hafi Trump sótt um frádrátt vegna húsnæðis, flugvéla og útgjalda í hárgreiðslu- kostnað sinn vegna sjónvarpsþátta- gerðar. Trump ekki birt framtölin Frá forsetatíð Richards Nixon hefur venjan verið sú að forseta- frambjóðendur geri skattframtöl sín opinber fyrir kosningar, en Trump lét það ógert fyrir kosningarnar 2016 og hefur streist gegn birtingu þeirra nú með þeim rökum að þau séu nú til rannsóknar í skattamáli, en saksókn- arar í New York-borg hafa reynt að fá framtölin birt. „Í fyrsta lagi borgaði ég mikið og ég borgaði einnig mikið til ríkisins [New York],“ sagði Trump á blaða- mannafundi sínum í fyrrinótt þegar frétt New York Times var borin und- ir hann. Hét Trump því að hann myndi birta réttar tölur fljótlega. Fyrstu kappræðurnar í nótt Demókratar á Bandaríkjaþingi sögðu frétt New York Times sýna að Trump hefði nýtt sér skattkerfið til þess að komast hjá því að greiða sinn réttmæta skerf til samfélagsins. Þá birti framboð Joes Biden, forseta- frambjóðanda demókrata, auglýs- ingu, þar sem meðalskattbyrði kenn- ara, slökkviliðsmanna og hjúkrunar- fræðinga var borin saman við 750 bandaríkjadali. Trump og Biden munu í nótt eig- ast við í fyrstu kappræðum sínum af þrennum vegna forsetakosninganna. Sakaði Trump mótframbjóðanda sinn í fyrrinótt um að hafa tekið inn lyf til að bæta frammistöðu sína og skoraði forsetinn á Biden að þeir færu báðir í lyfjapróf fyrir eða eftir kappræðurnar. AFP Skattamál Trump hafnaði frétt New York Times um skattamál sín. Segist hafa borgað skatta  New York Times segir Trump Bandaríkjaforseta bara hafa borgað 750 banda- ríkjadali í tekjuskatt til alríkisins árið 2016  Fyrstu kappræðurnar haldnar í nótt Hvítrússneski stjórnarandstæðing- urinn Svetlana Tikhanovskaya hvatti í gær Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að taka að sér hlutverk sáttasemjara í krís- unni sem komin er upp í Hvíta- Rússlandi. Þá sagði hún brýnt að Evrópusambandið setti við- skiptabann á bakhjarla Alexanders Lúkasjenkós, forseta landsins. Macron mun funda með Tikhan- ovskayu í Vilníus, höfuðborg Lithá- ens, í dag, en hún flúði þangað eftir að opinber niðurstaða forsetakosn- inganna lá fyrir í ágúst. Lagði hún til að Macron og Vladimír Pútín Rússlandsforseti gætu átt þátt í friðarferli milli stjórnar og stjórn- arandstöðu. Sagði hún við AFP- fréttastofuna að mótmæli gegn kosningasvikum Lúkasjenkós myndu ekki hætta fyrr en lausn fengist í málið. HVÍTA-RÚSSLAND AFP Mótmæli Enn var mótmælt í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, um helgina. Macron miðli málum í deilunni í Minsk Haraldur 5. Nor- egskonungur var í gær útskrifaður af háskólasjúkra- húsinu í Osló, en hann var lagður þar inn í síðustu viku með öndunarfæra- vandamál ótengt kórónuveiru- faraldrinum. Haraldur, sem er 83 ára gamall, verður í veikindaleyfi fram yfir næstu helgi samkvæmt tilkynningu frá norsku konungsfjölskyldunni. Hákon krónprins mun sinna skyld- um Haraldar tímabundið á meðan hann jafnar sig. NOREGUR Haraldur útskrif- aður af sjúkrahúsi Haraldur 5. Noregskonungur Rúmlega ein milljón manna hefur nú látist í kórónuveirufaraldrinum frá því að hann blossaði upp seint á síðasta ári samkvæmt opinberum tölum sem AFP-fréttastofan held- ur utan um. Rúmlega 33 milljónir manna hafa nú smitast af veirunni á þeim níu mánuðum sem faraldurinn hef- ur geisað. Þar af hafa langflest til- felli komið upp í Bandaríkjunum, en þar hefur 7,1 milljón manna greinst með veiruna. Dauðsföllin þar eru nú rúmlega 204.000 tals- ins, sem er einnig hið hæsta í heimi. Næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafa orðið í Brasilíu, en þar hafa rúmlega 141.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdóminum sem kórónuveiran veldur, en rúm- lega 4,7 milljónir tilfella hafa greinst í landinu, og situr landið í þriðja sæti yfir ríki með flest til- felli á eftir Bandaríkjunum og Ind- landi, þar sem um sex milljónir manna hafa smitast og rúmlega 95.000 látist. Önnur bylgjan í fullum gangi Önnur bylgja kórónuveirunnar er enn í fullum gangi í ríkjum Evr- ópu, og hafa yfirvöld í höfuð- borgum Frakklands, Bretlands og Spánar öll hert á sóttvarnaaðgerð- um sínum á ný til þess að stemma stigu við fjölgun tilfella. Stjórnvöld á Spáni vöruðu borgaryfirvöld í Madrid í gær við því að enn harð- ari aðgerða kynni að verða krafist, en um milljón íbúa þar sætir nú útgöngubanni vegna smithættu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur varað við því að dauðsföllum af völdum veirunnar gæti hæglega fjölgað upp í tvær milljónir taki ríki heims ekki hönd- um saman í baráttunni gegn far- aldrinum. Vonir eru bundnar við að bóluefni gegn veirunni verði tilbúið snemma á næsta ári, en níu slík eru nú á lokastigi prófana. Milljón manns hefur látist í faraldrinum  Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við að fjöldi látinna geti tvöfaldast AFP Kistusmíði Milljón manna hefur nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Minnst 58 manns féllu í átökum gær- dagsins milli armenskra aðskilnað- arsinna og aserbaídjsanskra her- sveita í hinu umdeilda Nagorno- Karabak-héraði. Nágrannaríkin tvö hafa deilt um héraðið í áratugi, og blossuðu átök upp að nýju um helgina. Um 30.000 manns létust í átökum um héraðið á tíunda áratug 20. aldar þegar yfirvöld þar lýstu yfir sjálf- stæði sínu. Ekkert ríki hefur hins vegar viðurkennt sjálfstæði þess og alþjóðasamfélagið lítur á héraðið sem hluta af Aserbaídsjan. Ríkin tvö samþykktu vopnahlé árið 1994, en eiginlegar friðarviðræður hafa ekki farið fram í um áratug. Dímítrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hvatti í gær deilu- aðila til þess að bera klæði á vopn sín áður en til frekari átaka kæmi. Auk Rússa hafa Evrópusambandið, Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir og Bandaríkjamenn hvatt til vopnahlés. Stjórnvöld í ríkjunum tveimur virtust hins vegar í gær vera að búa sig undir frekari átök og hafa herir beggja ríkja verið settir á aukið við- búnaðarstig. 50 km Hörð átök í Nagorno-Karabak GEORGÍA A S E R . JEREVANTY R K LA N D ÍRAN Kaspíahaf BAKÚ R ÚSSLAND A R M E N Í A A S E R B A Í D S J A N Nagorno- Karabak Stepanakert 28. sept.: hörð átök annan daginn í röð Þjóðarleiðtogar hvetja til vopnahlés Fjöldi fallinn í héraðinu umdeilda 58 fallnir í átökum í Nagorno-Karabak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.