Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Á síðustu árum höf- um við séð myndbönd og heyrt af svörtu fólki sem hefur látist fyrir hendi lögreglu í Banda- ríkjunum. Ekkert þess- ara myndbanda hefur líklega haft jafn mikil áhrif og myndbandið þar sem George Floyd grátbiður lögreglu um að leyfa sér að anda. Nýlega hefur mikið verið fjallað um Breonna Taylor sem var skotin af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Kentucky í mars. Taylor var 26 ára þegar hún var skotin. Ekki er vitað til þess að Tayl- or hafi nokkurn tímann brotið af sér. Hún hafði átt í ástarsambandi við mann sem var undir eftirliti lögreglu fyrir fíkniefnabrot. Lögreglan í Lou- isville grunaði kærasta Taylor um að nota íbúð hennar til að taka á móti fíkniefnum og hafði því fengið heimild til að leita í íbúðinni. Það sem veldur mestri reiði meðal mótmælenda í Louisville er að óein- kennisklæddir lögreglumenn skyldu brjóta sér leið inn í íbúðina og að einn þeirra hafi skotið án þess að sjá hvað eða hvern hann var að skjóta. Sá lög- regluþjónn hefur verið leystur frá störfum, aðrir ekki. Fyrrverandi kærasti Taylor hefur greint frá því að þau hafi ekki vitað að mennirnir sem brutu niður hurð á heimili Taylor hafi verið lögregluþjónar, enda hafi ekk- ert gefið það til kynna. Dauði Floyd og Taylor eru tvö dæmi af mörgum sem hafa vakið athygli á síðustu ár- um. BLM-hreyfingin Alls konar fólk um allan heim tekur þátt í hreyfingunni Black Lives Mat- ter (BLM). Þetta fólk á það sameig- inlegt að vilja berjast gegn kynþátta- mismunun. Sérstaklega gegn mismunun og harðræði sem svart fólk verður fyrir af hendi lögregl- unnar. Að öðru leyti á fólkið sem tek- ur þátt í hreyfingunni ekki endilega mikið sameiginlegt. Fólk tekur þátt í hreyfingunni með því að tísta mót- mælum undir kassamerkinu #BLM á Twitter, mótmæla úti á götu og ein- hverjir með því að taka þátt í einum af nokkrum samtökum sem kenna sig við BLM (t.d. Black Lives Matter Foundation, Inc). Þau sem starfa með BLM-samtökum eru aðeins lítið brot af þeim fjölda sem tek- ur þátt í hreyfingunni. Þessi litli hluti er fjöl- breyttur hópur fólks. Ein leið sem hefur verið farin til að draga úr réttmæti BLM- hreyfingarinnar er að benda á að aðilar sem hafa sagt eða gert eitt- hvað í nafni BLM hafi gerst sekir um afbrot og þar með sé ekki mark takandi á því sem mótmælt er. Það er vel þekkt aðferð að ráðast á persónur frekar en raunveruleg mál- efni. Yfirleitt notar fólk þessa aðferð vegna þess að það er auðveldara held- ur en að ræða málefni, sem geta verið flókin og margþætt. En eru kröfur BLM réttmætar? Ótal rannsóknir hafa verið gerðar þar sem markmiðið er að skoða hvort svartir Bandaríkjamenn séu í raun líklegri en hvítir til að vera stöðvaðir, handteknir, beittir harðræði, skotnir eða drepnir af lögreglu. Þessar rann- sóknir hafa verið gerðar á ólíkum svæðum og á mismunandi tímabilum. Mismunandi aðferðafræði hefur leitt til þess að niðurstöðurnar eru ekki á einn veg. Þessar rannsóknir taka all- ar tillit til mismunandi tíðni afbrota á milli hópa. Í þessum rannsóknum er því verið að svara því hvort svartur einstaklingur sé t.d. líklegri til að vera skotinn af lögreglu en hvítur, að teknu tilliti til hlutfallslegs fjölda af- brota sem svartir fremja. Þegar niðurstöður þessara rann- sókna eru dregnar saman gefa þær sterka vísbendingu um að það þurfi almennt minna til að svartir ein- staklingar séu handteknir en hvítir, og að þeir séu frekar beittir ýmis kon- ar harðræði1). Það er aðeins meira misræmi í niðurstöðum rannsókna á skotárásum lögreglu. En þær sem ná yfir langt tímabil og stóran hluta Bandaríkjanna sýna að svartir eru líklegri en hvítir til að vera skotnir af lögreglu2). Svarið við spurningunni um hvort mótmæli BLM eigi rétt á sér er því já. Ástæður þess að svörtum Banda- ríkjamönnum er mismunað af hendi lögreglu eru margþættar. Ein tengist staðalmyndum af svörtu fólki sem hættulegra en annað fólk (sbr. kyn- þáttafordómar). Margir hafa svip- aðar staðalmyndir um fátækt fólk og fólk sem býr í hverfum þar sem margir íbúar eru svartir3). Það hefur einnig verið bent á að þjálfun lögreglu sé mjög ábótavant. Til samanburðar þurfa bandarískir lögregluþjónar víða að fara á þriggja mánaða námskeið áður en þeir fá réttindi til að starfa sem lögreglu- menn4). Á Íslandi þurfa nú lög- regluþjónar að ljúka tveggja ára há- skólanám þar sem mikil áhersla er lögð á starfsþjálfun og bóklega áfanga í lögfræði, sálfræði og félags- og afbrotafræði. Svartir Bandaríkjamenn og hærri tíðni afbrota Fólk hefur gert lítið úr réttmæti BLM-hreyfingarinnar með því að vísa í hærri tíðni afbrota svartra Bandaríkjamanna. Fólk nefnir mis- munandi tölur sem margar eru byggðar á rangtúlkun á afbrotatöl- fræði. Til dæmis hefur fólk notað hlutfall ofbeldisbrota svartra í ákveð- inni borg í samhengi við hlutfall þeirra í Bandaríkjunum almennt. En hlutfall svartra íbúa er mun hærra í borgum eins og New York en í Bandaríkjunum almennt. Einnig hafa verið notaðar tölur yfir grunaða, handtekna eða fjölda í fangelsum til að benda á hlutfall brota sem svartir fremja. Engar þessara talna gefa okkur raunverulegan fjölda afbrota sem eru framdir af ólíkum hópum fólks. Sem dæmi er nokkuð hátt hlut- fall morðmála í Bandaríkjunum óleyst og því ekki nokkur leið að vita hvernig gerandi lítur út. Þegar bestu gögn um tíðni afbrota eru tekin saman, t.d. opinber gögn og stórar kannanir sem spyrja bæði þol- endur og gerendur, gefa þau til kynna að hlutfallslega fleiri svartir Bandaríkjamenn en hvítir gerist sek- ir um ofbeldi. En munurinn er ekki eins mikill og margar tölur sem er dreift um netið gefa til kynna. Stór hluti af þessum mun liggur í því að ungir svartir menn eru líklegri en hvítir til að búa í hverfum þar sem fá- tækt er mikil og þar sem of margt ungt fólk deyr af völdum gengja- stríða5). En af hverju býr hærra hlutfall svartra í slíkum hverfum? Flestar rannsóknir benda til þess að löng saga af skertum tækifærum til menntunar og atvinnu sé þar stór þáttur. Margra kynslóða mismunun hefur jafnframt áhrif á sjálfsmynd og væntingar fólks til menntunar og at- vinnu. Það að fæðast utan hjónabands hefur í sjálfu sér ekki áhrif, eins og við Íslendingar ættum sérstaklega að vera meðvituð um. Enda fæðist hér hærra hlutfall barna utan hjónabands en víða annars staðar. Það að alast upp hjá einstæðu foreldri getur haft áhrif í samfélögum sem eru byggð upp fyrir börn sem alast upp hjá tveimur foreldrum, þar sem félagsleg aðstoð er lítil. Það má því segja að skortur á félagslegri aðstoð við ein- stæða foreldra geti ýtt undir afbrot frekar en það að alast upp hjá ein- stæðu foreldri. Krafan um að draga úr fjármagni lögreglu Skortur á félagslegri aðstoð tengist beint kröfu margra mótmælenda um að draga úr fjármagni lögreglu. Margir líta svo á að ef dregið er úr fjármagni lögreglu verði til peningar til að setja í annars konar félagslega aðstoð. Í þessu samhengi hefur verið nefnt að draga þurfi úr heimilisleysi, hjálpa fólki sem á við fíkniefnavanda að stríða, auka tækifæri ungs fólk til að mennta sig og auka aðgengi að sál- fræði- og félagsráðgjöf. Fólk hefur bent á að aukið fjármagn í aðrar stofnanir en lögregluna muni gera meira fyrir samfélagið í heild, sér- staklega fyrir fólk sem býr við bágar félags- og efnahagsaðstæður. Fé- lagsleg aðstoð er talin frekar til þess fallin að fækka afbrotum heldur en aukin löggæsla. Fáir Bandaríkja- menn vilja hins vegar leggja niður lögregluna. Afvegaleiðing umræðunnar Fólk hefur bent á að svartir lög- regluþjónar skjóti svarta borgara um það bil hlutfallslega jafn oft og hvítir. Aðrir hafa lagt áherslu á að hvítir Bandaríkjamenn séu líka drepnir af lögreglu. Auk þess hefur verið bent á að lögregluþjónar séu drepnir við störf sín. Allt þetta er rétt. Það er líka rétt að myndbönd af slíku fara yfir- leitt ekki í dreifingu á netinu né er fólk að mótmæli vegna þessara mála. Ástæða þess að myndbönd af hvít- um lögregluþjónum að beita svarta borgara harðræði fara í dreifingu og ýta undir fjöldamótmæli er að slík myndbönd virðast staðfesta það sem margir upplifa að sé útbreitt vanda- mál í Bandaríkjunum, að lögreglan mismuni svörtu fólki. Margir trúa því að of margir lögregluþjónar séu haldnir kynþáttafordómum eða að al- mennar aðgerðir lögreglu mismuni svörtu fólki (sbr. kerfisbundin mis- munun). Í samræmi við það sem hér hefur komið fram upplifir svart fólk að því sé mismunað af hendi lögreglu vegna þess að því ER mismunað af hendi lögreglu. Lögreglustarfið er hættulegt og flókið starf. Það er verðugt verkefni að finna leiðir til að draga úr hætt- unni og úr því álagi sem margir lög- regluþjónar upplifa. Það verkefni þarf þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti krafist bættrar löggæslu. Að láta eins og það þurfi að velja á milli þessara tveggja kosta hefur aðeins þann tilgang að afvegaleiða um- ræðuna. Það sama má segja um þann málflutning að til þess að auka fé- lagslega aðstoð þurfi að draga úr fjár- magni til lögreglu. Það er ekki ólík- legt að aukin menntun og þjálfun lögreglu skili sér bæði í minni mis- munun gegn minnihlutahópum og í öruggara starfsumhverfi lögregl- unnar. Ef aðferðir lögreglunnar í Banda- ríkjunum mismuna svörtu fólki á kerfisbundinn hátt, t.d. með því að herja á íbúa í hverfum þar sem flestir eru svartir, hefur kynþáttur einstaka lögregluþjóns lítil sem engin áhrif. Það að svartir lögregluþjónar skjóti líka svarta borgara er því ekki stað- festing á að engin kerfisbundin mis- munun eigi sér stað innan lögregl- unnar. Nýlega las ég íslenska grein þar sem því var haldið fram að fólk sem tekur þátt í BLM-hreyfingunni geri þá kröfu að svörtu fólki sé ekki refsað fyrir afbrot sín. Eftir töluverða leit hef ég ekki fundið nokkurn sem hefur gert þá kröfu. Há tíðni svartra meðal þeirra sem eru handteknir, ákærðir og dæmdir í fangelsi staðfestir ein- mitt að svartir Bandaríkjamenn séu látnir bera ábyrgð á sínum brotum. Í fullkomnum heimi myndu stjórn- endur fara ítarlega yfir stöðuna frá mismunandi sjónarhornum og finna viðeigandi lausnir til að bæta lög- gæslu. Þeir myndu kalla til sín sér- fræðinga sem nota vísindalegar rann- sóknir til að svara því hvernig staðan er og hvað þarf að gera. Í fullkomnum heimi værum við ekki að lesa fréttir um að brotið sé á mannréttindum mótmælenda. Né að lesa um skemmdaverk og ofbeldi mótmæl- enda í annars að mestu friðsamlegum mótmælum. Það að búa ekki í full- komnum heimi dregur ekki úr rétt- mæti BLM-hreyfingarinnar. 1) https://tinyurl.com/y4t4pzox 2) https://tinyurl.com/yxhxo5qx 3) https://rb.gy/jsuvwt 4) https://tinyurl.com/yc8xaulf 5) https://rb.gy/v2hlxy Rasismi og BLM Eftir Margréti Valdimarsdóttur » Alls konar fólk um allan heim tekur þátt í hreyfingunni Black Lives Matter (BLM). Þetta fólk á það sameiginlegt að vilja berjast gegn kynþáttamismunun. Margrét Valdimarsdóttir Höfundur er doktor í afbrotafræði Í seinustu grein sinni í Morgunblaðinu 25. sept. sl. vitnar Vilhjálmur Bjarnason nálægt upp- hafi orðrétt í minning- argrein mína um Ey- stein Þorvaldsson prófessor þrem dögum fyrr (án þess þó að geta höfundar). Þar sem hann rangtúlkar orð mín tel ég mér nánast skylt að birta leiðréttingu, ekki síst þar sem ég býst við að hann mistúlki ekki vísvitandi, heldur trúi sjálfur eigin misskilningi. Ég gat þess að Eysteinn hefði ver- ið einn þeirra ungu Íslendinga sem héldu til náms „fyrir austan tjald“ eftir miðja síðustu öld. Síðan kemur hin beina tilvitnun í minn texta frá Vilhjálmi: „Flest urðu þau fyrir nokkrum vonbrigðum með „sósíalismann“ en reyndu lengi vel að sýna skilning á vandamálinu sem tímabundnum erfiðleikum eða utanaðkomandi þrengingum. Þau fóru snemma að bera saman bækur sínar skriflega og leita skýringa og komust smám sam- an að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að sovéska fyrirmyndin væri enginn sannur sósíalismi hvað þá kommúnismi. Þetta var að því leyti nýstárlegt að niður- staðan var ekki sprottin af pólitískum fjandskap, heldur miklu fremur upp- haflegri velvild.“ Þessa klausu mína kynnir Vilhjálmur með eftirfarandi orð- um: „Þannig segir á einum stað um þá sem trúðu:“ Við þessa túlkun er það að athuga að mikill munur er á von og trú. Hvorki Eysteinn né ég vorum trú- hneigðir og trúðum ekki fölskvalaust á eitthvert sæluríki fyrir austan. Hinsvegar gerðum við okkur á yngri árum vonir um að í svonefndum al- þýðulýðveldum væri verið að reyna að aflétta því arðráni sem mestur hluti mannkynsins hefur þurft að búa við eins lengi og heimildir ná. Ég þekkti vitaskuld ekki hjartað og nýrun í hverjum og einum en tel víst að langflest hafi verið á svipuðu róli, viljað kynna sér ástandið af eigin raun og smám saman komist að fyrr- greindri niðurstöðu, hver með sínum hætti, að hér væri ekki um sósíal- isma í þeirra skilningi að ræða. Samt væri hægt að stunda þar nám rétt einsog annarstaðar þótt menn væru ekki sáttir við stefnu stjórnvalda í ýmsum málum. Menn héldu bara áfram að vera sósíalistar eftir eigin höfði. Annað mál er að það fólk var vissulega til, einkum meðal alda- mótakynslóðarinnar, sem barði höfðinu við steininn og vildi ekki trúa öðru en Sovétríkin væru á réttri leið. En þau voru tæpast teljandi á fingrum annarrar handar meðal þeirra sem dvöldust þar eftir síðari heimsstyrjöld. Moggalygi Vilhjálmur gleður mig óvænt með því að gefa upp annan bolta. Hann segir: „Moggalygin var að mestu sann- leikur, en það skyldi aldrei viður- kennt.“ Hér er um aðra innrætingu að tefla. Morgunblaðið hélt því löngum fram að vinstrimenn notuðu orðin Morgunblaðslygi eða Moggalygi um frásagnir Morgunblaðsins af ástand- inu austantjalds. Þetta er ekki rétt. Þá sjaldan þessi orð voru notuð á prenti af öðrum en Morgunblaðinu sjálfu var þegar vinstri blöð vísuðu til frétta Morgunblaðsins af verkföll- um eða öðrum ágreiningsmálum inn- anlands. Nú er hægt að leita uppi orðanotkun á timarit.is. Elstu dæmi um orðin í vinstri blöðum eru þessi: Verkamaðurinn 27. mars 1926, 1. Um frásögn af verkfalli. Alþýðublaðið 28. júlí 1942, 2. Um útsvör í Reykjavík. Þjóðviljinn 22. maí 1951, 4. Um mannfjölda á útifundi Sósíal- istaflokksins. Frjáls þjóð 12. okt. 1957, 1. Um útsvör í Rvík. Þjóðviljinn 30. okt. 1957, 3. Um frásögn af verkfallsbroti. Þjóðviljinn 2. júlí 1961, 6. Um styrktarsjóð verkalýðsfélaganna. Eina dæmið um notkun vinstra blaðs á þessu orði um austantjalds- mál er í grein eftir Jóhannes úr Kötlum 11. janúar 1956, bls. 7 þar sem hann kallar áróðurinn um yfirvofandi árás Rússa á Ísland Morgunblaðslygi. Hinsvegar eru yf- ir hundrað dæmi um bæði þessi orð í Morgunblaðinu sjálfu. Svo vonum við hið besta en trúum ekki fyrr en við tökum á. Von eða trú? Eftir Árna Björnsson » Þar sem hann [Vilhjálmur Bjarna- son] rangtúlkar orð mín tel ég mér nánast skylt að birta leiðréttingu, ekki síst þar sem ég býst við að hann mis- túlki ekki vísvitandi, heldur trúi sjálfur eigin misskilningi. Árni Björnsson Höfundur er doktor í menningarsögu. arnibjorns@simnet.is   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.