Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fimm héraðsskjalaverðirgagnrýna áform mennta-og menningarmála-ráðuneytisins um sköpun gjaldskrár út frá lögum frá árinu 2014 harðlega í bréfi til ráðuneytisins og segja að svo virðist sem ásókn Þjóðskjalasafns Íslands í sértekjur hafi ráðið meiru í þeim en stuðningur við eftirlit héraðsskjalavarða. Fyrst nú á að búa til gjaldskrá út frá lögunum og spyrja skjalaverðirnir sig hvers vegna asi sé á því sex árum eftir að lögin voru sett. Það veki spurningar „um hvort það sé opinber stefna að Þjóðskjalasafn Íslands leggi undir sig skjöl sveitarfélaga og afli sér með því sértekna á kostnað sveitarfélaga“, að því er fram kemur í bréfinu. Hrafn Sveinbjarnarson, héraðs- skjalavörður Kópavogs, er einn af þeim sem skrifa undir bréfið. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að ósk um tillögu frá héraðsskjalavörð- um um mótun gjaldskrárinnar hafi borist frá ráðuneytinu í framhaldi af fyrirspurnum frá Akranesi til Þjóð- skjalasafnsins um hvort mögulegt væri að afhenda safnkost héraðs- skjalasafns sveitarfélagsins í heilu lagi inn á Þjóðskjalasafnið. „Þá byrjar Þjóðskjalasafnið að velta því fyrir sér hvað eigi að inn- heimta fyrir það því ríkið fer ekki að fjármagna skjalavörslu fyrir sveit- arfélög. Þá kemur til þessi spurning um lagaákvæðið sem kveður á um að það sé til gjaldskrá um þetta,“ segir Hrafn. „Okkur virðist þetta vera í beinu framhaldi af þeim núningi sem hefur verið á milli Þjóðskjalasafns og hér- aðsskjalasafna.“ Skjalaverðirnir vekja athygli á því að héraðsskjalasöfn séu í eigu sveitarfélaga og rekin af þeim. Því sé það sveitarstjórna að setja og sam- þykkja gjaldskrá stofnana sinna, en ekki ráðuneytis. Ætti ekki að verða „samkeppnisvara“ Héraðsskjalaverðirnir óska eftir því að endurskoðun verði gerð á lög- um um opinber skjalasöfn þar sem starfsemi héraðsskjalasafna verði efld og héraðsskjalavörðum gert kleift að sinna eftirlitshlutverki sínu og tryggt faglegt sjálfræði. „Eftirlit, leiðbeiningar og varsla skjalasafna sveitarfélaga á ekki að verða samkeppnisvara opinberra stofnana,“ skrifa skjalaverðirnir. Eins og áður segir hefur nún- ingur verið á milli Þjóðskjalasafns Ís- lands og héraðsskjalasafna. Hrafn segir að frá árinu 2009 hafi Þjóð- skjalasafn Íslands reynt að fá sveit- arfélögin til að taka upp rafræna skjalavörslu innan veggja Þjóð- skjalasafnsins. „Það er engu líkara en það hafi verið ætlunin að nota sveitarfélögin sem einhvers konar tilraunastöð og láta sveitarfélögin bera kostnaðinn af þessu. Rafræn skjalavarsla er sam- kvæmt fulltrúum danska ríkis- skjalasafnsins, sem er með þessa að- ferð sem hér er tekin upp, miklu dýrari en hefðbundin pappírs- skjalavarsla.“ Þá sé slík skjalavarsla ekki jafn örugg og skjölin séu sannarlega ekki aðgengilegri þótt það sé stundum lát- ið í veðri vaka, að sögn Hrafns. „Okkur finnst vera farið út í óljósan og yfirgengilegan kostnað með svo slælegum árangri að skjölin eru óaðgengilegri og ótryggari að formi því þetta er hverfult form sem veldur því að áreiðanleika þessara skjala verður sífellt hægt að draga í efa. Maður spyr sig hvort Þjóð- skjalasafn Íslands, sem vörsluaðili, sé bært til að tryggja áreiðanleika skjals sem það er sífellt að velta á milli raf- rænna miðla,“ segir Hrafn. Rafræna formið er vinnsluform, ágætt sem slíkt en „afleitt til staðfestingar og vottunar“, að sögn Hrafns. „Ef stjórnvöld geta ekki boðið upp á neitt annað en hverfult form um gjörðir sínar þá geta borgararnir jafnvel farið að óttast um sinn hag. Að stjórnvöld skuli ekki treysta sér til að hafa skjöl á einföldu formi fyrir borgarana er í raun tortryggilegt.“ Hrafn nefnir sem dæmi að horfið hafi verið frá rafrænum kosningum í Hollandi fyrir nokkrum árum. „Því það er öllu mikilvægara að allt sé rétt í kosningum og það sé ekki háð sérfræðingum að ganga úr skugga um réttleika hlutanna. Læs einstaklingur með almenna menntun getur að jafnaði séð að skjöl á pappír séu rétt. Það er töluvert lýðræðis- legra í borgaralegu samfélagi að það nægi að sjá skjal frekar en að menn þurfi að kalla til sérfræðinga í hvert skipti til að meta réttleikann.“ Spurður hvort það sé ekki jafn auðvelt að falsa skjöl á pappír og raf- ræn skjöl segir Hrafn að svo sé að jafnaði ekki. „Svokölluð rafræn skjöl eru á hátimbraðra, hverfulla og flókn- ara formi en pappírsskjöl og því við- kvæmari og auðfalsaðri. Þetta veltur einnig á aðgengi til fölsunar, falsari þarf aðgengi til að koma fölsuninni að og fela ummerki um sig og slóð sína. Það hefur enginn netaðgang að skjalageymslum.“ Héraðsskjalaverðir ósáttir við gjaldskrá Morgunblaðið/Frikki Skjöl á pappír „Okkur finnst vera farið út í óljósan og yfirgengilegan kostnað,“ segir Hrafn Sveinbjarnarson um rafræna skjalavörslu. 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vandi verka-lýðshreyf-ingarinnar er margvíslegur og eðli hans ein- kennilegt. Ógnar- sterk staða er um leið hennar helsti vandi. Stjórn- arskráin segist tryggja félaga- frelsi. En „aðilar vinnumark- aðarins“ hafa saman gert þau fyrirmæli að engu. Talað er um að lífeyriskerfi landsins sé eitt hið besta sem þekkist. Gegnumstreymi, tryggt af ríkisvaldi, fær illa staðist til lengdar. Með fólks- fækkun verður það óviðráð- anlegt og enn frekar með fólks- fjölgun sem felst í aðfluttu fólki sem dregst að örlátu velferðar- kerfi. Þær ógnarfjárhæðir sem bundnar eru í lífeyriskerfinu hafa leitt til freistnivanda. Út- rásargæjar komust þar inn fyrir dyr síðast. Einnig eru til óskammfeilin dæmi um svokall- aða „samferðamenn“ lífeyris- kerfisins sem gerst hafa ofur- ríkir sem aftaníossar þess og löngu væri tímabært að af- hjúpa. Ofuraflsvandi verkalýðs- hreyfingarinnar tryggir að hún getur knúið fram þær launa- breytingar sem hentar óháð því hvort vit sé í þeim. Sú var lengi aðaluppspretta verðbólgufárs- ins. Framkvæmd verkfalla fer oft úr böndum. Túlkun á „verk- fallsbrotum“ er einstök hér. Ekkert fyrirtæki lifir það lengi af gangi þorri starfsmanna í lykilstöðu út á sama tíma. Sú túlkun að fámennur hópur sem eftir sitji megi ekki reyna að halda í horfi er hvergi iðkuð nema hér. En það eru fá úrræði til gegn slíkum dellutúlkunum. Hér á árum fyrr kváðu dóm- stólar eða handhafar fógeta- réttar upp úrskurði um lög- leysu sem fylgt hafði verið fram með handafli. Þegar neitað var að fylgja lögmætum úrskurðum og fámennt lögreglulið gat ekki fylgt þeim eftir neituðu yfir- menn þess að stefna því í svo ójafnan slag, þótt lagabókstaf- urinn væri skýr. Síðan hefur lokaorðið falist í sjálftöku „verkfallsvarða“. Það er reynd- ar tvíbent fyrir þá til lengdar. Fullu afli verður ekki beitt nema einu sinni. Þá yrðu hinar fullkomnu ógöngur öllum ljós- ar. Fyrirtæki færu þá unn- vörpum á höfuðið. Verkalýðs- félögin gætu þá prentað launataxta einhliða, enginn greiddi laun eftir þeim. Enginn banki styddi fyrirtækin til þess. En það gerist enn að ábyrgð- arskertir aðilar komist um hríð inn fyrir vébönd verkalýðs- hreyfinga með því að nýta sér áhugaleysi félagsmanna á innri málum. Og þegar þeir hafa komið sér fyrir á kontórunum þá rennur upp fyrir þeim hið ógnarlega vald sem þar er. Með hinum óskráða samningi „aðila vinnumarkaðar“ um að deyða ákvæði stjórnar- skrár um félaga- frelsi hefur nánast öllum almenningi verið smalað í eina rétt. Á úrslitastundum liggur þar meira vald en í Stjórnarráðinu og lítt takmark- að. Næst reka þeir nýkomnu augu í þá ofurfjármuni lífeyr- issjóða sem verkalýðshreyf- ingin hefur aðra hönd á en vinnuveitendur hina. Þá runnu lukkuriddarar og svikahrappar fljótt á blóðlyktina. Í umræðu um lífeyrissjóði er rætt um að launamenn einir leggi fé í líf- eyrissjóði og eigi því einir að ráða þeim! Þó liggur fyrir að væru engin fyrirtæki með styrk til að ráða til sín fólk þá væru engir lífeyrissjóðir. Framlög í lífeyrissjóði byggjast á lífvæn- legum fyrirtækjum. Stærsti hluti framlaga kemur beint úr veltu þeirra og hinn hlutinn er dreginn af þeim fjármunum sem fyrirtækin greiða starfs- mönnum sínum í laun. Það er smekksatriði að segja að allt fé lífeyrissjóðanna komi frá fyrir- tækjunum, sem er þó ekki út í hött, eða að það komi allt frá starfsmönnunum, sem er þó mun veikara, því að þá gleymist hlutur viðskiptamanna fyrir- tækisins sem greiða meira en annars staðar fyrir vörur og þjónustu fyrir vikið. Ef þeim er ofboðið slitnar þetta flæði. Seinustu ár var kjarasamn- ingum lokað með því að nýta óvenjulegt góðæri í landinu og að auki með þeim ósið að ríkið komi að borðinu með loforð sem eru sum ábyrgðarlaus af þess hálfu. Bæði vegna áhrifanna á ríkissjóð og þrýstings á hækk- un skatta og eins hins að póli- tískir sérsinnar nýti lokamín- útur kjarasamninga til að knýja fram breytingar sem kjósendur hafa sýnt að enginn vilji sé til. Sé launastig í landinu réttlætt með tímabundinni sveiflu í ár- ferði, svo sem því að fé frá ferðaþjónustu hafi margfaldast vegna hagstæðari ytri þátta, þá blasir við að versni árferðið hef- ur það áhrif á getu launagreið- enda. Nú vita allir nema mestu óvitar að margt er efnahags- lega óhagstætt nú og er kór- ónuveiran og viðbrögðin við henni efst á blaði, en fleira kem- ur til. Þeir sem knúðu fram óþekktar launahækkanir í krafti tímabundins góðæris vita vel að undir slíku verður ekki staðið þverri sú góða tíð. Höfn- un óska um að halda launum óbreyttum um sinn er í raun til- laga þeirra um að fækka vinn- andi fólki hjá fyrirtækjum svo að þau geti áfram staðið undir launagreiðslum. Þeir sem gjörnýttu sér farnar forsendur geta varla neitað tilveru þeirra} Foknar forsendur K reppan er grimm. Fátæktin er bölvun sem brýtur niður fólk og nagar með tímanum sundur stoðir samfélagsins. Það kom ekki á óvart, en var hræðilegt að horfa á fyrstu frétt sjónvarps Ríkisútvarpsins laugardagskvöldið 26. sept- ember. Þar sagði að um 200 fjölskyldur hefðu óskað eftir mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum nú um mánaðamótin. Atvinnuleysið er gríðarlegt og fer vaxandi. Öryrkjar, aldraðir og innflytjendur sem hafa misst vinnuna standa í hópum fyrir utan út- hlutunarmiðstöðvar þegar þær eru opnaðar. Fólkið sem er í slíkri neyð að þurfa að þiggja matargjafir með þessum hætti skiptir þús- undum í viku hverri. Þessi hópur stækkar dag frá degi. Nýir hópar einstaklinga sem hefðu aldrei látið sér detta í hug að lenda í þessum sporum. Á sunnudagsmorgun hlustaði ég svo eins og ég geri alltaf á þjóðmálaþáttinn Sprengisand á Bylgjunni. Þar ræddi Kristján Kristjánsson við Þuríði Hörpu Sigurðar- dóttur, formann Öryrkjabandalags Íslands. Hún er tals- maður þjóðfélagshóps sem á einna erfiðast. Tekjur ör- yrkja duga ekki til framfærslu. Reynslan sýnir að atvinnuleysi fjölgar þeim sem enda á örorku. Þuríður Harpa benti á að fullur örorkulífeyrir væri í dag 30 þús- und krónum lægri en lægstu atvinnuleysisbætur og 83 þúsund krónum lægri en lögbundin lágmarkslaun. Stjórnvöld hafa allt frá 2007 horft þegjandi og aðgerðalaust á það hvernig fólk á örorku- lífeyri hefur jafnt og þétt sogast ofan í ör- birgð því örorkulífeyrir heldur ekki í við það hvað það kostar að lágmarki að lifa í þessu landi. Óréttlátar skerðingar vegna tekna bæta síðan gráu ofan á svart. Nú þegar við horfum fram á erfiðan vetur teljum við í Flokki fólksins afar brýnt að við sláum skjaldborg um okkar viðkvæmustu þjóðfélagshópa. Við munum búa við umsát- ursástand covid-faraldursins þar til bóluefni finnst. Þangað til verðum við að þrauka. Ég kalla eftir samstöðu allra flokka um að við þjöppum okkur nú öll í vörnina til að bjarga samfélagi okkar, til að bjarga fólkinu okkar, til að halda fólki frá fátæktargildrunum. Þetta er ekki tíminn til að ýfa upp illindi. Við í Flokki fólksins höfum lengi reynt að tala máli þeirra sem höllum fæti standa. Sumir hafa brosað í kampinn við þetta og talið okkur jafnvel fara með ósann- indi og ýkjur þegar kemur að umræðu um fátækt í okkar ríka landi. Nú verður hins vegar ekki lengur litið undan. Myndir af biðröðum eftir mat eru órækur vitnisburður um þann raunveruleika sem birtist okkur öllum. Bar- áttan gegn atvinnuleysi og fátækt á að verða brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna í vetur. Inga Sæland Pistill Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Stjórnvöld hlusta ekki á neyðarkall fátækra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.