Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fór í þurrkví í Hafnarfirði í gær. Þar fer fram ábyrgðarskoðun, í samræmi við smíðasamning. Gert er ráð fyrir að skipið verði frá í um það bil þrjár vik- ur og leysir Herjólfur III það af á meðan. Fór sá gamli fyrstu ferðina í Landeyjahöfn í fyrradag. Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að frá því skipið kom til landsins hafi komið upp ýmis mál, stór og smá, sem þurfi að fara yfir og lagfæra. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðv- arinnar og viðeigandi undirverktaka komi til landsins til að fara yfir þessi atriði. Meðal atriða sem lagfæra þarf er loftræsting í rými fyrir rafhlöður skipsins. Ekkert atriði er það stórt að skipið hafi ekki getað siglt. Gamli Herjólfur er djúpristari en sá nýi. Er nægilegt dýpi í Landeyjahöfn, eins og er, og verður fylgst með þróun mála. Guðbjartur segir að hann sé hins vegar viðkvæmari fyrir sjólagi og veðri en nýrra skipið. Verður að koma í ljós hvernig þau mál þróast næstu vikur. Enn siglt í Landeyjahöfn Sigling í Landeyjahöfn er alltaf fyrsti kostur hjá skipstjórum Herjólfs en ef útlit er fyrir að ekki gefi í Land- eyjahöfn er siglt til Þorlákshafnar. Litlar frátafir hafa verið það sem af er hausti og sömu sögu er að segja um síðasta ár, því siglt var að mestu til Landeyjahafnar fram að jólum. Jan- úar og febrúar eru hins vegar venju- lega erfiðari viðfangs vegna veðurs og sjólags. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hafnarfjarðarhöfn Herjólfur er kominn í þurrkví til ábyrgðarskoðunar. Gert verður við það sem ekki stenst kröfur. Herjólfur í skoðun í slipp í þrjár vikur  Ýmis atriði sem seljandinn lagfærir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Göngugötusvæði í Kvosinni mun stækka umtalsvert auk þess sem vistgötum mun fjölga, gangi áætl- anir eftir. Umhverfis- og skipulags- svið lagði fram tillögu þess efnis í síðustu viku. Á vef borgarinnar má sjá tillögurnar og á meðfylgjandi korti má sjá áætlaðar breytingar miðað við núverandi umferð. Í fyrstu verða götur á borð við Tryggvagötu, Hafnarstræti og Póst- hússtræti gerðar að vistgötum, svo dæmi séu nefnd. Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfar- enda og hægfara ökutækja, eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjóla- bretta, hefur forgang umfram um- ferð bíla og er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfar- endur. Í núgildandi lögum er há- markshraði á vistgötum 10 km/klst. Í tillögunum er einnig kynnt fram- tíðarsýn sem gengur út á að hluta vistgatna verði síðar breytt í göngu- götur. Gangi það eftir verður allt svæðið umhverfis Austurvöll gert að göngugötu auk Hafnarstrætis, svo tekin séu dæmi. Sumar götur verði þó áfram vistgötur. Má þar m.a. nefna hluta Suðurgötu við Ingólfs- stræti og Tryggvagötu. Opin fyrir meira plássi Hildur Björnsdóttir, sem situr í skipulags- og samgönguráði fyrir Sjálstæðisflokkinn, er jákvæð gagn- vart fyrirhuguðum breytingum. „Ég hef sjálf verið mjög opin fyrir því að skapa meira pláss fyrir fólk í mið- borginni og skapa aukið mannlíf. Birgir Ísleifur var farsæll borgar- stjóri sjálfstæðismanna og hann gerði Austurstræti að göngugötu á sínum tíma og svo eru í gangi fram- kvæmdir við Tollstjórahúsið sem eru útfærsla sjálfstæðismanna. Við höf- um því stutt slíkar tillögur ef svo ber undir. En við bíðum þó eftir könnun á afstöðu borgarbúa til göngugatna og viljum sjá útkomuna úr henni áð- ur en lengra er haldið auk þess að tryggja samráð við rekstraraðila á svæðinu,“ segir Hildur. Hjálmar Sveinsson, fulltrúi frá Samfylkingu í ráðinu, segir að auk þessara breytinga telji hann vert að horfa til svipaðra aðgerða annars staðar. „T.d. að gera Hlemm að bíl- lausu torgi og ákveðin svæði Lauga- vegarins,“ segir Hjálmar. Núverandi vistgata Núverandi göngugata Tillaga að vistgötu í umferðarskipulagi Framtíðarsýn: vistgata verði göngugata Göngugötur og vistgötur í miðbæ Reykjavíkur G a rð a s tr æ ti G ró fi n M jó s tr æ ti G a rð a st ræ ti A ð a ls tr æ ti Vesturgata Nýlendugata Vesturgata Ránargata Bárugata Geirsgata Geirsgata Túngata Vonarstræti Austur- völlur A lþingi Ráðhús Reykjavíkur T jörnin Kolaportið Tollhúsið S u ð u rg a ta T ja rn a rg a ta Læ kj ar ga ta Læ kj ar ga ta A us tu rb ak ki M iðbakki Tryggvagata Tryggvagata Bankastræti Amtmannsstígur Austurstræti Vallarstræti Hafnartorg Hafnarstræti Kirkjustræti Áætlað að Hafnarstræti verði einnig göngugata  Áætlanir um vist- og göngugötur á stóru svæði í Kvosinni Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Starfshópur Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar sem ætlað er að endurskoða ákvæði þjónustusamn- ings vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs kom saman til fundar í fyrsta skipti síðdegis í gær. „Við ætl- um að vinna málið hratt og örugg- lega,“ segir Arnar Pétursson, einn fulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Starfshópurinn var skipaður að ósk Vegagerðarinnar vegna krafna Herj- ólfs ohf. um viðbótargreiðslur frá rík- inu vegna meiri mönnunar skipsins en gert var ráð fyrir í samningi og fleiri atriða. Hittast aftur eftir viku Arnar segir að lögð hafi verið drög að því hvernig ætlunin er að nálgast málið og síðan muni starfshópur- inn hittast eftir viku. Í millitíðinni þurfi að vinna ákveðna heima- vinnu. Aðspurður kveðst Arnar bjartsýnn á far- sæla lausn máls- ins. Vestmannaeyja- bær tilnefndi þrjá fulltrúa úr stjórn Herjólfs ohf. í starfshópinn, þá Arnar Pétursson, Guðlaug Friðþórsson og Pál Þór Guðmundsson auk Kristínar Edwald lögmanns. Bergþóra Þor- kelsdóttir forstjóri fer fyrir fulltrúum Vegagerðarinnar. helgi@mbl.is Unnið „hratt og örugglega“  Fyrsti fundur um þjónustusamning Arnar Pétursson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.