Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 25
segir magnað svæði. „Rússarnir eru ekkert ólíkir okkur Íslendingum. Þeir hafa skemmtilegan húmor, áreið- anlegt og gott fólk,“ segir Pálmi. „Það er mikið af laxi þarna, náttúran stór- kostleg og fjölbreytt dýralíf, hrein- dýr, ernir, úlfar og birnir.“ Á stefnu- skránni er að fara í enn frekari víking með stöng og flugu, og á óskalistanum eru lönd eins og Chile og Nýja- Sjáland svo einhver séu nefnd. Fjölskylda Eiginkona Pálma er Anna Ólafs- dóttir, f. 25.7. 1955, dósent við Háskól- ann á Akureyri. Foreldrar hennar eru hjónin Jónína Guðrún Tryggvadóttir Kvaran, f. 2.10. 1924, d. 5.11. 1985, starfsmaður Fasteignamats ríkisins, og Ólafur Sigurður Kristjánsson, f. 17.12. 1908, d. 23.3. 1987, starfsmaður Samvinnutrygginga. Þau bjuggu í Reykjavík. Fyrri eiginkona Pálma var Þuríður Sigurðardóttir, myndlistarmaður og söngkona, f. 23.1. 1949. Börn Pálma eru 1) Sigurður Helgi Pálmason, f. 9.10.1974, safnvörður í Reykjavík. Börn hans eru Svala Rún, f. 2002, Haukur Helgi, f. 2011, og Friðrik Bjarki, f. 2013. 2) Ragnheiður Helga Pálmadóttir, f. 16.4. 1985, lyfjafræð- ingur í Kópavogi. Maki hennar er Jökull Huxley Yngvason tölv- unarfræðingur og eiga þau dótturina Kötlu Sól, f. 2018. 3) Ninna Rún Pálmadóttir, f. 16.12. 1991, kvik- myndaleikstjóri í Reykjavík. Hálfbróðir Pálma frá föður er Sig- valdi Gunnarsson, f. 5.1. 1928, fv. bóndi, nú búsettur á Húsavík. Al- systkini eru Kristbjörg Dómhildur, f. 22.10. 1930, húsmóðir í Reykjavík; Böðvar Sigfinnur Gunnarsson, f. 17.8. 1933, d. 7.5. 2020, útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði; Hreinn, f. 18.10. 1934, d. 20.2. 2009, sjómaður í Vest- mannaeyjum; Jóna Guðný, f. 18.11. 1937, fv. ljósmóðir í Reykjavík og Gunnhildur Aagot, f. 6.5. 1942, d. 29.8. 2004, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Pálma eru Hansína Sig- finnsdóttir, f. 5.1. 1911, d. 28.7. 2000, húsfreyja og Gunnar Runólfsson, f. 14.10. 1901, d. 9.6. 1978, bóndi að Dallandi í Vopnafirði. Pálmi Gunnarsson Margrét Albertína Magnúsdóttir húsfreyja, Böðvarsdal, Vopnafirði Pétur Sigurðsson bóndi, Böðvarsdal, Vopnafirði Kristbjörg Pétursdóttir húsfreyja, Böðvarsdal, Hofssókn, N.-Múl. Runólfur Hannesson bóndi, Böðvarsdal, Hofssókn, N.-Múl. Gunnar Runólfsson bóndi, Dallandi, Vopnafirði Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, Böðvarsdal, Vopnafirði Hannes Magnússon bóndi, Böðvarsdal, Vopnafirði Kristrún Jónsdóttir vinnukona, Meðalnesi, N.-Múl. Einar Magnússon vinnumaður, Skjöldólfsstöðum, Hofteigssókn, N.-Múl. Jónína Kristbjörg Einarsdóttir húsfreyja, Seyðisfirði Sigfinnur Mikaelsson bóndi, Seyðisfirði Jóhanna Kristjana Pálsdóttir ráðskona, Firði, Dvergsteinssókn Mikael Gellisson bóndi, Hálsi í Hálsþinghá Úr frændgarði Pálma Gunnarssonar Hansína Sigfinnsdóttir húsfreyja, Dallandi, Vopnafirði DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 „FÁÐU ÞÉR SÆTI, ÉG LÆT HANN VITA AF ÞÉR. HANN SLEPPUR ÚT FLJÓTLEGA EF HANN SÝNIR AF SÉR GÓÐA HEGÐUN.” „JÆJA, ÓLÍNA MÍN, ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA MEÐ ÞESSI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gefa allt sem maður getur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVAÐ VAR ÞETTA? HVAR ER ODDI? KÆLI POTT- URINN HANS Í KÆLI POTT- INUM SÍNUM MJÁ MJÁ HÖRFIÐ! HÖRFIÐ!! ÞEIR ERU OF MARGIR! HRÓLFUR ER MEÐ OFNÆMI FYRIR KÖTTUM! SVIK OG PRETTIR - LÖGMANNSSTOFA - M JÁ STURT Það var á þeim tíma þegar Jón G.Sólnes og Jakob Frímannsson sátu í bæjarstjórn að menn spaug- uðu með, að þar væri bara einn listi, Akureyrarlistinn. Og nú hafa þeir tímar runnið upp á ný eða eins og Helgi R. Einarsson sagði á fimmtu- dag: „Mér datt þetta í hug í nótt, – enginn meiri- og minnihluti!“: Nú á Akureyri ýmsir ráða fá. Augun eru fleiri, sem allt það rétta sjá. Allir öllu ráða, enginn situr hjá. Í sameiningu sjá ’ða, sem að þörf er á. Engir oftar rífast, allir segja: Já. Hver af öðrum hrífast, hverfur sérhver gjá. Fanga loksins friðinn, fara í eina röð. Sækja á sömu miðin, sæl og ætíð glöð. Á Boðnarmiði minnir Ármann Þorgrímsson á yfirlýsingu (með mynd) frá bæjarstjórn Akureyrar um að nú séu öll dýrin í skóginum vinir: Gáfur þeirra glöddu mig greinilega falslaus brosin Að þau hafi áttað sig á til hvers þau voru kosin Síðan veltir hann upp hugs- anlegum aðgerðum bæjarstjórn- arinnar: Öðrum hætta að veita vín af vinnufötum dusta rykið ætla að lækka launin sín en líkast til þó ekki mikið. Ingólfur Ómar Ármannsson veltir sjálfum sér fyrir sér: Útlit þó sé orðið breytt ei mig plagar fárið, vaxtarlagið frekar feitt og farið að þynnast hárið. Níels skáldi kvað: Guð sem er brunnur gæskunnar gjörir hvað vill í ríki sínu; fær engan þó til farsældar fært nema gegnum synd og pínu. Páll Ólafsson orti: Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir, vonin hverja vökunótt vonarljósin kyndir. Björn Gunnlaugsson kvað: Óhultar en áin Rín út í ratar sæinn, gjörvallt flytur gæskan þín, guð, í dýrðar-æginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Akureyrarlistinn og dýrin í skóginum Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.