Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Kvöldgolf Nú þegar myrkrið sækir á nýta kylfingar hverja stund sem gefst að loknum vinnudegi til að spila golf eða æfa sig í púttunum, líkt og þessi kylfingur gerði á Nesvellinum nýverið. Eggert Eldra fólki fjölg- ar hratt vegna hærri lífaldurs. Hlutfall aldraðra hefur einnig hækk- að vegna lengri ævi og færri fæðinga hér á landi eins og víða í okkar heims- hluta. Lýðfræði- legar upplýsingar staðfesta að hlutfall fólks 67 ára og eldra af mannfjölda hækki úr 12% í 19% árið 2040 og verði aldraðir þá orðnir um 76.000 talsins. Árið 2060 er gert ráð fyrir að þetta hlutfall verði orðið 22% eða um 97.000 manns. Þeim mun því fækka hlutfallslega á vinnumarkaði sem standa undir tekjumyndun og bera með því uppi vel- ferð og lífskjör í landinu. Stefnumótun í málefnum eldra fólks Þessar staðreyndir kalla á virka stefnumót- un í málefnum eldra fólks. Tvennt hefur borið hæst í því efni á umliðnum árum, en það er framfærsla og hjúkrunar- og dvalarheimili fyr- ir þá sem ekki geta lengur búið á eigin heimili. Umræða um framfærslu litast mjög af skerð- ingum á greiðslum almannatrygginga, ramm- gerðu kerfi sem einkennist af skerðingum greiðslna til þeirra sem hafa tekjur af atvinnu, lífeyri eða ávöxtun fjármuna. Ekki hefur verið nægilega séð fyrir fé til að byggja og reka hjúkrunar- og dvalarheimili og biðlistar eftir dvöl á slíkum heimilum verið of langir. Brýnt er að bæta úr skák í þessum efnum og beina sjón- um að öðrum mikilvægum þáttum í málefnum fólksins sem horfið hefur af vinnumarkaði sök- um aldurs eða missis á starfsorku. Ber þar hæst þætti eins og lýðheilsu, almenna líðan og félagsleg samskipti. Allir skertir sem til næst Með almannatryggingum er leitast við að strengja öryggisnet undir þá sem höllum fæti standa. Aðgerðir til að rétta hlut bágstaddra þurfa að vera markvissar svo þær gagnist sem best. Skiljanleg er nauðsyn á að takmarka eða skerða greiðslur til þeirra sem ekki verða taldir þurfa slíkra úrræða með. Reynslan sýnir hins vegar að skerðingar á bótum almannatrygg- inga hafa gengið úr hófi fram. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almanna- trygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Hvaða öðrum þjóðfélags- hópi væri boðið upp á að halda ein- ungis eftir 20% af atvinnutekjum þegar greiddur hefur verið tekju- skattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%? Með þessu er fólki gert nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti sjálfs- bjargarviðleitni sem hverjum manni er eðlis- læg. Hinar óhóflegu skerðingar vegna atvinnu- tekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu í ljósi þess að aukin lífsgæði fylgi virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Lífeyristekjur og vaxtatekjur framkalla samsvarandi skerðingar á greiðslum úr Tryggingastofnun. Félagsmálaráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn frá öðrum höfunda um skerðingar sem eldra fólki og öryrkjum er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svarið ber með sér að nánast allir sem til næst eru skertir. Þar segir að 93% aldraðra megi þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Hafa for- svarsmenn sjóðanna lýst áhyggjum af þessu og óskað eftir breytingum enda rýri þetta traust á sjóðunum. Lágtekjufólk fær ekki ellilífeyri um- fram fólk sem borgað hefur lítil sem engin ið- gjöld í lífeyrissjóð. Iðgjöldin gagnvart þessu launafólki birtast eins og hver annar viðbót- arskattur en ekki framlag sem skapar rétt til aukins lífeyris eftir að horfið er af vinnumark- aði. Lífskjarasamningarnir Lífskjarasamningarnir ná ekki til eldri borg- ara og öryrkja. Engar hækkanir eða viðbótar- bætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygg- inga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Raunhæf úrræði Mæta þarf þörfum eldri borgara svo þeir geti notið lífsgæða sem allra lengst og búið á heimilum sínum. Þeim sem þess þurfa bjóðist aðstoð á heimili sínu. Tryggja þarf framboð þjónustuíbúða fyrir þann hóp sem þarfnast að- stoðar á efri árum í öruggu umhverfi. Þegar þessu sleppir og eldra fólk þarf enn frekari umönnun er nauðsynlegt að í boði séu úrræði eins og hjúkrunarheimili. Eyða þarf óvissu og biðlistum. Ekki kemur til greina að aldraðir séu sendir langt frá sínum nánustu þar sem skortur er á rýmum í næsta nágrenni. Skortur á hjúkrunarrýmum Mörg undanfarin ár hefur verið viðvarandi skortur á hjúkrunarrýmum. Ríkið hefur ekki nýtt lögbundinn sjóð, Framkvæmdasjóð aldr- aðra, til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur hefur verulegur hluti fjárins runnið til rekstrar. Á fyrstu tíu árum eftir hrun voru þannig veittir yfir 11 milljarðar króna á núgild- andi verðlagi úr sjóðnum í annað en hann var stofnaður til. Framlög til nýbygginga og end- urbóta voru aðeins 28,5% af ráðstöfunarfé sjóðsins 2018. Skortur á rýmum hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir fólkið sem er of veikt til að vera heima við. Gripið hef- ur verið til hrókeringa fólks í pláss fjarri fjöl- skyldu sinni og heimabyggð. Mikilvægt er að auka framboð á hjúkrunarrýmum, en mörg hjúkrunarheimili glíma við alvarlegan viðvar- andi rekstrarvanda sem kemur á tíðum niður á hlutaðeigandi sveitarfélögum. Ástæða þess er afstaða ríkisvaldsins í samningum um þjónustu á heimilunum sem birtist í að kröfur ríkisins um gæðaviðmið í þjónustu á heimilunum og greiðslur ríkisins fyrir hana fara ekki saman. Sveitarfélög borga hallann fyrir ríkið Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á mörg sveitarfélög. Kröfur um þjónustu hafa aukist og fólkið sem kemur inn á heimilin hefur verið veikara en áður. Lög um málefni aldraðra mæla fyrir um að daggjöld standi undir rekstri hjúkrunarheimila. En þetta hefur reynst í orði en ekki á borði. Mis- munurinn hefur í mörgum tilfellum verið greiddur af sveitarfélaginu, þannig að skattfé íbúa sveitarfélaga fer í verkefni sem ríkinu ber að sinna. Nú er svo komið að nokkur sveitar- félög hafa sagt upp þjónustusamningum við Sjúkratryggingar ríkisins og fleiri íhuga þá leið. Nú þegar er sú staða upp á teningnum á Akureyri, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Óboðlegt er að ekki sé greitt fullt verð fyrir lögbundna þjónustu sem inna þarf af hendi á þessum stofnunum. Vandinn er viðvarandi og fer vaxandi Öldruðum hefur fjölgað úr rúmlega 34 þús- und árið 2011 í tæplega 45 þúsund á síðasta ári. Á annað þúsund manns bíða eftir hvíldarinn- lögn og tæplega 400 eru á biðlista eftir hjúkr- unarrými og um 90 manns bíða eftir dval- arrými. Við þessum vanda þarf að bregðast. Hjúkrunarrýmum fjölgar of hægt miðað við þörfina og hætt er við að biðtími muni lengjast. Á meðan bíða á annað hundrað manns á Land- spítalanum og nálægum sjúkrahúsum eftir hjúkrunarrými. Þetta eykur á álagið á spít- alana með tilheyrandi kostnaði fyrir sam- félagið. Lífsgæði á efri árum Hæfileg hreyfing, holl og góð næring og samskipti við fjölskyldu og vini er stór þáttur í góðri líðan á efri árum og tryggja þarf eldri borgurum aðgang að þessum þáttum. Aukin hreyfing hjá flestum aldurshópum þarf einnig að ná til þeirra eldri og má þar t.d. benda á árangur sem náðst hefur með heilsueflingu Janusar Guðlaugssonar. Bætt líkamlegt ástand fram eftir aldri eykur lífshamingju svo um munar og sparar fjármuni. Á meðan fólk þarf ekki að leggjast inn á hjúkrunarheimili ber að gera öldruðum kleift að búa heima eins lengi og unnt er. Fyrir aðra hópa hentar dagdvöl og slík pláss þurfa að vera fyrir hendi á þeim tíma sem hentar hverjum og einum. Vel útfærð úrræði, miðuð við þarfir ólíkra hópa, spara stórfé, auka lífsgæði og draga úr álagi á spítala og hjúkr- unarheimili. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum sem það býr við. Hefur flokkurinn lagt fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við af- greiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við ríkjandi aðstæður. Hverfa má frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnu- tekna upp að hæfilegum tekjumörkum án út- gjalda fyrir ríkissjóð sem nyti viðbótarskatt- tekna, eins og sýnt hefur verið fram á. Draga ber úr skerðingum greiðslna almannatrygg- inga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna svo þeir sem minnst hafa verði ekki skildir eftir í þessu tilliti. Eftir Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson »Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerð- ingum sem það býr við. Karl Gauti Hjaltason Breyttar áherslur í málefnum aldraðra Ólafur Ísleifsson Höfundar eru þingmenn Miðflokksins. olafurisl@althingi.is kgauti@althingi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.