Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hergilsey á Breiðafirði var smöluð á sunnudag, en þar hefur fé frá bænd- um í Krákuvör í Flatey gengið sum- arlangt. Ellefu manns tóku þátt í smalamennskunni að Magnúsi bónda Jónssyni meðtöldum. Á ýmsu gekk því féð var í þremur eyjum og hljóp á milli þeirra þegar að því var þrengt, en eftir mikil hlaup virtist féð fegið að komast um borð í fjár- flutningabátinn. Reyndar kom smá- vegis leki að honum í flutningnum, en með dælu tókst að halda aftur af lekanum og engum varð meint af þessu ævintýri í Hergilsey. Alls voru 34 kindur fluttar í land, fullorðið fé og lömb, að sögn Magn- úsar. Hann saknar reyndar eins lambs og verður svipast um eftir því á næstunni. Í fyrra vantaði einnig eitt lamb og var talið að það hefði drepist. Svo var þó ekki því þegar fólk kom til vinnu við æðarvarpið í Hergilsey í vor birtist hrúturinn óvænt og var hinn sprækasti eftir einveru í eyjunni yfir veturinn. Hann var orðinn vígalegur í tveimur reyfum þegar smalað var á sunnu- dag, en fylgdi hinu fénu um borð í bátinn. Féð sem sent verður til slátr- unar fer með Baldri upp á Brjáns- læk í dag og síðan til slátrunar á Sauðárkróki. aij@mbl.is Ljósmynd/Þórdís Gunnarsdóttir Smalað Bliki BA 17 á læginu í Hergilsey á sunnudag, féð rennur í rólegheitum um borð í flutningabátinn. Ævintýri við smala- mennsku í Hergilsey  Hrúturinn birtist óvænt eftir vetrardvöl í eyjunni Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland leggur sérstaka barnaskýrslu fram við Barnaréttar- nefnd Sameinuðu þjóðanna,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri Unicef á Ís- landi. Um sérstaka barnaskýrslu er að ræða, en hún verður kynnt fyrir Barnaréttarnefnd SÞ í dag. Þrjú ungmenni hafa unnið að skýrslunni undanfarin misseri. „Það helsta í þessu er að börn eru í fyrsta skipti að fara að kynna eigin skýrslu. Börn eiga rétt á því að tjá sig um mál sem að þeim koma og þetta er alveg ótrúlegt tækifæri til þess,“ segir Steinunn. Sjónarmið barna mikilvæg Skýrslan verður kynnt samhliða skýrslu níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannrétt- inda barna á Íslandi. Um viðbótarskýrslu við fimmtu og sjöttu skýrslu Íslands til barna- réttarnefndarinnar er að ræða. Ritstjórn skýrslunnar tók til starfa árið 2018 og kallaði eftir fulltrúum frá ungmennaráðum um allt land. Í verkefnahópinn bættust við sex ung- menni yngri en 18 ára sem unnu skýrsluna. „Þau voru fengin til að vinna skýrsluna, en það voru þrjú ungmenni sem sáu aðallega um umsjón verkefnisins,“ segir Steinunn og bætir við að vonir séu bundnar við að skýrslan nýt- ist barnaréttarnefndinni. „Þau vonast auðvitað til þess að nefndin taki þeirra skýrslu og punkta alvarlega. Nefndin er að fara nákvæmlega yfir hversu vel okkur gengur að uppfylla barnasáttmál- ann. Ungmennin völdu sér ýmis málefni sem þeim fannst mikilvægust,“ segir Steinunn. Nefnir hún í því samhengi m.a. netofbeldi, geðheilbrigði og jafnrétti barna. „Við bindum vonir við að þessar skýrslur saman verði teknar alvarlega. Það var haft samráð við börn og ungmenni víða um land. Ungmenni hafa innsýn í málefnin sem sér- fræðingar hafa ekki. Þau hafa rödd sem verð- ur að heyrast.“ Börnin kynna sína eigin skýrslu  Í fyrsta skipti sem Ísland leggur fram barnaskýrslu  Verður tekin fyrir í Barnaréttarnefnd Samein- uðu þjóðanna í dag  Binda vonir við að skýrslan nýtist  Samráð við börn og ungmenni víða um land Morgunblaðið/Ómar Börn að leik Ungmenni munu í dag kynna skýrslu fyrir Barnaréttarnefnd SÞ, í fyrsta skipti. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mættu í gær á ríkisráðsfund á Bessastöðum, en þar funduðu þeir með forseta Íslands. Var um reglu- legan fund ráðsins að ræða, en þingsetning fer fram á fimmtudag og mun forsætisráðherra þá flytja stefnuræðu sína auk þess sem um- ræður fara fram um stefnuræðuna um kvöldið. Fjárlagafrumvarp verður svo kynnt í kjölfarið og fyrri umræða um fjármálaáætlun mun fara fram í næstu viku. Ljósmyndarar og ann- að fjölmiðlafólk var beðið að bera grímu þegar ráðherrar mættu á Bessastaði, en ekki var óskað eftir að annað starfsfólk og ráðamenn gerðu svo. Ríkisráð kemur saman tvisvar á ári, annars vegar milli þinga og hins vegar um áramót. Á ríkisráðsfundum endur- staðfestir forseti öll frumvörp sem staðfest hafa verið á Alþingi frá síð- asta ríkisráðsfundi. Fundur ríkis- ráðs átti að fara fram í vor en var frestað vegna þingstubbsins sem fram fór fyrr í haust. Þingsetning verður nokkuð óhefðbundin vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins örfáum gestum verður boðið til setningar þingsins, en athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni að venju. Komu saman á Bessastöðum  Alþingi verður sett á fimmtudag Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.