Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Atli Steinn Guðmundsson skrifar frá Ósló Í dag er runninn upp lokadagur aðal- meðferðar í Mehamn-málinu fyrir Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í Noregi. Munu sækjandi og verjandi málsins, þeir Torstein Lind- quister og Bjørn Andre Gulstad, þá flytja lokaræður sínar í málinu frammi fyrir Kåre Skognes héraðs- dómara, meðdómendum hans og öðrum sem fylgjast með málinu og Skognes ljúka aðalmeðferðinni með því að tilkynna dagsetningu dóms- uppkvaðningar í málinu. Réttarhlé var haldið í gær og því enginn mál- flutningur þann daginn, en þá fimm daga sem aðalmeðferðin stóð í síð- ustu viku var dagskráin þéttskipuð. Fyrsta daginn flutti Elena Unde- land, kærasta Gísla Þórs Þórarins- sonar heitins, vitnisburð sinn og svaraði þar fjölda spurninga héraðs- dómara, sækjanda, verjanda og síns réttargæslulögmanns, Mette Yvonne Larsen. Fengu viðstaddir þar með að heyra frásögn hennar af atburðum síðustu dagana fyrir atlög- una að Gísla Þór, 27. apríl í fyrra, hótunum ákærða í garð þeirra Gísla og hennar upplifun af morgninum örlagaríka. Því næst gaf ákærði í málinu, Gunnar Jóhann Gunnarsson, sína framburðarskýrslu, kvaðst játa sig sekan um manndráp af gáleysi, ekki ásetningi eins og ákæran hljóð- ar upp á, og játaði sök í öllum öðrum ákæruliðum, líflátshótunum, hús- broti á heimili hálfbróður síns, stuldi á bifreið hans og akstri undir áhrif- um. Gerði Gunnar Jóhann ítarlega grein fyrir líðan sinni síðustu dagana fyrir voðaatburðinn og sagði svo frá því hvernig hann hefði farið um borð í bát sem hann hefði haft aðgang að og sótt þar tvíhleypta haglabyssu af hlaupvíddinni 12 ga. áður en hann hélt á heimili hálfbróður síns á sjötta tímanum um morguninn og beið hans þar. Ákvað að fara heim til hans „Strákarnir sögðu við mig „Gunn- ar, í kvöld skulum við bara drekka,“ og ég var svo sáttur við það, ég vildi bara drekka mig fullan og geta gleymt ástandinu í bili. Við fórum svo út, fórum á skemmtistaði en það var bara enginn úti að skemmta sér þetta kvöld. Svo þegar við komum á Nissen-barinn [í Mehamn] helltist þetta allt yfir mig aftur, ég fór að hugsa um hvernig bróðir minn gæti gert mér þetta. Og þá ákvað ég að fara heim til hans og hræða hann,“ sagði Gunnar á mánudaginn í síðustu viku, eins og mbl.is greindi frá. Galli á skotvopninu Næstu daga héldu vitnaleiðslur áfram og lagði þar meðal annars heilbrigðisstarfsfólk fram sínar skýrslur, vinir, ættingjar, íslenskir sjómenn í Mehamn og sérfræðingar norsku rannsóknarlögreglunnar Kripos í skotvopnum, fingraförum og blóðferlarannsóknum. Gerðu þeir Kripos-menn grein fyrir ítarlegum rannsóknum á skotvopninu og kynntu þá niðurstöðu sína að galli hefði reynst á öryggislás vopnsins sem lýsti sér þannig að hægt hefði verið að hleypa af því án þess að þrýsta á gikkinn, en Gunnar Jóhann hefur haldið fast við þann framburð sinn að skot hafi hlaupið af þegar hálfbróðir hans greip snögglega til byssunnar. Hafi þeir svo tekist á um stund en Gísli Þór þá þegar verið kominn með þann áverka á læri sem varð hans bani á meðan beðið var eft- ir lögreglu sem ók frá varðstofu sinni í Kjøllefjord, en þaðan er um alllang- an veg að fara til Mehamn. Sagðist Gulstad verjandi þess full- viss, í samtali við Morgunblaðið á þriðjudag, að Skognes héraðsdómari felldi dóm fyrir gáleysi í málinu. Á föstudaginn hvatti Gulstad saksókn- ara svo til að breyta ákæru sinni og ákæra fyrir manndráp af gáleysi. Mette Yvonne Larsen, réttargæslu- maður brotaþola, sagði við blaðið á fimmtudagskvöld að hún stæði við spádóm sinn frá því hún ræddi við mbl.is í janúar og reiknaði með 13 til 15 ára dómi, en í janúarviðtalinu kvað hún það undarlega háttsemi að koma með hlaðna haglabyssu ætlaði maður ekki að gera neitt. Kröfðust algjörrar vissu Anja Mikkelsen Indbjør, lögmað- ur og saksóknari lögreglunnar í Finnmörk, sem sat öll réttarhöldin, ræddi við mbl.is á föstudaginn og sagði lögregluna ekki hafa viljað sleppa öðrum Íslendingi úr haldi, sem í fyrstu var grunaður um aðild en fékk svo stöðu vitnis í málinu, fyrr en algjör vissa hefði legið þar fyrir. Eins ræddi hún um skotvopnið, sem lögreglan hékk eins og hundur á roði á að Gunnar hefði fyrst útvegað sér að morgni 27. apríl en ljóst varð við aðalmeðferðina að hann hefði aðeins þurft að sækja í bát sem hann hafði aðgang að. Hillir undir dóm í Mehamn-máli  Lokadagur aðalmeðferðar í dag  Fjöldi vitna síðan á mánudag fyrir viku  Ólíkar spár verjanda og réttargæslumanns um málalok  Ákærði hefur haldið fast við framburð um slys við átök um byssuna Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Dómarinn Kåre Skognes héraðsdómari stimplaði sig inn hjá að minnsta kosti hluta viðstaddra sem ákaflega huggulegur gestgjafi dómstólsins. Réttarhöld í þriðju tilraun » Aðalmeðferð frestað vegna galla á ákæru og veirunnar » Lokaræður saksóknara og verjanda verða fluttar í dag » Nær hálft annað ár frá laug- ardagsmorgninum 27. apríl 2019 í Mehamn » Nánast öruggt má telja að málinu verði áfrýjað til Lög- mannsréttar Hálogalands í Tromsø » Langur biðtími eftir máls- meðferð tók sinn toll af minni sumra vitnanna 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík Ýmsar stærðir kælikerfa í allar stærðir sendi- og flutningabíla, fyrir kældar og frystar vörur. Vottuð kerfi fyrir lyfjaflutninga. Við ráðleggjum þér með stærð og gerð búnaðarins eftir því sem hentar aðstæðum hverju sinni. ÖFLUG KÆLIKERFI FRÁ THERMO KING FÆRANLEG KÆLITÆKI Í SENDIBÍLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.