Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  229. tölublað  108. árgangur  TJÓNIÐ JAFNAST Á VIÐ HAGKERFI BANDARÍKJANNA ÁTTI EKKI VON Á AÐ SPILA MIKILVÆGT AÐ SJÁ FEGURÐ Í ÁSTANDINU FJÖGUR MÖRK EFTIR 15 MÁNAÐA HLÉ 26 ODDUR ARNÞÓR 28NIÐURSTAÐA GATES 12 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2  Ekki er ástæða til að herða sótt- varnaaðgerðir vegna kórónuveir- unnar að svo stöddu, að mati Þór- ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 39 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af voru 34 í sóttkví við greiningu. Fimm liggja inni á Land- spítala, þar af er einn á gjörgæslu. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að öruggast væri út frá sóttvarnasjónarmiðum að núverandi fyrirkomulag landa- mæraskimunar yrði framlengt. Þá sagði Þórólfur enn fremur að búast mætti við að þær varrúðarráðstaf- anir sem nú væru í gildi innanlands giltu áfram næstu mánuði. »6 Ljósmynd/Almannavarnir Á fundi Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir og Alma Möller landlæknir. Ekki ástæða til að herða aðgerðir að svo stöddu  Fyrstu tölur yfir fyrirtæki á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo benda til þess að færri ferðaþjónustufyrirtæki verði þar í ár en í fyrra. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, forstöðumanns greiningar og ráðgjafar hjá Credit- info, voru ferðaþjónustufyrirtæki 10% af listanum í fyrra. Listi yfir framúrskarandi fyrir- tæki verðlaunar fyrirtæki fyrir rekstrartölur 2019, en einnig er tekið mið af lánshæfismati fyrir- tækja eins og það er í dag. »12 Framúrskarandi ferðaþjónustufyr- irtækjum fækkar skemmtiferðaskipum nálægt 597 milljónum króna, sem var um 14% af heildartekjum fyrir- tækisins það árið. Hins vegar voru tekjur Faxa- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alls voru sjö komur farþegaskipa til Faxaflóa- hafna í sumar með 1.346 farþega. Þetta er gríð- arlegur samdráttur frá árinu 2019. Það ár voru 190 komur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 188.630 farþega. Samdrátturinn milli ára er um 99%, eða sem nemur 187.284 farþegum. Covid-19-heimsfaraldurinn hefur leikið út- gerðir skemmtiferðaskipa grátt og sömuleiðis þau fyrirtæki sem hafa þjónustað skipin. Margar hafnir á Íslandi hafa orðið fyrir miklum tekju- samdrætti frá fyrra ári. Samkvæmt upplýsingum Ernu Kristjáns- dóttur, markaðsstjóra Faxaflóahafna, voru tekjur fyrirtækisins 2019 af farþegaskipum/ flóahafna í ár fyrir farþegaskip í kringum 11,2 milljónir. Samdráttur í tekjum milli áranna er gríðarlegur, eða um 586 milljónir. Í byrjun árs 2020 voru áætlaðar 187 skipakom- ur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 203.214 farþega. Um mánaðamótin apríl/maí byrjuðu af- bókanir að hrúgast inn enda höfðu öll helstu skipafélög heims hætt siglingum vegna heims- faraldurs kórónuveirunnar. Aðeins tvö skemmtiferðaskip komu til Reykja- víkur í sumar, Magellan einu sinni og Le Bellot sex sinnum. Í ár voru flestir farþeganna frá Eng- landi eða 929 talsins. Frakkar voru 158 og Hol- lendingar 125. Farþegar frá Þýskalandi voru að- eins 14 en voru tæplega 49 þúsund í fyrra. Bandaríkjamenn voru 11, samanborið við rúm- lega 38 þúsund í fyrra. »11 Farþegum fækkar um 187 þúsund Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Magellan Annað tveggja farþegaskipa sem komu í sumar. Það kom til Reykjavíkur í mars.  Aðeins komu 1.346 farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Aron Þórður Albertsson Búist er við því að leiðtogar ríkis- stjórnarinnar kynni í dag tillögur stjórnarinnar varðandi lífskjara- samningana fyrir aðilum vinnumark- aðarins. Forsvarsmenn ríkisstjórn- arinnar og Samtaka atvinnulífsins funduðu í ráðherrabústaðnum í gær- morgun og aftur síðdegis. Eftir fyrri fundinn ákvað forysta SA að fresta atkvæðagreiðslu félagsmanna sinna sem átti að hefjast á hádegi í gær. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra vildi ekki tjá sig um efni fundanna, en hann sagðist gera ráð fyrir að þær tillögur sem ræddar voru yrðu kynntar aðilum vinnu- markaðarins fyrir hádegi í dag. Kalli á sértækar aðgerðir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði eftir fundinn í gærmorgun að umræðu- efni fundarins hefði verið þess virði að þróa áfram og var gærdagurinn nýttur í það. ASÍ og SA hefur greint á um þær forsendur sem liggja að baki lífskjarasamningunum og hvort þær séu brostnar eða ekki. For- svarsfólk ASÍ ræddi við stjórnvöld símleiðis í gær en enginn formlegur fundur var boðaður. Drífa Snædal sagði í gær að ASÍ hefði aftur á móti ekki rætt við SA í gær. Spurð nánar út í samtöl hennar við stjórnvöld sagðist Drífa ekki vilja tjá sig um þau að öðru leyti en að ASÍ hefði sagt að um sértæka kreppu væri að ræða sem kallaði á sértækar aðgerðir. Hugnast ekki orðræðan Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ, segir í samtali við Morg- unblaðið að staðan á vinnumarkaði sé mjög snúin. Hún sé þó ekki óþekkt, en áhyggjuefni er að aðilar ræðist ekki við. Honum hugnast ekki orðræða verkalýðsforystunnar. Tillögur kynntar í dag  Atkvæðagreiðsla SA um hvort segja eigi upp lífskjarasamningum hefst á hádegi  Viðbúið að stjórnvöld kynni tillögur  Snúin staða, segir fyrrverandi forseti ASÍ MLífskjarasamningar »4 og 14 Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Gengið úr ráðherrabústaðnum Forysta Samtaka atvinnulífsins og Sigurður Ingi Jóhannsson eftir síðari fund SA og leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.