Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Aldrei hefur verið jafn mikilvægt og nú, þegar kórónuveiran hefur valdið miklum búsifjum í at- vinnulífinu, að fyrirtæki flaggi því að þau séu framúrskarandi. Þetta segir Gunnar Gunnars- son, forstöðumaður fyrir greiningu og ráðgjöf hjá Creditinfo, í samtali við Morgunblaðið. Creditinfo tekur árlega saman lista yfir fram- úrskarandi fyrirtæki í samstarfi við miðla Ár- vakurs. Stefnt er að því að birta listann fyrir rekstur ársins 2019 hinn 21. október nk., en það verður ellefta árið í röð sem listinn er birtur. „Það að komast á listann í ár er merki um að fyrirtækið hafi verið sterkt og gott áður en kór- ónuveirufaraldurinn skall á og það sé búið að halda vel á spöðunum í gegnum faraldurinn það sem af er 2020,“ segir Gunnar. „Að okkar mati eru þetta þau félög sem eru líklegust til að standa af sér áfallið vegna kórónuveirufarald- ursins sem og önnur áföll. Þetta eru félög sem hafa sýnt stöðugan góðan rekstur í a.m.k. þrjú ár.“ 80% hafa skilað ársreikningi Spurður um vinnslu listans í ár segir Gunnar að um 80% fyrirtækja hafi skilað inn ársreikn- ingi, en þau hafa fengið frest til 1. október til að skila inn reikningi sínum. Því sé enn óvissa um endanlega röðun á lista framúrskarandi fyrir- tækja. Eitt af skilyrðunum fyrir því að vera valið framúrskarandi er einmitt að hafa skilað árs- reikningi á réttum tíma. Gunnar segir að eitt af því sem tefji ferlið í ár sé að ríkisskattstjóri hafi endursent eitthvað af ársreikningum sem innihéldu ekki skýringar á áhrifum veirunnar á reksturinn á þessu ári. Listi yfir framúrskarandi fyrirtæki verð- launar fyrirtæki fyrir rekstrartölur 2019, en Gunnar ítrekar að einnig sé tekið mið af láns- hæfismati fyrirtækja eins og það er í dag. „Það þýðir að það er ekki nóg að vera með góðar rekstrartölur 2019, heldur máttu ekki vera kom- inn í fjárhagsvandræði í dag. Ef félög geta ekki staðið í skilum, eða þau hafa ekki náð samn- ingum við kröfuhafa sína, getur það komið þeim í koll.“ Annað sem litið er til við vinnslu listans er svokallað váhrifamat, en það er nýr mælikvarði á rekstur fyrirtækja hjá Creditinfo. „Þetta er kórónuveirumat sem flokkar atvinnugreinarnar eftir áhrifum veirunnar. Við notum þetta mat til að hjálpa okkur við forgangsröðun við nánari skoðun fyrirtækja.“ Mestu váhrifin eru á ferðaþjónustuna, að sögn Gunnars. Váhrif á smásölu Aðrar atvinnugreinar verða einnig fyrir vá- hrifum, en þar nefnir Gunnar til dæmis smásölu- fyrirtæki sem selja vörur sem ekki teljast til nauðsynja. Þó gengur mörgum slíkum fyrirtækj- um mjög vel í faraldrinum, sem skýrist einkum af aukinni verslun Íslendinga innanlands, m.a. vegna samdráttar í ferðalögum til útlanda. Gunnar segir að meiri handavinna hafi verið við vinnslu listans í ár því mikill tími hafi farið í að ganga úr skugga um að fyrirtæki væru enn í rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki í ferða- þjónustu. „Ferðaþjónusta var 10% af listanum í fyrra en við sjáum fram á einhverja fækkun þar í ár. Fyrstu tölur benda til þess.“ Gunnar segir aðspurður að Creditinfo noti fjölmiðlaumfjöllun, fjárhagsupplýsingar og skýr- ingar í ársreikningi og samskipti við félögin sjálf til að glöggva sig á raunverulegri stöðu félag- anna. Aldrei mikilvægara en nú Morgunblaðið/Árni Sæberg Rekstur Marel verðlaunað fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð árið 2019.  Listi yfir framúrskarandi fyrirtæki birtur 21. október  Nýtt váhrifamat metur áhrifin af veirufar- aldrinum  Útlit fyrir fækkun í hópi ferðaþjónustufyrirtækja á listanum  874 framúrskarandi í fyrra Meðal skilyrða » Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3. » Rekstrartekjur að lágmarki 50 mkr. síð- ustu þrjú ár. » Rekstrarhagnaður (EBIT>0) síðustu þrjú ár. » Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu 3 ár. » Eignir a.m.k. 100 mkr. síðustu þrjú ár. » Jákvæð niðurstaða síðustu þrjú ár. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is ríkjunum en aðeins 3% af VLF í löndunum sunnan Sahara. Þá hafi svo margar þjóðir ekki samtímis verið í kreppu síðan 1870. Sjúkdómsvarnir veikjast Bent er á margvíslegar afleiðingar faraldursins. Bakslag kunni að koma í baráttu gegn HIV, berklum og malaríu. Þá kunni bólusetningu að fara aftur um aldarfjórðung. Jafnframt er fjallað um stöðuna í Bandaríkjunum. Vitnað er til könn- unar bandarísku hagstofunnar um að 23% hvítra hafi ekki verið vissir um að þeir ættu fyrir húsaleigu í ágúst. Hlutfallið hafi verið tvöfalt hærra meðal svartra og fólks af róm- önskum uppruna í sama mánuði. Tjónið reynist margfalt meira Bill Gates fór yfir stöðuna í sam- tali við blaðamann The Atlantic en viðtalið má sjá á YouTube. Þar sagði hann að efnahagstjónið af völdum veirunnar yrði þegar upp er staðið yfir 20 billjónir dala. Til samanburðar sagði hann í TED-- fyrirlestri árið 2015 að faraldur kynni að kosta þrjár billjónir dala. Slíkir útreikningar hljóta eðli máls að fela í sér mikla óvissu. Nefna má til samanburðar að Al- þjóðaferðamálastofnunin áætlar að um 120 milljónir starfa í ferðaþjón- ustu séu í hættu og að tjónið verði ríflega billjón dalir í ár. Samkvæmt því er hlutur ferðaþjónustu í efna- hagstjóni heimsins óverulegur. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn felur ekki aðeins í sér manntjón og þjáningar heldur magnar hann upp aðra sjúk- dóma og eykur fátækt. Þetta er niðurstaðan í skýrslu mannúðarstofnunar hjónanna Bill og Melinda Gates, Goalkeepers Report. Þar er því haldið fram að kórónu- kreppan sé mesta samdráttarskeið síðan hergagnaframleiðsla stöðvað- ist eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Um 18 billjónum dala, eða 18 þús- und milljörðum dala, hafi verið varið í að örva hagkerfin. Umfangið sam- svari að jafnaði 22% af VLF í G20- Tjónið af veirunni 20 billjónir dala  Efnahagstjónið af völdum veirunnar jafnast á við hagkerfi Bandaríkjanna Fjöldi fólks sem býr við sára fátækt* Hlutfallsleg breyting milli ára á heimsvísu frá 2000 til 2020 5% 0% -5% -10% -15% '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 -1 ,2 % -1 ,2 % -1 ,5 % -1 ,5 % +7,1% Áætlun fyrir árið 2020* Fólk sem hefur minni tekjur en 1,9 bandaríkjadali á dag Heimild: 2020 Goalkeepers Report: COVID-19 – A Global Perspective ● Eftir að tuttugu og þrír milljarðar bættust við hlutafé Icelandair Group, sem gerðist í hlutafjárútboði félagsins á dögunum, er hlutafé fyrirtækisins nú 28.437.660.653 að nafnvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þá segir að nýju hlutirnir verði afhentir eigendum í dag, 29. september, og við- skipti með þá geti hafist á morgun. Hlutir afhentir í dag 29. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.08 Sterlingspund 177.13 Kanadadalur 103.97 Dönsk króna 21.728 Norsk króna 14.515 Sænsk króna 15.221 Svissn. franki 149.84 Japanskt jen 1.3182 SDR 195.22 Evra 161.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 190.7211 Hrávöruverð Gull 1870.05 ($/únsa) Ál 1708.5 ($/tonn) LME Hráolía 41.85 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.