Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opin www.listverslun.is Verkfæralagerinn án.-m. kl. 9-18, fs. kl. 9-180, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1 Kolibri trnur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavrum WorkPlus Strigar frá kr. 195  1 TILBOÐ af 120 ml Amsterdam akrýl ú kaupir  færð 1 frítt Örn Arnarson, fjölmiðlarýnirViðskiptablaðsins, ritaði meðal annars þetta í pistli sínum í liðinni viku: „Eftir að Reykjavík- urborg birti afkomu fyrri helm- ings ársins spratt upp umræða um alvarlega fjárhagsstöðu borg- arinnar og áleitn- ar spurningar um hvort reksturinn væri yfirhöfuð gjaldfær. Í minn- isblaði sem fylgir umsögn borg- arinnar um laga- frumvörp ríkis- stjórnarinnar til að mæta efna- hagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru er þessum spurningum svarað með skilmerkilegum hætti. Þar segir:    Taflan hér að ofan sýnir aðrekstur borgarinnar er með neikvætt veltufé frá rekstri 2020- 2022 og stendur alls ekki undir afborgunum af langtímalánum ár- in 2020-2023. Hér að ofan er gert ráð fyrir því að tekin verði lang- tíma jafngreiðslulán til að leysa vandann. Það þýðir að afborg- anaþungi lánanna er að óveru- lega leyti kominn fram á árunum 2020-2024 og veltufé frá rekstri þarf að vaxa mjög mikið á næstu árum á eftir til að sveitarfélagið eigi möguleika á að standa undir þeim byrðum. Það gerist ekki nema með verulegri aukningu tekna eða stórfelldum nið- urskurði. Þetta eru meginrökin fyrir því að ríkissjóður komi með beinum hætti að fjármögnuninni með sérstökum óendurkræfum framlögum til að mæta þessum vanda.“    Það er furðulegt að þessi af-dráttarlausa lýsing á graf- alvarlegri stöðu fjármála Reykja- víkurborgar skuli ekki hafa vakið athygli fjölmiðla og þeir spurt borgarfulltrúa út í málið.“ Örn Arnarson Borgin ræður ekki við afborganir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tvær skurðdeildir á Landspítalanum í Fossvogi eru enn lokaðar vegna smita og sóttkvíar starfs- fólks. Deildunum var lokað fyrir helgi og gert er ráð fyrir því að sú lokun vari að minnsta kosti í sjö daga. Þær upplýsingar fengust frá Landspítalan- um í gær að 36 starfsmenn þar á bæ væru í ein- angrun og 177 til viðbótar í sóttkví. Aðgerðum á spítalanum hefur verið frestað af þessum sökum. Einn starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins er enn í einangrun eftir að annar starfs- maður greindist með veiruna á dögunum. Aðrir fjórir voru settir í sóttkví en þeir eru lausir úr henni. „Við höfum að vissu leyti verið heppin miðað við eðli starfsins og fyrir það er ég þakklátur,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að enginn starfsmaður hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu sé frá vinnu vegna kórónuveirunn- ar. Embættið hafi sloppið alveg síðan um versl- unarmannahelgina þegar 23 starfsmenn stöðvarinnar við Hverfisgötu voru settir í sóttkví. hdm@mbl.is Enn 177 starfsmenn í sóttkví  Skert starfsemi á Landspítala vegna smita Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Landspítali Yfir 200 starfsmenn spítalans eru í sóttkví og einangrun vegna kórónuveirusmita. Haldið var upp á það á Grund í gær að 90 ár voru frá því að hjúkrunar- heimilið við Hringbraut 50 var vígt. Af því tilefni var boðið til köku- veislu á hverri deild fyrir heimilis- fólk og starfsmenn, sem gerðu sér glaðan dag. Það var sumarið 1927 sem bæjar- stjórn Reykjavíkur úthlutaði heim- ilinu lóð milli Hringbrautar og Brá- vallagötu og vinna við bygginguna hófst strax. Húsið var nefnt Grund, eins og gamla heimilið hét sem var við Kaplaskjólsveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grund. Fjöldi heimilismanna á þessum tíma var 56 en árið 1934 voru þeir orðnir 115. Á þessum tíma bjó einnig starfsfólk á heimilinu, og hluti hússins var í útleigu. Til marks um hvað húsið þótti glæsilegt eru orð gamallar konu sem gekk um það og sagði: „En hvar eigum við að vera?“ Hún varð alveg orðlaus þegar henni var sagt að hún mætti kjósa sér herbergi þar sem hún stóð. Mörgum þótti húsið óþarflega fínt og of mikið borið í það. Í húsinu voru þá 125 herbergi, segir á vef Grundar. Kökuveisla á 90 ára afmæli Grundar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Níræð Slegið var til kaffiveislu á Grund í gær. Við þetta borð, frá vinstri, sátu Svanhildur Gestsdóttir, Einar Guðmundsson, Sigrún Þorleifsdóttir og Ólöf Sigríður Sigurðardóttir sem öll fæddust árið 1930, á vígsluári Grundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.