Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 6
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Ekki er ástæða til að herða sóttvarna- aðgerðir vegna kórónuveirunnar inn- anlands að svo stöddu að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fram kom á upplýsingafundi almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra í gær að tölur gæfu til kynna að smit meðal fólks utan sóttkvíar væri á nið- urleið, en áfram mætti þó búast við smiti meðal fólks sem þegar væri í sóttkví við greiningu. Skynsamlegt er að mati Þórólfs að herða ekki aðgerðir að svo stöddu, til að koma í veg fyrir samfélagslegan skaða sem af því hljótist. Þá sagði hann að búast mætti við því að þær varrúðarráðstafanir sem nú væru í gildi myndu áfram gilda næstu mán- uði. Þá var ekki annað að heyra á Þór- ólfi á fundinum en að þær reglur sem nú væru í gildi við landamærin, tvö- föld skimun með sóttkví, yrðu áfram í gildi næstu mánuðina. Það væri öruggast út frá sóttvarnasjónarmið- um að fyrirkomulagið yrði framlengt, en sex vikur eru frá því að reglurnar tóku gildi. Núgildandi reglugerð fell- ur að óbreyttu úr gildi 6. október. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði spurður hvort ástæða væri til að auka eftirlit lögreglu með þeim sem kæmu hingað til lands að hann væri ekki „sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort fólk sé í sóttkví eða ekki“. Tilefni spurningarinnar var frétta- flutningur af erlendum ferðamönnum sem gripnir voru í miðborg Reykja- víkur aðfaranótt sunnudags þegar þeir áttu að vera í sóttkví. „Þetta er mjög mikil grundvallar- spurning um í hvernig samfélagi við viljum búa. Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti eða viljum við búa í samfélagi þar sem við treystum borgurunum?“ spurði Víðir á fundinum. Sagði Víðir að einhvers konar millivegur væri þó farinn í að- gerðum lögreglunnar. „Við fylgjum eftir þeim ábendingum sem berast um hugsanleg brot á sóttkví og það er til rammi sem grípur þau mál.“ Fimm á sjúkrahúsi Fimm liggja nú inni á Landspítala með kórónuveiruna, þar af er einn í öndunarvél. 39 smit veirunnar greindust í gær og voru 34 þeirra sem greindust í sóttkví við greiningu. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundinum í gær að róður- inn væri að þyngjast á Landspítala. Auk þess að sinna tæplega 500 sjúk- lingum á göngudeild væru nú á þriðja hundrað starfsmenn spítalans í sóttkví eða einangrun. Fresta hefði þurft skurðaðgerðum vegna álags. Aftur á móti hefði ekki þurft að skerða aðra starfsemi spítalans og hvatti Alma fólk áfram til að sækja sér heilbrigðisþjónustu sem það þyrfti á að halda, hvort sem væri vegna andlegra eða líkamlegra veik- inda. Þá var greint frá því í gær að kór- ónuveirupróf sem gæfu niðurstöður á 15 til 30 mínútum hefðu verið fram- leidd og yrði dreift um allan heim. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út svokallað neyðarsamþykki fyrir notkun einnar slíkrar tegundar og von er á að önnur tegund hljóti náð fyrir augum stofnunarinnar á allra næstu dögum. Miklar vonir eru bundnar við hin nýju veirupróf og gætu þau hægt á út- breiðslu faraldursins í löndum um heim allan. Eru þau einkum talin geta nýst við umfangsmiklar skimanir á heilbrigðisstarfsfólki en víða í þróun- arlöndum hefur margt heilbrigðis- starfsfólk látist af völdum Covid-19. Prófið sem þegar hefur verið sam- þykkt er frá suðurkóreska fyrir- tækinu SD BioSensor. Það minnir á óléttupróf í útliti og er niðurstaða sýnatöku sýnd með bláum strikum: tvö blá strik tákna jákvætt sýni. Hin tegundin, sem bíður samþykkis, er frá bandarísku fyrirtæki. Öruggast að halda í tvöfalda skimun  Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að herða aðgerðir Kórónuveirusmit á Íslandi Nýgengi smita frá 30. júní 2.663 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 26. sept. 128,2 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 5 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 1 á gjörgæslu 274.842 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 149.680 sýni, samtals í skimun 1 og 2 1.779 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 100 80 60 40 20 0 128,2 6,5 1.897 einstaklingar eru í sóttkví 492 eru með virkt smit og í einangrun Nýgengi innanlands Nýgengi, landamæri júlí ágúst september Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Grímunotkun getur forðað einstak- lingum frá því að sæta sóttkví. Þó þarf viðkomandi aðili að hafa virt fjarlægðarmörk og passað upp á sóttvarnir. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður for- stjóra Landspítala. Segir hún að miðað sé við um- rædda reglu þegar starfsmenn spít- alans eiga í hlut. Þannig hafi spít- alanum tekist að fækka starfsmönn- um sem sæta þurfi sóttkví. „Ef fólk sinnir sóttvörnum, virðir fjarlægðar- mörk og er með grímu getur það komist hjá sóttkví. Núna fara miklu færri heilbrigðisstarfsmenn í sóttkví en í fyrri bylgju. Í fyrri bylgjunni var gríman ekki almenn og á þeim stöð- um þar sem fólk var ekki með grímu, t.d. í Skaftahlíðinni, var talsvert af smitum,“ segir Anna sem tekur fram að grímur spítalans séu frábrugðnar hefðbundnum grímum. Um er að ræða þriggja laga veiruheldar grím- ur. „Það er grímuskylda hjá spítal- anum. Það þarf ansi margt að leggj- ast með þér til að þú sleppir við sóttkví. Ef þú tekur hana af þér eða ert nálægt einhverjum sem er smit- aður þá þarftu að fara í sóttkví. Hins vegar ef þú ert með grímu og tals- vert frá þá ertu í góðum málum. Þetta er mjög matskennt, en gríman er algjört lykilatriði,“ segir Anna, en fjölmörg dæmi eru þess að starfs- menn spítalans hafi sloppið við sóttkví að framangreindum skilyrð- um uppfylltum. Spurð hvort almennir borgarar geti sömuleiðis komist hjá sóttkví fylgi þeir skilyrðunum kveður Anna já við. „Að öllum líkindum, ef aðilinn hefur verið með grímu, sinnir sótt- vörnum og virðir fjarlægðarmörk.“ Fólk með grímu komist hjá sóttkví  Dæmi um að ein- staklingar hafi ekki þurft að sæta sóttkví Morgunblaðið/Eggert Gríma Einstaklingar með grímu geta komist hjá því að sæta sóttkví. Freyr Bjarnason freyr@mbl.is „Þetta getur blossað upp hér og þar en það er verst þegar þetta blossar upp í áhöfn. Þarna er samfélagið svo þröngt og náið að það kemst nánast enginn undan því að smitast, ef svona smit kemur þar upp á annað borð,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri útgerðarfélags- ins Þorbjarnar hf., sem gerir út línu- bátinn Valdimar GK. Allir fjórtán skipverjar á bátnum reyndust smit- aðir af kórónuveirunni og eru komn- ir í einangrun. Gunnar segir að á fimmtudaginn í síðustu viku hafi einn skipverji um borð veikst. Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að annar hafði veikst sem hafði verið með skipverjunum í síðasta túr en sá hafði farið heim til sín í frí. Tekið var strax af honum sýni og reyndist það jákvætt. Fyrir vikið var gengið út frá því að sá sem var veikur um borð væri líka smitaður af veirunni. Eftir þetta fjölgaði þeim sem voru veikir um borð og voru þeir orðnir sex til sjö þegar báturinn kom til hafnar. Á sunnudaginn varð svo ljóst að allir um borð höfðu smitast. „Þetta gekk mjög vel allt saman. Við vorum fegn- ir því að þeim tókst að komast klakk- laust í land,“ sagði Gunnar fram- kvæmdastjóri við Morgunblaðið í gær. Skipverji á Þórunni smitaður Einn skipverji á togaranum Þór- unni Sveinsdóttur VE greindist á laugardaginn með kórónuveiruna og eru þeir sem voru með honum í síð- asta túr jafnframt komnir í sóttkví. Þetta staðfesti Gylfi Sigurjónsson skipstjóri í gær en hann einn þeirra sjö sem eru í sóttkví. Gylfi segir bátinn vera núna úti á sjó og að skipverjarnir sem þar eru um borð fari í skimun þegar þeir koma í land á morgun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veikindi Línubáturinn Valdimar GK í höfn í Reykjanesbæ í gærdag. Allir um borð reyndust smitaðir  Fjórtán skipverjar á Valdimar GK Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Smit Þórunn Sveinsdóttir VE er væntanleg til hafnar á morgun. HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUR OG SPENNANDI MATSEÐILL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.