Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 á von á að mörgum tónleikum verði aflýst næstu misserin,“ segir Oddur, sem hefur verið í lausa- mennsku frá því hann útskrifaðist frá Mozarteum- tónlistarháskólanum í Salzburg fyrir sjö árum. „Ég söng í fyrsta skipti í Óperunni hér heima 2014, í Don Carlo eftir Verdi, og ég hef sungið átta hlutverk hjá Íslensku óperunni síðan þá. Ég hef Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við ætlum að byrja tónleikana á því að flytja Wanderer-lagasyrpu og syngja níu Mayrhofer- ljóð eftir Schubert. Þar er þessi söknuður eftir heimalandinu, af því viðkomandi getur ekki farið heim af einhverjum ástæðum. Það eru svo margir í dag sem hafa þurft að flýja sitt heimili eða heimaland til að finna betra líf annars staðar. Ég ætla líka að syngja ljóðaflokkinn Songs of Travel, eftir Ralph Vaughan Williams, en hann samdi lög- in við ljóð í samnefndri ljóðabók eftir skoska rit- höfundinn Robert Louis Stevenson,“ segir Oddur Arnþór Jónsson barítónsöngvari, en hann og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari verða með Tíbrártónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðjudagskvöldið 29. september, kl. 19.30. Þar ætla þau að flytja söngva förumanna. „Stevenson var nítjándu aldar rithöfundur sem gaf út ljóðabókina Songs of Travel árið 1896, en hún er full af fallegum förumannsljóðum. Hann ferðaðist um víða veröld vegna heilsu sinnar því hann var brjóstveikur og þurfti að búa í hlýju loftslagi. Ljóðin hans fjalla um að við eigum að gefa fegurðinni gaum þegar við vöknum að morgni, sem og fegurðinni að kvöldi þegar dimm- an dettur á. Hann segir að það eina sem hann fari fram á í lífinu sé að njóta fegurðar náttúrunnar og fá brauð til að seðja hungur sitt. Þetta tónar við það sem við köllum núvitund; að njóta augnabliks- ins og vera ekki blind á fegurðina í kringum okk- ur,“ segir Oddur og bætir við að Stevenson hafi ekki orðið langlífur. „Hann dó rétt fyrir aldamótin, aðeins 44 ára, og skömmu síðar samdi Vaughan Williams tónlist við þessi ljóð hans sem urðu fyrir vikið mjög vinsæl.“ Gott að vera heima með fólkinu mínu Oddur segir að hann og Hrönn séu einnig með þessum tónleikum að minnast förufólks á Íslandi sem gekk á milli bæja í sveitum landsins allt fram á tuttugustu öld. „Þetta var oft kvæðafólk og góðir upplesarar sem unnu fyrir húsaskjóli og mat meðal annars með því að kveða, syngja eða lesa,“ segir Oddur og bætir við að sjálfur sé hann hálfgerður föru- maður. „Vegna söngstarfsins þarf ég að ferðast mikið og vera að heiman langdvölum. Ég bý í Salzburg í Austurríki en hef á sama tíma verið að syngja mikið á Íslandi. Fyrir vikið er mitt heima víða. Þegar ég er á Íslandi sakna ég míns heima í Austurríki þar sem ég á tvö börn, en þegar ég er þar þá sakna ég Íslands, þar sem allt fólkið mitt býr. Þegar ég er á hvorugum þessara staða sakna ég beggja staðanna. Þetta er hlutskipti margra listamanna, að vera förufólk sem er alltaf á ferð og flugi til að sinna listinni. Fyrir vikið hefur covid- ástandið að sumu leyti verið gott, ég held ég hafi aldrei ferðast eins lítið á mínum söngferli og þetta ár. Mér finnst gott að fá að vera heima með fólk- inu mínu,“ segir Oddur sem skrapp til Íslands til að syngja á Tíbrártónleikunum, með tilheyrandi fimm daga sóttkví og tveimur skimunum. „Verkefnum hefur fækkað verulega hjá mér í heimsfaraldri líkt og hjá öðrum listamönnum. Ég því mikið verið að hoppa á milli landa. Ég held að það sé mikilvægt að sjá fegurðina í þessu covid- ástandi, ekki einblína á það sem miður er, eins og færri verkefni í mínu tilviki, heldur fagna kost- unum. Ég fæ loksins tækifæri til að verja tíma með börnunum mínum, og gera ýmislegt annað sem ég hafði aldrei tíma til að gera.“ Barítón Oddur einblínir ekki á það sem miður er í covid, heldur fagnar hann kostunum, samverunni. Hlutskipti margra lista- manna að vera förufólk  Oddur og Hrönn flytja lög förumanna á Tíbrártónleikum í kvöld í Salnum Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari fékk afhenta gullplötu fyrir sölu á plötunni Johann Sebastian Bach. Platan hefur selst í yfir 2.500 eintökum á Íslandi frá því hún kom út árið 2018. Platan er gefin út af hinu virta alþjóðlega hljómplötu- fyrirtæki Deutsche Grammophon en Alda Music dreifir henni hér. Fyrr á þessu ári kom út plata með túlkun Víkings á verkum eftir Rameau og Debussy. Hann mun flytja verk af þeirri plötu á þrenn- um tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Uppselt er á tónleika 9. og 10. október, þar sem 800 gestir geta verið á hverjum vegna fjölda- takmarkana, en nokkur sæti eru enn laus á tónleikana 11. október. Víkingur fékk gull- plötu fyrir Bach Lukkulegur Víkingur Heiðar hampar gullplötunni í Hörpu. Til stóð að breska rokkhljómsveitin Skunk Anansie, með söngkonuna Skin í broddi fylkingar, heimsækti Íslandi í október og héldi tónleika í Laugardalshöll á 25 ára starfs- afmæli sínu. Hljómsveitin lék í Laugardalshöllinni fyrir 23 árum og eru þeir tónleikar eftirminnileg- ir mörgum sem sóttu þá. Í ljósi samkomutakmarkana og mikillar óvissu næstu mánuði af völdum kórónuveirufaraldursins hefur tónleikunum nú verið frestað og þeir færðir aftur til laugardags- ins 5. júní næsta sumar. Í tilkynningu frá tónleikahöld- urum segir að miðar sem seldir hafa verið á tónleikana sem áttu að vera í október gildi sjálfkrafa áfram á nýrri dagsetningu. Ef fólk vill endurgreitt eða frekari upplýs- ingar þarf að senda póst á info- @tix.is. Tónleikar Skunk Anansie í júní Hljómsveitin Skunk Anansie. Ákvörðun fjögurra virtra listasafna um að fresta umfangsmikilli yfir- litssýningu á verkum bandaríska myndlistarmannsins Philips Gust- ons (1913-1980) um fjögur ár hefur vakið mikið umtal í myndlistar- heiminum. Sýninguna „Philip Gust- on Now“ átti fyrst að opna í þjóð- arlistasafni Bandaríkjanna, National Gallery í Washington D.C., í júní síðastliðnum en opn- uninni var frestað vegna veirufar- aldursins. Síðan átti sýningin að ferðast til Museum of Fine Arts í Houston, Tate Modern í London og Museum of Fine Arts í Boston. Ástæðan fyrir frestuninni, sem safnstjórarnir tilkynntu saman fyr- ir helgi, er viðkvæmni vegna fjöl- margra verka sem Guston málaði á lokaskeiði ferils síns og sýna í skop- legu ljósi menn klædda eins og liðs- menn Ku Klux Klan-hreyfing- arinnar sem beitir svarta ofbeldi. Safnstjórarnir segjast fresta sýn- ingunni, nú á tímum kynþáttaátaka í Bandaríkjunum, þar til „áhrifa- mikil skilaboðin sem eru miðlæg í verkum Gustons um félagslegt rétt- læti fyrir ólíka kynþætti“ megi túlka með skýrari hætti. Þrátt fyrir að viðamikil sýningarskrá sé þegar komin út, þar á meðal með skrifum virtra hörundsdökkra lista- og fræðimanna, segjast safnstjórarnir þurfa góðan tíma til að breyta veggtextum og kennsluefni. Guston var gyðingur og fjöl- skylda hans flúði ofsóknir í Evrópu. Hann þekkti því persónulega til kynþáttaofsókna og þegar hann sneri seint á ferlinum frá þeirri ab- strakt list sem hann hafði orðið frægur fyrir, og fór að skapa skop- legar fígúratívar myndir, þá var í þeim sterkur félagslegur undirtónn og þar birtast liðsmenn Ku Klux Klan með áberandi hætti. Dóttir Gustons er ein þeirra sem hafa gagnrýnt frestun sýningarinnar harðlega og einnig sýningarstjóri hennar í Tate Modern. Sakar hann safnstjórana um að treysta áhorf- endum ekki til að skilja hvað Gust- on sé að fara í verkunum. Umdeild frestun á Guston-sýningu Umdeilt Frægt verk Philips Gust- ons, Edge of Town, er í eigu MoMA og sýnir menn í KKK-búningum. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.