Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Frakkar eru sérlega lunknirí gerð gaman- og svokall-aðra fílgúdd-mynda semalmennilegt íslenskt orð vantar yfir. Mynda sem ylja bíó- gestum og senda þá brosandi heim, mætti segja, auka vellíðan. Á l’Abordage, eða Við stjórnvöl- inn eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu, er ekki gamanmynd og í raun skrítið að hún sé flokkuð sem slík þótt vissulega sé hún skondin endrum og eins. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Berlín í vetur og hlaut á henni FIPRESCI-verðlaun alþjóðlegra samtaka kvikmyndagagnrýnenda, merkilegt nokk. Í myndinni segir af ungum manni, Félix, sem kynnist ungri konu, Ölmu, og verður ást- fanginn af henni. Þegar Alma held- ur óvænt til Suður-Frakklands, þar sem fjölskylda hennar er í sumar- fríi, ákveður Félix að halda þangað líka og leita hana uppi. Hann fer með vini sínum, Chérif, og ungum og taugaveikluðum bílstjóra, Édou- ard, til sumarleyfisstaðarins í suðri en Alma verður alls ekki kát þegar Félix hringir í hana og tilkynnir henni að hann sé mættur á svæðið. Hún ákveður þó að hitta hann og í kjölfarið eiga sér stað óvæntir at- burðir. Édouard er á bíl móður sinnar sem bilar og neyðast þeir því til að dvelja á staðnum þar til við- gerð lýkur en hún á að taka heila viku. Félix er þeldökkur en Alma hvít og spyr Félix hana að því hvort hún vilji ekki að foreldrar hennar viti af honum af þeim sökum. Hún harð- neitar slíkum ásökunum en maður getur ekki annað en kennt í brjósti um Félix sem er ástfanginn upp fyrir haus en ást hans virðist ekki endurgoldin. Þvert á móti fer Alma beinlínis illa með hann. Titill myndarinnar virðist vera einhvers konar orðaleikur þar sem þessi upphrópun var m.a. notuð af sjóræningjum á öldum áður og þýddi þá „Árás!“ en bókstafleg þýð- ing mun vera „allir um borð“, ef ég skil það rétt. Er Félix að gera árás? Eða eiga allir að fara um borð og vera með? Skilja má titilinn á ólíka vegu, sýnist mér. Myndin gerist að sumri til þegar hitinn er mikill, fólk kælir sig niður með ís og köldum drykkjum og hjörtun slá hraðar, sérstaklega hin ungu. Strákar elt- ast við stelpur sem ýmist daðra á móti eða draga þá á asnaeyrunum, eins og gengur. Félix er kvalinn af ást, gólar fyrir utan glugga Ölmu sem sýnir því engan áhuga. Þessi mikla ástríða Félix er undarleg í ljósi þess að þau þekkjast varla neitt og skiljanlegt í raun að Alma fari í vörn við slíku áhlaupi. Og til að bæta gráu ofan á svart virðist Alma vera dálítið hrifin af ungum manni á svæðinu sem leggst illa í Félix. Í öllu þessu drama er vinur hans, Chérif, í góðum málum með ungri þýskri móður á svæðinu sem virðist hafa fallið fyrir honum enda ljúfmenni mikið. En eins og kemur í ljós síðar óttast Chérif að mynda raunveruleg og langvarandi sam- bönd við konur og móðirin unga reynist ekki á lausu. Þetta er ágæt kvikmynd en mér er þó hulið hvers vegna hún hlaut fyrrnefnd verðlaun gagnrýnenda í Berlín. Leikararnir eru fínir, þar fer óþekktur hópur ungs fólks og handritið er ágætt og persónur marghliða. Allir hafa sína kosti og galla og þeim er komið vel til skila. Karlarnir eru ekki einu kjánarnir því konur geta líka verið kjánar. Munurinn er kannski sá að þær við- urkenna frekar galla sína og hafa minni tilhneigingu til að leysa úr ágreiningi með hnefunum. Góðlát- legt grín er gert að hanaslag hinna ungu karla og metingi þeirra í myndinni og handritshöfundar gæta þess að gleyma ekki kven- persónum, eins og svo oft vill því miður verða. Við stjórnvölinn (sú þýðing virð- ist vera kaldhæðni þar sem persón- ur virðast einmitt ekki vera við stjórnvölinn) er ágæt kvikmynd sem skilur þó heldur lítið eftir sig. Þroskasaga úr sumarfríi, gaman, drama og „feelgood“ í bland. Barngóður Chérif gætir barns ungrar móður sem hann verður hrifinn af í kvikmyndinni À l’abordage. Þroskasaga úr sumarfríi RIFF – Alþjóðleg kvikmynda- hátíð í Reykjavík Við stjórnvölinn/Á l’Abordage bbbnn Leikstjóri: Guillaume Brac. Handrit: Guillaume Brac og Catherine Paillé. Aðalleikarar: Éric Nantchouang, Salif Cissé, Édouard Sulpice, Asma Messaou- dene og Ana Blagojevic. Frakkland, 2020. 95 mín. Flokkur: Fyrir opnu hafi. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Stjórnendur Metropoli- tan-óperunnar í New York, fjöl- mennasta vinnu- staðar sviðslista- manna í Banda- ríkjunum, hafa tilkynnt að vegna kórónuveiru- faraldursins verði engar sýn- ingar settar upp í stofnuninni í vet- ur. Er óperan, að sögn The New York Times, í dýpstu krísu sem hún hefur gengið í gegnum í 137 ára sögu. Óperuhúsið tekur 3.800 gesti í sæti en þar sem engar sýningar hafa verið síðan í mars hefur óper- an orðið af 150 milljónum dala í tekjur og hafa um 1.000 starfs- menn, þar á meðal hin fræga óperu- hljómsveit og kórinn, verið frá vinnu. Óperustjórinn, Peter Gelb, er sagður leita allra leiða til að skera niður kostnað, meðal annars með því að fækka fólki. Hann segist þó meðvitaður um að ekki megi láta listamenn í fremstu röð hverfa á braut, það verði þeir sem laði gesti aftur að húsinu þegar veiran tekur að hörfa; það verði að koma bönd- um á tapið en halda í listamennina. Engar sýningar í The Met í vetur Metropolitan- óperuhúsið. Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti Hjalla- kirkju, kemur fram á hádegis- tónleikum í Hafnar- fjarðarkirkju í dag, þriðjudag. Hefjast þeir kl. 12.15 og standa í um hálfa klukkustund. Lára Bryndís leikur á bæði orgel kirkjunnar og á efnis- skránni er á tímum kórónuveiru eins konar „kórónu-þema“. Meðal höfunda verkanna eru Antonio Coronaro og Michel Corrette „og verkin bera titla á borð við Ge- sänge aus Corona, Corona ‘1911‘ og (rúsínan í pylsuendanum) Cor- ona March.“ Lára Bryndís Eggertsdóttir Leikur í Hafnar- fjarðarkirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.