Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Elsku pabbi. Ég er ekki tilbúinn að kveðja þig. Sorg fyll- ir hjarta mitt en ég er þér svo óendanlega þakklátur fyrir svo margt. Hvernig þú kenndir mér að bera virðingu fyrir og upplifa náttúruna. Þú þreyttist ekki á að ræða allt sem tengdist náttúru og dýralífi og varst alltaf reiðubúinn að miðla þeirri þekkingu. Þú þekktir fugla á flugi eða hljóði, grös, tré og dýr, kenndir mér að bera kennsl á margt af þessu og gast útskýrt mikilvægi hins smáa fyrir heildina. Takk fyrir allar ferðirnar upp á hálendi Íslands þegar bara fólk á skrítnum bílum var þar á ferð, fyrir ferðalög á bíl- um sem náðu í mesta lagi 60 km hraða, niður brekku, með vindi. Takk fyrir heilu sumrin í Þórs- mörk, fyrir að bera mig á herð- unum fyrstu árin og dreifa hug- anum hjá litlum manni sem var þreyttur í fótunum með sögum, útskýringum og upplýsingum. Takk fyrir tónlistina og fyrir að kenna mér mikilvægi hennar, fyr- ir blúsinn, Clapton og Hendrix, fyrir allt það sem tónlistin hefur gefið mér, alla vinina og gleðina. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman að hlusta á, spjalla um eða leika tónlist. Takk fyrir vináttuna og kær- leikann, fyrir að kunna þá list að vera leiðbeinandi, uppalandi og vinur í senn. Takk fyrir að leyfa mér að vera eins og ég er, fyrir að skamma mig aldrei eða skipa mér fyrir heldur gefa þér alltaf tíma til að útskýra og leyfa mér að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Takk fyr- ir hvatninguna og fyrir óendan- lega þolinmæði. Takk fyrir Davíð O. Davíðson ✝ Davíð O. Dav-íðson fæddist 1. nóvember 1951. Hann lést 8. sept- ember 2020. Útför Davíðs fór fram 18. september 2020. gleðina, fyrir að sam- gleðjast alltaf innilega í sigrunum, hugga og styðja í ósigrunum. Takk fyrir að vera góður pabbi og besti afinn. Elín Þuríður og Vésteinn Veigar áttu hug þinn allan. Þeim fannst þú alltaf skemmtilegastur enda gerðir þú allt að leik, með gleði og af öryggi. Mestur er þeirra missir. Þú hafðir einlægan áhuga á fólkinu þínu og þér þótti afar vænt um Þorlákshöfn, samfélagið og fólkið. Þú talaðir við alla sem jafningja, heilsaðir fólki á öllum aldri og áttir við það spjall. Þú barst alltaf sterkar taugar til Úteyjar og þar áttir þú margar af þínum bestu stundum. Þú sagð- ir gjarnan frá því hvernig allt var þegar þú varst þar í sveit hjá afa og ömmu, hvernig töluð var norska – sem þú talaðir sjálfur með fallegum hreimi frá gömlu Stavanger. Þú naust þín í Útey með fólkinu okkar. Fyrir allar stundir okkar þar saman er ég svo ólýsanlega þakklátur. Takk fyrir að vera góður við mömmu. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér. Andlát þitt bar svo brátt að og ég er að reyna að átta mig á nýj- um veruleika án þín, hvernig lífið er allt breytt og verður aldrei samt. Í þeim ótalmörgu skila- boðum sem mér hafa borist end- uróma sömu lýsingarnar sem samferðafólk þitt hefur um þig að segja; góður, hlýr, skemmtilegur, viðræðugóður, einstakur, prúður, hvetjandi, yndislegur, einlægur, ljúfur, rólegur, notalegur, sannur vinur, svo óendanlega þolinmóð- ur, vandvirkur og kær. Ég finn sterkt fyrir því hvað þú hafðir mikil áhrif á samferðafólk þitt og vini, hvað þú varst mörgum mikils virði. Það markar leið okkar til framtíðar, án þín. Takk pabbi. Olav Veigar. ✝ Jón Örn Guð-mundsson fæddist 4. nóv- ember 1949 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 13. september síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingunnar Erlu Stefánsdóttur, f. 1925, og Guðmund- ar Jónssonar, f. 1925, d. 2006. Systkini Jóns eru Ragnheið- ur, f. 1953, Guðbjörg Gróa, f. 1955, Stefán Már, f. 1961, d. 2017, og Guðmundur Ingi, f. 1963. Jón Örn ólst upp í Vesturbæn- um til 10 ára aldurs og gekk í Melaskóla. Þá flutti hann með fjölskyldu sinni í Bústaðahverfið skildi. Börn þeirra eru: 1) Ing- unn Margrét, f. 19. nóvember 1973, hjúkrunarfræðingur í Stavanger, og á hún börnin Ast- rid og Hákon með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Martin Lie. 2) Jens Maríus, f. 1. apríl 1979, flugvirki í Stavanger, kona hans er Ivaneide og börn þeirra eru Inga og Edvin. Jón bjó síðar með Jóhönnu Ragnarsdóttur í nokkur ár, eða þar til hún lést í september 2009. Jón stundaði mest sjó- mennsku og vann einnig við lax- eldi og ýmis önnur störf. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og gaf út nokkur rit um ætt- menni sín. Jarðarförin fer fram í Laug- arneskirkju í dag, 29. september 2020, klukkan 13. Vegna að- stæðna í samfélaginu er athöfn- in einungis fyrir boðsgesti en henni verður streymt af vef Laugarneskirkju og tinyurl.com/y3khpfss. Virkan hlekk á steymi má nálgast á www.mbl.is/andlat. og fór í Breiðagerð- isskóla, síðan í Réttarholtsskóla og lauk landsprófi þaðan. Hann byrj- aði í Mennta- skólanum í Reykja- vík en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Um tví- tugt lá leið hans til Noregs til náms. Hann fór í fisk- vinnsluskólann í Vardö og síðan í háskólann í Tromsö og stund- aði nám í sjávarútvegsfræði. Í Noregi kynntist Jón verð- andi sambýliskonu sinni, Kari Johansen frá Havnes, og eign- uðust þau tvö börn. Þau bjuggu fyrst um sinn í Tromsö en fluttu 1974 til Íslands og bjuggu sam- an til ársins 1981 er leiðir þeirra Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Útför ástkærs elsta bróður míns fer fram í dag. Söknuðurinn er mikill og sorgin djúp en eitt sinn skal hver deyja. Jón Örn bróðir minn var fjöl- fróður, gáfaður, rólyndur og skemmtilegur bróðir. Í takt við rólyndi hans lést hann í svefni hinn 14. desember síðastliðinn. Hann nam fiskifræði við Háskól- ann í Tromsö í Norður-Noregi og kynntist þar Karí, þau eignuðust tvö yndisleg börn. Aðaláhugamál Jóns bróður voru m.a. ættfræðigrúsk og tafl- mennska. Þegar hann var við nám í Tromsö var hann ávallt val- inn til að tefla skák, fyrir hönd háskólans, á háskólaskákmótum í Noregi og vann iðulega til verð- launa. Hann var duglegur að festa stórfjölskylduna á filmur. Var góður penni, orti ljóð, spilaði á gítar og söng. Bókhneigður og las mikið. Jón Örn gerði föður- og móð- urætt okkar rækileg skil í ætt- fræðiskrifum sínum og var iðinn við að afla sér munnlegra og skriflegra heimilda. Sumu af nostursamlegu iðjunni um ætt- fræði og fleira deildi hann á fés- bókarsíðu sinni, fjarskyldum ætt- ingjum til ómældrar ánægju. Til dæmis gróf Jón bróðir upp magn- aða frásögn úr blaði eða bók um það þegar afi, Jón Árnason skip- stjóri, og áhöfn hans var talin af. Á skútunni sinni hraktist afi með áhöfnina, í aftakaveðri, í þrjár vikur á Atlantshafi! Afi, sem ávallt var pollrólegur, bað áhöfn- ina að skrifa kveðjubréf og senda flöskuskeyti svo einhverjir ætt- ingjar gætu vitað hvar í hafinu þeir hefðu látist. Stuttu síðar rof- aði til og afi okkar, Jón Árnason, sem Jón bróðir tók til fyrirmynd- ar, komst heilu og höldnu á skút- unni sinni, loksins, loksins, að ströndum Íslands og enginn þeirra dó! Ég naut þess að geta ávallt leitað í viskubrunn Jóns bróður míns á æskuárunum. Minnis- stæðast er þegar ég var að lesa fyrir landspróf í íslensku og nefndi við Jón Örn bróður að verst væri að geta ekki æft sig í að skrifa ritgerð heima. Hann var fljótur að segja mér hvað ég ætti að gera. Sótti Eddukvæði, sem hann var að nema í MR, og skip- aði mér að lesa Völuspá og Háva- mál og læra utanbókar, hann skyldi hlýða mér yfir! Ég ætti svo að byrja og enda ritgerðina á þeim vísum, sem hentuðu rit- gerðarefninu, sem ef til vill kæmu á prófinu. Betri kennara var ekki hægt að hugsa sér en Jón bróður, hann vakti um leið áhuga minn á íslenskum fræðum. Það er margs að minnast frá æskuárunum okkar í Rauðagerði 8 og síðar Austurgerði 10. Jón hjartans bróðir var hrókur alls fagnaðar þegar sá gállinn var á honum. Sagði skemmtilega frá, kenndi okkur systrum mann- ganginn og tefldi við okkur. Aldr- ei tókst okkur að máta hann, nema þegar hann leyfði okkur systrum viljandi að máta sig! Það var sérstaklega gaman að stelast inn í herbergið hans þegar hann var að heiman, setja Bítlaplötu á grammófóninn og raula með. Stelast, já, yngri systkini eiga ekki að vera að fikta í dýrindis fermingargjöfum og hugsanlega rispa plötur! Reyndar rispaði ég engar! Með fátæklegum orðum kveð ég minn ástkæra bróður og sendi börnum hans og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guðbjörg Gróa Guðmundsdóttir. Jón Örn kvaddi okkur á Njáls- götu 74 hinn 13. september 2020. Það er ekki hægt að segja annað en að hann Jón okkar hafi verið hið mesta ljúfmenni og góðhjart- aður. Hann var alltaf kurteis og flottur. Við höfum öll átt góðar spjallstundir saman um ættfræði, börn og barnabörn í Noregi og mörg önnur lífsins mál. Það fór ekkert á milli mála að Jón var mjög stoltur af börnum sínum og barnabörnum. Það er mér minn- isstætt þegar líða fór að jólum, þá var hann farinn að huga að jóla- gjöfum fyrir barnabörnin í Nor- egi. Spurði um hugmyndir hvað væri nú hægt að gefa unglings- stelpu í jólagjöf. Við fórum í Kringluna og leituðum að gjöfum fyrir barnabörnin og auðvitað fann Jón flottar gjafir fyrir öll barnabörnin sín. Hans verður saknað af starfsfólki og sambýl- ingum sínum. Blessuð sé minning hans. Með samúðarkveðju til fjöl- skyldu Jóns. Fyrir hönd starfsfólks og íbúa Njálsgötu 74, Bryndís Erna Thoroddsen, deildarstjóri. Góður maður genginn er, ljúf- ur, hógvær og lítillátur. Jón Örn var einn af íbúum Njálsgötu 74 sem er búsetuúrræði á vegum Reykjavíkurborgar. Þar vann ég við sumarafleysingar fyrst 2018 og kom fljótlega aftur því starf- semin og íbúar toguðu í mig. Ég komst fljótlega að því að Jón var meira en félagi Bakkusar, hann var skýr og vel gefinn maður. Hæglátur og kunni vel að meta það sem fyrir hann var gert. Hann var fróður og hafði gaman af að skrifa sögu forfeðra sinna og svo teiknaði hann líka vel og orti ljóð. Það má segja að Jón hafi farið öfganna á milli; stundum var hann í heldur miklu sambandi við harðstjórann Bakkus en það komu líka löng og góð tímabil þar sem hann hafnaði félagsskap hans. Þá var Jón Örn snyrtilegur og fínn, las mikið og fór í langa göngutúra. Um síðustu jól man ég sérstaklega eftir því hversu flottur hann var þegar hann mætti í matinn á aðfangadags- kvöld, prúðbúinn á slaginu kl. 18:00. Hann tók upp gjafir frá fjölskyldunni og sýndi mér stolt- ur og þakklátur, einkum og sér í lagi gjafirnar frá barnabörnun- um. Hann sýndi mér oft myndir frá heimsóknum sínum til Nor- egs en þar búa börnin hans, Ing- unn og Jens, og fjölskyldur þeirra. Þetta voru góðar stundir sem hann átti þegar hann hitti fjölskylduna. Þarna í fyrra fyrir sjötugsafmælið sitt átti Jón gott tímabil og fram í janúar. Það er mér minnisstætt þegar hann kom og sýndi mér bókina sem hann keypti, Síldarárin, stór og þykk bók. Eitthvað hefur þessi kostað sagði ég, „já, þetta getur maður keypt þegar maður sleppir áfeng- inu“. Það var svo ánægjulegt að fylgjast með þessum árangri hans og allt virtist stefna í svo góða átt. En því miður varði þessi góði tími ekki nema í tæpa þrjá mánuði því þá fór að halla undan fæti. Bæði varð Bakkus mjög uppáþrengjandi og svo fór hjart- að að kvarta, líklega yfir illri meðferð. Jón Örn kvaddi okkur sunnudagskvöldið 13. þessa mán- aðar á sinn hljóðlega hátt, hann sofnaði og vaknaði ekki aftur. Blessuð sé minning þín kæri Jón. Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér of sefa. (Úr Hávamálum) Ragnheiður J. Sverrisdóttir (Jonna). Jón Örn Guðmundsson Nótt verður feginn sá er nesti trúir. Skammar eru skips rár. Hverf er haustgríma. Fjöld um viðrir á fimm dögum en meira á mánuði. (Hávamál) Vinur minn Axel Einarsson hefur kvatt þetta tilvistarstig. Við áttum góða samleið þangað til Ax- el flutti til Lundar í Svíþjóð og höfðum því lítið sést um árabil. Það urðu því miklir fagnaðarfund- ir þegar við hittumst í Skeifunni um daginn og ákváðum að end- urnýja kynnin. Af því varð ekki því dauðinn skildi okkur að fyrr en varði. Mér þykir við hæfi að birta þessa fal- Axel P.J. Einarsson ✝ Axel P.J. Ein-arsson fæddist 27. október 1947. Hann lést 5. sept- ember 2020. Útför- in fór fram 24. sept- ember 2020. legu vísu úr Háva- málum sem fjallar um hverfult líf og vísan dauða. Axel var flestum Íslend- ingum á okkar reki kunnur sem gítar- leikari en hann var jafnframt mikilvirk- ur lagasmiður. Þekktast er lagið „Hjálpum þeim“ en þá fékk Axel marga af bestu hljómlistarmönnum landsins til liðs við sig í baráttu gegn hungursneyð. Vænst þótti Axel sjálfum um barnalögin sín sem hann gaf út fyrir jólin og samvinna okkar hófst með því að ég aðstoðaði hann við að koma þeim á markað. Flestar útvarps- auglýsingar mínar voru teknar upp í hljóðveri Axels og kom þá í ljós hversu frjór hann var því bestu hugmyndirnar voru jafnan hans. Ég hlakkaði alltaf til þessara vinnufunda okkar, sem voru hver öðrum skemmtilegri. Blessuð sé minning um góðan dreng, sem nú hverfur inn í ókunn lönd. Sigurður Þórðarson. Vinur minn og samstarfsfélagi til margra ára, Axel Pétur Juel Einarsson, var einn af þessum náttúrutalentum sem mættu til leiks á þeim tíma sem poppið var að þróast út í eitthvað sem okkur poppunnendunum fannst bæði dýpra og innihaldsríkara og nýr tími var einmitt að hefjast eftir áratug „bítlahljómsveitanna“. Ný kynslóð var að stíga fram og vildi fara aðrar leiðir en undanfararnir, og Axel var einn af þeim sem vildu leggja sitt af mörkum til að móta framtíðina, sem hann átti reyndar drjúgan þátt í að gera. Það var hugsað stórt í þá daga og hann tók þátt í fyrstu íslensku alvörurok- kútrásinni. Síðan koma Tilvera, Deildarbungubræður, Lands- hornarokkarar, Haukar og fleiri hljómsveitir. Axel var ágætur lagasmiður og liggur eftir hann talsvert af efni frá ýmsum tímum auk þess sem enn er óútgefið og við munum væntanlega fá að njóta innan tíð- ar. Hans þekktasta lag er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985 til að safna fé vegna hung- ursneyðar í Eþíópíu. Við það lag átti annar poppgúrú liðinna tíma textann, en sá var enginn annar en Jóhann G. Jóhannsson, samtíð- armaður hans og vinur. Ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að vera einn af þeim allra síð- ustu til að gera út á bransann með Axel áður en hann flutti til Svía- ríkis árið 2009 og er ákaflega þakklátur fyrir þessi þrjú ár sem við spiluðum saman nánast hverja einustu helgi allt árið um kring. Aldrei neitt vesen, alltaf allt klárt, enda orginal maður þarna á ferð. Ég er þessum ágæta vini mín- um afar þakklátur fyrir að hafa fengið að vera honum samtíða hvort sem það var uppi á palli eða bara í dagsins önn, heyra frá hon- um skemmtilegar sögur úr fortíð- inni sem ég þarf nú að fara að rifja upp, og að hafa hlotnast að nema svo ótalmargt úr reynslubanka hans, sem var mikill að vöxtum. Ég vil senda dætrum hans, þeim Elísabetu og Rakel, fjöl- skyldum þeirra, ásamt fóstursyn- inum Heiðari, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Leó R. Ólason. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Engey á Hrafnistu fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Harpa Ólafsdóttir Vörður Ólafsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra ODDLEIFS ÞORSTEINSSONAR bónda, Haukholtum, Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir Ásta Oddleifsdóttir Ólafur Stefánsson Elín Oddleifsdóttir Eiríkur Egilsson Jón Þorsteinn Oddleifsson Helga Margrét Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÚLLA KNUDSEN, Ystabæ, Hrísey, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 28. september. Sæmundur Sæmundsson Margrét Vala Kristjánsdóttir Unnur Sæmundsdóttir Sveinn Þór Stefánsson Geir Sæmundsson Erna Torfadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.