Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 11
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alls voru sjö komur farþegaskipa til Faxaflóahafna þetta sumarið með 1.346 farþega. Þetta er gríðarlegur samdráttur frá árinu 2019. Það ár voru 190 komur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 188.630 farþega. Samdrátturinn milli ára er um 99%. COVID-19-heimsfaraldurinn hefur leikið útgerðir skemmtiferðaskipa grátt og sömuleiðis þau fyrirtæki sem hafa þjónustað skipin. Samkvæmt upplýsingum Ernu Kristjánsdóttur, markaðsstjóra Faxaflóahafna, voru tekjur fyrir- tækisins 2019 af farþegaskipum/ skemmtiferðaskipum nálægt 597 milljónum króna, sem var um 14% af heildartekjum fyrirtækisins það ár- ið. Hins vegar voru tekjur Faxaflóa- hafna í ár fyrir farþegaskip í kring- um 11,2 milljónir. Samdráttur í tekjum milli áranna er gríðarlegur, eða um 586 milljónir. Í byrjun árs 2020 voru áætlaðar 187 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 203.214 farþega. Miðað við þessar tölur átti að vera 8% aukning í farþegafjölda en 2% fækkun í skipakomum milli ára. Tekjur ársins voru áætlaðar allt að 700 milljónir króna svo tekjutapið er tilfinnanlegt fyrir fyrirtækið. Í ár voru flestir farþeganna frá Englandi eða 929 talsins. Frakkar voru 158 og Hollendingar 125. Far- þegar frá Þýskalandi voru aðeins 14 en voru tæplega 49 þúsund í fyrra. Bandaríkjamenn voru 11, samanbor- ið við rúmlega 38 þúsund í fyrra. „Í kringum apríl/maí fer að bera á því að skipafélög byrja að afboða komu sína fyrir sumarið til Íslands,“ segir Erna Kristjánsdóttir. Afbókanir hrúgast inn Á þessum tímapunkti taka flest skipafélög heimsins þá ákvörðun að stöðva siglingar þar sem faraldurinn er í mikilli uppsveiflu á mörgum stöðum í heiminum. Ljóst var á þess- um tímapunkti að flestar skipakom- ur, sem búið var að bóka hjá Faxa- flóahöfnum þetta sumarið, myndu verða afbókaðar. Fyrsta skip ársins, Magellan, kom 9. mars og hafði sólahrings viðdvöl í höfuðborginni. Skipið var gert út af Cruise & Maritime Voyages en því miður varð það skipafélag gjald- þrota í sumar, segir Erna. Cruise & Maritime Voyages gerði út skipin Astor, Astoria, Marco Polo og Magellan, allt skip sem komu hingað til lands. Skipa- félagið áætlaði í kringum 100 skipakomur þetta árið til margra hafna á land- inu. Það var síðan skipafélagið Ponant sem ákveður í júlí að hefja siglingar til Íslands. Fram að þeim tíma hafði ekkert far- þegaskip komið til Faxaflóahafna frá því í mars. Skipið sem kom heitir Le Bellot. Um er að ræða leiðangurs- skip sem getur tekið í kringum 200 farþega. Hins vegar var skipið aldrei fullbókað í þau sex skipti sem það kom til Reykjavíkur. Allir farþegar komu með leiguflugvél frá París til Keflavíkur og fóru í skimun á Kefla- víkurflugvelli. Farþegar voru síðan fluttir ca. 10-15 í hverri rútu niður á Miðbakka. Farþegar þurftu að passa sjálfir upp á fjarlægðartakmörk og bera andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða var komin, þá fyrst mátti fólk fara um borð í skipið og sýna þurfti SMS því til staðfestingar. Engin smit komu frá skipunum til landsins enda vel gætt að sóttvörn- um. Það eru ekki aðeins Faxaflóahafn- ir sem hafa orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna faraldurs kórónu- veirunnar. Hafnir víða um landið hafa haft góðar tekjur af skemmti- ferðaskipum undanfarin ár en þær tekjur hafa hrunið gjörsamlega. Könnun sem samtökin Cruise Ice- land létu gera árið 2018 sýndi að koma skemmtiferðaskipa skapaði 920 störf í landinu og 16,4 milljarða tekjur. Koma skemmtiferðaskipa hefur því ótvírætt haft mikil og góð áhrif á efnahag landsins. Morgunblaðið/sisi Við Miðbakka Le Bellot í einni af sex komum sínum til Reykjavíkur í sumar. Vegna heimsfaraldursins var skipið aldrei fullbókað á ferðum sínum við Ísland. Samdrátturinn er 99%  Alls komu 1.346 farþegar með skemmtiferðaskipum til Faxaflóahafna í sumar  Í fyrra komu 188.630 farþegar  Tekjusamdráttur milli ára er 586 milljónir Meirihlutavið- ræður fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í nýju sam- einuðu sveitarfé- lagi á Austurlandi ganga vel, að sögn Gauta Jó- hannessonar, oddvita sjálfstæð- ismanna. Segist hann eiga von á því að gengið verði frá málefnasamningi fyrir miðja vik- una. Ný sveitarstjórn mun formlega taka við af sveitarstjórnum Borgar- fjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaup- staðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpa- vogshrepps fimmtán dögum eftir kosningar, væntanlega 5. október næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur var sigurveg- ari kosninganna, fékk fjóra fulltrúa, en Framsókn tvo. Verður meirihlut- inn því með sex fulltrúa af ellefu í nýrri sveitarstjórn. Meðal helstu verkefna sveitarstjórnar sem situr til kosninga vorið 2022, eða í rúm- lega hálft annað ár, er að setja upp stjórnsýslu og ganga frá sameining- unni. Meðal þess er að ákveða sveit- arfélaginu nafn en Múlaþing fékk flest atkvæði í nafnakosningu. helgi@mbl.is Málefna- samningur á lokastigi Gauti Jóhannesson  Meirihluti er að fæðast í „Múlaþingi“ Jón Björn Há- konarson hefur tekið við starfi bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Jón er oddviti Framsóknar- flokksins í bæj- arfélaginu en flokkurinn myndar meiri- hluta í bæjarstjórn ásamt Fjarða- listanum. Jón tekur við starfinu af Karli Óttari Péturssyni, en tilkynnt var í gærmorgun að hann hefði lát- ið af störfum að eigin ósk. Jón hefur það sem af er kjör- tímabili gegnt embætti forseta bæj- arstjórnar, formennsku í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og safnanefnd ásamt varaformennsku í bæjarráði. Lætur hann af öllum þessum störfum. Karl Óttar var ráðinn til starfa af meirihlutanum eftir kosningarnar 2018. Bæjarstjóraskipti í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Á næsta ári er búið að bóka 204 skipakomur með 228.261 far- þega hjá Faxaflóahöfnum. „Ekk- ert er öruggt og því vitum við ekki hvort af þessum skipakom- um verður. Það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Erna. Það velti allt saman á því hvernig ástandið verður hér- lendis sem og annars staðar í heiminum. „Næsta ár gæti því allt eins endað eins og árið í ár, en þangað til verður maður að halda í vonina.“ Komur skemmti- ferðaskipa hafi áhrif á marga innviði hér á landi, hafnir, ski- paumboðsmenn, ferðaþjónustuaðila, leiðsögumenn, rútufyrirtæki, aðila sem sjá skipunum fyrir kosti o.s.frv. Því er mikið í húfi fyrir marga. Búið að bóka mörg skip SUMARIÐ 2021 Erna Kristjánsdóttir Rétt viðbrögð komu í veg fyrir stór- bruna hjá Matfugli í Mosfellsbæ í gær. Eldur kviknaði í stórum ofni (e. broiler) þar sem mikil fitusöfnun er og því var töluverð hætta á ferð- um. Starfsfólk og slökkviliðsmenn náðu hins vegar fljótt tökum á eld- inum. Vel á annað hundrað manns vinna hjá Matfugli og vel gekk að rýma húsið þegar ljóst var að eldur hafði komið upp. Engan sakaði og engin lifandi dýr munu hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp. Mikill viðbúnaður var á vettvangi enda mikill eldsmatur á staðnum. Morgunblaðið/Hallur Már Útkall Mikill viðbúnaður var fyrir framan húsnæði Matfugls í Mosfellsbæ. Lá við stórbruna hjá Matfugli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.