Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 32
Húsfyllir var við opnun sýningar Gjörningaklúbbsins í Galleri NordNorge í Harstad í Norður-Noregi á laugar- dag. Sýninguna kalla þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir, sem nú skipa Gjörningaklúbbinn, „Vatn og olíu“ og eru á henni verk unnin út frá og í samspili við myndverk eftir Ragnhild Kaarbø (1889-1949) sem varð- veitt eru í Galleri NordNorge. Í frétt Harstad Tidende um mannmarga opnunina segir að um 30 verk hinna al- þjóðlegu listakvenna sem sýnd eru veki athygli og þar á meðal sé litrík innsetning úr um 200 sokkabuxum. Húsfyllir við opnun sýningar Gjörn- ingaklúbbsins í Harstad í Noregi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kvennalið Tindastóls á Sauðárkróki leikur í efstu deild á næsta tímabili og er fyrsta fótboltalið félagsins í kvenna- og karlaflokki sem nær þeim árangri. „Ég brosi út að eyrum, er mjög stolt og er afskaplega ánægð með árangurinn,“ segir Vanda Sigur- geirsdóttir, fyrsta konan, svo vitað sé, til að spila opinberan leik fyrir Tinda- stól, lék með strákunum í 5., 4. og 3. flokki, því ekkert kvennalið var á Króknum á áttunda áratugnum. Stelpurnar voru nálægt því að kom- ast upp í fyrra og Vanda, sem er lekt- or í tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands, segist hafa átt von á því að takmarkið yrði að veruleika í ár. Liðið sé vel skipað með þrjá mjög góða erlenda leikmenn í lykilstöðum. „Þetta er flottur hópur auk þess sem uppbyggingin hefur verið markviss undanfarin ár.“ Fyrstu kynni Vöndu af fótbolta voru í barnaskóla í Danmörku, þar sem hún bjó með foreldrum sínum. „Stelpurnar vildu alltaf vera inni í frí- mínútum, búningaleikjum og ein- hverju slíku sem ég hafði engan áhuga á, ég vildi fara út og sparka bolta með strákunum og gerði það,“ rifjar hún upp. Síðan fluttu þau á Dalvík, þar sem krakkarnir bjuggu til sín lið og léku innbyrðis. „Ég, Arnljótur Dav- íðsson, Hermína Gunnþórsdóttir, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Arna Jó- hannsdóttir og Ingigerður Júlíus- dóttir, ef ég man rétt, stofnuðum til dæmis Fótboltafélagið Chaplin.“ Móðir kvennaboltans Eftir að fjölskyldan flutti aftur á Sauðárkrók fór Vanda í fyrsta sinn á skipulagða æfingu, með 5. flokki drengja. „Á leiðinni á æfingu mætti ég tveimur stelpum. „Þetta þýðir ekk- ert, Vanda, við fáum ekki að vera með,“ sögðu þær. Ég hélt samt áfram, byrjaði á æfingunni og var bara ein af strákunum, held reyndar að þjálf- arinn hafi haldið að ég væri strákur!“ Vanda stóð strákunum fyllilega á sporði en óvissa ríkti um hvort hún mætti spila með þeim og því minnist hún þess að hún hafi verið kölluð Vambi. „Mörgum árum seinna var ég fyrir norðan og þá voru stelpurnar í 3. flokki að berjast fyrir því að fá að keppa á Íslandsmótinu,“ segir hún. „Við héldum fund, bréf var skrifað og allar stelpurnar skrifuðu undir, en nokkrar þeirra vantaði. Ég skrifaði því nöfn þeirra með mismunandi skrift, erindið var samþykkt og stelp- urnar kepptu.“ Þegar Vanda byrjaði í Mennta- skólanum á Akureyri gekk hún í KA og lék í fyrsta skipti með kvennaliði 1982. Síðan lá leiðin til ÍA í efstu deild og í kjölfarið kom glæstur ferill sem leikmaður, landsliðskona og þjálfari. Í viðtali við fotbolti.net þakkaði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Tindastóls, þeim sem höfðu lagt sitt af mörkum eftir að sætið í efstu deild var tryggt, „ekki síst móður kvennafótboltans á Króknum og einni af drottningum kvennaboltans á Íslandi, Vöndu Sig- urgeirsdóttur“. Hún flutti norður og tók þátt í að endurreisa kvennabolt- ann á Króknum fyrir um 14 árum. Fór í stjórn og lét til sín taka, þjálfaði yngri flokka og tók við þjálfun meist- araflokks kvenna 2007. „Endur- reisnin hófst á þessum árum og hefur verið óslitin síðan, fyrst og fremst vegna starfa þjálfaranna, sérstaklega Guðjóns Arnar Jóhannssonar og Dúfu Drafnar Ásbjörnsdóttur, góðs fólks í stjórn og frábærra stuðnings- manna,“ segir Vanda. Ljósmynd/Ómar Bragi Stefánsson Vanda í 5. flokki Tindastóls Aftari röð frá vinstri: Hólmar Ástvaldsson, Eiríkur Sverrisson, Jósafat Jónsson, Jón Þór Jósepsson, Vanda Sigurgeirsdóttir, Pétur Helgason, Sigurður Ölvir Bragason (d. 1986) og Hallgrímur Blöndal. Neðri röð frá vinstri: Rúnar Ingi Björnsson (d. 1980), Páll Snævar Brynjarsson, Hermann Sæmundsson, Þórhallur Björnsson, Úlfar Ragnarsson og Ómar Rafn Halldórsson. Chaplin ekki bara grín  Vanda fyrsta konan til að spila fótbolta með Tindastóli Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Airpop Light SE öndunargríma • Gríman er létt og situr vel á andlitinu • Hindrar móðumyndun upp á gleraugu • Það er léttara að anda í gegnum Airpop Light SE en hefðbundnar grímur • Hægt að nota í allt að 40 klst (samtals notkun) • Endurlokanlegar umbúðir til að geyma hana milli þess sem þú notar hana ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Akureyringurinn Hallgrímur Mar B. Steingrímsson átti sinn besta leik í sumar þegar lið hans KA heimsótti Gróttu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á sunnudaginn. Hallgrímur, sem verður þrítugur á föstudaginn kemur, skoraði þrennu í 4:2-sigri KA en liðið fór með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar í 19 stig og er nú 11 stigum frá fallsæti þegar sex umferðir eru eftir af tíma- bilinu. Hallgrímur er í liði umferðarinnar sem er birt í blaðinu en lið umferðarinnar í Pepsí Max-deild kvenna er einnig að finna í blaðinu í dag. »27 Hallgrímur Mar hrökk í gang þegar KA vann á Seltjarnarnesi ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.