Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Í sögu okkar Íslend- inga sem búum í þessu landi hefur löngum verið haldið á lofti því sem vel hefur tekist til. Á sviði mannlegra samskipta hafa ræður og sjónarmið oft orðið einna eftirminnilegust á líðandi stund. Ein af fyrstu bókum sem ég eignaðist fyrir meira en hálfri öld var ritið Mann- fundir, sýnishorn af ræðum frá öll- um öldum Íslandssögunnar fram á þennan dag. Sá víðsýni og vel- menntaði Vilhjálmur Þ. Gíslason tók efnið saman og kom út hjá for- lagi Menningarsjóðs skömmu eftir miðja síðustu öld. Í þessu riti kenn- ir margra grasa, þ.á m. eru sýn- ishorn af þekktustu ræðum í sögu okkar. Þar má m.a. lesa sýnishorn af prédikunum Jóns Vídalíns bisk- ups í Skálholti en bók hans varð mjög vinsæl, margoft prentuð og víða lesin. Hann var nefndur meist- ari Jón enda þóttu ræður hans bera af að rökvísi og góðri réttlætis- kennd þar sem hann sagði yfirvöld- unum til syndanna þegar tilefni var. Nú þremur öldum síðar höfum við kannski eignast nýjan meistara ræðumennskunnar; sóknarprestinn í Laugarneskirkju í Reykjavík. Séra Davíð Þór Jónsson er þekktur fyrir að segja það sem satt er og rétt og stíga fram og mæla af vand- lætingu yfir meðferð flóttamanna í íslensku samfélagi nútímans. Hann setur sig í spor þeirra sem ofsóttir eru og er ómyrkur í máli. Flóttafólk hefur alltaf verið til. Líklega er einna þekktasta flótta- fólkið hjónakornin Jósef og barns- móðir hans María sem flýja til Egyptalands með Jesúbarnið ný- fætt undan ofsóknum barnamorðingjans Heródesar konungs í Ísrael fyrir rúmum 2.000 árum. Hernaður og ofríki einræðisherra, og á síðari tímum afleið- ingar loftslagsbreyt- inga, hafa stökkt millj- ónum manna á flótta undan ógnarstjórn á öllum tímum. Í dag er spurning hvernig yfirvöld taka á þessum málum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur öðr- um stjórnmálaflokkum fremur mótað íslenskt samfélag með öllum sínum kostum en því miður allt of mörgum göllum. Telja talsmenn Sjálfstæðisflokksins það skyldu sína að halda umkomulausu fólki frá Íslandi? Um það mætti ræða. Í nútímasamfélagi á að ríkja skilningur á réttlátu samfélagi sem er stöðugt að breytast. Spurning er hvort kirkjan eigi þá að samræmast samfélaginu sem best og aðlagast því. Það hefur verið stefna núver- andi kirkjuyfirvalda en spurning er hvort breytingin sé of hröð. Hins vegar er spurningin hvort sam- félagið eigi að aðlagast trúar- brögðum, sem hafa ríka tilhneig- ingu til að halda sér sem mest óbreyttum. Það hefur alltaf reynst illa þegar stjórnun trúarlegs valds og verald- legs er á sömu hendi. Kommúnism- inn í Rússlandi og Kína ásamt nas- ismanum í Þýskalandi reyndi þetta á sínum tíma og endaði með skelf- ingu. Í dag er þetta ástand viðvar- andi í Íran og líklega fleiri löndum. Hvernig er tyrkneskt samfélag að þróast þar sem einræði hefur verið fest í sessi með hræðilegum afleið- ingum þar sem mannfyrirlitning og kúgun hafa vaxið ótæpilega? Sr. Davíð Þór Jónsson á allt gott skilið fyrir einstaka vel orðaðar og hnitmiðaðar prédikanir sínar. Þær eru byggðar á staðreyndum úr dag- legu lífi með sígildu kristilegu hug- arfari. Góð prédikun byggist á því að minnast þess sem okkur ber að breyta sem Kristur forðum. Davíð Þór hefur sýnt það þor að segja sannleikann og draga ekkert und- an. Þess má geta að ýmsir starfs- félagar hans undir oki nasista á sín- um tíma reyndu það sama og Davíð Þór núna en án árangurs enda náðu nasistar að þagga niður allar gagn- rýnisraddir. Eigum við að leyfa slíkum sjónarmiðum að ráða för í okkar friðsamlega samfélagi? Kristur prédikaði á sínum tíma að sýna þeim smæstu og fátækustu miskunn meðal okkar. Davíð Þór er að draga athygli okkar að óréttlæt- inu í samfélaginu og hafi hann fyllstu þakkir. Ég hlakka til næstu prédikana frá þessum góða og skelegga sókn- arpresti. Hann starfar í anda þeirra sem lengst hafa náð í að boða boð- skap Krists hér á landi. Í anda Krists Eftir Guðjón Jensson » Séra Davíð Þór Jónsson er þekktur fyrir að segja það sem satt er og rétt og stíga fram og mæla af vand- lætingu yfir meðferð flóttamanna í íslensku samfélagi nútímans. Guðjón Jensson Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Fyrir 1. ágúst ár hvert sendir Hafrann- sóknastofnun ráðherra fiskimála tillögur sínar um hve mikið má veiða á komandi fisk- veiðiári úr hinum ýmsu fiskistofnum, ýsu, þorski og fleirum, og hefur ráðherra oft- ast farið að tillögum hennar. Fiskveiðiár er frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. Kvóta (fiskiheimild) var úthlutað á skip miðað við veiðireynslu ár- anna 1979-80 og ’81, tekið var með- altal tveggja betri ára. Síðan var reiknuð út prósentutala fyrir hverja útgerð og var sú prósentutala notuð við úthlutun og gildir enn. Eftir að útgerðir höfðu fengið heimildir eftir þessum útreikningum var þeim heimilað að skiptast á heimild á ýsu, þorski og öðrum fisktegundum. Sammæltust þær um skiptiverð á þessum tegundum fisks til að auð- velda skiptin sín á milli. Núgildandi lög: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Nú sáu útgerðirnar að þær þurftu ekki að nota allar þær heim- ildir sem þeim var út- hlutað og byrjuðu því að selja þær fyrir pen- inga, þótt í lögum stæði að þetta væri ekki þeirra eign, og standa leikar nú svo að nýju aðilarnir fá úthlutuð beint þau prósent sem þeir keyptu af útgerð. Nú ganga heimildirnar kaupum og sölum. Þetta er komið í óefni og verður nú þingið að taka til hend- inni og hætta úthlutuninni og finna betri leið með fiskveiðarnar. Þeir aðilar sem hafa keypt af seljanda það sem hann ekki átti verða að snúa sér til hans. Guð blessi Ísland. Fiskurinn í sjónum Eftir Eyþór Heiðberg » Þetta er komið í óefni og verður nú þingið að taka til hend- inni og hætta úthlut- uninni og finna betri leið með fiskveiðarnar. Eyþór Heiðberg Höfundur er athafnamaður. eythorheidberg@simnet.is Við eins og fleiri fór- um „hringinn“ í ágúst. Fengum gott veður og það var ánægjulegt að endurnýja kynnin við landið bláa. Síðast fórum við fjölskyldan hringinn fyrir um 25 árum. Í þetta sinn tókum við hótelpakka Fosshót- ela, sem var lúxus, en síðast var gist í tjaldi. Miklar framfarir hafa orðið í trjá- gróðri, ásýnd byggðarlaga, ferða- þjónustu og samgöngumann- virkjum, sem allt er ánægjulegt. Dapurlegt samt að hugsa til þess hversu margt gæti verið í mun betra horfi bara með svolítilli fyrirhyggju og bættu skipulagi. Landið er fagurt og frítt Það er ánægjulegt hversu víða trjágróður hefur dafnað, sérstak- lega í þorpum og bæjum meðfram A1-veginum. Margir staður á Norð- ur- og Austurlandi eru beinlínis orðnir aðlaðandi með stórauknum gróðri, vel uppgerðum gömlum hús- um og snotrum götum. Ferðaþjónusta hefur þróast og stóreflst. Víða er boðið upp á áhuga- verðar og sums staðar vel útfærðar upplifanir svo sem hvalaskoðun og heit böð. Ferð um Jökuldal að sjá Stuðlagilið var áhugaverð. Gilið mun augljóslega verða mikið aðdráttarafl á ferðafólk í framtíðinni. Svo mætti áfram telja um land allt. Hótelin eru aðlaðandi, veita fag- lega þjónustu og bjóða góðar veit- ingar. Sérstaklega fannst okkur Fosshótelið á Fáskrúðsfirði áhuga- vert með sitt vel heppnaða sögusafn á grunni „Franska spítalans“. Bundið slitlag og jarðgöng gera ferðina þægilegri en áður. Reyndar eru vegirnir víða þröngir og hættulegir, en mikil framför þó frá malarvegunum fyrir 25 árum. Margt má vel færa til betri vegar En landið er víða nakið, uppblásið og skjóllaust fyrir köldum vindum N-Atlantshafs- ins. Því má auðveld- lega bæta úr með fyr- irhyggju og skipulagi sem þarf ekki að kosta mikið. Víða um land hefur trjám til dæmis verið plantað allt of þétt í af- girtum reitum til að verjast beit, í stað þess að geta dreifa trjánum til að fá gott skjól og fagra lundi sem gott er að vera í. Ástæðan fyrir of þéttri gróðursetningu er að það kostar svo mikið að girða til að halda búpeningi frá og svo kann að vera tregða til að fórna landi undir trjágróður. Víða eru sjálfsprottin tré og runnagróður meðfram A1 því þar er beit haldið frá af Vegagerðinni með girðingum og skurðum. Áhrif girð- inganna á gróðurinn eru augljós. Gróðurinn er til prýði en þessu ætti að vera öfugt farið því með tíð og tíma verða vegatrén stór og hættu- leg umferðinni. Stór tré eiga að vera í hæfilegri fjarlægð frá vegum, bæði vegna útsýnis og af öryggis- ástæðum. Með því að skipuleggja trjárækt betur mætti með sama magni búa til skóga með skjólríkum skjólgóðum lundum, sem fegra umhverfið, bæta andrúmsloftið og auka ánægju af útiveru, um land allt. Við styrkjum enn úrelta búskap- arhætti, beitum viðkvæmt landið og höldum niðri gróðri. Við látum lausagöngu búfjár viðgangast og bú- pening valsa um í lausagöngu. Við ætlumst til að þeir sem vilja rækta girði ræktina sína af. Við ættum hins vegar að banna lausagöngu bú- fjár eins og nágrannaþjóðirnar hafa gert fyrir 100 árum. Í stað þess að girða af trjárækt ættum við að girða af búpeninginn þar sem hann má vera. Ef við breytum fyrirkomulaginu með þessum hætti þarf minni girð- ingar. Það þarf ekki endilega að girða meðfram vegum. Við það lækkar girðingarkostnaður, sjón- mengun minnkar og auðveldara og gagnlegra verður að rækta tré víð- ar, til gagns og yndisauka. Það ætti frekar að styrkja bændur til að girða af sinn búpening en í að girða af vegi, lóðir og fleira sem nú er gert. Fyrirhyggja er allt sem þarf Við getum hagað trjárækt mun betur til að fegra og bæta landið með fyrirhyggju og skipulagi án mikils aukakostnaðar. Áfram mun- um við bæta samgöngumannvirki og auka og bæta framboð upplifunar og þjónustu víða um land. Allt mun þetta auka á ánægju af því að fara hringinn „yfir Ísland“, fyrir okkur og þau sem sækja okkur heim, sem mun auka ferðalög um landið okkur og landsbyggðinni til heilla. https://betrilandbunadur.word- press.com/ Land og gróður Eftir Guðjón Sigurbjartsson » Við þurfum að haga trjárækt mun betur en við gerum. Þannig getum við fegrað og bætt landið með fyr- irhyggju og skipulagi, án aukakostnaðar. Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er viðskiptafræðingur úr sveit. gudjonsigurbjartsson@gmail.com Ég er dálítið undr- andi á því hvað ráða- menn þjóðfélagsins leggja mikla áherslu á að setja ferðaþjón- ustuna á fulla ferð strax við fyrstu mögu- leika. Það er eins og menn vilji ekki horfast í augu við það að of- þensla ferðaþjónust- unnar sé vandamálið sem þjóðin er að glíma við. Það er ekki hægt að ætlast til þess að 300 þúsund manna þjóðfélag geti staðið undir því að byggja upp gistiað- stöðu, veitingaþjónustu, viðhald á vegum og göngusvæðum fyrir millj- ónir manna sem hafa engar aðrar skyldur til þjóðfélagsins en borga farið sitt og eru að stórum hluta með innifalda gistingu og ferða- kostnað um landið og ábyrgðar- lausir gagnvart þjóðfélaginu. Það er því þjóðin, en ekki ferðamennirnir, sem fær skellinn meðan ástandið sem nú er varir. Þjóðinni var sagt í upphafi ferðaþjónustuævintýrisins að enginn atvinnuvegur gæfi þjóð- inni jafn mikla auðlegð og ferða- þjónustan, hún færi langt fram úr sjávarútveginum. Stór hluti þjóð- arinnar virðist hafa trúað þessu og jafnvel trúa því enn. Í banka- ævintýrinu var einnig sagt að bank- arnir væru búnir að finna leið til fjáröflunar fyrir þjóðfélagið sem gerði sjávarútveg ónauðsynlegan. Við vitum öll hvernig það fór. Ferða- þjónustan er kannski ekki alveg jafn innantóm en sjúkdómshættan sem af henni stafar er margfalt erfiðari þjóðinni en allt annað. Við kvörtum mikið undan því að það vanti atvinnu fyrir fólk. Er það nokkuð að undra, við lögðum niður fiskvinnsluna fyrir ferðaþjónustuna? Það hefði bætt mikið stöðu verka- fólks ef við hefðum nú getað eflt fiskvinnslu í landinu. Kaupmenn hafa hælt sér af því að þeir væru að breyta út- skráningu vörunnar úr búðunum, sem þýðir að kaupandinn tekur að sér starf afgreiðslu- mannsins og gerir það fyrir ekki neitt. Fyrir þessu standa atvinnu- rekendur og kvarta svo undan of mörgum á at- vinnuleysisskrá. Tvisvar hefur fólk með sjúklega auð- hyggjuhugsun valdið þjóðinni stór- felldum fjárhagsvanda og nú í viðbót alvarlegum heilsufarsvanda. Þetta ætti að vera nóg til þess að ráða- menn okkar á Alþingi færu að líta til þess hlutverks sem þeim er ætlað; að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Það er samt ekki margt sem bendir til þess, samkvæmt þeim yfirlýsingum sem ráðherrar hafa verið með. Menn binda vonir við að það finnist bóluefni við þessari veiru sem nú herjar á mannkynið. Vel má það vera, en það mun aðeins gilda fyrir þessa veiru. Þegar allur heimurinn er undir í streymi ferðamanna geta margar veirutegundir leynst meðal ferðamanna og hver þeirra eða hve- nær einhver þeirra blossar upp er ómögulegt að geta sér til um. Eitt er þó nokkuð víst, að með þessu ofurst- reymi mun ný veira þróast og komi hún hingað undir sömu formerkjum og sú sem nú ríkir er nokkuð víst að þjóðin mun ekki þrauka af þriðju kollsteypuna. Virðum rétt þjóð- arinnar til hag- sældar og heilsu Eftir Guðvarð Jónsson » Það er eins og menn vilji ekki horfast í augu við það að ofþensla ferðaþjónustunnar sé vandamálið sem þjóðin er að glíma við. Guðvarður Jónsson Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.