Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 26
15. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valskonan Mist Edvardsdóttir fór á kostum þegar Valur heimsótti Fylki í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Würth- völlinn í Árbænum í 15. umferð deildarinnar á laugardaginn síðasta. Mist, sem er 29 ára gömul, skoraði fjögur mörk í 7:0-stórsigri Vals- kvenna en Valskonur eru í efsta sæti deildarinnar með 40 stig, einu stigi meira en Breiðablik, sem á leik til góða á Íslandsmeistarana. Mist, sem er uppalin hjá Aftureld- ingu í Mosfellsbæ, hefur leikið með Val frá árinu 2011 en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband í þriðja sinn á ferlinum síðasta sum- ar. „Þær voru mjög öflugar þegar við mættum þeim í fyrri umferðinni og við áttum þess vegna von á hörku- leik,“ sagði Mist í samtali við Morg- unblaðið. „Við vorum vissulega ein- um manni færri í níutíu mínútur þegar við mættum þeim í júlí en við mættum mjög vel gíraðar til leiks í Árbæinn. Þær voru auðvitað aðeins laskaðar en að sama skapi vorum við búnar að kortleggja þær mjög vel. Við breyttumst aðeins áherslum í okkar leik líka sem virkaði mjög vel. Ég átti engan veginn von á því að byrja leikinn og ég var fyrst og fremst þakklát fyrir að taka þátt í öllum undirbúningnum. Ég frétti það svo daginn fyrir leik að ég væri í byrjunarliðinu og var frábær tilfinn- ing,“ sagði Mist sem fór af velli eftir klukkutíma leik en hún á að baki 140 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 24 mörk. Fór þetta á gleðinni Mist byrjaði að æfa með Vals- konum síðasta vetur og átti ekki von á því að spila með liðinu í sumar. „Eins og síðustu ár hafa verið hjá mér þá hefur þetta meira og minna alltaf verið keppni hjá mér að ná fyrra formi ef svo má segja. Ég átti hins vegar aldrei von á því að ég myndi spila einhvern fótbolta í ár og ég byrjaði þess vegna að æfa með liðinu í góðum gír og það var mun léttara yfir mér en oft áður. Ég var meira að gera þetta af því að mér finnst ógeðslega gaman í fót- bolta, frekar en að setja pressu á sjálfan mig um að vera byrjuð að spila aftur á einhverjum tilteknum tímapunkti. Svo kemur kór- ónuveirufaraldurinn og tímabilinu er seinkað fram á árið sem verður þess valdandi að ég á allt í einu möguleika á því að ná einhverjum leikjum. Ég hef farið þetta á gleðinni og það er ekki hægt að biðja um betri endurkomu eins og í Árbænum. Þetta var ógeðslega gaman og al- gjörlega framar mínum vonum að skora þessi fjögur mörk.“ Ósátt við tímabilið 2015 Fótboltaferill Mistar, sem á að baki 13 A-landsleiki, hefur verið þyrnum stráður. „Ég missti af síðustu tveimur leikjum tímabilsins þegar ég greind- ist með Hodgkins-eitlakrabbamein í maí 2014. Árið 2015 þurfti ég að taka mér smá pásu eftir lyfjameðferðina og ég byrja ekki að æfa aftur fyrr en í apríl 2015. Ég var mjög ósátt við það tímabil, persónulega, því ég var skugginn af sjálfri mér. Ég tók mér nokkurra mánaða hlé frá fótbolta og var í smá baráttu við sjálfan mig. Ég reyndi að sannfæra mig um að mér fyndist þetta leið- inlegt en ég prófaði svo að mæta aft- ur á æfingar í mars 2016. Ég fann þá að líkaminn var byrjaður að jafna sig eftir lyfjameðferðina. Ég kláraði svo tímabilið 2016 og ég var virkilega sátt við það. Þegar ég er svo byrjuð að und- irbúa mig andlega undir undirbún- ingstímabilið 2017 þá slít ég kross- band. Ég stend upp, staðráðin í að komast í gegnum það en slít svo aft- ur ári síðar og næ ekki einu sinni að spila keppnisleik inn á milli. Þarna er heilt ár farið í vaskinn og ég er búin að slíta tvisvar. Ég næ svo að spila nokkra leiki síðasta sumar, áður en ég slít kross- bandið í þriðja sinn og auðvitað er ég enn þá hrædd við að slíta það aftur. Ég hef hins vegar aldrei leitt hugann að því af einhverju viti að hætta í fót- bolta,“ bætti Mist við. Aldrei komið til greina að hætta í fótboltanum  Mist Edvardsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í 15 mánuði og skoraði fjögur mörk Morgunblaðið/Hari Meistari Mist Edvardsdóttir tók fullan þátt í meistarafögnuði Valskvenna síðasta haust þótt hún hefði slitið kross- band í hné um sumarið og hér ber Fanndís Friðriksdóttir hana á bakinu. Nú er hún komin í byrjunarliðið hjá Val. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 „Þessi byrjun á tímabilinu hefur verið mjög erfið. Þegar ég sá leikja- niðurröðunina fyrir tímabilið hugs- aði ég bara „vá“. Leeds var erfið- asti andstæðingur sem hægt var að fá í fyrstu umferð og eftir það voru leikir gegn Chelsea á útivelli og Arsenal á heimavelli. Þetta var mjög erfitt en við unnum þá alla, sem er gott,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 3:1-sigur Liverpool á Arsenal á An- field í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld. Klopp fór ekki á neitt flug þrátt fyrir góðan sigur en áréttaði þó sérstaklega að þótt Liv- erpool hefði gert varnarmistök þegar Arsenal skoraði þýddi það ekki að liðið væri í krísu í vörninni. Alexander Lacazette kom Arsen- al yfir á 25. mínútu en Liverpool svaraði tvívegis fyrir hlé. Sadio Mané og Andy Robertson skoruðu og Portúgalinn Diogo Jota bætti þriðja markinu við fyrir Liverpool rétt fyrir leikslok. Fyrstu leikirnir erfiðir en fullt hús stiga AFP 3:1 Diogo Jota fagnar marki sínu ásamt liðsfélögunum í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki er áfram með góða forystu í M- einkunnagjöf Morgunblaðsins en eftir leiki 15. umferðar um helgina er hún komin með 20 M úr 14 leikjum Kópavogsliðsins. Samherji hennar í fram- línu Blika, Agla María Albertsdóttir, minnkaði þó forskotið og er komin með 16 M eftir að hafa fengið tvö fyrir 8:0 sigur liðsins á ÍBV. Næstar á eftir þeim koma Valskonurnar Hlín Eiríksdóttir með 13 M og Elín Metta Jensen með 12 M. Þar á eftir koma síðan Alexandra Jóhanns- dóttir úr Breiðabliki, Betsy Hassett úr Stjörnunni, Berglind Rós Ágústs- dóttir úr Fylki og Þróttararnir Stephanie Ribeiro og Laura Hughes með 11 M hver. Úrvalslið 15. umferðar má sjá hér að ofan. vs@mbl.is 15. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Erin McLeod Stjörnunni Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Val María Ólafsdóttir Gros Þór/KA Berglind Baldursdóttir Þór/KA Stephanie Ribeiro Þrótti Mist Edvardsdóttir Val Shameeka Fishley Stjörnunni Elísa Viðarsdóttir Val Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Mary Alice Vignola Þrótti 5 3 3 4 3 4 2 Keppinautar í framlínu Blika Lengjudeild kvenna Afturelding – Augnablik.......................... 1:1 Víkingur R. – Keflavík ............................. 1:5 ÍA – Fjölnir ............................................... 2:0 Staðan: Tindastóll 16 14 1 1 46:5 43 Keflavík 16 12 3 1 42:15 39 Haukar 16 9 2 5 26:18 29 Afturelding 16 7 4 5 22:19 25 Augnablik 15 6 4 5 26:29 22 Grótta 16 5 5 6 23:30 20 Víkingur R. 16 5 3 8 22:31 18 ÍA 16 3 6 7 22:27 15 Fjölnir 16 2 1 13 7:31 7 Völsungur 15 1 1 13 11:42 4  Tindastóll og Keflavík hafa unnið sér sæti í úrvalsdeild. Fjölnir og Völsungur eru fallin í 2. deild. England Liverpool – Arsenal................................. 3:1  Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður hjá Arsenal. Fulham – Aston Villa ............................... 0:3 Staðan: Leicester 3 3 0 0 12:4 9 Liverpool 3 3 0 0 9:4 9 Everton 3 3 0 0 8:3 9 Aston Villa 2 2 0 0 4:0 6 Arsenal 3 2 0 1 6:4 6 Crystal Palace 3 2 0 1 5:3 6 Leeds 3 2 0 1 8:7 6 Tottenham 3 1 1 1 6:4 4 Chelsea 3 1 1 1 6:6 4 Newcastle 3 1 1 1 3:4 4 West Ham 3 1 0 2 5:4 3 Brighton 3 1 0 2 6:6 3 Manch.City 2 1 0 1 5:6 3 Manch.Utd 2 1 0 1 4:5 3 Southampton 3 1 0 2 3:6 3 Wolves 3 1 0 2 3:7 3 WBA 3 0 1 2 5:11 1 Burnley 2 0 0 2 2:5 0 Sheffield Utd 3 0 0 3 0:4 0 Fulham 3 0 0 3 3:10 0 Þýskaland B-deild: Paderborn – Hamburger SV.................. 3:4  Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leik- mannahópi Paderborn. Ítalía Bologna – Parma ..................................... 4:1  Andri Fannar Baldursson var á vara- mannabekknum hjá Bologna. Belgía Genk – Oostende...................................... 2:2  Ari Freyr Skúlason var ekki í leik- mannahópi Oostende. Holland B-deild: Jong Ajax – Excelsior ............................. 3:0  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. Danmörk Nordsjælland – Lyngby .......................... 4:1  Frederik Schram var varamarkvörður hjá Lungby. Svíþjóð AIK – Mjällby ........................................... 1:0  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá AIK á 70. mínútu. Staða efstu liða: Malmö 22 12 8 2 42:21 44 Norrköping 22 10 6 6 45:32 36 Elfsborg 22 8 12 2 34:28 36 Häcken 21 9 8 4 33:22 35  Danmörk Kolding – Fredericia ...........................31:22  Ágúst Elí Björgvinsson varði 17 skot í marki Kolding. 46% markvarsla. Svíþjóð Guif – Hallby ........................................ 21:30  Daníel Freyr Ágústsson varði 5 skot í marki Guif. 25% markvarsla.   Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Miami – Boston................................. 125:113  Miami sigraði 4:2 og mætir LA Lakers í úrslitaeinvíginu sem hefst annað kvöld.   KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Þórsvöllur: Þór – Afturelding ............. 15.30 Olísvöllur: Vestri – Fram..................... 15.45 Grindavík: Grindavík – Víkingur Ó..... 15.45 Nettóvöllur: Keflavík – ÍBV ................ 15.45 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Leiknir R ....... 17 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Magni........ 18 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Mustad-höll: Grindavík – Hamar/Þór 19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.