Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Haukur Helgi Pálsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, leikur lík- lega ekki næstu fimm vikurnar eft- ir að hafa meiðst í leik með Andorra á sunnudaginn. Haukur mun hafa rifið vöðva í læri, samkvæmt því sem félagið hefur sagt á samfélagsmiðlum. Er talið að hann verði fimm vikur að jafna sig. Haukur hafði byrjað vel á Spáni en deildakeppnin er nýhafin. Skor- aði til að mynda 13 stig og gaf 5 stoðsendingar gegn Unicaja Málaga á sunnudag. Reif vöðva á sunnudag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meiddur Haukur Helgi Pálsson leikur ekki á næstunni. Handknattleiksmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, sem gekk til liðs við franska félagið Aix frá ÍBV í sumar, fékk óskabyrjun þegar lið hans mætti Frakklandsmeisturum París SG á útivelli í fyrstu umferð 1. deildarinnar um helgina. Kristján Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk úr níu skotum fyrir Aix og var markahæsti maður liðsins gegn Nikola Karabatic, Mikkel Hansen og félögum sem unnu að lokum sigur á Aix, 34:31. Kristján er eini íslenski leikmað- urinn í frönsku 1. deildinni í vetur. Stórliðið réð illa við Kristján Ljósmynd/Sigfús Gunnar 7 mörk Kristján Örn byrjaði með látum í Frakklandi. 18. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Akureyringurinn Hallgrímur Mar B. Steingrímsson átti sinn besta leik í sumar þegar lið hans KA heimsótti Gróttu í úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Vi- valdi-völlinn á Seltjarnarnesi í 18. umferð deildarinnar á sunnudaginn síðasta. Hallgrímur, sem verður þrítugur á föstudaginn kemur, skoraði þrennu í 4:2-sigri KA en liðið fór með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar í 19 stig og er nú 11 stigum frá fallsæti þegar sex um- ferðir eru eftir af tímabilinu. Hallgrímur er uppalinn hjá Völs- ungi en hann hefur skorað 4 mörk í sextán deildarleikjum í sumar. „Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og það var þess vegna afar kærkomið að ná í sigur,“ sagði Hallgrímur Mar í samtali við Morgunblaðið. „Við erum búnir að gera ansi mörg jafntefli í deildinni í sumar og eins höfum við ekki verið að skora mörg mörk heldur. Að sama skapi höfum við ekki ver- ið að fá neitt allt of mörg mörk á okk- ur sem er auðvitað jákvætt en sókn- arþunginn hefur verið að aukast í undanförnum leikjum og það má al- veg segja sem svo að flóðgáttirnar hafi aðeins opnast gegn Gróttu,“ sagði Hallgrímur sem á að baki 96 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 30 mörk en samtals 250 leiki og 68 mörk í öllum deildum. Ætluðu sér stærri hluti KA-menn höfnuðu í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. „Við settum ákveðna pressu á okkur fyrir tímabilið og það er ekk- ert leyndarmál að við ætluðum okk- ur klárlega stærri hluti í sumar. Vissulega höfum við misst mikil- væga leikmenn eins og nafna minn Hadda [Hallgrím Jónasson] og Nökkva [Þey Þórisson] og það setur sitt strik í reikninginn en á sama tíma er það engin afsökun og ég hefði viljað vera ofar í töflunni. Það má því alveg segja að tímabil- ið hafi verið vonbrigði en eins og málin hafa þróast þá er þokkalegt að vera kominn í þá stöðu sem við erum í núna, hafandi verið við botninn, og svo var auðvitað skipt um þjálfara á miðju tímabili.“ Hallgrímur hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir sína frammistöðu í sumar en hann hefur verið besti leik- maður KA undanfarin ár. „Ég geri mikla kröfur til sjálfs mín og ég hef einfaldlega ekki verið nægilega góður í sumar, sérstaklega í fyrri umferðinni. Eftir að maður var settur út í kuldann þá er maður aðeins farinn að nálgast sitt gamla form og vonandi heldur það áfram í lokaleikjum tímabilsins. Það er erfitt að leggja mat á það sjálfur hvort manni hafi verið farið að líða of vel með sæti sitt í liðinu en ef til vill var þetta komið í ákveðna rútínu hjá manni. Þegar allt kemur til alls er alltaf gott að fá spark í rassgatið öðru hverju til þess að koma sér aftur af stað. Ég er ekki að einblína á eigin töl- fræði núna. Í dag snýst þetta um lið- ið og markmiðið er fyrst og fremst að gera sitt besta til að hjálpa KA að enda eins ofarlega og kostur er.“ Kitlar að spila með bræðrunum Hallgrímur á fimm bræður, Hrannar Björn er liðsfélagi hans hjá KA og þá spila þeir Guðmundur Óli og Ólafur Jóhann með Völsungi. „Það hefur oft kitlað að taka eitt tímabil saman bræðurnir en það þyrfti þá að vera á Húsavík sem er auðvitað alls ekkert verra. Þessi um- ræða hefur komið upp við fjölskyldu- borðið, þótt það hafi ekki gerst oft, en það er líka spurning hvernig þetta myndi fara í okkur þar sem við erum skapmiklir bræður. Ef okkur mislíkar eitthvað þá látum við vita af því en það væri virkilega gaman ef þetta yrði að veruleika. Annars er Völsungur mitt lið og ég fylgist alltaf vel með því sem er að gerast á Húsavík. Ég reyni eftir fremsta megni að fara á heimaleiki liðsins þótt það hafi verið erfitt í sumar út af kórónuveirufaraldr- inum. Hvort maður taki síðustu ár ferilsins heima á Húsavík þarf svo bara að koma betur í ljós síðar.“ Gott að fá smá spark í rassgatið öðru hverju  Hallgrímur Mar B. Steingrímsson skoraði þrennu á Seltjarnarnesi um helgina Morgunblaðið/Íris Þrenna Hallgrímur Mar B. Steingrímsson fagnar einu markanna gegn Gróttu með samherjum sínum. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var sá eini af efstu mönnum í M- einkunnagjöf Morgunblaðsins sem fékk M fyrir frammistöðu sína í 18. um- ferð Pepsi Max-deildar karla. Stefán Teitur hefur þar með tekið forystuna í einkunnagjöfinni en hann hefur fengið samtals 14 M á tímabilinu. Valdimar Þór Ingimundarson úr Fylki, Atli Sigurjónsson úr KR, Steven Lennon úr FH, Patrick Pedersen úr Val og Ágúst Eðvald Hlynsson úr Vík- ingi eru allir komnir með 13 M en Atli og Ágúst bættu báðir við sig í um- ferðinni. Næstir eru síðan Aron Bjarnason úr Val og Tryggvi Hrafn Har- aldsson úr ÍA með 12 M en með 11 eru Kennie Chopart úr KR og Þórir Jóhann Helgason úr FH. vs@mbl.is 18. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Aron Snær Friðriksson Fylki Stefán Árni Geirsson KR Hallgrímur Mar B. Steingrímsson KA Guðjón Pétur Lýðsson Stjörnunni Orri Hrafn Kjartansson Fylki Ísak Snær Þorvaldsson ÍA Brynjólfur Willumsson Breiðabliki Logi Hrafn Róbertsson FH Eiður Aron Sigurbjörnsson Val Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Halldór Smári Sigurðsson Víkingi 2 3 2 2 2 3 Stefán Teitur tekur forystuna Eftir að hafa fylgst með Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrstu leikjum Everton á nýbyrjuðu tímabili í enska fótboltanum hef ég ekki minnstu áhyggjur af framgangi hans í vetur. Gylfi er sem stendur í þeirri stöðu að hefja leik á vara- mannabekknum en Everton fjár- festi í þremur öflugum miðju- mönnum í sumar og mætir til leiks með mun öflugra lið en undanfarin ár. Hann hefur komið inná fyrst- ur varamanna liðsins í leikjunum til þessa og undantekningarlaust staðið sig prýðilega þann tíma sem hann hefur spilað. Inn á milli hefur hann síðan spilað leikina í deildabikarnum og verið þar fyrirliði liðsins. Gylfi er augljóslega í mun betra formi en á síðasta tímabili, hann virkar helmingi léttari og minnir núna á sjálfan sig á bestu tímabilunum með Swansea og íslenska landsliðinu. Það mun skila honum á ný inn í byrjunarliðið fyrr en varir. Þar hefja James Rodríguez, Allan, André Gomes og Abdoulaye Dou- couré leik á miðjunni sem stend- ur, og væntanlega áfram í næstu leikjum, enda hefur Everton spil- að vel og er með fullt hús stiga. Fyrir stjórann Carlo Ance- lotti er mikill lúxus að vera með þennan fimm manna hóp miðju- manna þar sem í raun skiptir litlu máli hvaða þrír eða fjórir spila hverju sinni. Meiðsli og leikbönn munu alltaf setja strik í reikning hjá einstaka leikmönnum og þá skiptir breiddin öllu máli. Það verður afar áhugavert að fylgjast með Everton í vetur og sjá hvort liðinu takist það ætlunarverk sitt að komast í alvöru baráttu í deildinni. Með Gylfa í stóru hlut- verki. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ágúst Elí Björg- vinsson átti stór- an þátt í örugg- um sigri Kolding á Frederica, 31:22, í danska handboltanum í gær. Ágúst Elí varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast. Var hann með 46% markvörslu í leiknum og varði því nánast annað hvert skot sem kom á markið. Annar markvörður, Daníel Freyr Ágústsson, lék í Svíþjóð í gær. Daníel varði fimm skot í marki Guif sem tapaði 21:30 fyrir Hallby. Daní- el var með 25% markvörslu þann tíma sem hann var inná. Ágúst Elí Björgvinsson Ágúst öflugur hjá Kolding ÍA sendi Fjölni og Völsung niður í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gær- kvöld. ÍA vann Fjölni 2:0 á Skag- anum í Lengjudeildinni. Fyrir vikið geta Fjölnir og Völsungur ekki lengur náð ÍA að stigum. ÍA er með 15 stig í 8. og þriðja neðsta sæti. Fjölnir er með sjö stig en Völsung- ur er með fjögur stig. Ljóst hvaða lið falla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.