Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 24
yfir 30 hljómplötur og hefur svo sann- arlega sett sitt mark á íslenska tón- listarsögu. Þegar litið er yfir ferilinn segir Pálmi helst standa upp úr allt það góða fólk sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina. Hann er hógvær þrátt fyrir að hafa sungið sig inn í Lloyd Webber, komu á frumsýning- una hjá okkur og sátu á fremsta bekk og við fórum síðan í eftirpartí með þeim. Það var frábært að hitta þessa karla og þeir hældu sýningunni í há- stert.“ Pálmi hefur sungið og spilað inn á P álmi Gunnarsson fæddist að Hóli í Vopnafirði 29. september 1950 og var alinn upp í þorpinu á Vopnafirði. Eftir barna- skólann á Vopnafirði fór hann í Gagn- fræðaskólann á Laugum og síðan var förinni heitið til Danaveldis þar sem hann fór eitt ár í lýðháskóla. Eftir námskeið í Verslunarskóla Íslands fór hann í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hann lærði á kontrabassa hjá Einari B. Waage. Eins og alþjóð veit átti fyrir Pálma að liggja að helga líf sitt tónlistinni. Auk sólóferils hefur hann starfað í fjölmörgum hljómsveitum og spilað á bassa og sungið. Lengsta samstarf Pálma er án efa með Magnúsi Eiríks- syni, en hann hefur verið í hljómsveit- inni Mannakorn frá upphafi og sungið mörg frægustu lög sveitarinnar sem hafa greipt sig inn í þjóðarsálina. „Við Magnús byrjuðum snemma að vinna saman. Við kynntumst þegar ég var að leika og syngja í söngleiknum Jesus Christ Superstar,“ þar sem Pálmi fór með hlutverk Júdasar. Á þessum tíma var söngleikurinn heit- asta verkið á fjölum evrópskra leik- húsa og þótt víðar væri leitað. „Þótt ég hefði enga reynslu í leikhúsi var þetta alveg geysilega skemmtilegt. Við vorum líka voðalega roggin því höfundarnir, Tim Rice og Andrew hjörtu þjóðarinnar með fjölmörgum lögum eins og Ó þú; Þitt fyrsta bros; Ég er á leiðinni og Reyndu aftur svo aðeins örfá séu nefnd. Ekki má heldur gleyma Gleðibankanum, sem var fyrsta framlag Íslands í Eurovision. Árið 2013 gaf Pálmi út bókina Gengið með fiskum þar sem hann skrifar þroskasögu sína sem veiði- manns og um gildi þess að varðveita náttúruna. „Ég er alinn upp í veiði- mannasamfélagi þar sem ég var snemma byrjaður að veiða með stöng. Ég varð strax heillaður og svo sæki ég svo margt annað í veiðina, eins og fé- lagsskapinn, þann gullna hóp af fólki sem ég veiði með.“ Pálmi fer í fastar fjölskylduferðir með vinum og fjöl- skyldunni. „Við skemmtum okkur konunglega í þessum ferðum og tím- inn stendur í stað, enda er úrunum bara hent út um gluggann um leið og við komum.“ Pálmi veiðir mest á Aust- urlandi, ekki fjarri sínum æskuslóð- um, og í síðustu viku var hann í Keldu- hverfinu að veiða. Hann hefur þó líka farið út fyrir landsteinana í veiði. „Ég hafði heyrt að það væri mikil sjó- bleikjuveiði á Grænlandi og ákvað að kynnast því af eigin raun og varð heill- aður. Þetta er stórfenglegt land og of- boðslega mikið af veiðiám og mikil veiði.“ Pálmi hefur líka farið oft til Rúss- lands að veiða á Kólaskaga sem hann Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður – 70 ára Rússlandsveiðar Hér er Pálmi með risalax úr Zolotaya ánni á Kólasskaga, en þar hefur hann oft veitt. Þykir vænst um samferðafólkið Söngleikur Pálmi fór með hlutverk Júdasar í Jesus Christ Superstar árið 1973. Hér sést hann fremstur á myndinni. Á sviðinu Pálmi á tónleikum í Eldborg. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er rangt að telja að allt viðgang- ist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu. 20. apríl - 20. maí  Naut Streita er óvinurinn. Leitaðu þér hjálp- ar því betur sjá augu en auga og þá verður auðveldara að ráða fram úr hlutunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er mikið að gerast hjá þér í út- gáfumálum, ferðalögum, æðri menntun eða starfsþjálfun. Vertu því vel undirbúinn og hafðu öll þín mál á hreinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þögn er ekki bara það að tala ekki eða skortur á hávaða, hún er viðhorf sálar- innar. Ef þú vilt gera hlutina vel skaltu gefa þér þann tíma sem til þarf. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ný vinátta kviknar við furðulegustu að- stæður. Reyndu að líta sem best út því fyrstu áhrif geta haft mikil og varanleg áhrif. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekki létt að bera sig eftir því sem maður þráir ef maður veit ekki hvað maður vill. Notaðu daginn til þess að gera sjálfum þér eitthvað til góða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þegar eitthvað nýtt ber til á tilfinn- ingasviðinu, er ákaflega varasamt að hlaupa upp til handa og fóta. Hugsanir okkar skapa veruleikann sem við búum í. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Brýnustu verkefnin bíða þín nú heima við. Líf þitt gæti fyllst af dóti sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir að þú sækist eftir raunverulegum og innihalds- ríkum markmiðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú munu hlutirnir gerast hratt í lífi þínu. Hættu að vorkenna sjálfum þér því það eru margir sem hafa það verra en þú. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinur þinn gefur þér eitthvað sem er frítt eða með afslætti. Það er ein- hver spenna á heimilinu og því hefðirðu gott af því að verja tíma með vinum þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugsaðu þig vandlega um áður en þú segir af eða á um tilboð sem þér ber- ast. Láttu það ekki trufla þig þótt möguleik- arnir séu margir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er lag að blanda geði við vini eða í öðrum félagsskap. Láttu þér ekki bregða þótt miklar kröfur séu til þín gerðar. 50 ára Stefán fæddist í Borgarnesi en fluttist á fyrsta ári til Djúpa- vogs, þar sem hann hefur búið síðan. Hann hefur verið á sjó frá fimmtán ára aldri og er annar stýrimað- ur á bátnum Jóni Kjartanssyni frá Eski- firði. Maki: Kristborg Ásta Reynisdóttir, f. 1968, vinnur í Búlandstindi. Synir: Guðmundur Helgi, f. 1988, og Kristófer Dan, f. 1999. Foreldrar: Helga Stefánsdóttir, f. 1953, vann á leiksskóla á Höfn og fósturfaðir Stefáns heitir Reynir Gunnarson, f. 1952, vann hjá Vegagerðinni. Faðir Stefáns er Kjartan Sigurðsson, f. 1947. Stefán Þór Kjartansson Til hamingju með daginn Akranes Egill Hrafn Sigurjónsson fæddist á sjúkrahúsinu og heilsu- gæslustöðinni á Akranesi hinn 23. nóvember 2019 kl. 11:26. Hann vó 3.646 g og var 49 cm á lengd. Foreldrar Egils eru Sigurjón Hrafn Ásgeirsson og Sjöfn Ylfa Egilsdóttir. Egill Hrafn á einn eldri bróður, Ásgeir Úlf, og eina eldri systur sem heitir Franzisca Ylfa. Nýr borgari 40 ára María ólst upp í Reykjavík. Hún er tón- skáld og tónlistarkona. María lærði klassískan fiðluleik og tónsmíðar en hefur beitt sér víða. Hún hefur m.a. samið verk fyrir Sinfóníu- hljómsveit Íslands, verið í samstarfi við listamenn, s.s. Sigur Rós og Ragnar Kjartansson svo einhverjir séu nefndir. Hún hefur verið í hljómsveitinni amiinu í tæp 20 ár. Maki: Kjartan Sveinsson, f. 1978, tónlist- armaður. Dóttir: Móey, f. 2008. Foreldrar: Sigfús Grétarsson, f. 1955, skólastjóri, og Ingrid Markan, f. 1954, þýðandi. Þau búa í Reykjavík. María Huld Markan Sigfúsdóttir VIÐSKIPTA Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.