Morgunblaðið - 26.10.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 6. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 252. tölublað 108. árgangur
OPNAÐI DÝRA-
FJARÐARGÖNG
Í REYKJAVÍK REISA MJÓLKURBÚ
TVÖ NORÐUR-
LANDAMET
UM HELGINA
NÝR MIÐBÆR SELFOSS 7 ANTON SVEINN 27TÍMAMÓT 4
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir að atburðarásin sem nú
eigi sér stað sé nokkuð sem óttast
var að kynni að gerast. „En umfang-
ið kemur manni í opna skjöldu,“ seg-
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Landspítalinn starfar á neyðarstigi í
fyrsta sinn í sögunni, eftir að hóp-
sýking kórónuveiru kom upp innan
spítalans á meðal starfsfólks og sjúk-
linga. Smitið er talið hafa verið kom-
ið inn á Landakot 12. október og hef-
ur síðan verið að berast á milli
einstaklinga án þess að vitað væri.
Um helgina kom gríðarlegt um-
fang hópsýkingarinnar í ljós á
Landakoti, en þá var skaðinn þegar
orðinn og Covid-smitaðir sjúklingar
höfðu þegar verið fluttir á aðrar heil-
brigðisstofnanir, með þeim afleiðing-
um að þar komu einnig upp hópsmit.
Á Sólvöllum á Eyrarbakka eru þrett-
án íbúar og fjórir starfsmenn smit-
aðir og á Reykjalundi hafa fimm
sjúklingar greinst með smit. Þar hef-
ur verið gert hlé á starfseminni.
ir hann. Þetta getur haft áhrif á sam-
félagslegar aðgerðir vegna
veirunnar en fyrst verður að koma í
ljós hvort hópsýkingin hafi dreift úr
sér í samfélaginu.
Þórólfur og Páll Matthíasson for-
stjóri Landspítalans eru samdóma
um að enn verði að gera ráð fyrir að
umfang hópsýkingarinnar sé meira
en þeir 77 sem þegar hafa greinst,
þar sem smitrakningu er síður en
svo lokið. Páll segir að spítalinn
reyni nú að tryggja sjúkrarými fyrir
sjúklinga, Covid-smitaða eða ekki,
sem eru alvarlega veikir. Valkvæð-
um aðgerðum verður frestað, að lík-
indum fram í nóvember.
Veiran hefur stungið sér niður í
þeim aldurshópi sem er lang-
viðkvæmastur fyrir henni. Þegar
hafa mörg fórnarlömb þessarar hóp-
sýkingar lagst inn á sjúkrahús og
gert er ráð fyrir að fjölgi í þeim hópi
á næstunni. Á þriðja hundrað starfs-
manna Landspítala eru í einangrun,
þannig að aukið álag getur reynst
mikil áskorun. Már Kristjánsson
smitsjúkdómalæknir segir að spítal-
inn muni komast til botns í því hver
tildrög þessa voru og opinbera nið-
urstöðurnar í kjölfarið.
NEYÐARSTIG Í FYRSTA SINN
Um 40 eldri en áttrætt smituðust í hópsýkingu á Landakoti Óttast er að veikindi geti orðið alvarleg
Umfang hópsýkingarinnar kemur sóttvarnalækni í opna skjöldu, sem telur að enn geti fjölgað í hópnum
Smit Á Landspítalanum hefur valkvæðum aðgerðum verið slegið á frest til þess að verja grunnþjónustu sjúkrahússins. Á þriðja hundrað starfsmenn eru komnir í sóttkví og tugir með veirusmit.
Ljósmyndir/Landspítali/Þorkell Þorkelsson
MStarfsmenn farartæki ... »2, 8
Sóttvarnir Enn er óljóst hvað olli örri útbreiðslu veirunnar á Landakoti.
Hópsýking
» Aldrei hafa fleiri verið á
Landspítala með kór-
ónuveirusmit. Alls liggja 52
inni, flestir af Landakoti.
» Byrjaði hjá starfsmanni sem
vann smitaður og bar þannig
smit í sjúklinga.
» Landspítali frestar val-
kvæðum aðgerðum og reynir
að tryggja sjúkrarými fyrir al-
varlega veika.
Gerð sjónvarpsþátta byggðra á
bókum Einars Kárasonar um
Sturlungaöld er meðal verkefna í
skoðun hjá kvikmyndafyrirtækinu
Trunorth. Einnig er vænst, segir
Leifur B. Dagfinsson fram-
kæmdastjóri, að á næsta ári verði
byrjað að taka kvikmynd byggða á
skáldsögu Sigríðar Hagalín Björns-
dóttur, Eyland. Mörg verkefni með
erlendri þátttöku eru í skoðun hjá
íslenskum kvikmyndafyrirtækj-
unum, og þar eru auknar endur-
greiðslur kostnaðar sagðar munu
hjálpa til. »6
Mörg erlend verk-
efni eru í skoðun
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð-
herra segir að til standi að leggja
aukna áherslu á eineltismál innan
menntamálaráðuneytisins. Verður
frekari áhersla lögð á svokallað fagráð
eineltismála ásamt aðgerðum í sam-
vinnu við Vöndu Sigurgeirsdóttur,
lektor við HÍ, sem hefur sérhæft sig í
málaflokknum. Hlutverk fagráðsins er
að veita skólasam-
félaginu stuðning
vegna eineltismála
með almennri ráð-
gjöf, leiðbeining-
um og upplýsinga-
gjöf og er hægt að
vísa eineltismálum
þangað ef ekki
tekst að finna full-
nægjandi lausn á eineltismálum innan
skóla eða sveitarfélags eða vegna
meints aðgerðarleysis sömu aðila. Er
hlutverk fagráðsins að veita ráðgef-
andi álit á grundvelli þeirra gagna. Að
sögn Lilju hefur fagráðið ekki verið
nægjanlega vel kynnt til þessa en til
standi að gera úrbætur á því. „Við vit-
um hversu mikil meinsemd einelti er
og getur hún haft langtímaáhrif á
framtíð fólks,“ segir Lilja.
Hún hafi sett sig í samband við Sigr-
ínu Elínu Ásmundsdóttur, móður
drengs í 6. bekk í Sjálandsskóla, sem
lýsti grófu ofbeldi í garð sonar síns í
færslu á Facebook. Að auki hafi hún
rætt við forráðamenn í Sjálandsskóla.
„Ég vil að við getum styrkt kerfið
okkar þannig að þessi mál fari í betri
farveg. Við höfum sett á fót fagráð ein-
eltismála inni í menntamálastofnun og
þegar málin eru komin í öngstræti þá
þarf fagráðið að koma að málinu. Mig
langar að þróa þennan feril betur í
samvinnu við skólasamfélagið og við
foreldrasamfélagið,“ segir Lilja. »4
Lilja eykur áherslu á eineltismál
Vill virkja fagráð eineltismála betur Langtímaáhrif á fólk til framtíðar
Lilja Alfreðsdóttir