Morgunblaðið - 26.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar vinnuföt fást í Mikið úrval af öryggisvörum Í umræðum sl. fimmtudag umþingsályktunartillögu Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og á þriðja tugs annarra þing- manna úr sex flokk- um, um þjóð- aratkvæðagreiðslu um Reykjavík- urflugvöll, voru rifj- aðar upp ýmsar stað- reyndir um málefni vallarins. Ein þeirra, sem Njáll Trausti nefndi í ræðu sinni, er að Reykjavíkurborg stefnir að því að loka annarri flugbraut vall- arins eftir tvö ár. Með því væri flugvellinum í raun lokað að fullu.    Njáll benti einnig á hve mjögþýðing sjúkraflugsins hefur vaxið. Stjórnvöld í Reykjavík horfa ekkert til þessa þáttar, jafnvel þó að gríðarleg uppbygging nýs sjúkra- húss standi yfir handan Hringbrautarinnar. Það sjúkrahús á áfram að þjóna landsmönnum öllum, rétt eins og flugvöllurinn, en borg- aryfirvöld neita að líta til stöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins og þeirrar staðreyndar að slíkri stöðu fylgja skyldur.    Jarðfræðingurinn Ari TraustiGuðmundsson, þingmaður VG, blandaði sér í umræðurnar og benti á að í ljósi jarðhræringa í nágrenni Hvassahrauns væri ástæða til að endurskoða staðsetningu flugvallar þar.    Þetta skiptir máli og þarf vita-skuld að taka með í reikning- inn. Aðalmálið er þó að Reykjavíkurflugvöllur er mjög vel staðsettur til að þjóna hlutverki sínu og hugmyndir um að flytja hann hafa alla tíð haft þann tilgang einan að koma flugvellinum burt úr Reykjavík, skerða þjónustu við landsmenn og rýra hlutverk og skyldur höfuðborgarinnar. Skyldur höfuðborgar STAKSTEINAR Ari Trausti Guðmundsson Njáll Trausti Friðbertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í þessari viku verður gert hlé á með- ferð allra sem fá þjónustu á dag- og göngudeildum Reykjalundar í Mos- fellsbæ, vegna kórónuveirusmita sem greindust á deildinni Miðgarði fyrir nokkrum dögum. Hléið hefur áhrif á starf með á annað hundrað skjólstæðingum, sagði Pétur Magn- ússon, forstjóri Reykjalundar, í sam- tali við mbl.is í gær. Fimm sjúklingar og jafn margir starfsmenn Reykjalundar hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveir- unni. Alls 30 starfsmenn og 11 sjúk- lingar eru nú í sóttkví. Af þeim fimm sjúklingum sem eru smitaðir komu þrír frá Landakotsspítala á Reykja- lund í síðustu viku. Sjúklingarnir hafa nú verið fluttir af Reykjalundi á Covid-deildir Landspítala. Að undanförnu hefur starfsemin á Reykjalundi farið fram í nokkrum skilgreindum sóttvarnahólfum – og smitgát verið höfð í öllu starfi. Hefur starfsemi Miðgarðs, deildarinnar þar sem smitið uppgötvaðist, því ver- ið aðskilin öðru starfi. Starfsfólk annarra deilda hefur mannað vaktir á Miðgarði, en vegna þeirra reglna sem gilda um starfið á Reykjalundi getur það hins vegar ekki farið til baka í sín hefðbundnu störf, að minnsta kosti ekki allra næstu daga. petur@mbl.is/sbs@mbl.is Stopp í kjölfar smits á Reykjalundi  Hefur áhrif á meðferðarstarf með á annað hundrað skjólstæðingum Morgunblaðið/Eggert Covid Reykjalundur gerir nú hlé á meðferðarstarfi næstu dagana. „Sitkagrenið sunnanlands og vestan er drekkhlaðið af könglum og við höfum náð miklu af slíku fræi í haust,“ segir Trausti Jóhanns- son, skóg- arvörður á Suð- urlandi. Eftir hlýtt og grósku- mikið sumar er frætekja í skóg- um landsins góð. Slíkt gildir meðal annars um birkitré. Auðvelt reyndist að safna fræreklum af þeim í blíðviðrinu nú í október og heimtur voru góðar í átaki því sem Skóg- ræktin, Landgræðslan og fleiri efndu til. Almenningur svaraði kalli, tíndi rekla og skilaði fræjum í kassa sem voru við verslanir. Í söfnun á fræjum af sitkagreni var sjónum beint að skógarreit á Tumastöðum í Fljótshlíð og reit í Haukadal í Biskupstungum sem kenndur er við Hákon heitinn Bjarnason, fyrrum skógrækt- arstjóra. Þessi fræ eru hreinsuð á Tumastöðum og síðan notuð við ræktun á skógarplöntum á gróðr- arstöðvum um allt land. „Lítið hefur verið af könglum á stafafuru, en okkur vantar allt að eitt tonn af slíkum könglum til þess að eiga nóg af fræi til ræktunar á næsta ári. Okkur vantar líka alltaf fræ af sitkagreni og segja má að okkar starf síðustu vikur hafi snúist um fræsöfnun, sem fram hefur farið í þjóðskógunum og víðar á Suður- landi,“ segir Trausti. „Núna eru síðustu forvöð að ná fræi af birki og greni, en sé veður hagstætt má tína köngla af furunni langt fram eftir vetri.“ sbs@mbl.is Nóg af könglum og fræheimtur góðar  Safnað er af sitka- greni og birkitrjám víða á Suðurlandi Ljósmynd/Aðsend Fræsöfnun Birkið er afurðaríkt. Trausti Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.