Morgunblaðið - 26.10.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
Það var klukkan rúmlega fjögur
aðfaranótt fimmtudagsins 26. októ-
ber 1995 sem snjóflóð féll úr svo-
nefndri Skollahvilft í fjallinu ofan við
Flateyrarþorp. Tunga flóðsins gekk
yfir stóran hluta byggðarlagsins og
féll á 19 íbúðarhús, flest utan skil-
greinds hættusvæðis. Alls voru 45
manns í húsunum. Fjórir fundust á
lífi í rústum en 21 bjargaðist af eigin
rammleik eða með aðstoð nágranna.
Allir lögðust á eitt
Allir lögðust á eitt og fyrstu fimm
klukkustundirnar náði engin ut-
anaðkomandi aðstoð á svæðið. Þegar
leið á morguninn bárust bjargir, en
alls héldu 340 björgunarsveit-
armenn til Flateyrar og 230 til við-
bótar voru í viðbragðsstöðu víða um
land. Náttúruhamfarir þessar skóku
þjóðlífið allt; sköpuðu samhug og
sterk viðbrögð.
„Okkur er orða vant, Íslendingum
öllum, þegar við í dag enn horfumst í
augu við afleiðingar miskunn-
arlausra náttúrhamfara, en um leið
finnum við hvað við erum nákomin
hvert öðru, hve þétt við stöndum
saman þegar raunin ber að höndum.
Við erum öll nú hverja stund með
hugann hjá þeim sem hafa orðið fyr-
ir þungbærum raunum. Sorg þeirra
er okkar sorg,“ sagði Vigdís Finn-
bogadóttir í ávarpi.
Varnargarðarnir
virkuðu ekki 100%
Í kjölfar snjóflóðsins tók við
hreinsunar- og síðar uppbygging-
arstarf. Reistir voru varnargarðar í
fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn og
sönnuðu fljótt gildi sitt. Snjóflóðin
tvö sem féllu á Flateyri 14. janúar á
þessu ári, og komu úr Skollahvilft og
Innra-Bæjargili, fóru bæði að hluta
yfir snjóflóðavarnargarðana. Afleið-
ingar þess voru meðal annars að
snjór ruddist niður í höfnina og lask-
aði báta þar. Þá barst snjór inn í
íbúðarhús við götuna Ólafstún.
Stúlka sem þar var inni festist en
var bjargað.
„Ég var sex ára gamall í snjóflóð-
inu 1995 og þótt margt sem þá gerð-
ist hafi ekki fest í barnshuganum
þóttist ég alltaf muna eftir háværum
hvin sem fór á undan snjóflóðinu og
skapaði þunga höggbylgju,“ segir
Magnús Einar. „Í flóðunum síðasta
vetur var ég því fljótur að átta mig á
því sem var að gerast þegar ég
heyrði hvin – vissi að nú væri snjó-
flóð að skella á þorpinu. Vissulega
björguðu varnargarðarnir miklu í
þessum hamförum, en ekki öllu.
Þegar hér skapast hættuástand í
framtíðinni er einboðið að hús á
hættusvæðum verði rýmd, sem þótti
ekki ástæða til áður. Garðarnir virk-
uðu ekki 100% og við bíðum úrbóta.“
Ræturnar eru á Flateyri
Í snjóflóðinu sl. vetur segir Magn-
ús að verulega hafi reynt að björg-
unarsveitir og liðsmenn Sæbjargar
hafi mörgu þurft að sinna. Um fjöru-
tíu manns eru í sveitinni, en 23 virkir
á útkallslista. Er það meðal annars
fólkið sem næstkomandi mánudags-
kvöld ætlar með táknrænum hætti
að minnast þeirra sem fórust í harm-
leiknum mikla fyrir aldarfjórðungi.
„Rætur mínar eru á Flateyri og
hér vil ég búa, þótt ég sæki vinnu til
Ísafjarðar. Yfirleitt er það ekkert
mál og leiðin er greið um jarðgöngin.
Síðasta vetur var ótíð og í samtals
átján daga komst ég ekki til vinnu.
Veturna tvo þar á undan datt ekki
einn dagur út – og nú vona ég bara
að sá vetur sem fer í hönd verði snjó-
léttur og vegir greiðfærir.“
Ljósmynd/Ingvar Jakobsson
Flateyri Byggðin efst á eyrinni fór illa í snjóflóðunum 1995 og fólk þar fórst. Varnargarðurinn sem reistur var í
kjölfar flóðsins og myndar ferhyrning í fjallinu er góður, en eftir hamfarar sl. vetur þykir ljóst að gera verði betur.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þegar mamma fór að leita að
mér þá var ég í hnipri til fóta í
rúminu mínu og svaf. Hún hefur
oft minnst þess með hryllingi þeg-
ar hún var að þreifa um rúmið
mitt í myrkrinu til að finna mig en
fann mig ekki strax. En þarna var
ég og svaf værum og djúpum
svefni.“ Þannig skrifar Katrín
Björk Guðjónsdóttir á blogg sitt.
Hún lýsir þar áhrifum snjóflóð-
anna sem féllu á Flateyri 26. októ-
ber 1995 á líf sitt og fjölskyld-
unnar. Hún var tveggja og hálfs
árs gömul og tekur fram að þótt
hún muni lítið eða ekkert frá þess-
um tíma hafi atburðurinn haft
áhrif á hugsunarhátt hennar fyrir
lífstíð.
Nóttina örlagaríku svaf hún í
svefnherbergi foreldra sinna í
rúmi með háum fóta- og höfða-
gafli. „Við systurnar erum þrjár.
Önnur systra minna var með ein-
hver ónot í sér svo hún náði í hina
sem var farin að sofa í sínu rúmi
og lokkaði hana til að koma til sín
í sitt rúm, sem betur fer.
Þessi tvö atriði; að ég var í rúmi
með háum göflum og að systur
mínar hafi verið saman í her-
bergi, því herbergi sem kom bet-
ur undan flóðinu, skipti sköpum í
þessum ægilega hildarleik þegar
náttúran ákvað að sparka okkur
burt af þessum stað, en leyfa okk-
ur öllum fimm að komast lífs af,“
skrifar Katrín. Hún bendir á að
þegar skoðaðar eru myndir af
húsinu sjást vel hvernig sá hluti
hússins þar sem rúm systur henn-
ar var hafði allur brotnað. Rúmið
hafi verið í klessu undir þakinu.
Hún heldur áfram: „Sem betur
fer hafði pabbi byggt svo sterkt
hús að efri hæðin flaut ofan á flóð-
inu og við komumst öll lífs af. Við
misstum allt veraldlegt en höfðum
hvert annað og það skiptir mig
mestu máli.“ Hún segir að þeim
hafi þótt ósanngjarnt að náttúran
gæti rekið þau frá Flateyri og hafi
faðir hennar byggt annað hús á
staðnum og þar búa þau nú.
Atburðirnir höfðu áhrif á líf
hennar. „Nokkrum árum seinna
man ég eftir að vera í leik á
grunninum á húsinu okkar og
man eftir óörygginu, hræðslunni,
tilfinningunni fyrir óréttlætinu og
sorginni sem ég fylltist þarna á
húsgrunninum og skynjaði allt í
kringum mig þegar ég skammaði
snjóinn. Ég man hvernig hugur
minn þroskaðist og hvernig ég
fann að ég gæti aldrei gengið að
morgundeginum vísum,“ skrifar
Katrín.
Katrín Björk er 27 ára gömul
og fékk þrisvar alvarlegt heila-
blóðfall fyrir rúmum fimm árum.
Hún bloggar um lífið í bataferli á
síðuna katrinbjorkgudjons.com.
Hún skrifar um stöðuna í nýju
færslunni: „Núna er ég hætt að
vera hrædd við að kynna mig fyr-
ir öðru fólki og er farin að njóta
þess að vera á meðal fólks og taka
þátt í viðburðum í bænum mínum.
Þessi áföll drógu kannski úr mér
kraftinn, en ég hef náð sátt og
finn bara fyrir óþrjótandi lífs-
krafti sem ég veit að ég get alltaf
treyst á.
Ég er búin að sætta mig við að
verða kannski bara alltaf á bata-
vegi. Þá er ég þó á réttum vegi.“
Bloggar Katrín Björk komst lífs
af ásamt fjölskyldu sinni.
Skiptir mestu að við
höfðum hvert annað
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is