Morgunblaðið - 26.10.2020, Side 24

Morgunblaðið - 26.10.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Airpop Light SE öndunargríma • Gríman er létt og situr vel á andlitinu • Hindrar móðumyndun upp á gleraugu • Það er léttara að anda í gegnum Airpop Lig • Hægt að nota í allt að 40 klst (samtals notk • Endurlokanlegar umbúðir til að geyma hana milli þess sem þú notar hana ht SE un) Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að fara gætilega í ákvörð- unum þínum því þú veist að ekki verður aft- ur snúið. Hverjir eru mestu hugsuðirnir í lífi þínu? Fáðu þá til liðs við þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð óvænt tækifæri til ferða- laga eða endurmenntunar fyrir vinnuna. Ræktaðu um leið sambandið við ástvin þinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er eitt og annað sem svífur í lausu lofti hjá þér svo þú þarft að ná betri tökum á hlutunum. Náttúran gefur ykkur kraft til þess að halda ótrauð áfram. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð stuðning við málstað þinn úr óvæntri átt og má segja að hann skipti sköpum fyrir þig. En ef þú ert að sækja í enn betri vinnufélaga getur þetta verið stórkostleg hugmynd. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fegurðin er ekki hvað síst fólgin í því sem lítið fer fyrir. Hvernig væri að skrá draumana niður, halda draumadagbók og sjá hvernig það kemur út? 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur afkastað ákaflega miklu að undanförnu og nú hafa yfirboðarar þínir tekið eftir þessu og vilja umbuna þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Glíman við hið óþekkta ber alltaf árangur ef menn ekki gefast upp of snemma. Reyndu að sigla á milli skers og báru meðan óveðrið gengur yfir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fylgdu áætlunum þínum eftir allt til enda þótt ekki séu þær öllum að skapi. Breyttu um stíl, hlustaðu á aðra og líka þinn innri mann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu ekki að þröngva þínum vilja upp á aðra; það endar bara með skelf- ingu. Gakktu markvisst til verks og ljúktu þeim verkefnum sem bíða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það hefur lítið upp á sig að ana af stað áður en takmarkið er komið á hreint. Hættu að vera of almennilegur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að leggja ofuráherslu á vinnuna færir þér engin vinsældaverðlaun. Slakaðu á og vertu góður við sjálfan þig. kenndi hann við Grunnskólann á Hellu og svo veturinn 1997-98 við Heiðarskóla í Leirársveit. Hann var aðeins 21 árs haustið sem hann fór að kenna á Hellu. „Ég var með 42 tíma í töflu á meðan full staða var 27 tímar fyrir nýliða. Meginkennslan var íþróttakennsla, sem ekki nokkur maður hefði trúað, því ég var ekki þekktur fyrir íþróttaiðkun, en segir þó nokkuð um erfiðleika landsbyggð- arinnar við að manna kennara- stöður,“ segir Sigurður Grétar kím- inn. „Ég gat samt alveg látið krakkana hreyfa sig, enda vanur að vinna með krökkum í sumarbúðum.“ Hann segir að í minningunni hafi þetta verið þroskaveturinn mikli, al- veg gífurlega fjölbreytt og þroskandi á sama tíma.“ Landsbyggðin heillaði En stundum gerast hlutirnir þeg- ar mikið er um að vera og Sigurður prófi haustið 1997. „Samhliða námi á menntaskólaárum og háskólaárum starfaði ég mikið í barna- og æsku- lýðsstarfi þjóðkirkjunnar, mest í Bú- staðakirkju sem var mín sóknar- kirkja, en einnig fyrir Akraneskirkju og fjölda annarra kirkna ýmist sem gítaristi eða umsjónarmaður tiltek- inna hópa.“ Sigurður Grétar er mikill áhuga- maður um tónlist. „Ég lærði aðeins á klassískan gítar en var beðinn um að hætta til að koma einhverjum áhuga- samari að.“ Hann segist spila meira til gamans, eftir eyranu, bæði á gítar og píanó. „Ég hef mjög gaman af tónlist og er svona gutlari. Ég gríp alveg í kirkjuorgel einstaka sinnum, þótt ég spili ekki eftir nótum.“ Þroskaveturinn mikli Sigurður Grétar kenndi sem leið- beinandi í grunnskóla bæði fyrir og eftir háskólanámið. Veturinn 1991-92 S igurður Grétar Sigurðsson fæddist 26. október 1970 í Reykjavík og var alinn upp í Fossvoginum. Hann gekk í Fossvogsskóla, síð- an í Réttarholtsskólann og þaðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent. Sigurður Grétar berst ekki mikið á, en greinilegt er að undir rólegu yfir- borðinu kraumar dillandi húmor. „Fyrsta launaða starf mitt var af- greiðslumaður í Málningarvöru- verslun P. Hjaltested við Suður- landsbraut, en þá var ég bara tólf ára gamall. Ég fékk bæði að raða í hillur og einstaka sinnum að afgreiða. Ég man mjög vel eftir einu atviki frá þessum tíma, en þá var ég einn í búð- inni þegar einn viðskiptavinur kemur inn. Hann lítur á mig og segir hátt og ákveðið: „Er einhver hérna með viti?““ segir Sigurður Grétar og hlær. Verkamaður í víngarði Drottins Sigurður segist hafa verið alinn upp á trúræknu heimili. Honum voru kenndar bænir og bænavers, en kirkjusókn var ekkert mjög mikil. Hann hneigðist þó snemma til kirkj- unnar. „Fermingarárið og næstu ár á eftir var ég virkur í unglingastarfi minnar heimakirkju. Ég kynntist krökkum, prestum og æskulýðs- leiðtogum og varð heillaður af þessu starfi.“ Sigurður Grétar vann í unglinga- vinnunni tvö sumur en eftir síðasta grunnskólaárið fór hann eitt sumar í sveit að Sólheimagerði í Skagafirði, sem var lítið blandað bú. „Sumarið 1987 starfaði ég á kúabúi í Dan- mörku en frá sumrinu 1988 og næstu ár helgaði ég mig sumarbúðastarfi, fyrst hjá sumarbúðum Þjóðkirkj- unnar í Heiðaskóla í Leirársveit og svo í Vatnaskógi frá ágúst 1989.“ Sig- urður Grétar vann þar næstu sumur, ýmist sem foringi eða forstöðumað- ur, og fann sig vel í starfinu og var mest í Vatnaskógi. Aðeins átján ára gamall var Sigurður Grétar ákveðinn að starfa í víngarði Drottins og læra til prests. Hann fór í Háskóla Íslands haust- ið 1992 og lauk þaðan cand.theol.- Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur – 50 ára Fann köllun sína ungur Afmæli Myndin er tekin á 88 ára afmæli Sigríðar Theodóru, móður Sigurðar Grétars. Hér er hún með systkinunum, Sigurði, Gunnari og Guðríði. segir að á Hellu hafi hann fengið landsbyggðabakteríuna og vitað að hann myndi vilja þjóna landsbyggð- inni. Sigurður Grétar vígðist til prests- þjónustu í Breiðabólsstaðarpresta- kalli í Húnavatnsprófastsdæmi haustið 1998 og þjónaði þar í ellefu ár. Frá því í nóvember 2009 hefur hann þjónað Útskálaprestakalli (Út- skála- og Hvalsnessókn) á Suður- nesjum, fyrir utan tæp tvö ár þegar hann þjónaði í norsku kirkjunni í Vågå í Guðbrandsdal í Noregi. Sigurður Grétar hefur verið virk- ur í félagsmálum og situr í stjórn Skógarmanna KFUM sem reka Vatnaskóg og hefur setið í mörgum stjórnum og nefndum í gegnum tíð- ina. Hann er mikill fjölskyldumaður og nýtur þess að stunda útivist, fara í ferðalög og í sumarbústaðinn. „Ég tilheyri söngsveitinni Raddbandinu, en sveitin var reyndar virkust á Hjónin Sigurður Grétar og Anna Elísabet við Trollstigen í Noregi. Til hamingju með daginn 30 ára Gylfi ólst upp í Hlíðahverfi Reykjavíkur og er Reykvíkingur í húð og hár, en býr núna í Garðabæ. Hann er hljóðmaður, tækni- maður og bassaleikari. Helstu áhugamál Gylfa eru tónlist og hann var í hljómsveitunum Tilviljun? og Hymnalaya. Maki: Helga Sif Helgadóttir, f. 1990, rekstrarverkfræðingur hjá Marel í Garða- bæ. Barn: Egill Kári, f. 2017. Foreldrar: Guðlaugur Viktorsson, f. 1963, skólastjóri í Tónlistarskóla Eyj- arfjarðar og býr á Akureyri og Edda Jóna Gylfadóttir, f. 1967, vöruhönnuður í Reykjavík. Gylfi Bragi Guðlaugsson 30 ára Tinna Lind ólst upp á Bifröst og í Graf- arvoginum frá fimm ára aldri þar sem hún býr enn. Tinna Lind er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Und- anfarið hefur Tinna Lind prjónað mikið, en hún á von á sínu fyrsta barni og má segja að það sé stund á milli hríða. Maki: Auke van der Ploeg, f. 1986, leið- sögumaður í fiskveiði og ævintýraleið- sögn. Foreldrar: Anna Sigurbjörg Þórisdóttir, f. 1968, hárgreiðslukona og vann í kven- fataverslun, og Hallur Símonarson, f. 1967, innri endurskoðandi Reykjavíkur- borgar. Tinna Lind Hallsdóttir Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.