Morgunblaðið - 26.10.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
Skorradalur Norðurljósin léku listir sínar yfir Íslandi um helgina, einkum á föstudag. Gönguferð að gá að dýrðinni er gott tilefni til að fara út úr húsi á veirutímum og dýrðin svíkur engan.
Eggert
Í þungamiðju
skammdegis, stríðsloka,
drepsóttar, fimbulkulda
og eldsumbrota varð Ís-
land loks ríki á meðal
ríkja með gildistöku
sambandslaganna. Hið
langa skammdegi
ánauðar tilheyrði þá for-
tíðinni og til tákns um
það var að þegar rík-
isfáni Íslands blakti yfir
stjórnarráðinu í hið fyrsta sinn fengu
tvær fánastangir sem áður báru hinn
danska að jöfnu við okkar ástkæra að
standa tómar. Frá þeirri stundu varð
frelsisþrá landsmanna ei beisluð á ný
og von um stjórnskipulegt frelsi hætti
að vera fjarlægur draumur og varð
krafa.
Fullnaðarsigur frelsis
Í landsfundarræðu sinni á þingvöll-
um 18. júní 1943 fór Bjarni Benedikts-
son, þáverandi borgarstjóri og síðar
forsætisráðherra, yfir hina löngu sjálf-
stæðisbaráttu. Ræðan hefur fengið
nafngiftina Lýðveldi á Íslandi. Svo vel
tekst Bjarna heitnum að koma orði á
baráttuna að nánast öll skilningarvit
lesanda færast inn á
sögusviðið og bindast
andrúmslofti þeirrar til-
hlökkunar sem hefur ríkt
á Þingvöllum þennan
fagra sumardag; þegar
hið stjórnskipulega frelsi
var einungis örskots-
lengd frá. Sagði Bjarni
meðal annars: „Afstaða
þjóðar, sem seld er undir
yfirráð annarrar, er hin
sama og þess sem í
ánauð er. Slík var afstaða
íslensku þjóðarinnar allt
til 1918 þrátt fyrir nokkra rýmkun á
rétti hennar síðustu áratugina þar á
undan. En sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar að þessu leyti lauk með sigri
1918, segja sumir. Vissulega má til
sanns vegar færa að þá hafi ánauð
hennar verið lokið. En var fullt stjórn-
skipulegt frelsi hennar þar með feng-
ið? Myndi sá bóndi telja sig að fullu
frjálsan, sem að vísu mætti ákveða
sjálfum sér og heimafólki sínu reglur
til að fara eftir, en þyrfti þó að leita
samþykkis óðalsbónda á fjarlægri jörð
til þess að fyrirmælin hefðu nokkra
þýðingu? […] En aðstaða íslensku
þjóðarinnar er eftir sambandslögunum
einmitt hin sama og bónda þess sem
nú var lýst. Íslendingar mega að vísu
setja sér lög en þau hafa ekki stjórn-
skipulegt gildi nema konungurinn í
Kaupmannahöfn samþykki þau. Ís-
lendingar fara ekki með utanríkismál
sín og mega enga samninga gera við
önnur ríki nema í samráði við eða fyrir
atbeina danska utanríkisráðuneytisins
og konungurinn í Kaupmannahöfn
verður að samþykkja þá til þess að þeir
hafi nokkurt gildi.“
Á slíkum gildum um frjálsa þjóð í
frjálsu landi var lýðveldið okkar end-
urreist þann 17. júní 1944 en þá öðlaðist
jafnframt gildi okkar öfluga lýðveld-
isstjórnarskrá sem frá þeirri stundu
hefur gegnt hlutverki hins mikla varn-
armúrs sem ver hið stjórnskipulega
frelsi og önnur mikilvæg réttindi.
Þótt fullveldið sé ekki nefnt með
beinum orðum í stjórnarskránni telst
sá mikilvægi grundvallarréttur okkar
engu að síður meitlaður í stein eftir
orðanna hljóðan með þeirri stjórn-
skipan sem þar er kveðið á um; hvar
löggjafar-, dóms- og framkvæmd-
arvald liggur og hvernig þjóðin hefur
lýðræðislega aðkomu, bæði beint en
ekki síður óbeint, að skipan æðstu
valdhafa þess. Af þessu leiðir að hið
stjórnskipulega frelsi verður ekki með
lögmætum hætti tekið af þjóðinni og
fært til erlendra stofnana án breytinga
á stjórnarskránni og þá með þeim
hætti sem stjórnarskráin kveður á um.
Líklega er þetta meginástæðan fyrir
þeirri sneypuför sem hófst fyrir um
áratug. Hér er átt við lög um stjórn-
lagaþing, ólöglega og ógilda kosningu
til stjórnlagaþings og í framhaldinu
þingsályktun (eins undarlega og það
hljómar) um skipun stjórnlagaráðs.
Enn fremur er átt við þá vitneskju þá-
verandi stjórnvalda að stjórnarskráin
stendur í vegi fyrir framsali á æðstu
máttarstólpum laganna til Evrópu-
sambandsins sem í ofanálag hefur
þróast yfir í einhverslags Páfagarð
hinn nýja þar sem innmúraðir velja
hver annan í hinar og þessar valda-
stöður. Þar gildir mjög torsótt aðkoma
þegnanna að vali þeirra sem þó fá að
munda veldissprotann að vild.
Sneypuförin
Með skilningi á hinu mannlega eðli
er hægt að átta sig á þeim samlegð-
aráhrifum sem geta skapast þegar
hverslags óstöðugleiki gerir vart við
sig. Það var að mörgu leyti skiljanlegt
að flóðbylgja vantrausts myndi skella
á samfélaginu með miklum þunga þeg-
ar blekking útrásaráranna og gríð-
arleg misnotkun á bankakerfinu kunn-
gerðist mjög snögglega við
bankahrunið. Um árabil hafði þjóðinni
verið talin trú um að stærstu eigendur
bankanna væru einhverslags fjár-
hagsleg ofurmenni með fulltingi nýrr-
ar tegundar stjórnmálamanna sem
fylgdu hverju fótspori þeirra og tóku
við háum peningagjöfum. Þetta olli því
að umrótsfólk gat nánast óáreitt beisl-
að kraft vantraustsins og beitt þeim
krafti til ills. Það vita þeir sem á Aust-
urvelli voru að þau sjónarmið sem lágu
til grundvallar mótmælunum voru jafn
mörg og fjöldi þeirra sem mótmæltu.
Það allra ljótasta var þó að slegið var
upp hinum og þessum markmiðum í
algjöru umboðsleysi og hið eldfima
ástand var notað til að ráðast á hin
allra saklausustu fórnarlömb eins og
stjórnarskrána eða krónuna. Það verð-
ur ekki tekið af fimmtu herdeildinni að
hún er úrræðagóð. Hinn mikli leiðtogi
kunni þó ráð við því. Eigi víkja!
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Það vita þeir sem á
Austurvelli voru að
þau sjónarmið sem lágu til
grundvallar mótmælunum
voru jafn mörg og fjöldi
þeirra sem mótmæltu.
Viðar H. Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur og
sjálfstæðismaður.
Áhlaupið á stjórnarskrána – Eigi víkja
Gagnstætt því sem
haldið hefur verið fram
greiða fiskeldisfyrir-
tækin á Íslandi árlegt
afgjald til ríkisins, jafnt
hlutfallslega og í krón-
um talið. Vandfundin er
sú atvinnugrein hér á
landi sem býr við sér-
tæka skattlagningu af
þeirri stærðargráðu
sem hér um ræðir. Þegar fiskeldisfyr-
irtækin verða búin að ná þeirri fram-
leiðslu sem núverandi áhættumat Haf-
rannsóknastofnunarinnar heimilar,
gæti sértæk skattlagning á sjókvíaeldi
(einkanlega laxeldi) hér á landi numið
árlega um þremur milljörðum króna.
Skattaumhverfið hér er ekki hagfelld-
ara atvinnugreininni en í Noregi, held-
ur frekar þvert á móti.
Ný lög um gjald af fiskeldi í sjó
Ný lög tóku gildi um síðustu áramót,
þar sem kveðið er á um innheimtu á
sérstöku gjaldi af fiskeldi í sjó. Þar er
gert ráð fyrir að innheimt sé gjald sem
endurspegli alþjóðlegt markaðsverð á
afurðunum. Gjaldið er
hlutfallslega hærra þegar
afurðaverðið er hærra, en
gjaldtökuprósentan verð-
ur lægri þegar afurða-
verð lækkar. Með þessu
endurspeglast sú skoðun
löggjafans að með hærra
afurðaverði aukist geta
greinarinnar til að greiða
hærra gjald til ríkisins.
Noregur – Ísland,
ólíku saman að jafna
Í umræðunni hér á landi hefur mjög
verið bent á Noreg sem fyrirmynd að
gjaldtöku í fiskeldi. Það er athygl-
isvert. Sértæk gjaldtaka af greininni
hófst ekki þar í landi fyrr en eftir að ár-
leg laxeldisframleiðsla var farin að
nema 300 til 400 þúsund tonnum. Til
samanburðar má ætla að laxeldis-
framleiðslan hér á landi geti numið ríf-
lega 30 þúsund tonnum í ár, eða tíunda
hluta þess sem hún var í Noregi þegar
sértæk gjaldtaka af fiskeldi hófst.
Hér á landi er rekstrar- og starfs-
leyfum úthlutað til afmarkaðs tíma.
Leyfi til fiskeldis hér á landi er því í eðli
sínu tímabundinn afnotaréttur. Í Nor-
egi er þessu öðruvísi farið. Leyfin eru
ótímabundin og framseljanleg. Verð-
mæti slíkra leyfa eru því í eðli sínu
meiri en þar sem þeim er úthlutað í
formi afnotaréttar til afmarkaðs tíma.
Allt að fimm sinnum hærra gjald
á Íslandi en í Noregi
Í Noregi hefur lengi staðið yfir um-
ræða um framtíðarfyrirkomulag gjald-
töku í fiskeldi. Nú er komin niðurstaða
og er þar gert ráð fyrir að greitt sé ár-
legt gjald, 0,4 aurar norskar pr. fram-
leitt kíló. Miðað við gengi norsku krón-
unnar samsvarar það 6 krónum á
hvert framleitt kíló. – Með nýjum lög-
unum um gjaldtöku í fiskeldi hér á
landi mun árleg greiðsla fyrir afnota-
réttinn geta farið upp í rúmar 27 krón-
ur á hvert framleitt kíló, miðað við nú-
verandi gengi.
Ef við berum nánar saman þessa
gjaldtöku hér á landi og í Noregi
sjáum við athyglisverða mynd birtast.
Handhægt er að leggja til grundvallar
hið nýja áhættumat Hafrannsókna-
stofnunar, sem heimilar um 100 þús-
und tonna ársframleiðslu. Árlegt af-
gjald fiskeldis í Noregi af slíkri lax-
eldisframleiðslu væri um 600 milljónir
króna. Á Íslandi gæti gjaldið farið upp í
2,7 milljarða króna, eða fjórum til fimm
sinnum hærra en í Noregi.
Þá er ótalið gjald sem íslenskt lax-
eldi greiðir í Umhverfissjóð sjókvíaeld-
is. Nemur það 4 þúsund krónum á
hvert tonn leyfis til laxeldis, óháð fram-
leiðslunni sjálfri. Eins og kunnugt er
líður jafnan langur tími frá því leyfi
fæst og þar til tekjur verða til af fram-
leiðslunni. Á þeim tíma þarf samt að
greiða slíkt gjald. Ef við miðum enn við
áhættumat Hafrannsóknastofnunar-
innar þá mun það gjald nema um 400
milljónum á ári.
Útboðskerfi hefur verið
innleitt í íslensk lög
Nú allra síðustu árin hefur verið
boðið út lítið magn af nýjum fiskeldis-
leyfum í Noregi. Þar er um að ræða
varanleg leyfi eins og almennt gilda um
fiskeldi í Noregi, en ekki tímabundinn
rétt, eins og gildir á Íslandi. Það magn
sem hér um ræðir er agnarlítið brota-
brot af árlegri heildarframleiðslu
Norðmanna sem er um 1,4 milljónir
tonna. Það gjald sem fyrirtækin greiða
er því jaðarverð og endurspeglar því
alls ekki markaðsverð leyfanna.
Með hinum endurskoðuðu lögum
um fiskeldi hér á landi var kveðið á um
að úthlutun eldissvæða skuli boðin út
og úthlutað m.a. á grundvelli upp-
hæðar tilboðs, en einnig m.a. fjárhags-
legs styrks og umhverfissjónarmiða.
Ljóst er að þessi leyfi verða í eðli sínu
annars konar en í Noregi, þar sem þau
eru varanleg. Hér eru og verða þau
tímabundin og verð er ekki eini mæli-
kvarðinn sem stuðst er við.
Skattaumhverfi fiskeldis hag-
stæðara í Noregi en á Íslandi
Af öllu þessu sést að þegar borin er
saman gjaldtaka og skattheimta á fisk-
eldi í Noregi og Íslandi, blasir við að
ekki er mikil innistæða fyrir um-
ræðunni sem oft ríður röftum hér á
landi um að Norðmenn séu að flýja of-
urskattlagningu og flytja framleiðsl-
una til Íslands.
Eftir Einar K.
Guðfinnsson » Skattaumhverfið á
Íslandi er ekki hag-
felldara fiskeldinu en í
Noregi, heldur frekar
þvert á móti.
Einar K.Guðfinnsson
Höfundur starfar að fiskeldismálum
hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávar-
útvegi, SFS.
Ísland – Noregur ólíku saman að jafna