Morgunblaðið - 26.10.2020, Side 4

Morgunblaðið - 26.10.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Opnun Dýrafjarðarganganna eru langþráð tímamót í samgöngu- málum á Vestfjörðum og skipta sköpum fyrir byggðir þar. Þetta helst í hendur við að góðir sam- gönguinnviðir eru grunnforsenda þess að atvinnulíf geti þróast og eflst. Samfélagslegur ábati verður af því og eins því ef tekst að fækka slysum. Þetta sagði Sigurður Ingi Jó- hannsson samgönguráðherra þegar hann opnaði ný jarðgöng milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar í gær. At- höfnin fór fram í Reykjavík, þar sem ráðherra og forstjóri Vegagerð- arinnar voru og gáfu út fyrirskipun um að opna skyldi fyrir umferð. Langur undirbúningur Vestfjarðarvegur styttist um 27,4 km með tilkomu Dýrafjarðarganga, sem koma í stað vegar yfir Hrafns- eyrarheiði sem aðeins hefur verið fær hluta úr ári. Alls var kostnaður við verkið nærri 13 milljarðar króna, en það fól í sér gerð 5,6 km langra ganga, gerð nýrra vega við báða munna þeirra svo og byggingu tveggja brúa í Arnarfirði. Heild- arkostnaður við verkið var 12,4 milljarðar króna. Hugað hefur verið að jarð- gangagerð undir Hrafnseyrarheiði síðan um 1990. Málið komst á hreyf- ingu sumarið 2007 en var slegið á frest eftir efnhagshrunið 2008. Árið 2013 fór undirbúningsvinna aftur af stað. Framkvæmdir hófust svo í júlí 2017 og gengu greitt. Dynjandisheiði næst Þegar best best lét náðu ganga- menn að sprengja sig áfram um 111,5 metra á einni viku sem er talið Íslandsmet. Mest náðist að sprengja 402,5 metra í einum mánuði. Gegn- umbrot var 12. apríl á síðasta ári og í kjölfar þess hófst lokafrágangur, svo sem styrkingar og vatnsklæðning ganganna sem voru malbikuð í maí síðastliðnum. Jafnhliða var unnið við brúarsmíði og vegagerð. Í ávarpi við opnun jarðganganna í gær gat samgönguráðherra ýmissa fleiri vegabóta á Vestfjörðum sem eru í undirbúningi. Endurbygging vegarins yfir Dynjandisheiði er þar efst á blaði og í raun framhald af jarðgangagerð. Þá eru að hefjast framkvæmdir við lagningu nýs Vest- fjarðarvegar um Teigsskóg og Gufu- dalssveit, sem mun stytta vega- lengdir og auka umferðaröryggi mikið. Á áætlun er einnig þriðja risaverkefnið í landshlutanum, nýr Bíldudalsvegur frá flugvellinum á Bíldudal og upp á Dynjandisheiði. Þarna eru í pakkanum, að Dýra- fjarðargöngum meðtöldum, alls 105 km af nýjum, greiðum og öruggum vegum. „Dýrafjarðargöng er enn einn áfanginn í þeirri vegferð að koma Vestfjörðum öllum í almenni- legt heilsársvegasamband og sumir myndu segja við umheiminn,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Vestfjarðaleið 950 kílómetrar Nemendur við grunnskólann á Þingeyri voru þau fyrstu sem fóru í gegnum göngin í gær. Þess óskuðu þau sérstaklega í bréfi sem þau sendu samgönguráðherra sem brást vel við ósk þeirra. Gat þess í bréfi að il eftirbreytni væri að börn létu mál- efni samfélagsins sig varða með virkri þátttöku og innleggi í umræð- ur um málefni líðandi stundar. Með börnunum í för var Gunnar Gísli Sig- urðsson á Þingeyri, sem sinnt snjó- mokstri á Hrafnseyrarheiði allt frá árinu 1974. Samhliða því að nú má aka um Dýrafjarðargöng var í gær opnuð ný ferðamannaleið, Vestfjarðaleiðin. Leiðin er 950 kílómetra löng og segja má að upphafspunktur hennar sé þar sem beygt er inn á Vestfjarð- arveg í Norðurárdal í Borgarfirði. Þaðan liggur leiðin um Dalina og fyrir Klofning, svo um alls átta sveit- arfélög á Vestfjörðum. Þar eru þræddar heiðar og firðir og endað suður í Hrútafjarðarbotni. Kynning og markaðssetning þessarar leiðar hefur verið í höndum starfsfólks Vestfjarðastofu og er mikils vænst af fyrir ferðaþjónustuna vestra. Vestfirðir í samband við umheiminn  Dýrafjarðargöngin opnuð í gær  Skipta sköpum og samfélagslegur ábati  Vestfjarðarvegur styttist um 27,4 km  Frekari vegaframkvæmdir fyrir vestan eru í undirbúningi  Mikils er vænst Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Formlegt Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þor- kelsdóttir, forstjóri Vegagerðar, stödd í Reykjavík, opnuðu fyrir umferð. Morgunblaðið/Gunnlaugur Albertsson Opnað Vegsláin tekin upp Dýrafjarðarmegin og svo var ekið af stað. Mik- ilvægur áfangi og háskavegurinn um Hrafnseyrarheiði heyrir sögunni til. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Ég hef í hyggju að styðja betur við fagráð eineltismála með reglugerð sem skýrir boðleiðir betur,“ segir Lilja Alfreðs- dóttir mennta- málaráðherra. Umræða um eineltismál hefur farið á flug vegna eineltis í garð ell- efu ára drengs í Sjálandsskóla. „Við ætlum okk- ur að snúa þessu máli við. Við ætl- um að láta þetta verða til þess að við séum að styrkja fagráðið, að styrkja skóla- umhverfið og styrkja foreldrana,“ segir Lilja og bætir við. „Ég sem menntamálaráðherra er ósátt við það að barn þurfi að fara úr skól- anum sínum vegna eineltis.“ Fagráð eineltismála kom ekki að eineltismálinu í Sjálandsskóla. „Það þarf að auka sýnileika ráðsins,“ við- urkennir Lilja. Hún segir að miðla þurfi betur til skólanna þeim úrræð- um sem eru í boði. „Ég tók eftir því að þetta er ekki á vitorði allra og þess vegna vildi ég fylgja þessu betur eftir.“ Spurning um hugarfar Spurð hvort meira fjármagn þurfi í málaflokkinn segir Lilja að það eitt og sér breyti ekki öllu. „Við get- um örugglega gert betur en að- allega að breyta um hugarfar. Eitt eineltismál er einu eineltismáli of mikið.“ Hagrannsóknir hafi sýnt að kostnaður sem hlýst af einelt- ismálum til framtíðar vegna ein- staklinga sem lenda í þessu sé gríð- arlegur. Það sýni enn fremur fram á mikilvægi þess að tekið sé á ein- eltismálum af festu strax á fyrstu skólastigum. Þeir sem geta leitað til fagráðsins eru nemendur, foreldrar/ forráðamenn og starfsfólk grunn- og framhaldsskóla. Einnig aðilar sem starfa með börnum í skóla-, frí- stunda- eða tómstundastarfi sem hefur stoð í grunnskólalögum. Morgunblaðið/Eggert Skólabörn Lilja segir mikilvægt að taka á eineltismálum samstundis. Eitt mál er einu máli of mikið  Aukin áhersla lögð á eineltismál Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.