Morgunblaðið - 26.10.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GLÁMUR
DVERGARNIR R
Dvergurinn Glámur
er 35 cm á hæð,
vegur 65 kg og er með
innsteypta festingu fyrir 2“ rör
Öflugur skiltasteinn
fyrir umferðarskilti
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Tyggigúmmí sem brotnar niður fyrir
áhrif örvera og er þar með endanlega
skaðlaust frá sjónarmiði umhverf-
isverndar, kjúklingabaunaeftirréttur
og drykkir búnir til úr skeljum kakó-
bauna. Öllu þessu var sérstaklega
hampað til viðurkenningar á sýningu
á matvælum framtíðarinnar í Frakk-
landi þar sem rauði þráðurinn var
vistfræði og viðráðanleg verðlagning.
Þótt alþjóðlegu matvælasýning-
unni SIAL (Salon international de
l’Alimentation) þyrfti að aflýsa vegna
kórónuveirufaraldursins voru mat-
væli dæmd og metin og viðurkenn-
ingar fyrir nýstárleg matvæli veittar,
rétt eins og sýningin hafði gert í rúm-
lega hálfa öld.
Geiri, sem oft hefur sætt gagnrýni
fyrir að bjóða fyrst og fremst upp á
gæðasnauð matvæli hlaðin fitu ýmiss
konar, sykri eða erfðatæknilega
breyttum efnum, er farinn að laga sig
að vistfræðilega ábyrgum samfélags-
stefnum.
Af 500 nýjum efnum sem prófuð
voru – allt frá svörtum hvítlauk upp í
kjötlíkisbökur – þótti dómnefnd SI-
AL tilkomumest „einföld“ og „hrein“
matvæli sem rík voru af grænmeti –
og heilsusamlegri með lítið af íblönd-
unarefnum, minna umbreyttum og
þróuð út frá siðferðislegum, vist-
fræðilegum og samfélagslegum gild-
um.
Gullverðlaun fyrir nýbreytni fékk
frosið gnocchi frá ítalska fyrirtækinu
Bocon, en 70% innihalds þessa pasta-
réttar var grænmeti. Gagnyrt inni-
haldslýsing kvað á um spínat og spi-
rulína auk bauna og græns tes.
Frönsku fyrirtæki að nafni Tri-
umph hlotnuðust bronsverðlaun fyrir
vegan tyggigúmmí sem var bæði
sykur- og aspartamlaust og brotnar
niður í umhverfinu á innan við
þremur vikum. Sem eru góðar frétt-
ir fyrir þá sem þrifið hafa skóla-
bekki, sæti kvikmyndahúsa, göngu-
götur, bílastæði og torg baki brotnu
um ævina. Tyggjóið er framleitt úr
náttúrulegu gúmmíi sem tappað
hefur verið af gúmmítrénu sapó-
dilla.
Hvað varðar umbúðir hins vegar
er ljóst að verulega hefur hægt á
vistvænum umskiptum í þeim efn-
um. Sem fyrr er plastið sökudólg-
urinn en notkun þess hefur stórauk-
ist aftur vegna ótta neytenda við
afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
Aftur á móti hefur vaxandi þróun
í þá veru að brúka svonefnd annars
stigs efni með nýju eða sterku
bragði orðið til þess að draga úr só-
un matvæla. Til að mynda er kex
sem bakað er upp úr bruggkorni að
ná aukinni fótfestu.
Og svissneska fyrirtækið Koko Joo
hlaut frumkvöðlaverðlaun sýning-
arinnar fyrir óáfengt brugg sem búið
var til úr skeljum kakóbauna.
Börkur og frjóduft
Svonefnd Ecotrophelia-verðlaun,
sem veitt eru nemendum í iðn-
greinum evrópskra matvælagreina,
komu í hlut tveggja Portúgala fyrir
eftirrétt sem þeir bjuggu til úr svo-
nefndu aquafaba, seigum og prótein-
ríkum vökva sem fellur til við suðu
kjúklingabauna. Út í vökvann bættu
þeir svo meðal annars appelsínuberki
og frjódufti.
„Þessi gerjaði eftirréttur sameinar
sjálfbæra þróun og heilsufar vegna
íblöndunar peruávaxtarins og ko-
lefnaríks rótargrænmetis sem syk-
ursjúklingar mega m.a. neyta,“ sagði
Dominique Ladeveze, umsjónar-
maður Ecotrophelia-verðlaunanna.
„Þeirrar tilhneigingar gætir hjá
yngra fólki að taka innihaldsefni sem
ekki eru hátt verðlögð og auka verð-
mæti þeirra,“ bætti hann við í samtali
við réttaveituna AFP.
Hið sama á við hvað varðar önnur
aðalverðlaun SIAL-sýningarinnar
sem fram skyldi fara um helgina í
París. Grísk sveit hampaði þeim fyrir
nokkurs konar brauðstöng úr hveiti
sem í voru ólífuafgangar blandaðir
ávöxtum og grænmeti.
Kórónufaraldurinn hefur orðið til
að hnykkt hefur verið á ýmsum
stefnum og straumum í matvæla-
framleiðslu. Þar á meðal er knúið á
um matvæli á viðráðanlegu verði og
kjötlíki,“ að sögn Xavier Terlet,
framkvæmdastjóra Proteines XTC
group, sem fylgist með markaðs-
horfum fyrir SIAL.
Unnið kjöt Gestir SIAL-sýningarinnar í París 2018 spjalla um það sem þar
hefur rekið á fjörur þeirra. Í baksýn sjást unnar kanadískar kjötvörur.
AFP
Matarsýning Yfirlitsmynd frá síðustu SIAL-sýningunni sem fram fór í Villepinte-sýningarsvæðinu norður af París.
Grænir bragðlaukar kitlaðir
Matvælaframleiðendur farnir að laga sig að vistfræðilega ábyrgum samfélagsstefnum
Stuðningsmaður Svetlönu Tsik-
anovskaju, leiðtoga stjórnarand-
stöðunnar í Hvíta-Rússlandi, lætur í
sér heyra við lögreglu. Ólga hefur
verið í landinu undanfarið og bein-
ast spjót að Alexander Lúkasjenkó
forseta landsins. Var honum gefinn
tímarammi til gærdagsins til af-
sagnar. Ekki varð forsetinn við því
og hófust mótmælin í kjölfarið.
Eins hvatti Tsikanovskaja til verk-
falla sem eiga að hefjast í dag.
AFP
Lúkasjenkó situr enn