Morgunblaðið - 26.10.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
EmmanuelMacron,forseti
Frakklands, mætir
kjósendum eftir
hálft annað ár og
veit að ekki er á
vísan að róa. Mikil
mótmæli eru meðal þess sem
hefur einkennt forsetatíð hans
og hann hefur gefið eftir gagn-
vart gulvestahreyfingunni og
vill ekki lenda í svipaðri stöðu
fyrir kosningar.
Í frétt The Telegraph í gær
er fjallað um þetta í tengslum
við Brexit-samningaviðræð-
urnar og þar er bent á að Mac-
ron óttist að sjómenn í Bret-
aníu, Calais og Normandí
streymi út á göturnar í mót-
mælum eins og títt er í Frakk-
landi ef Evrópusambandið gef-
ur eftir í þeim þætti samninga-
viðræðnanna við Breta sem
snúa að fiskveiðum. Sá þáttur
er sagður helsti ásteytingar-
steinninn sem eftir er.
Þessi svæði Frakklands eru
talin geta haft mikla þýðingu í
baráttunni um franska forseta-
embættið og Macron vill ekki
líta út eins og sá sem hann er,
maðurinn sem kom upp í gegn-
um fjármálaheiminn, fulltrúi
elítanna í stórborgunum. Þess
vegna skiptir það hann máli að
Bretar séu nú beittir fullri
hörku og bætist þessi ástæða
ofan á þá sem allan tímann hef-
ur ráðið því hvernig Evrópu-
sambandið hefur nálgast úr-
sögn Bretlands úr sambandinu.
Evrópusambandið óttast að ef
að Bretar lenda ekki í vandræð-
um vegna úrsagnarinnar muni
fleiri ríki fylgja í kjölfarið og að
framtíð sambandsins kunni þá
að vera ógnað.
Daniel Hannan, sem sat á
Evrópuþinginu fyrir Íhalds-
flokkinn þar til Bretar sögðu
skilið við sambandið, ritaði
grein í The Telegraph um
helgina og vék þar einnig að
þeirri fyrirstöðu sem hags-
munir Macrons væru orðnir í
Brexit-viðræðunum, en sagði
um leið að það væri að nokkru
leyti viðeigandi að Brexit-við-
ræðurnar skyldu á endanum
snúast um fiskveiðar. Sama mál
hafi yfirskyggt viðræðurnar um
inngöngu Breta á sínum tíma og
hafi ekki verið leyst fyrr en fá-
einum dögum áður en Bretland
gekk inn.
Hannan bendir á að sam-
kvæmt alþjóðlegum leikreglum
eigi lögsaga Breta að miðast við
200 sjómílur eða miðlínu og þær
viðmiðanir veiti Bretum yfirráð
yfir um 2⁄3 af fiskistofnum í
Norðursjónum en hlutdeild
Breta í veiðum þar sé nú aðeins
um 1⁄5. Hann bætir því við að
fjörutíu og sjö ár innan fisk-
veiðikerfis Evrópusambandsins
hafi veikt útgerð í
Bretlandi svo mjög
að bresk skip ráði
ekki við að veiða
allan þann afla sem
þau ættu að eiga
rétt á.
Hann nefnir
einnig Ísland og þá staðreynd
að þó að fiskveiðar vegi ekki
þungt í efnahag annarra landa,
séu til dæmis innan við 0,2% af
landsframleiðslu Bretlands,
gegni öðru máli hér á landi þar
sem sjávarútvegur sé þýðingar-
mikill og tækniframfarir hafi
verið miklar í greininni. Athygl-
isvert er að þessi breski fyrr-
verandi stjórnmálamaður skuli
átta sig á þessum staðreyndum
sem sumum íslenskum stjórn-
málamönnum virðast ekki
kunnar.
Hér eru enn starfandi stjórn-
málaflokkar, Samfylking og
Viðreisn, auk Pírata sem daðra
við það sama, sem vilja að Ís-
land fari í aðildarviðræður og
gangi í Evrópusambandið, enda
sé hagsmunum Íslands betur
borgið innan þess en utan, eins
og Samfylking og Viðreisn orða
það.
Þessir flokkar mættu að
ósekju horfa til sjávarútvegsins
í Evrópusambandinu og hvern-
ig honum hefur vegnað. Þeir
gætu líka lítið til þróunar sjáv-
arútvegsins í Bretlandi síðast-
liðin fjörutíu og sjö ár eins og
Hannan bendir á, sem fær að-
eins að veiða innan við þriðjung
þess afla sem honum ber.
Það er auðvitað gróf blekking
að halda því fram að hags-
munum Íslands væri betur
borgið innan Evrópusambands-
ins þegar svo augljósir og ríkir
hagsmunir segja hið gagn-
stæða. Þessir Evrópusam-
bandsflokkar halda því fram að
Ísland geti samið á hagfelldan
hátt um þessi mál, en reynslan
sýnir að slíkt tal er hrein fjar-
stæða. Aðlögunarviðræðurnar
sem vinstri stjórnin, Samfylk-
ing og Vinstri græn, drógu þjóð-
ina út í þegar hún var í sárum
eftir fall bankanna, sýndu svo
ekki verður um villst að Evr-
ópusambandið undanskilur ekki
fiskveiðistefnuna þegar ríki
fara í gegnum aðlögunarferlið.
Tal um annað er blekking.
Evrópusambandið er ekki einu
sinni reiðubúið að leyfa Bretum
að fá aftur yfirráð yfir eigin fisk-
veiðiauðlindum þegar þeir eru
gengnir úr sambandinu og er þar
þó við tugmilljóna þjóð að eiga
sem verið hefur einn af burðar-
ásum sambandsins um áratuga-
skeið.
Hvernig dettur íslenskum
stjórnmálamönnum í hug að
halda því fram að hagsmunum Ís-
lands væri betur borgið innan
þessa sambands en utan?
Blekkingar eiga ekki
að líðast þegar
grundvallarhags-
munir þjóðarinnar
eru annars vegar}
Hverra hagsmuna
er verið að gæta?
B
iðin eftir innlögn á Vog er allt of
löng!
22. október síðastliðinn mælti
ég fyrir þingsályktun um að fela
heilbrigðisráðherra að skipa
starfshóp sem gerir áætlun um að bæta að-
gengi að meðferðarúrræðum á sjúkrahúsinu
Vogi, meðferðarstöðinni á Vík og göngudeild
SÁÁ.
Sjúkrahúsið Vogur er sérhæft og hefur séð
um afeitrun og meðferðir undanfarna áratugi
með góðum árangri, er reynsla þeirra sem þar
starfa yfirgripsmikil og hefur vakið athygli út
fyrir landsteinana. Á Vogi er veitt sérhæfð
meðferð við fíknisjúkdómum sem byggist á
læknisfræðilegum greiningum, afeitrun, lyfja-
meðferð og einstaklingshæfðri sálfélagslegri
meðferð svo fátt eitt sé nefnt.
Í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um
biðlista á Vogi kemur fram að árið 2020 voru 530 ein-
staklingar á biðlista eftir innlögn á Vogi og hefur biðlistinn
haldist nokkuð stöðugt í þeim fjölda frá árinu 2014. Bið-
tími er stuttur fyrir þá sem eru að leita sér meðferðar í
fyrsta sinn og enginn fyrir unglinga. Iðulega eru ein-
staklingar á biðlista sem eru ekki að fara í meðferð í fyrsta
sinn.
í greinargerð sem um þjónustu SÁÁ sem gefin var út á
árinu 2020 kemur fram að árið 2019 voru 2.317 innlagnir á
Vog hjá 1.624 einstaklingum sem geri u.þ.b. 1,4 innlagnir á
hvern einstakling og álykta má út frá því að það komi til
ítrekaðra innlagna hjá sumum. SÁÁ fær ár
hvert ríkisframlag til rekstursins og sam-
kvæmt fyrrnefndri greinargerð var heild-
arkostnaður árið 2019 við rekstur Vogs 983
miljónir króna og ríkisframlag rúmar 796 milj-
ónir króna. Kostnaður á legudag var 45.575 kr.
miðað við 21.582 legudaga á ári.
Ljóst er að meðalbiðtími frá 20 dögum til
120 fyrireinstakling með neyslu- og fíknivanda
eftir innlögn á Vog, er hvorki til hagsbótar fyr-
ir einstaklingana sjálfa né samfélagi í heild.
Öllum ætti að vera ljóst að greitt aðgengi að
fíknimeðferð er besta leiðin fyrir einstaklinga í
fíknivanda við að ná tökum á vandanum. Fíkn
fer ekki í manngreinarálit og heltekur heilu
fjölskyldurnar. Nokkuð er um að einstaklingar
þurfi fleiri en eina meðferð til að ná bata. Til að
auka líkur á bata þarf að tryggja gott aðgengi
að úrræðum. Oftast eru þeir sem þurfa að bíða lengi eftir
meðferð kallaðir endurkomukarlar eða -konur sem eiga að
baki eina eða fleiri meðferðir. Einhverjir láta lífið á meðan
þeir bíða.
Ég hef verið spurður, af hverju Vogur og SÁÁ er nefnt í
þingsályktuninni. Auðviðað eru fleiri sem veita meðferðir
og eru að gera mjög góða hluti. Sjúkrahúsið Vogur er sér-
hæfð stofnun í afeitrun fíkla og er í góðu samstarfi við
Landspítalann. Aðrir sem sinna meðferð njóta þjónustu
þeirra við afeitrun ef með þarf. sigurdurpall@althingi.is
Sigurður Páll
Jónsson
Pistill
Biðin eftir innlögn á Vog er allt of löng!
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórnskipunar- og eftirlits-nefnd Alþingis hefur leitaðupplýsinga og skýringa ámisræmi í tölum um inn-
flutning á búvörum og útflutning
ESB á sömu búvörum. Fjármála-
ráðuneytið hefur verið með málið til
skoðunar og hefur ráðherra ákveðið
að skipa nýjan starfshóp til að gera
frekari greiningar og koma með til-
lögur að úrbótum. Þá hafa þingmenn
Miðflokksins óskað eftir skýrslu rík-
isendurskoðunar um málið.
Bændasamtök Íslands og verk-
efnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
hafa vakið athygli á þessu máli á und-
anförnum mánuðum. Gunnar Þor-
geirsson, formaður Bændasamtak-
anna, sagðist í viðtali við
Morgunblaðið 17. september hafa orð
fjármálaráðherra fyrir því að fundið
verði út úr misræmi í tölum. Ráð-
herra skipaði starfshóp til að fara yfir
málið og hefur hann nú skilað minn-
isblaði. Athugun starfshópsins á
hluta af þeim tollflokkum sem undir
eru leiddi í ljós að misræmi er í tölum
en það gengur í báðar áttir. Erna
Bjarnadóttir, hagfræðingur sem
starfar sem verkefnastjóri hjá Mjólk-
ursamsölunni og hefur manna mest
sett sig inn í þessi mál, segir að með
því að taka hluta tollflokkanna og at-
huga ekki hvað í raun er á bak við
vörurnar sé verið að slá ryki í augu
fólks. Láta misræmið líta út fyrir að
vera minna en það í raun er.
Tollflokkun almennt röng
Í minnisblaði hóps fjármála-
ráðuneytisins kemur fram að toll-
urinn sem nú er undir hatti Skattsins
hafi gert tvær umfangsmiklar áreið-
anleikakannanir á gæðum gagna í
innflutningi, síðast árið 2017, og nú
standi til að gera nýja könnun næsta
vor. Í ljós hafi komið að gæðum
gagnanna hafi verið mjög ábótavant.
Skatturinn hafi boðað innflytjendur
og tollmiðlara á sinn fund og hafi þeir
lofað að vinna að því að bæta gæði
gagna, „sérstaklega hvað varðar toll-
flokkun og vörulýsingar, en þessi at-
riði í tollskýrslum voru almennt áber-
andi röng“.
Ef reynt er að koma þessum
texta yfir á mannamál hlýtur hann að
benda til að innflytjendur og tollmiðl-
arar skrái gjarnan ranga tollflokka á
aðflutningsskýrslur og að eftirlit sé í
skötulíki. Erna Bjarnadóttir segir að
ekki eigi að þurfa að bæta gæði gagna
um innflutning. Lög gildi um tollskrá
og greiðslu tolla og eftir þeim beri að
fara. Hún bætir því við að toll-
skrárnúmer sé skráð á reikninga sem
fylgi vörum og menn eigi að nota
sömu númerin í aðflutningsskýrslum.
„Á ég að trúa því að það eigi bara að
stinga þessu undir stól?“ segir Erna.
Málið snýst um innflutning á
kjöti og mjólkurafurðum. Bændur
telja að mikið sé um að búvörur séu
skráðar í tollflokk sem beri engan eða
minni toll en vera ætti. Fram kom í
Vísi á dögunum að héraðssaksóknari
hefur ákært starfsmann Hamborg-
arabúllu Tómasar og rekstrarfélags
Búllunnar fyrir tollalagabrot og pen-
ingaþvætti með því að skrá nauta-
framparta sem kjöt með beini og
koma sér þannig undan greiðslu tolla.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, bendir á að
ríkið tapi 300 milljónum króna í að-
flutningsgjöldum með stórfelldum
innflutningi á pizzaosti undir merkj-
um jurtaosts en til framleiðslunnar
fari mjólk sem svari til 8-10 með-
albúa. Erna og Gunnar benda á að
röng skráning snúi ekki aðeins að
hagsmunum bænda heldur einnig
allra matvælaframleiðenda, neytenda
og þeirra innflytjenda sem skrái
vörur sínar rétt auk þess sem hún
rugli hagtölur.
Rannsaka misræmi
í innflutningstölum
Morgunblaðið/Ómar
Steik Innlend framleiðsla á nautakjöti er ein viðkvæmasta grein land-
búnaðar fyrir innflutningi, hvort sem hann er rétt skráður eða ekki.
Þingmenn Miðflokksins hafa
lagt fram á Alþingi beiðni um
úttekt ríkisendurskoðunar á
starfsemi Skattsins við fram-
kvæmd tollalaga. Búast má við
því að þingið samþykki þessa
beiðni á næsta þingfundi sem
verður eftir rúma viku.
Óskað er eftir því að land-
búnaðarvörur verði skoðaðar
sérstaklega með áherslu á inn-
flutt kjöt, unnar kjötvörur,
osta, smjör og afurðir sem
innihalda osta og mjólkurfitu
sem og mjólkurdykki auk
grænmetis og blóma.
Í greinargerð er vísað beint
til umræðunnar um misræmi í
tölum á milli Hagstofu Íslands
og ESB um innflutning á kjöti.
Vonast skýrslubeiðendur til
þess að skýrsla ríkisend-
urskoðanda muni varpa ljósi á
hvað veldur umræddu misræmi
og hvort þar er á ferðinni kerf-
isbundið tollasvindl eða mistök
innflytjenda.
Tollasvindl
eða mistök?
BEIÐNI UM ÚTTEKT