Morgunblaðið - 26.10.2020, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
✝ Rúnar IngiÞórðarson
fæddist 13. ágúst
1961 á Sauð-
árkróki. Hann lést
14. október 2020 á
heimili sínu í Hafn-
arfirði.
Foreldrar hans
voru Þórður Sig-
urðsson, fæddur
18. febrúar 1938,
dáinn 26. febrúar
1989, og Steinunn Ingimars-
dóttir frá Flugumýri í Skaga-
firði, fædd 26. mars 1942. Stein-
unn Ingimarsdóttir er gift
Jónatan Eiríkssyni.
Rúnar Ingi var elstur sex
systkina, Arnar Þór Þórðarson,
f. 16. janúar 1964, Sigríður
Loga Arnarsson, f. 20. ágúst
2013, og Vigdísi Láru Arnars-
dóttur, f. 6. sept. 2018. 2) Stein-
unn Lára Rúnarsdóttir, f. 23.
jan. 1990, d. 4. feb. 1990. 3) Auð-
ur Inga Rúnarsdóttir, fædd 30.
júlí 1991.
Rúnar Ingi hóf störf við smíð-
ar 18 ára gamall í Skagafirði.
Hann vann alla tíð mikið, starf-
aði bæði sjálfstætt og hjá ýms-
um verktakafyrirtækjum.
Lengst af starfaði Rúnar Ingi
sem verkstjóri hjá Ístaki, þar
sem hann fagnaði 27 ára starfs-
afmæli fyrr á árinu. Hann dvaldi
gjarnan erlendis vegna vinnu,
og bjó þannig um tíma í Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð, og
Grænlandi, ásamt því að starfa
víða um Ísland.
Útför Rúnars fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
26. október klukkan 13:00. Út-
förinni verður streymt frá
https://youtu.be/OtlBcocTfYU.
Einnig má nálgast hlekk á
https://www.mbl.is/andlat.
Amalía Þórð-
ardóttir, f. 23. maí
1967, Árni Elvar
Þórðarson, f. 16.
nóvember 1973,
Kristbjörg Heiður
Olsen, f. 22. nóv-
ember 1979, og
Lilja Margrét Ol-
sen, f. 2. apríl 1981.
Rúnar Ingi ólst
upp í Garðabæ og
gekk í Garðaskóla.
Rúnar Ingi giftist Guðrúnu
Halldóru Sveinsdóttur 1992, þau
skildu síðar. Saman áttu þau
þrjár dætur. Þær eru: 1) Kol-
brún Fjóla Rúnarsdóttir, fædd
28. janúar 1989. Kolbrún er gift
Arnari Eggertssyni, f. 12. okt.
1989, og saman eiga þau Rúnar
Elsku hjartans pabbi minn.
Mikið vildi ég geta faðmað þig
einu sinni enn. Heyrt röddina
þína í símanum. Farið með þér
út að borða og ranghvolft aug-
unum þegar þú stríðir mér fyrir
að borða ekki kjöt. Farið með
þér og Kollu í keilu; séð þig
leika við Dísu og atast í Rúnari
Loga. Þú varst svo góður afi og
þau elskuðu þig svo sannarlega,
afabörnin. Það geri ég líka. Ég
elska þig, og ég mun alltaf
sakna þín.
Það er ýmislegt sem ég vildi
hafa gert. Tekið fleiri myndir.
Sagt þér oftar hvað stuðning-
urinn frá þér skipti mig miklu
máli. Rifist meira við heilbrigð-
iskerfið. Nöldrað þig í göngu-
túra.
En það er mun fleira sem ég
er óendanlega þakklát fyrir.
Hvernig þú endaðir öll símtöl
við okkur systurnar á „lovjú“.
Að við höfum fengið að eiga þig
að öll þessi ár er og verður ætíð
ómetanlegt. Það var hægt að
tala við þig um hvað sem er; þú
gafst þér tíma, hlustaðir og
gafst góð ráð. Þú studdir við
bakið á okkur sama hvað á
gekk. Við eigum svo margar
góðar minningar, pabbi minn.
Við vorum ekki mikið í sama
landinu, á heildina litið. Þegar
ég var yngri dvaldirðu mikið
erlendis vegna vinnu. Þegar ég
varð stór gerði ég slíkt hið
sama og flutti út fyrir nám hér
og þar. Þrátt fyrir fjarlægðina
vorum við náin, og einhvern
veginn tókst okkur að eiga fjöl-
margar góðar stundir. Í snar-
undarlegu afmæli á Fjóni, þar
sem þú svafst í stofustól og ég
deildi svefnsófa með hundi sem
reyndist ekki tilheyra neinum
heimilismanna. Í hitabylgju í
París þar sem ég reyndi án ár-
angurs að útskýra hugmynda-
fræði über fyrir þér. Síðasta
sumar þegar við keyrðum sam-
an norður og heimsóttum
ömmu. Í haust, þegar ég var
(næstum því) of sein að sækja
þig og þú tilkynntir mér að
systir mín væri eini kvenmað-
urinn í þinni fjölskyldu sem
hefði almennilegt tímaskyn
(satt).
Elsku pabbi. Þú varst mann-
eskjan sem ég hringdi í til þess
að monta mig þegar ég fékk
góðar fréttir, og sá sem ég
kvartaði við þegar á bjátaði. Ég
get ekki ímyndað mér tilveruna
án þín. En eitt af því síðasta
sem þú sagðir við mig (það allra
síðasta var „lovjú“, augljóslega)
var „vertu stór og sterk, elskan
mín“. Það munum við vera, við
systurnar. Við söknum þín, og
syrgjum þig, og við gerum það
saman.
Góða ferð, pabbi.
Auður Inga Rúnarsdóttir.
Elsku bróðir.
Þú kenndir mér margt.
Vinnusiðferði er eitt af því. Þar
kemst enginn með tærnar þar
sem þú hafðir hælana. Það
breytti engu hvaða ólgusjó þú
varst staddur í eða hversu mörg
vindstigin voru, alltaf varstu
mættur til vinnu. Aldrei sagð-
irðu styggðaryrði um vinnuveit-
anda þinn heldur þvert á móti
varstu stoltur í vinnu og stoltur
af Ístaki alla áratugina sem þú
varst þar. Það er til eftirbreytni
fyrir okkur öll.
Þú kveinkaðir þér aldrei. Og
fyrir það bar ég ómælda virð-
ingu fyrir þér. Svo mikla að það
hvarflaði ekki að mér að væla
þegar ég ökklabrotnaði í Frakk-
landi og átti þó eftir að standa í
margar klukkustundir og ganga
enn fleiri kílómetra. Ég sparaði
vælið þar til daginn eftir þegar
þú sást ekki til. Ég þakka fyrir
þennan dag. Þennan dýrðardag
sem við áttum saman þegar ís-
lenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu sýndi því enska hvar
Davíð keypti ölið.
Þú varst bóngóður og sagðir
aldrei nei við þína nánustu.
Dyrnar stóðu alltaf opnar. Þú
varst höfðingi og spurðir aldrei
hvað hlutirnir kostuðu. Þú gafst
allt sem þú áttir og aðeins
meira til.
Ég ætla að geyma þessa
kosti þína í hjarta mínu og
reyna að fylgja þínu fordæmi.
Ég minnist þín með þakklæti,
virðingu og kærleik.
Farvel elsku stóri.
Þín
Lilja Margrét.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn, faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós.
Tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál,
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Í dag kveðjum við hinsta
sinni stóra bróður okkar, Rúnar
Inga, sem er fallinn frá um ald-
ur fram og skilur eftir sig stórt
skarð í systkinahópnum.
Góða ferð í sumarlandið,
elsku bróðir. Þín verður saknað.
Arnar Þór, Sigríður
Amalía, Árni Elvar,
Kristbjörg Heiður og
Lilja Margrét.
Þegar maður lítur til baka
verða sumir menn öðrum minn-
isstæðari úr vegferð lífsins.
Einn þeirra er félagi minn frá
Blönduvirkjun, Rúnar Þórðar-
son. Við hittumst þar sumarið
1989 og varð vel til vina. Þar
vorum við trésmiðir í vinnu-
flokki hjá Hagvirki hf. sem var
að reisa stíflur og lokumann-
virki við Kolkuhól uppi á heið-
um Húnvetninga.
Rúnar var ekki mikill vexti
en bar með sér mikinn persónu-
leika. Hann hafði þróttmikla
rödd, var röskleikamaður í
vinnu og það fór ekki fram hjá
neinum hvar hann var staddur
þá stundina. Í vinnubúðunum
var fátt um dægrastyttingu,
helst var það tafl og spil á
kvöldin. Ég kunni smávegis í
brids en vantaði makker. Svo
ég fór að kenna Rúnari það litla
sem ég kunni og við spiluðum á
hverju kvöldi. Heimamenn í
sveitinni spiluðu brids vikulega
í Húnaveri og eitt sinn buðu
þeir okkur Blöndumönnum til
keppni í tvímenningi og auðvit-
að skráðum við Rúnar okkur til
leiks. Líklega lægst metnir af
öllum liðum en þarna voru van-
ir keppnismenn frá Landsvirkj-
un og fjöldi heimamanna. En
lánið lék við okkur Rúnar, við
unnum þessa keppni og fórum
ekkert leynt með kæti okkar
þess vegna. Auðkúlumeistara í
brids nefndum við okkur eftir
þetta og því gat enginn mót-
mælt.
Rúnar var alltaf hress í máli
og hann tók að sér að leiðrétta
vinnufélagana þegar honum
þótti íslenskan þeirra vera
óburðug. „Það skeður aldrei
neitt, en það gerist alveg heil-
mikið,“ var viðkvæði hans þeg-
ar dönskuslettan „skeði“ skaut
upp kollinum. Það endaði með
því að strákarnir voru farnir að
tala gullaldaríslensku enda var
Rúnar óþreytandi að vísa þeim
til betri vegar. Hann talaði
aldrei neina tæpitungu og menn
vissu alveg hvar þeir höfðu
hann í umræðum. Eitt sinn kom
maður til tals sem okkar maður
hafði lítið álit á. „Maðurinn er
fífl,“ þrumaði Rúnar og þar
með var það útrætt.
Rúnar var góður félagi,
dugnaðarforkur sem vildi láta
hlutina ganga og var settur
verkstjóri í afleysingum þegar
á þurfti að halda. Þegar verkinu
lauk um áramótin skildi leiðir
okkar og eftir það hittumst við
fremur sjaldan. Nú er Rúnar
farinn yfir móðuna miklu langt
fyrir aldur fram. En ég sé hann
ennþá fyrir mér, vasklegan í
framgöngu og heyri hans þrótt-
miklu rödd tjá sig um menn og
málefni. Slíkra manna er gott
að minnast. Ég votta fjölskyldu
hans mína innilegustu samúð.
Jón M. Ívarsson.
Rúnar Ingi
Þórðarson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJALTI GEIR KRISTJÁNSSON
húsgagnaarkitekt,
sem lést 13. október, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun,
þriðjudaginn 27. október, klukkan 15.
Vegna aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd en
streymt verður á: https://beint.is/streymi/hjaltigeirkristjansson
Sigríður Th. Erlendsdóttir
Ragnhildur Hjaltadóttir
Kristján Hjaltason Rannveig Einarsdóttir
Erlendur Hjaltason Aðalheiður Valgeirsdóttir
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Guðmundur Magnússon
og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VALGARÐUR BALDVINSSON,
fyrrv. bæjarritari á Akureyri,
lést þriðjudaginn 20. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 28. október klukkan 13.30.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Grenilundar.
Vegna aðstæðna biðjum við þá sem vilja vera viðstaddir
athöfnina að hafa fyrst samband við Eydísi. Athöfninni verður
streymt á Facebook-síðunni: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju –
beinar útsendingar.
Sigrún Björgvinsdóttir
Eydís Valgarðsdóttir Clark McCormick
Baldvin Valgarðsson
Sigrún Mary Bryndís Ann
Þorfinnur Ari Hermann Valgerður Bára
Alexander Reid
Ástkær eiginmaður minn, sonur minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
SIGURÐUR HALLUR SIGURÐSSON,
brúarsmiður og yfirmaður vinnuflokka
Vegagerðarinnar,
lést á heimili sínu síðastliðinn föstudag eftir
harða baráttu við krabbamein.
Stella Steingríms
Ása Guðmundsdóttir
Eva Björg Sigurðardóttir Jón Viðar Hreinsson
Sigurður Örn Sigurðsson Sara Rut Kristbjarnardóttir
Tristan, Dagur og Arnar
Guðmundur Sigurðsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SAMÚEL SIGURÐSSON
lést á heimili sínu í Farmers Branch, Texas,
föstudaginn 9. október. Útför fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 30. október og
hefst klukkan 11.
Einungis nánustu aðstandendur og vinir geta verið viðstaddir en
streymi frá athöfninni verður hægt að nálgast á
https://www.mbl.is/andlat/. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á styrktarsjóði Ljóssins og Bláa naglans.
Christine Savage Sigurdsson
Lúvísa Sigurðardóttir Hafliði I. Árnason
Sigurður Samúel Sigurðsson
Jón Þór Sigurðsson
Árni Muggur Sigurðsson
Catherine Sif Sigurdsson
Christine Sif Sigurdsson
Barnabörn og langafabarn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI H. BJARNASON
fv. bankaútibússtjóri,
lést 15. október. Útförin fer fram frá
Seljakirkju föstudaginn 30. október klukkan
15. Aðeins nánustu aðstandendur verða
viðstaddir en athöfninni verður streymt á
vef Seljakirkju:
seljakirkja.is/seljasokn/streymi/. Fjölskyldan
þakkar starfsfólki á Hrafnistu Skógarbæ
fyrir áralanga góða umönnun.
Birna G. Bjarnleifsdóttir
Erla S. Árnadóttir Jón Finnbjörnsson
Anna S. Árnadóttir Þorkell Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku frænka
okkar Kristín Jóns-
dóttir (Kiddý) föð-
ursystir okkar lést
þriðjudaginn 13. október, 86 ára
að aldri. Kiddý frænka átti stór-
an hlut í lífi okkar systkinanna
(Einarsbarna). Á meðan afi og
amma voru enn á lífi bjó hún í
kjallaranum hjá þeim á Greni-
mel 8 í Reykjavík. Án hennar
hefði líklega ekki verið kaffi á
sunnudögum eða stóru jólaboðin
því Kiddý sá alltaf um að elda og
baka, borðin svignuðu bókstaf-
lega undan kræsingunum.
Kiddý kenndi okkur að steikja
kleinur, gera fiskibollur, pönnu-
kökur og brúnköku sem var al-
veg ómissandi í öllum afmælum
og eiginlega alla aðra daga.
Einnig kenndi hún okkur systr-
um að sauma út enda var það
eitt af hennar áhugamálum hér
áður fyrr. Alltaf mætti hún á
alla viðburði hjá okkur svo sem
afmæli og fermingar. Hún
mætti líka oftast í skötuna á
Þorlák hjá foreldrum okkar en
þegar þau féllu frá fórum við
Kristín
Jónsdóttir
✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist
21. maí 1934. Hún
lést 13. október
2020.
Útför Kristínar
fór fram 23. októ-
ber 2020.
alltaf á Sægreifann.
Þór bróðir hennar
og Lilla (Elísabet)
eiginkona hans
voru einstaklega
dugleg að ferðast
með henni og kíkja
með hana í kaffi til
okkar, hafi þau
þökk fyrir.
Síðustu mánuð-
ina talaði Kiddý oft
um slappleika svo
við systur reyndum að létta und-
ir með Þór og Lillu og fórum til
hennar einu sinni í viku til að
þrífa og elda kvöldmat og borð-
uðum stundum með henni, sem
hún kunni vel að meta. Svo fór
að hún fór á spítala en það
hvarflaði ekki að okkur að hún
ætti ekki eftir að ná sér (nógu
þrjósk var hún) og komast ekki í
eigið rúm aftur með nýju strau-
fríu sængurverunum sem hún
samþykkti loksins að fá sér í
stað þeirra sem hún straujaði
alltaf. Hún skilur eftir stórt
tómarúm í hjörtum okkar og
verður hennar minnst með virð-
ingu og þökk.
Elsku Kiddý frænka, góða
ferð í sumarlandið þar sem verð-
ur vel tekið á móti þér. Hafðu
þökk fyrir allt.
Brynhildur Inga, Sigurlaug
Sandra, Anna Guðríður,
Egill Örn, makar, börn og
barnabörn.