Morgunblaðið - 26.10.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Það var lítið skorað, aldrei þessu
vant, í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu um nýliðna helgi en mörkin
hafa komið á færibandi í deildinni í
upphafi tímabils.
Liverpool er komið í efsta sæti
deildarinnar eftir afar mikilvægan
2:1-sigur gegn Sheffield United á
Anfield í Liverpool en Sheffield
United komst yfir strax á 13. mín-
útu með marki úr vítaspyrnu.
Liverpool er nú taplaust í síð-
asta 61 heimaleik sínum á Anfield
en af þeim hefur Liverpool-liðið
unnið síðustu 27 leiki sína af 28
leikjum.
Þá hafa þeir skorað 162 mörk í
þessum 61 leik sem gerir 2,7 skoruð
mörk að meðaltali í leik.
Það var fátt um fína drætti þegar
Manchester United og Chelsea
mættust á Old Trafford í Manchest-
er en leiknum lauk með markalausu
jafntefli.
United fór illa með Chelsea í báð-
um deildarleikjum liðanna á síðustu
leiktíð en fyrri leik liðanna á Old
Trafford lauk með 4:0-sigri United í
ágúst 2019 og United vann 2:0-sigur
gegn Chelsea á Stamford Bridge í
febrúar 2020.
Chelsea er án sigurs í síðustu
sjö útileikjum sínum gegn Man-
chester United. Liðin hafa fjórum
sinnum gert jafntefli og þrívegis
hefur Chelsea tapað.
United hefur mistekist að vinna
fyrstu þrjá heimaleiki sína á tíma-
bilinu en það gerðist síðast tímabilið
1972-73.
Englandsmeistaraefnin í Man-
chester City gerðu sitt annað jafn-
tefli á tímabilinu þegar liðið heim-
sótti West Ham.
Michail Antonio kom West Ham
yfir á 18. mínútu en Phil Foden
bjargaði stigi fyrir City með marki á
51. mínútu og þar við sat.
Þetta var í fyrsta sinn síðan í
október 2017 sem Pep Guardiola
stillir upp sama byrjunarliðinu ann-
an leikinn í röð.
Fór fyrir sínu liði
Gylfi Þór Sigurðsson bar fyr-
irliðabandið hjá Everton þegar liðið
heimsótti Southampton á St.
Mary‘s-völlinn í Southampton þar
sem Southampton fagnaði 2:0-sigri.
Þetta var fyrsta tap Everton á
tímabilinu en Gylfa Þór var skipt af
velli á 58. mínútu fyrir Anthony
Gordon.
Íslenski miðjumaðurinn hefur
ekki átt fast sæti í byrjunarliði
Everton en þetta var í annað sinn á
tímabilinu sem hann byrjar leik í
ensku úrvalsdeildinni.
Hann á enn þá eftir að skora sitt
fyrsta mark en hann lagði upp mark
í 4:2-sigri Everton gegn Brighton 3.
október.
Everton var 2:0 undir í hálfleik
en liðið hefur aldrei unnið leik í
ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa
verið undir með tveimur mörkum
eða meira í hálfleik.
Mörkin létu á sér standa
Liðin frá Bítlaborginni deila efstu
sætum ensku úrvalsdeildarinnar
AFP
Sigurmark Diogo Jota fagnar marki sínu gegn Sheffield United ásamt
Trent Alexander-Arnold. Þetta var annað mark Jota í deildinni á tímabilinu.
Viggó Kristjánsson átti stórleik fyr-
ir Stuttgart sem vann 30:29-
útisigur á Magdeburg í þýsku efstu
deildinni í handknattleik í gær.
Viggó skoraði níu mörk úr tólf
skotum. Ómar Ingi Magnússon
skoraði eitt mark fyrir heimamenn
en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst
ekki á blað. Þá kom Elvar Ásgeirs-
son við sögu fyrir Stuttgart sem er
búið að vinna þrjá af fyrstu fimm
leikjum sínum og er í áttunda sæti
deildarinnar með sjö stig. Magde-
burg er í sætinu fyrir neðan með
sex stig.
Níu mörk í Ís-
lendingaslagnum
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Níu Viggó Kristjánsson var í stuði og
skoraði níu mörk í Íslendingaslag.
Aron Jóhannsson skoraði sitt tí-
unda mark í sænsku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu þegar lið hans
Hammarby heimsótti Östersund í
gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri
Hammarby en Aron skoraði þriðja
mark Hammarby á 74. mínútu og
kom liði sínu í 3:0. Aron hefur verið
afar iðinn við kolann í síðustu leikj-
um en þetta var hans tíunda mark í
síðustu tólf leikjum. Hammarby er
með 39 stig í sjötta sæti deild-
arinnar, jafn mörg stig og Norr-
köping, Djurgården og Elfsborg,
sem eiga leik til góða á Hammarby.
Tíunda markið í
tólf deildarleikjum
Ljósmynd/Hammarby
Heitur Framherjinn Aron Jóhanns-
son getur ekki hætt að skora.
Spánn
Valencia – Zaragoza ........................... 93:84
Martin Hermannsson skoraði 16 stig,
tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 22
mínútum hjá Valencia.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig,
tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 25
mínútum hjá Zaragoza.
Barcelona – Andorra .......................... 82:71
Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig á
16 mínútum hjá Andorra.
Þýskaland
Bikarkeppnin, riðlakeppni:
Fraport – Giessen................................ 86:70
Vechta – Fraport................................. 80:89
Jón Axel Guðmundsson skoraði 7 stig,
tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar gegn
Giessen og 22 stig, 4 fráköst og 5 stoðsend-
ingar gegn Vechta.
Litháen
Nevezis – Siaulai.................................. 96:77
Elvar Már Friðriksson skoraði 14 stig,
gaf 11 stoðsendingar og tók 3 fráköst á 38
mínútum.
Þýskaland
Erlangen – RN Löwen ........................ 20:26
Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir
Löwen en Alexander Petersson er frá
keppni vegna meiðsla.
Magdeburg – Stuttgart ...................... 29:30
Ómar Ingi Magnússon skoraði 1 mark
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson ekkert.
Viggó Kristjánsson skoraði 9 mörk fyrir
Stuttgart og Elvar Ásgeirsson ekkert.
Wetzlar – Melsungen .......................... 25:33
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark
fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
B-deild:
Emsdetten – Gummersbach............... 24:27
Elliði Snær Viðarsson skoraði 2 mörk
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
Sachsen Zwickau – Herrenberg........ 31:29
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði ekki fyr-
ir Sachsen Zwickau.
Danmörk
Ribe-Esbjerg – Bjerringbro/Silk. ..... 22:27
Gunnar Steinn Jónsson skoraði 2 mörk
fyrir Ribe-Esbjerg, Rúnar Kárason 1 en
Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.
Vendsyssel – Randers ......................... 22:23
Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr-
ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir
varði 13 skot í marki liðsins.
Pólland
Zaglebie – Kielce................................. 32:43
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 6
mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er
frá keppni vegna meiðsla.
Frakkland
B-deild:
Pontault – Nice .................................... 25:28
Grétar Ari Guðjónsson varði 14 skot og
þar af 2 víti í marki Nice.
Noregur
Fana – Oppsal ...................................... 36:30
Birta Rún Grétarsdóttir lék ekki með
Oppsal.
Jón Axel Guðmundsson landsliðs-
maður í körfubolta átti tvo góða
leiki fyrir þýska liðið Fraport Sky-
liners í bikarkeppninni um helgina.
Á laugardag skoraði Jón Axel sjö
stig, tók átta fráköst og gaf átta
stoðsendingar í 86:70-sigri á Gies-
sen og var með næsthæsta framlag
allra í leiknum.
Í gær átti Jón einnig afar góðan
leik í 89:80-sigri á Vechta. Grind-
víkingurinn var stigahæstur allra
með 22 stig og þá tók leikstjórnand-
inn fjögur fráköst og gaf fimm stoð-
sendingar. Í þýsku bikarkeppninni
er liðum skipt í fjóra riðla en Fra-
port Skyliners er með 4 stig eftir
þrjá leiki í efsta sæti B-riðils. Sig-
urlið riðlanna komast í undanúrslit.
Jón er á sinni fyrstu leiktíð sem
atvinnumaður en hann gekk í raðir
þýska liðsins eftir afar góða spila-
mennsku með Davidson-háskól-
anum í Norður-Karólínu. Jón æfði
með nokkrum liðum í NBA áður en
hann samdi við Fraport, en vegna
kórónuveirunnar var erfiðara en
ella að komast að í NBA-deildinni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atkvæðamikill Jón Axel Guðmundsson átti tvo góða leiki í þýska bikarnum.
Tveir góðir leikir
Grindvíkingsins
Anton Sveinn McKee setti nýtt Ís-
lands- og Norðurlandamet í 200
metra og 100 metra bringusundi um
helgina í Búdapest í Ungverjalandi
þar sem hann keppir í atvinnu-
mannadeildinni í sundi, Int-
ernational Swimming League.
Hann sigraði í 200 metra sundi á
laugardaginn á tímanum 2:01,73
mínútur en gamla Íslandsmetið átti
Anton sjálfur, 2:02,94 mínútur frá
því á EM25 á síðasta ári. Þá var tími
hans einnig undir gamla Norð-
urlandametinu sem Svíinn Eric Per-
son setti, 2:02,80, einnig á EM25 í
fyrra.
Hann keppti einnig í 50 metra
bringusundi og synti á tímanum
26,29 sekúndur. Íslandsmetið í þeirri
grein er 26,14 sekúndur.
Í gær sigraði hann svo í 100 metra
bringusundi og bætti eigið Íslands-
og Norðurlandamet, synti á tím-
anum 56,30 sekúndur. Gamla metið,
frá EM25 í fyrra, var 56,79 sek-
úndur.
Norðurlandaþjóðirnar hafa í
gegnum árin átt sterkt sundfólk og
fyrir vikið hafa ekki margir Íslend-
ingar sett Norðurlandamet í sundi.
Guðjón Guðmundsson, Eðvarð Þór
Eðvarðsson, Örn Arnarson og Eygló
Ósk Gústafsdóttir hafa afrekað það
ásamt Antoni.
Anton Sveinn keppir fyrir kana-
díska liðið Toronto Titans en at-
vinnumannadeildin var sett á lagg-
irnar í fyrra. Tíu lið taka þátt og
fyrir þau keppa yfir 300 af bestu
sundmönnum heims. Keppnin hófst
á laugardaginn en fjögur mót eru á
dagskránni fram í miðjan nóvember.
Anton dvelur því um nokkurn tíma í
Ungverjalandi.
Anton Sveinn setti
tvö Norðurlandamet
Morgunblaðið/Eggert
Ólympíufari Anton Sveinn McKee
byrjaði frábærlega í Búdapest
Lewis Hamilton á Mercedes vann
í gær portúgalska kappaksturinn
sem er hans 92. mótssigur í
keppni í formúlu-1. Með því sló
hann Michael Schumacher við en
sá vann á ferli sínum 91 mót. Ha-
milton hóf keppni af ráspól en
hélt ekki forystunni eins og nær
alltaf og missti bæði liðsfélaga
sinn Valtteri Bottas og síðar Car-
los Sainz á McLaren fram úr sér
og þurfti að hafa talsvert fyrir
því að verja þriðja sætið.
Að því kom eftir nokkra hringi
að þeir urðu að lúta í lægri haldi
fyrir Hamilton sem tók kunn-
uglegt sæti eftir 16 hringi af 66.
Nær þrjá fjórðu vegalengd-
arinnar ók Hamilton einn og óá-
reittur fremstur alla leið í mark.
Bottas var í öðru sæti í mark en
25,5 sekúndum á eftir Hamilton.
Eftir hrakfarir á fyrstu hringjum
vann Max Verstappen á Red Bull
sig upp og hlaut fjórða sætið,
34,5 sekúndum á efstir fyrsta
manni.
Sá sigursæl-
asti í sögunni