Morgunblaðið - 26.10.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020 HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta kom mér á óvart, en ég er mjög glaður,“ sagði Óskar Ólafsson, nýjasti landsliðsmaður Íslands í handbolta, í samtali við Morg- unblaðið. Óskar var valinn í lands- liðshópinn sem mætir Litháen og Ísrael í undankeppni EM í næsta mánuði. Er leikurinn við Litháen 4. nóvember og leikurinn við Ísrael þremur dögum síðar. Óskar rifjaði upp símtal við Gunnar Magnússon þar sem honum var tjáð að hann væri kominn í landsliðið. „Gunnar Magnússon hringdi í mig. Ég sá að þetta var ís- lenskt númer og ég vissi ekki hver þetta var, en svo heyrði ég að þetta væri Gunnar og hann vildi fá mig í landsliðsverkefnið. Ég var mjög glaður og þetta er afar spennandi.“ Eigum að vera sterkari Leikstjórnandinn, sem er 26 ára, segir Ísland vera með betra lið en Litháen og Ísrael, en það verði að sýna það á vellinum. „Við eigum að vera sterkari en bæði Litháen og Ísrael og vonandi náum við að sýna það með tveimur góðum leikjum,“ sagði Óskar. Óskar hefur áður spilað í ís- lensku landsliðstreyjunni en hann var í unglingalandsliðinu á árum áður. „Það eru örugglega komin sex eða sjö ár síðan. Ég man vel eftir þeim tíma og það var skemmtilegt. Ég var bæði með Sigvalda og Ja- nusi í liði og svo var Sigvaldi auð- vitað í Elverum í Noregi,“ sagði Óskar. Hann viðurkennir að hafa ekki verið að hugsa sérstaklega um að vera kallaður upp í landsliðið. „Ég hef bara spilað hér í Noregi og ekki hugsað neitt rosalega mikið út í að vera kallaður upp í landsliðið. Mað- ur hefur samt alltaf fylgst með lið- inu,“ sagði leikmaðurinn. Íslenska töluð á heimilinu Óskar flutti til Noregs þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Eru báðir foreldrar hans íslenskir og hann segir það aldrei hafa komið til greina að spila með norska landsliðinu. Þá er hann einungis með íslenskan ríkisborgararétt, en ekki norskan. „Það kom aldrei ann- að en Ísland til greina. Ef ég fengi símtal frá norska sambandinu og því íslenska á sama tíma hefði ég 100% valið Ísland frekar. Þótt ég hafi bara verið tveggja ára þegar ég flutti út þá er ég Íslendingur og ég reyni að halda í íslenskuna. Það hefur alltaf verið töluð íslenska á heimilinu.“ Nýjasti landsliðsmaðurinn hefur síðustu ár verið áberandi í varn- arleik Drammen og þykir hann einn besti varnarmaður norsku deildarinnar. Hefur hann vakið meiri athygli síðustu vikur þar sem hann er byrjaður að bæta við mörk- um í leik sinn. Óskar hefur skorað 36 mörk í níu leikjum í norsku úr- valsdeildinni og er næstmarkahæst- ur hjá Drammen. Byrjaður að skora meira „Ég hef fengið fleiri tækifæri í sókninni núna en oft áður. Norski landsliðsmaðurinn Espen Lie Han- sen meiddist í byrjun tímabilsins og þá fékk ég tækifærið og það hefur gengið mjög vel. Vörnin hefur í gegnum tíðina verið mitt hlutverk og ég hef verið ánægður með það þar mér finnst gaman að spila vörn.“ Hjá Drammen leikur Óskar und- ir stjórn Kristians Kjellings sem gerði góða hluti með norska lands- liðinu á árum áður. Hann er ánægð- ur hjá félaginu og einbeitir sér nú að því að standa sig vel í Noregi og með íslenska landsliðinu. „Ég hef ekki fengið fyrirspurnir síðustu ár- in, en mér líður mjög vel í Dram- men. Kristian Kjelling er mjög góð- ur þjálfari og þetta er góður hópur. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni en núna er ég einbeitt- ur á Ísland og Drammen. Elverum hefur síðustu ár verið með nokkra yfirburði í norska handboltanum, en Óskar varð norskur bikarmeistari fyrir þremur árum, en hann hefur leikið með Drammen síðan 2016, en var áður hjá Follo í B-deildinni. Hefði 100 prósent valið Ísland frekar en Noreg  Óskar Ólafsson er nýjasti landsliðs- maður Íslands í handbolta Ljósmynd/Drammen Ísland Óskar Ólafsson er nýjasti landsliðsmaður Íslands í handbolta. Erkifjendurnir Barcelona og Real Madríd mættust á Nývangi í 6. um- ferð spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu á laugardag og voru það gestirnir frá höfuðborginni sem höfðu betur, 3:1. Real er þar með komið aftur á toppinn, er með 13 stig eftir sex leiki, en liðið tapaði óvænt gegn ný- liðum Cadiz í síðustu umferð og voru vangaveltur um að stjórinn Zi- nedine Zidane væri valtur í sessi. Barcelona er sem stendur í tólfta sæti, liðið er með sjö stig eftir fimm leiki. Real vann stór- slaginn á Spáni AFP Fögnuður Luka Modric fagnar þriðja marki Real Madrid. Valencia hafði betur gegn Zara- goza, 93:84, í Íslendingaslag í spænsku A-deildinni í körfubolta á laugardag. Martin Hermannsson var sterkur hjá Valencia og skoraði 16 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar. Hitti hann úr fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Tryggvi Snær Hlina- son átti góðan leik fyrir Zaragoza og skoraði 11 stig og hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli. Þá tók hann níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Íslendingarnir áberandi á Spáni AFP Öflugur Martin Hermannsson skor- aði 16 stig fyrir Valencia. England Southampton – Everton.......................... 2:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 58 mín- úturnar með Everton. Arsenal – Leicester ................................. 0:1  Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður Arsenal. West Ham – Manchester City................. 1:1 Fulham – Crystal Palace ......................... 1:2 Manchester United – Chelsea................. 0:0 Liverpool – Sheffield United................... 2:1 Wolves – Newcastle ................................. 1:1 Staðan: Everton 6 4 1 1 14:9 13 Liverpool 6 4 1 1 15:14 13 Aston Villa 5 4 0 1 12:5 12 Leicester 6 4 0 2 13:8 12 Leeds 6 3 1 2 12:9 10 Southampton 6 3 1 2 10:9 10 Crystal Palace 6 3 1 2 8:9 10 Wolves 6 3 1 2 6:8 10 Chelsea 6 2 3 1 13:9 9 Arsenal 6 3 0 3 8:7 9 Tottenham 5 2 2 1 15:8 8 West Ham 6 2 2 2 12:8 8 Manch.City 5 2 2 1 8:8 8 Newcastle 6 2 2 2 8:10 8 Manch.Utd 5 2 1 2 9:12 7 Brighton 5 1 1 3 9:11 4 WBA 5 0 2 3 5:13 2 Burnley 4 0 1 3 3:8 1 Sheffield Utd 6 0 1 5 3:9 1 Fulham 6 0 1 5 5:14 1 Þýskaland B-deild: Darmstadt – St.Pauli .............................. 2:2  Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu hjá Darmstadt. Ítalía Lazio – Bologna ....................................... 2:1  Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu hjá Bologna. Holland Den Haag – AZ Alkmaar ........................ 2:2  Albert Guðmundsson lék fyrstu 82. mín- úturnar með AZ Alkmaar og skoraði. Belgía B-deild: Union St. Gilloise – Club Brugge 23...... 6:0  Aron Sigurðarson lék fyrstu 52 mínút- urnar með USG. Pólland Slask Wroclaw – Jagiellonia .................. 1:0  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia. Slóvakía Spartak Trnava – Trencín ..................... 2:0  Birkir Valur Jónsson lék fyrri hálfleik- inn með Spartak Trnava. Katar Al Wakra – Al-Arabi ............................... 2:2  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Vitebsk......................... 3:1  Willum Þór Willumsson lék fyrstu 50 mínúturnar með BATE Borisov. Bandaríkin New York City – Montreal Impact........ 3:1  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með New York City. Svíþjóð Malmö – Gautaborg................................. 3:1  Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 63 mínúturnar með Malmö. Östersund – Hammarby ......................... 1:3  Aron Jóhannsson lék allan leikinn með Hammarby og skoraði þriðja markið. Noregur Bodö/Glimt – Mjöndalen ........................ 2:0  Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt.  Dagur Dan Þórhallsson var ekki í leik- mannahóp Mjöndalen. Brann – Stabæk ....................................... 1:1  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Brann. Sarpsborg – Rosenborg.......................... 1:2  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg. Start – Sandefjord................................... 0:1  Guðmundur Andri Tryggvason lék ekki með Start vegna meiðsla. Jóhannes Harð- arson þjálfar liðið.  Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 83 mínút- urnar með Sandefjord og lagði upp markið. Emil Pálsson leysti hann af hólmi. Molde – Strömsgodset ............................ 2:1  Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimund- arson komu inn á sem varamenn á 78. mín- útu. Valdimar skoraði mark Strömsgodset. Vålerenga – Kristiansund ...................... 1:1  Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 81 mínútuna með Vålerenga og skoraði. Matt- hías Vilhjálmsson leysti hann af hólmi. B-deild: Lilleström – Sandnes Ulf ........................ 4:2  Tryggvi Hrafn Haraldsson lék fyrstu 88. mínúturnar með Lilleström og skoraði. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en Arnór Smárason er frá vegna meiðsla.  Sveinbjörn Iura er úr leik á Grand Slam-mótinu í júdó í Búdapest í Ungverjalandi en hann tapaði gegn Damian Szwarnowiecki frá Póllandi á laugardag. Sveinbjörn keppir í -81 kg flokki og mætti þar Pólverjanum sem er í 42. sæti heimslistans. Szwarnowiecki var þó erfiðari andstæðingur en heimslistinn gefur til kynna, en hann hafnaði í 5. sæti á HM árið 2018. Sveinbjörn er einn þeirra íslensku íþróttamanna sem hefur unnið að því síðustu árum að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara áttu fram í sumar en var frestað þar til næsta sumar. Hann hefur ekki haft tækifæri til að keppa á alþjóðlegum mótum í langan tíma vegna faraldursins en Alþjóðajúdósambandið stóð síðast fyrir móti í febr- úar. Sveinbjörn er í 64. sæti heimslistans. Hann náði meðal annars 3. sæti á Asian Open í Hong Kong í fyrra. Sveinbjörn mátti þola tap Sveinbjörn Iura EM kvenna í handbolta fer fram í Danmörku og Noregi í desember og hafa harðar sóttvarnareglur vakið athygli. Greinist einn leikmaður smitaður í liði verða tvö lið send heim. Ef einn leikmaður greinist með kórónuveirusmit verð- ur ekki aðeins landslið viðkomandi leikmanns sent heim af mótinu heldur einnig liðið sem það mætti í leiknum á undan. Þannig verða reglurnar hjá þeim liðum sem spila í Noregi hið minnsta. „Við erum aðeins að framfylgja tilmælum yfirvalda og þau eru ströng,“ sagði Erik Langerud, framkvæmda- stjóri norska handknattleikssambandsins við TV2. Reglurnar í Danmörku eru ekki eins strangar. Smitist hjá liði sem spilar í Danmörku verður sá leikmaður sendur í einangrun en aðrir leikmenn geta haldið áfram leik, svo lengi sem þeir eru ekki líka smitaðir. Þá verða 200 áhorfendur leyfilegir í Noregi en 500 í Danmörku. Eitt smit sendir tvö lið heim Nora Mørk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.