Morgunblaðið - 26.10.2020, Page 29

Morgunblaðið - 26.10.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Önnur plata tónlistarmannsins Holy Hrafns, Pandaríkin, er komin út og orðin aðgengileg á helstu tónlistar- veitum. Holy Hrafn, réttu nafni Óli Hrafn Jónasson, gaf sína fyrstu plötu út fyrir tveimur árum og segist frá áramótum hafa unnið mikið í nýjum lögum og fengið þá hugmynd að gera plötu með því sem hann kallar „blæjubílatónlist“. Meirihluta plöt- unnar vann hann frá febrúar fram í maí og kom platan út í lok ágúst. Óli virðist hafa gaman af orða- og talnaleikjum en fyrsta plata hans, Þrettán stafir, innihélt þrettán lög auk þess sem titillinn inniheldur þrettán bókstafi. En hvernig kom tit- ill nýju plötunnar til hans? „Ég var að fara að sofa og þá poppaði hann upp í hausnum á mér. Ég sagði „Pandarík- in“ upphátt, fór að hlæja og hugsaði svo með mér að ég yrði að teikna þetta áður en ég sofnaði svo ég gleymdi þessu ekki,“ svarar Óli en teikningin sem hann nefnir prýðir umslag plötunnar. Einhvers staðar í b-inu Óli er fæddur árið 1989, orðinn 31 árs og lærði sem drengur bæði á píanó og klassískan gítar auk þess að vera í kór. „Þegar allt hipphoppið byrjaði, þegar Rímnamín kom út og Rottweiler þegar ég var í sjöunda bekk, fór ég að búa til takta í ACID Pro-forritinu og semja texta,“ segir Óli og er ennþá að. „Ég er að reyna að vera duglegri við að gefa tónlistina út,“ segir hann. – Ég á erfitt með að skilgreina þessa tónlist, þetta er ekki rapp, ekki hipphopp. Ef þú þyrftir að setja plöt- una í einhverja hillu í plötubúð, hvert myndirðu þá setja hana? „Undir blæjubílatónlist,“ svarar Óli og er í kjölfarið spurður að því hvort sú hilla sé til. „Já, einhvers staðar í b-inu, held ég bara.“ – Við hliðina á brimbrettatónlist kannski? „Já, ekki langt frá og kannski fönki og danstónlist,“ svarar Óli og segist í grunninn vera rappari eða a.m.k. hliðarsjálf hans, Holy Hrafn. Nýja platan hafi hins vegar þróast í aðra átt, lögin ekki rapp heldur af ein- hverri óræðri tegund. Engin pandamæri – Hvernig land eru Pandaríkin? „Land sem er ekki til, útópía eða dystópía, griðastaður fyrir skrítið fólk,“ svarar Óli og er spurður að því hvort eitthvert land sé fyrirmynd Pandaríkj- anna, kannski Bandarík- in? „Ég veit það ekki, kannski er þetta „posi- tive spin“ á bandaríska drauminn,“ svarar hann. Í tölvupósti talar Óli um túristagildrur og húsasund nýs ríkis án pandamæra, pandamála eða afstöðu. „Það eru engin panda- mál í Pandaríkjunum,“ segir Óli sposkur þegar blaðamaður nefnir þessa lýsingu á landinu og plötunni sem hefur að geyma marga glúrna texta. Einn slíkan má lesa í fylgju með viðtalinu og fjallar hann um bil milli kynslóða. Óli segist upplifa sig á milli kynslóða. Eru það þá X og Y? „Já, ætli það ekki. Ég er klárlega í þessum „millennial“ dekurrassahópi en ég tengi mikið við yngri kynslóð- ina og í rauninni X-kynslóðina líka,“ svarar hann. Góðir gestir Óli fékk ýmsa tónlistarmenn til liðs við sig í plötusmíðinni, m.a. Ella Grill, 7berg, Vigdísi Völu Val- geirsdóttur, HP Ljóð- kraft, Drenginn fenginn og Stelpurófuna. Sam- starfsmennirnir höfðu sín jákvæðu áhrif á út- komuna, segir Óli, og að geggjað sé að fá ein- hvern utanaðakomandi til að túlka konseptið. Ekki eru gestirnir allir rapparar, sumir hverjir söngvarar og gjörningalistamenn. Óli naut góðs af þeim og þeir góðs af honum. Hvað útgáfutónleika varðar, nú á tímum kófsins, segir Óli að líklega verði hægt að halda þá í upphafi næsta árs, í janúar eða febrúar, ef veiran leyfir. „Griðastaður fyrir skrítið fólk“  Pandaríkin eru útópía eða dystópía  Önnur breiðskífa Holy Hrafns  Var kominn í háttinn þegar Pandaríkin skutu upp kollinum  Blæjubílatónlist Lúr Holy Hrafn hvílir lúin bein með kett- inum sínum Spock. Úr texta við „Anakrónískt Kóla“: Hver er ekki að fara á mis, ekki voða erfitt/….fortíðin er einsog blys sem að logar ekki. Fortíðin er bara saga eins og úr partýum/og manstu í gamla daga var allt bara í svarthvítu og kímnigáfa milli kynslóðanna týndist/svo týnda kynslóðin bar’í sífellu yngist. Týnda kynslóðin, missti eldmóð- inn/svo klámkynslóðin, tók kyndilinn og tróð inn. Þetta er ekki eitthvað til að bera um á erminni/eða til að skera út og fela undir hendinni. Þetta er fyrir félagana hér sem sitja í nefndinni/þetta er fyrir elítu meðalmanna blendinginn. Fortíðin blys ÚR FIMMTA LAGI Framhaldsmyndin Borat Subse- quent Moviefilm: Delivery of Prodi- gious Bribe to American Regime for Make Benefit Once Glorious Na- tion of Kazakhstan, eða Borat 2 til einföldunar, hefur hlotið almennt jákvæðar viðtökur gagnrýnenda það sem af er en myndin var frum- sýnd á föstudaginn var á Amazon streymisveitunni. Myndin er með meðaleinkunnina 67 af 100 á Metacritic, vefsíðu sem tekur saman gagnrýni ólíkra miðla og eru gagnrýnendur IndieWire, Entertainment, Variety, Film, IGN og Film Threat þeir jákvæðustu í garð hennar og einnig má nefna Observer, Screen Daily, Empire og BBC. Á hinum endanum eru The Hollywood Reporter, The Wrap og The Telegraph sem gefa myndinni falleinkunn. Í Borat 2 snýr leikarinn Sacha Baron Cohen aftur í hlutverki Borats, hins kostulega náunga fá Kasakstan sem gerði allt vitlaust í gamanmyndinni Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazak- hstan árið 2006. Tókst Cohen að gabba bæði þekkta og óþekkta Bandaríkjamenn og afhjúpa for- dóma og ýmis mein bandarískrar menningar með því að þykjast vera fréttamaður frá Kasakstan. Lagðist þetta grín illa í marga og sumir sem koma við sögu í myndinni fóru í mál við Cohen og framleiðendur mynd- arinnar. Hún hlaut afar góðar við- tökur gagnrýnenda og meðalein- kunnina 89 af 100 á Metacritic. Nýja myndin virðist síðri enda erf- itt fyrir Cohen að endurtaka leik- inn, 14 árum síðar. Það virðist þó, að margra mati, hafa tekist. Flestir hrifnir af framhaldi Borat Kostulegur Cohen í gervi Borats í Borat Subsequent Moviefilm: Deli- very of Prodigious Bribe to Americ- an Regime for Make Benefit Once Glorious Nation of Kazakhstan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.