Morgunblaðið - 26.10.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.10.2020, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020 Um CO- VID-19, hið mikla vandamál og harmleik ársins 2020, og hugsanleg þjóð- félagsleg áhrif þess má vænt- anlega gera langt mál. Mannfallið, gjaldþrot og fjárhagsvandræði segja sína sögu um skaddað þjóðarbú. Engu að síður má spyrja hvort sumar breytingar vegna faraldursins séu ekki til bótar? Tölvuvædda skrif- stofuvinnu eða fundi fyr- irtækja, hins opinbera eða ýmissa stofnana einkageir- ans, virðist mega jöfnum höndum reka hvar sem er innanlands eða milli landa með sínýjum tölvubúnaði. Eru krakkarnir ekki farnir að funda með forritinu Zoom? Þótt ekki sé það afleiðing heimsfaraldursins virðist liggja fyrir, að eftir allt Brex- it-ruglið hverfi Bretar úr innri markaði ESB og þar með úr EES. Íslandi stæði þá væntanlega til boða gerð við- skiptasamnings eftir for- skriftum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar – WTO/GATT – sem er nokkuð annað mál og langsóttara en hið núverandi. Bretland er næststærsti útflutningsmark- aður okkar og með öllu ráð- andi hvað varðar nýjan eða ferskan fisk. Þar hefur sjáv- arútvegurinn áunnið sér sam- keppnisforskot. Í við- skiptafrelsinu getur tekist að veiða, flaka og flytja í flugi þannig að þessi hágæðafæða sé komin á diskana í veitinga- húsum í London veidd daginn áður. Gleymum því ekki, að velferð okkar hvílir í senn á 200 mílna fiskveiðilögsögunni og fiskveiðistefnu með fram- seljanlegu aflakerfi, jafn- framt viðskiptafrelsinu fyrir sjávarafurðir sem áunnist hefur í Evrópska efnahags- svæðinu, líftaug sem ekki má skerða. Hátekjumarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum eru hluti góðrar afkomu Ís- lands og annað kemur aldrei í þeirra stað. Þá er í mörg horn að líta til að styrkja þá innviði innan- lands sem hagkerfið hvílir á. Í Mbl 17.10. gerir Björn Bjarnason ítarlega grein fyrir bágri stöðu netöryggis á Ís- landi en hagsæld okkar og ör- yggi hvílir á öruggum fjar- skiptum með ljósleiðarakerfinu innanlands og neðansjávar við önnur lönd. Það kerfi verður ekki varið án samstarfs við bandamenn í NATO og örygg- isráðstafana heima fyrir. Kín- verski há- tæknirisinn Hua- wei býður búnað vegna 5G- væðingarinnar, sem mikil um- ræða hefur verið um meðal NATO-banda- manna okkar með tilliti til varnarsjónarmiða. Í aldanna rás virtist lega landsins, ein- angrað í Norðurhafi, veita okkur þá sérstöðu að tryggja endurgjaldslaust þjóðar- öryggi. En það er af sem áður var. Hlutleysi, sem varð all- mikið fyrirferðar í þjóðarétti 19. aldarinnar, höfðaði svo mjög til óska Íslendinga, að þegar fullveldi varð að veru- leika 1918 var jafnframt lýst yfir ævarandi hlutleysi. Ekki dugði það til. Bretar hertóku Ísland 1940 formálalaust líkt og Þjóðverjar tóku yfir Noreg og Danmörku. Hlutleysið var jafn lítils virði og var með Belgíu árið 1914 en varð þá tilefni stríðsyfirlýsinga á hendur Þjóðverjum - casus belli. Allt fram á þetta herr- ans ár hefur öryggi okkar verið tryggt með aðildinni að NATO, varnarsamningnum við Bandaríkin ásamt tíma- bundinni loftrýmisgæslu, einnig með þátttöku flugherja Svíþjóðar og Finnlands utan NATO. Yfir þessum hags- munum vakir utanríkisþjón- ustan dyggilega sem og við- skiptahagsmunum í EES. Staða og þróun alþjóða- mála er hvikul, í biðstöðu. En sjálfir geta Íslendingar valið sér traustari stöðu. Er ekki frekara öryggi tryggara inn- an sameiginlegra landamæra Evrópu vegna ágengni Kín- verja og efnahagurinn trygg- ari með bindingu gjaldmiðils við evruna, eins og er með Færeyjar? Í biðstöðu Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson » Í aldanna rás virtist lega landsins, einangrað í Norðurhafi, veita okkur þá sérstöðu að tryggja endur- gjaldslaust þjóð- aröryggi. En af er sem áður var. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. RÚV flutti að kvöldi 21.10. frétt um merki, sem lög- reglumenn hefðu sett á ein- kennisföt sín, og þóttu merki þessi ekki við hæfi. Fram kom í fréttinni að embætti lögreglustjóra hefði þá þegar brugðist við snar- lega og bannað allt síkt. Því spyr ég: Var vandlæting Sjónvarpsins ætluð til að létta lögreglunni ofhlaðin erfið störf eða var þetta bara síðbúin fordæming heilagra? Kristján Hall. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hvers vegna? Morgunblaðið/Eggert ✝ Brynjar ÖrnValsson fædd- ist í Reykjavík 2. september 1975. Hann varð bráð- kvaddur 26. sept- ember 2020. For- eldrar hans eru Jóhanna Agnars- dóttir og Valur Benjamín Braga- son. Brynjar var kvæntur Mai Thi Nguyen. Hann lét eftir sig son; Smára Arnfjörð Brynjarsson, f. 1. júlí 2000, móðir hans er Ragnheiður Smáradóttir. Smári er nemi í Háskólanum í Reykjavík. Brynjar ólst upp á Akranesi til 11 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur. Hann starfaði við garð- yrkju alla tíð og rak fyrirtæki á því sviði. Brynjar átti áhugamál sem hann þreyttist aldr- ei á að sinna, en mótorhjól, bílar og viðgerðir á þeim, auk þess að bruna um og stússa í kringum tækin, voru hans hjart- ans viðfangsefni. Sonur hans ólst upp með áhugamálum föð- urins og áttu þeir feðgar ófár stundir saman við að skoða og laga, aka um og njóta saman. Útför var í kyrrþey 6. október 2020. Kæri stóri bróðir. Okkur þótti leiðinlegt að vera ekki hjá þér á kveðjustund. En þú mátt vita að í anda vorum við hjá þér. Takk, er fátæklegt orð, samt viljum við nota tæki- færið og þakka þér fyrir að vera hluti af lífi okkar. Þakka þér fyrir þá viðleitni þína til að vera í sambandi við okkur; að leggja þig alltaf fram um að vera með okkur í hvert skipti sem þú sást tækifæri til þess. Þú passaðir alltaf upp á að við vissum að þér fannst afar vænt um okkur og það er eitthvað sem við getum aldrei þakkað þér nóg fyrir. Þin verður sárt saknað. Nánustu aðstandendum heima á Íslandi vottum við dýpstu samúð. Smára þínum sem var þitt líf og hjarta og þitt stoltasta ævistarf vottum við samúð okkar, Það var yndislegt að heyra þig tala um hann og finna gleði þína og þakklæti fyr- ir að eiga þinn dýrmæta son. Elsku bróðir við sjáumst. Við elskum þig! Benjamín Guðni og Jóhann. Það eina sem við vitum fyrir víst, er að við fæðumst og deyj- um. Valið er ekki okkar, hvar, hvenær né hvers við erum. Sumir fæðast með silfurskeið í munni, en öll erum við einstök og og það er ekki alltaf rétt gef- ið. Ég læt ósagt um skeið í munni Brynjars, en veit að hún var ekki úr silfri. Almættið sparaði hin vegar ekki vöggu- gjafirnar og hann kunni flest- um mönnum fremur að fara með þær. Hann hafði sterka skynjun, sem leiddi hann áfram á lífs- göngunni. Hann lifði hratt, óttalaus og spilaði djarft. Snemma varð honum ljóst að hann bar ábyrgð á eigin lífi og yrði að bjarga sér sjálfur. Brynjar átti ekki sterkt bak- land og enginn gekk undir hon- um. Hann var ekki gallalaus og gerði mistök, en hann kunni að biðjast afsökunar og að þakka fyrir sig. Líf okkar tvinnaðist saman þegar dóttir mín kynntist hon- um barnung og eignuðust son. Þannig áttum við bæði demant; son hans Smára. Hann gaf hon- um gen; ég ól hann lengstum upp. Fyrstu tíu til tólf árin gekk á ýmsu. En fyrir fimm sex árum urðu vatnaskil. Ljóst var að Binni var ekki samur. Hann hafði endurmetið líf sitt og sýndi bæði með verkum sínum og í orðum að eitthvað gott og fallegt, sem áður var hulið sýndi sig, bæði í orðum hans og verkum. Þannig byggði hann upp traust sem síðan hefur ekki brugðist. Við grófum stríðsöxina og ég eignaðist í honum vin. Samskipti hans við Smára urðu nánari og það leyndi sér ekki hve vænt honum þótti um son sinn. Hann gerði mér margan greiðan og ég honum. Eftir því sem leið á var hann auðfús gestur á heimili okkar Magnúsar, spjallaði og drakk kaffi, var hjá okkur á aðfanga- dagskvöld og við fundum hve hann hafði í raun stórt hjarta og vildi vel. Það hafði aldrei leynt sér hve góðum gáfum hann var gæddur; ótrúlega skarpur, klár og útsjónarsamur; var snöggur að sjá lausn á vandamálum og nýtti sér það vel. Barnabörnum mínum var hann einstaklega góður og átti farsæl samskipti við dætur mínar. Naut þess að ver með í leik og hafði unun af að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Húmor hans var einstakur og hann sá einatt spaugilegu hliðar mannlífsins. Snöggur að hugsa og var ákaflega stríðinn. Í stríðnishlutverkinu missti hann ekki andlitið og lék án þess að blikna. Þegar tvær grímur fóru að renna á fólk naut hann þess að bæta vel í og ganga fram af fórnarlömbum stríðni hans. Þegar gríman féll brustu allir í hlátur og honum var fyrirgefið. Hápunktur samveru okkar var þegar Smári útskrifaðist úr menntaskóla í vor með frábær- um árangri. Í þeim fagnaði upplifði ég Binna dálítið feim- inn. Og vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Mér þótti undurvænt um að upplifa þá gleði hans og stolt. Þeir Smári voru hver öðrum mikill styrkur og á milli þeirra ríkti virðingu og vinátta. Þeir áttu sameiginlegt áhugamál og sinntu þeim sem jafningjar. Hann hélt ótrauður áfram að endurskoða enn frekar líf sitt og bæta. Það er því mikill harmur að öllum kveðinn að honum lánast ekki að ná þang- að sem hann stefndi. Smára er harmurinn mestur, en minningin um föður og vin eru honum dýrmætar Eiginkonu, fjölskyldu og vin- um votta ég mína dýpstu sam- úð. Magnús E. Finnsson og Bergljót Davíðsdóttir. Lífsleið Brynjars Valssonar, sem ég minnist hér með mikilli hlýju, var framan af ganga um skörðóttan og grýttan veg, veg sem getur verið erfiður yfir- ferðar fyrir barn sem á sínu ferðalagi uppvaxtar og þroska skrámast og merst. Gleðin sem barn þráir að upplifa og sú von um að fá ást, athygli og um- hyggju til að yfirvinna sárs- auka ástleysis dofnar oft og hverfur. Baráttuþrekið til að fást við alla draugana sem fylgja hverju fótmáli gefur von um betra líf og er sönnun þess að hið góða sigri hið vonda. Lífið heldur áfram, tíminn líður, jörðin snýst um sig sjálfa og ekkert fær því breytt. Dagur rís og dagur hnígur, nóttin hellist yfir og þrautin að lifa hana af verður að vana. Nýr dagur rís með sömu sorginni sem er fargið sem gróf sig inn í viðkvæma sál; fargið sem vegur meira og meira eftir því sem hnötturinn snýst oftar. En Binni var töffari og hörkutól sem jafnan skoraði vandann á hólm og hafði oftast betur Og þrátt fyrir að hann hafi valið að taka krók á leið sína og villtist stundum af leið og missteig sig oftar en hann vildi, tókst honum alltaf að standa uppréttur, að komast á lappirnar og bæta þeim sem urðu sárir. Hann var ótrúlega útsjónarsamur, skarpgreindur og átti lítið sem ekkert bakland. En fyrir hans innbyggðu hæfi- leika og yfirsýn tókst honum að koma auga á tækifæri sem aðrir sáu ekki. Þegar Smári, augasteinninn hans, sem hann var svo stoltur af, óx úr grasi og samband þeir treystist, þá tók hann snúning og horfði fram á við. Það var hans heitasta ósk að sjá Smára blómstra og byggja upp aukna gagnkvæma virðingu þeirra á milli. Vinátta þeirra var djúp og einlæg og notuðu þeir hvert tækifæri sem gafst til að dunda við áhugamálin og gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég kynnt- ist Binna þegar hann og Ragga eignuðust Smára, sem kom inn í þeirra líf eins og sólargeisli og hlotnaðist að fá í vöggugjöf það besta frá báðum. Hann er sannur, einlægur og gegnumgóð sál, sem erfði líka þrjósku þeirra. Það er ekki síst kostur til að komast í gegnum erfitt líf og standa alltaf upp- réttur. Með þessum orðum langar mig að minnast manns sem féll frá allt of ungur, sem ég fékk að kynnast og var alltaf hlýtt til og sá það sem hann hafði upp á að bjóða, hlýju, manngæsku og stoltur faðir einkasonarins Smára sem hann var góður fað- ir og mikill vinur. Ég votta syni hans, Smára, foreldrum og öðr- um aðstandendum mína dýpstu samúð. Með auðmýkt og virð- ingu, Jakobína Davíðsdóttir. Brynjar Örn Valsson ✝ FriðrikkaSvavarsdóttir (Rikka) fæddist í Vestmannaeyjum 13.maí 1945. Hún lést í Reykjavík á Landspítalanum 5. október 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þórunn Að- alheiður Sigjóns- dóttir, f. 26. febr- úar 1913, d. 25. júlí 1998 og Svavar Þórðarson, f. 11. febr- úar 1911, d. 10. janúar 1978. Svavar og Þórunn Að- alheiður átti 5 dætur auk Rikku. Elst var 1) Edda Sig- rún, f. 1. janúar 1936, d. 29. júní 2011. 2) Dóra Guðríður, f. 12. maí 1942, d. 3. febrúar 2004. 3) Áslaug, f. 9. júní 1994. Unnusti Herdísar Lindar er Árni Helgason. Rikka eignaðist tvo drengi með fyrri manni sínum, Stef- áni Péturssyni. 1) Björgúlfur, f. 3.ágúst 1963, og 2) Hlynur, f. 8. október 1964, sem er kvæntur Unni Sigmarsdóttur, f. 17. september 1964, og eiga þau þrjú börn: Birki, f. 11. september 1988, Kristrúnu Ósk, f. 18. júní 1991, og Rakel, f. 8. september 1993. Birkir er í sambúð með Ölmu Rós Þórs- dóttur. Kristrún er í sambúð með Aroni Spear, sonur henn- ar er Elimar Andri Andrason, f. 20. mars 2013. Rakel er í sambúð með Árna Muggi Sig- urðssyni og dóttir hennar er Emilia Ósk Kamilsdóttir, f. 19. nóvember 2015. Lengst af starfaði Rikka á leikskólanum Rauðagerði í Vestmannaeyjum og á Hraun- búðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Útför Rikku fór fram í Landakirkju í Vestmanna- eyjum 16. október 2020 kl. 14. 1948. 4) Svava, f. 29. febrúar 1956. 5) Sif, f. 7. júlí 1957. Eiginmaður Rikku er Hrafn Óskar Oddsson, f. 2. nóvember 1945. Hrafn og Rikka hófu sambúð árið 1975 og giftu sig þann 13. desember 2007. Foreldrar Hrafns voru hjónin Magnea Bergvinsdóttir og Oddur A. Sigurjónsson. Dóttir þeirra er Lind, f. 5.apríl 1982, gift Jóni van der Linden, f. 1. sept- ember 1970, og eiga þau syn- ina Rómeó Mána,, f. 2. júní 2010 og Hrafn Mikael, f. 8. ágúst 2013. Stjúpdóttir Lindar er Herdís Lind f. 13. apríl Það var einstaklega fallegt haustveðrið daginn sem Rikka var jarðsett. Sól á lofti og hægur vindur. Hvíldin var Rikku kær- komin trúi ég, eftir vanheilsu hennar síðustu ár. Þrátt fyrir að hafa búið nánast allt sitt líf í Vestmannaeyjum, þá getur stíf- ur mótvindurinn, beint í fangið, verið nokkuð erfiður til lengdar. Hún ræddi það samt ekkert mik- ið, en ég fann oft til með henni þegar ég kom í heimsókn og henni leið ekki vel. Stundum eru örlögin ósanngjörn. Ég hugsa til Rikku með hlýju í hjarta og sé hana fyrir mér líða vel í kyrrð- inni í sumarlandinu. Á hinstu stundu líð ég í gegnum öll árin frá því ég var lítill peyi og ýmis minningabrot og atburðir koma upp í hugann. Það er margs að minnast enda samskiptin mikil, sérstaklega þegar við vorum ná- grannar í Bessahrauninu og ég valsandi inn og út af heimili þeirra Hrafns frænda eins og ég ætti heima þarna. Hún hefur nú örugglega oft bitið í vörina yfir þessum litla frænda. En, alltaf var maður velkominn. Orðið sem kemur upp í hugann er þakklæti. Takk fyrir mig. Ég er bæði þakklátur fyrir að hafa kynnst Rikku og fyrir fjölmargt sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Það er ekki sjálfgefið að hitta svona fólk á lífsleiðinni, sem tekur manni jafn vel og hún gerði. Það voru margir sem nutu velvildar og hlýju hennar, ekki síst fjölskylda hennar, enda bar hún hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og bjó henni gott heimili. Með söknuð í hjarta fylgdi ég henni síðasta spölinn eftir virðulega og fallega athöfn. Algjörlega í hennar anda. Kæri nafni, Björgúlfur, Hlynur, Lind og fjölskyldur: missir ykkar er mikill en um leið er hægt að hlýja sér við góðar minningar um þessa góðu konu sem svo mörgum þótti svo vænt um. Hrafn Sævaldsson. Friðrikka Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.