Morgunblaðið - 26.10.2020, Side 32
Verðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í sérstökum
sjónvarpsþætti sem sendur er út á öllum Norður-
löndum annað kvöld, en útsending hefst á RÚV kl.
20.10. Til stóð að afhenda verðlaunin á Íslandi í ár í
tengslum við þing Norðurlandaráðs, en kórónuveiru-
faraldurinn kom í veg fyrir það. Verðlaun Norður-
landaráðs eru fimm. Veitt eru verðlaun fyrir tónlist,
kvikmyndir, umhverfismál og tvenn bókmenntaverð-
laun. Í blaðinu í dag er fjallað um helming þeirra bóka
sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs þetta árið. »28
Verðlaun Norðurlandaráðs afhent
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Þetta kom mér á óvart, en ég er mjög glaður,“ sagði
Óskar Ólafsson, nýjasti landsliðsmaður Íslands í hand-
bolta, í samtali við Morgunblaðið. Óskar var valinn í
landsliðshópinn sem mætir Litháen og Ísrael í und-
ankeppni EM í næsta mánuði. Er leikurinn við Litháen
4. nóvember og leikurinn við Ísrael þremur dögum síð-
ar. Óskar hefur leikið afar vel með Drammen í Noregi
síðustu vikur og mánuði, en hann hefur búið í Noregi
frá tveggja ára aldri. Það kom hins vegar aldrei neitt
annað til greina en að spila með Íslandi. »26
Óskar hefði alltaf valið íslenska
landsliðið frekar en það norska
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kári Bjarnason, forstöðumaður
Safnahúss Vestmannaeyja, hefur
komið að tveimur útgáfum bóka að
undanförnu. Hann og Már Jónsson,
prófessor í sagnfræði við Háskóla Ís-
lands, tóku saman fyrir hönd Sögu-
seturs 1627 Reisubók Ólafs Egils-
sonar, sem Bókaútgáfan Sæmundur
gefur út, og Bókasafn Vestmanneyja
gaf út Prentsmiðjubók Vestmanna-
eyja.
Sjóræningjar frá Norður-Afríku
höfðu á brott með sér á fjórða hundr-
að manns frá Íslandi og þar af 242 frá
Vestmannaeyjum auk þess sem þeir
drápu yfir 30 Eyjamenn í Tyrkjarán-
inu 1627. Þessari sögu eru gerð skil í
Reisubók séra Ólafs Egilssonar, eins
fanganna, og hefur hún verið gefin út
þrisvar áður, 1852, 1909 og 1969.
Nýja útgáfan er tæplega 400 síður
með mynda- og nafnaskrá. Kári
bendir á að eiginhandarrit Ólafs sé
ekki til en tvær gerðir hafi varðveist
og þær séu báðar í bókinni. „Már
heldur því fram með sterkum rökum
að báðar séu eftir Ólaf.“
„Lifandi vitnisburður“
Fyrsta útgáfan var gefin út eftir lé-
legu eða engu handriti, að sögn Kára.
Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður hafi
staðið að annarri útgáfunni. Þar geri
hann grein fyrir öllu sem hann hafi
náð að taka saman og getað tínt til
um Tyrkjaránið. Sverrir Krist-
jánsson sagnfræðingur hafi síðan gef-
ið út aðra gerð Reisubókar ásamt
nokkrum textum 1969. „Í nýju útgáf-
unni gefum við út á einum stað allt
sem unnt er að taka saman um Reisu-
bókina, gerum meðal annars grein
fyrir ýmsum seinni tíma rann-
sóknum, þar á meðal doktorsritgerð
Þorsteins Helgasonar um Tyrkjarán-
ið,“ segir Kári. Hann bendir jafn-
framt á handrit frá 1779, skrifað af
Sigurði Magnússyni frá Holtum í
Hornafirði. Þórður Tómasson í Skóg-
um hafi fengið það í hendur 1981 og
það sé nú í fyrsta sinn notað í útgáfu
af Reisubókinni. „Við leggjum ekki
eldri útgáfur til grundvallar heldur
förum alltaf í frumhandritin. Síðan
söfnum við fjölmörgum bréfum,
skjölum og athugasemdum saman, en
þau segja sögu tímans eftir Tyrkja-
ránið.“ Þessu til viðbótar eru áður
óbirt kvæði eftir sr. Jón Þorsteinsson
píslarvott, hinn prestinn í Eyjum í
Tyrkjaráninu, og skrá yfir kvæði
hans. „Þetta er því vel tæmandi lýs-
ing á þessum einstaka viðburði í sögu
Vestmanneyja og alls landsins. Bókin
er lifandi vitnisburður um líf, örlög og
aldarhætti fyrri tíðar í skugga þess-
arar miklu sögu.“
Rúmlega 100 ár eru síðan fyrsta
prentsmiðjan var sett upp í Vest-
mannaeyjum og blaðaútgáfa hófst
þar. Kári segir að eftir að Svanur Jó-
hannesson hafi gefið út Prentsmiðju-
bókina um sögu prentsmiðja á Íslandi
hafi Þorsteinn Jakobsson haft sam-
band við sig og lagt til að þeir fengju
Svan til þess að skrifa sérstakan kafla
um Vestmannaeyjar og gefa út sem
sérprent. Hann hafi orðið við því og
bókin sé liður í svonefndu átthaga-
safni Safnahússins. „Tæplega 200
blöð og tímarit voru gefin út í Vest-
mannaeyjum fram undir miðja 20.
öld,“ segir Kári. „Þetta er ótrúlegur
fjöldi í þessu fámenna byggðarlagi og
með því mesta á landinu á þessum
tíma.“
Tæmandi lýsing
á Tyrkjaráninu
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Útgáfa Kári Bjarnason með nýju Reisubókina og Prentsmiðjubókina.
Reisubók Ólafs með nýju efni Saga útgáfu í Eyjum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Eitt öflugasta safn landsins Kári
við fágætisbókasafnið sem Ágúst
Einarsson, prófessor emeritus á Bif-
röst, gaf Vestmannaeyjabæ til
minningar um föður sinn, Einar Sig-
urðsson útgerðarmann.