Morgunblaðið - 26.10.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn
handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. Það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa:
411-2600.
Boðinn Lokað er fyrir félagsstarf í Boðanum, opið er fyrir hádegis-
mat með fjöldatakmörkunum, vinsamlega hringið í síma 441-9922 til
að panta mat eða að fá aðrar upplýsingar.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhornið kl. 13.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu.
Nánari upplýsingar i síma 411-2790.
Garðabær Kæru gestir, íþrótta- og félagsstarfið okkar er lokað
tímabundið en Jónshús er opið með fjöldatakmörkun sem er 20
manns í rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda
áfram upp á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka
fram á facebooksíðu okkar https://www.facebook.com/eldriborgarar-
felagsstarfgardabaer
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 8.50 og 9.50. Minningahópur
kl. 10.30. Tálgun, opinn hópur kl. 13-16. Stólaleikfimi kl. 13.30.
Korpúlfar Ganga kl. 10, gengið frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni
í Egilshöll. Prjónað til góðs kl. 13 í dag í Borgum. Skráning í mat og
kaffiveitingar. Förum varlega, virðum allar smittvarnir. Línudans með
Guðrúnu kl. 15 í dag í Borgum, grímuskylda og stór salur í boði,
þannig virðum við 2 metra á milli. Hámarksfjöldi 20 í hverju rými.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er leirmótun í smiðju 1. hæðar milli
kl. 9-12.30. Við hittumst í handverksstofu og iðkum saman núvitund
kl. 10-11. Eftir hádegi, kl. 13.30, er svo gönguferð um hverfið, komið
endilega klædd eftir veðri. Við minnum á að grímuskylda ríkir í sam-
félagshúsinu. Verið velkomin til okkar í félagsstarfið á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Gler- og leirnámskeið í samráði við leiðbeinendur.
Jóga kl. 10 og kaffispjall í króknum kl. 10.30, eingöngu fyrir íbúa
Skólabrautar. Kl. 11 er jóga fyrir íbúa utan úr bæ. Þeir gangi beint inn í
sitt rými og beint út aftur í lok tíma án viðkomu í öðrum rýmum húss-
ins. Handavinnan í salnum kl. 13 er eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut.
Munum handþvott, sprittun og grímuskyldu.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn fyrir helgi. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Smáauglýsingar
Bilalyftur til sölu. Nýjar og notaðar.
Lyfta 30 cm. Uppl. 8201071
kaldasel@islandia.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Notuð SICAM V 700 jafnvægisvél
til sölu
Uppl. í síma 8201071
Ýmislegt
Bílar
Toyota Landcruiser 1/2018
33” breyttur með snorkel. Loftdæla -
krómgrind ofl. Sjálfskiptur. Ek. 76 þ.
km. Ný yfirfarinn og þjónustaður.
Lækkað verð nú: 8.390 þús.
-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
HúsviðhaldTil sölu
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
Elsku Heiðar
Ástvaldsson, í dag
mun ég kveðja þig í
hinsta sinn, það mun
verða með ást í
hjarta og miklum
söknuði.
Frá unga aldri og til fullorðins-
ára hefur þú með einum eða öðr-
um hætti verið inni lífi mínu, í
fyrstu var það í gegnum dansinn,
og fyrir það vil ég þakka þér, minn
kæri, ég gæti talað endalaust um
dansinn og hvað hann gerði mér
gott en ég læt það vera, ég ætla
frekar að tala um þig sem mann-
eskju bara með örfáum orðum ef
það er þá hægt, því það mikið álit
hef ég á þér, kæri vinur.
Ég hugsa daglega eftir að þú
lést um það að við ætluðum að
hittast ég, þú, Simbi og Fiddi,
gömlu dansfélagarnir, en úr því
varð ekki því miður vegna veiru-
skrattanna sem eyðileggja allt
sem okkur telst eðlilegt að gera,
en nóg um það, ég vil þakka þér
fyrir samfylgdina, þú góði og stóri
karakter, ég man ræðurnar sem
þú hélst svo oft á góðum stundum,
vel máli farinn og með þessa líka
dásamlega flottu rödd sem ég
mun seint gleyma. Allar sögurnar
sem þú sagðir á þinn einstaka
hátt, þær mun ég geyma og takk
fyrir það.
Að lokum vil ég enn og aftur
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og áhrifin sem þú og
þinn dansskóli og þínir kennarar
hafa haft á mitt líf, innblásturinn
og að uppfylla drauma mína, takk
fyrir það, já og eitt enn; ég mun
alltaf geyma eina færslu hérna á
FB, það eru síðustu skilaboðin frá
þér sem eru ÁST svo einfalt og fal-
legt, bara ÁST.
Takk fyrir mig, elsku hjartans
vinur.
Kveðja,
Kolbrún Ólafsdóttir.
Ég vil minnast míns kæra bróð-
ur, Heiðars Róberts Ástvaldsson-
ar, eins og hann hét. Heiðar fædd-
ist á Siglufirði 4. október 1936 og
lést á afmælisdaginn sinn. Heiðar
var yndislegur bróðir, skemmti-
legur, gat alltaf komið manni í gott
skap, reytti af sér brandara þegar
svo bar undir. Næmur var hann á
fegurðina og í ófá skipti sem hann
ferðaðist erlendis keypti hann oft-
ast eitthvað fallegt handa systur
sinni, fatnað og annað glys. Ég
minnist þess þegar hann hringdi í
pabba okkar frá London, þá hef ég
Heiðar Róbert
Ástvaldsson
✝ Heiðar fæddist4. október
1936. Hann lést 4.
október 2020.
Útförin fór fram
21. október 2020.
verið 4 eða 5 ára, þá
bað ég hann um að
kaupa apa handa
mér (alvöru apa),
sem var hlegið að.
Ég lærði hjá honum
dans í Grunnskólan-
um á Siglufirði, með
honum var systir
mín hún Anna að
kenna með honum
og voru þetta
skemmtilegar
stundir. Eftir að Hanna konan
hans dó kom hann oft og borðaði
hjá okkur hjónunum, helst vildi
hann fá rauðmaga eða hrogn og
lifur. Hann kom alltaf til okkar á
laugardagskvöldum þegar þáttur-
inn Allir geta dansað á Stöð 2 var
sýndur og nánast alltaf þurfti
hann að segja álit sitt á dönsunum.
Hann hafði yndi af mannkynssög-
unni og var fróður um hana, hann
horfði á þætti um Viktoríu drottn-
ingu á Ríkissjónvarpinu, einnig
horfði hann á Versali, mér varð að
orði við hann: „Er þetta ekki bara
svall?“ Hann svaraði: „Að sumu
leyti.“ Hann undi sér við að skoða
ýmislegt á youtube og minntist á
að ég þyrfti að læra og prófa það
til að stytta mér tímann þar sem
hann gat skoðað allt milli himins
og jarðar þar. Nokkrum dögum
áður en hann veiktist bauð hann
okkur fjölskyldunni á veitinga-
staðinn Ask. Það er erfitt að trúa
að þetta hafi verið í hinsta sinn
sem ég sá hann, en nú ertu kom-
inn í sumarlandið til Hönnu þinn-
ar, kæri bróðir. Elsku Ástvaldur
og Jóna og systkini, samúðar-
kveðjur til ykkar.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig,
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blöðin hneig.
Og ég gat ei handsamað heldur
þá hljóma, sem flögruðu um mig,
því það voru allt saman orðlausir
draumar
um ástina, vorið og þig.
En bráðum fer sumar að sunnan
og syngur þér öll þau ljóð,
sem ég hefði kosið að kveða þér einn
um kvöldin sólbjört og hljóð.
Það varpar á veg þinn rósum
og vakir við rúmið þitt,
og leggur hóglátt að hjarta þínu
hvítasta blómið sitt.
Ég veit ég öfunda vorið,
sem vekur þig sérhvern dag,
sem syngur þér kvæði og kveður þig
með kossi hvert sólarlag.
Þó get ég ei annað en glaðzt við
hvern geisla, er á veg þinn skín,
og óskað, að söngur, ástir og rósir,
sé alla tíð saga þín.
(Tómas Guðmundsson)
Kristrún Ástvaldsdóttir
og fjölskylda.
Það er mér allt í
senn ljúft, sárt og
skylt að setja niður
nokkur orð um mág minn þá
Brynleif Hallson. Ég kynntist
Billa sem ungum manni en ég
pottormur og um hann lék æv-
intýraljómi. Billi og Emma
kynntust afar ung og bundust
dýpri böndum en flestum pör-
um auðnast. Fljótlega kom svo
Bryndís og strákarnir Birgi og
Benedikt og ljúfmennska Billa
umvafði fjölskylduna.
Billi kom ásamt yngri bróður
sínum á Laufásveginn 1967,
hljómsveitarstrákar frá Akur-
eyri á VW-bjöllunni sinni. Þótt
Bítlarnir hefðu mætt á svæðið
þá hefðu þeir ekki náð athygl-
inni minni. Billi og bróðir hans
Theódór (Teddi) voru mér strax
sem afar góðir eldri bræður. Ég
fékk að þvælast með þeim.
Þetta var mikil upphefð. Aðal-
atriðið var að ég krakkinn fékk
meðhöndlun eins og bróðir.
Slíkt finnur barn.
Billi hafði stóíska ró, ekki
margmáll, en ef maður spurði
um hugarefni hans, þá fékk
maður áheyrn. Billi hafði mörg
áhugamál, oftast var eitt efst og
þá átti það hug hans allan. Billi
setti sig af einstakri eljusemi og
greind inn í fjölmörg ólík
áhugamál. Rafeindavirkjun og
fjarskiptaverkfræði áttu hug
hans þá, en samningur hjá
meistara var óyfirstíganleg
hindrun. Okkar missir en Billi
lærði síðar mjólkurfræði í Dan-
mörku og útskrifaðist með
hæstu einkunn í því fagi sem á
dönsku heitir mjólkurvöruvís-
indi og ensku mjólkurvöruverk-
fræði.
Hvort sem það var veiði, ljós-
myndun eða íþróttir þá vissi
Billi allt um málið. Þessi ró,
greind og yfirgripsmikil þekk-
ing var hluti af ljómanum. Það
verður samt að segja að
„áhugamálið“ var tónlist. Ég
held að flestir samferðamenn
tengi Billa við mjólkurfræði og
tónlist, en það var bara einn
hluti.
Vinir Billa kunna að undrast
Brynleifur
Hallsson
✝ BrynleifurHallsson fædd-
ist 5. júní 1948.
Hann lést 3. októ-
ber 2020.
Útför Brynleifs
var gerð frá Akur-
eyrarkirkju 16.
október 2020.
þessi orð, því þau
eru ekki alveg rétt.
Í fyrsta sætið hjá
Billa var fjölskyld-
an. Hvað getur lýst
frábærum dreng
betur en að fjöl-
skyldan og um-
hyggjan fyrir henni
væri alltaf í fyrsta
sæti. Fyrstu árin í
hjónabandinu var
mikið unnið. Emma
stýrði heimilinu af kostgæfni og
sinnti bæði sínum börnum og
annarra af stakri næmni og
sterku móðureðli. Það þekki ég,
litli bróðir hennar. Emma fædd-
ist örugglega með ábyrgðar-
kennd fullorðinnar manneskju.
Hin síðari ár höfðu Emma og
Billi meiri tíma til að sinna sínu
svo unun var að sjá. Gullbrúð-
kaup áttu þau í fyrra og rækt-
uðu sinn „garð“ ætíð af stakri
natni.
Þau voru sem tvær hliðar á
sama „hlut“ og með árunum
eins og falleg „skel“ sem lok-
aðist klukkan tíu, þá var farið
að sofa, reglusemi á því heimili.
Vöknuðu fyrir allar aldir og
borðuðu saman hollt. Svo arkaði
Emma af stað á hraða sem ekki
náðist nema á hlaupum. Þegar
því var lokið settist parið yfir
rjúkandi kaffi meðan aðrir
nudduðu stírurnar úr augunum.
Síðan arkaði Emma fyrst allra í
vinnuna, en Billi hugaði að tón-
listinni og kennslu.
Í huganum á ég margar
myndir af Billa og Emmu. Billi
spilaði og söng með mörgum
hljómsveitum, m.a. Ingimar Ey-
dal. Eitt sinn kom Emma óvænt
á slíkt ball, því þar var margt
frænda, m.a. meðal móðir okk-
ar. Emma gullfalleg bauð mér
að dansa. Í bakgrunni stóð Billi
á sviðinu stórglæsilegur og spil-
aði og söng. En þau tóku sporið
saman á sinn hátt alla daga.
Billa minnast margir, en
núna er það samhugur með ást-
vinum sem skiptir öllu. Mörg
okkar eru vongóð um að þessi
sérkennilega veröld sé ekki allt
og þá mun við fagna endurfund-
um. Við biðjum því guð og góða
vætti að geyma Billa og fjöl-
skyldu hans, nú og um alla
framtíð.
Með innilegum samúðar-
kveðjum frá móður minni Hjör-
dísi og bróður mínum Einari
Birni.
Aðalsteinn Júlíus
Magnússon.
Kveðja frá
deGaul
Núna er Dóri de-
Gaul bróðir okkar og
vinur farinn.
Þótt kynni okkar hafi verið
mislöng þá eru minningarnar um
fjallaferðirnar, sjósundin, hjólat-
úrana,
kayak-róðrana og önnur und-
arleg uppátæki og sprell ógleym-
anlegar.
Halldór
Erlendsson
✝ Halldór Erlends-son fæddist 23.
apríl 1963. Hann lést
4. október 2020.
Útför Halldórs fór
fram 16. október
2020.
Velviljinn,
tryggðin, verk-
lagnin, rólyndið,
hjálpsemin, tónlist-
in og dansinn er
okkur öllum ofar-
lega í huga.
Eftir situr minn-
ing um eðaldreng
sem verður sárt
saknað.
Takk fyrir ómet-
anlega vináttu.
Við félagarnir sendum fjöl-
skyldu Dóra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Arnaldur, Axel, Bertel,
Karl (Calli), Einar, Guð-
mundur (Gummi), Kjartan,
Oddur, Óli, Páll (Palli), Remi,
Óskar (Skari) og Viðar.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd skal senda hana
með æviágripi í innsendikerf-
inu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og láta umsjónarmenn minning-
argreina vita.
Minningargreinar