Morgunblaðið - 26.10.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020 ✝ Ásthildur Guð-mundsdóttir fæddist að Fremri- Dufandsdal í Arn- arfirði 1. júlí 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Sólborg Sumarlína Sæ- mundsdóttir frá Krossi á Barðaströnd, f. 26. október 1883, d. 24 maí 1949, og Guðmundur Bjarni Tómasson, f. á Patreksfirði 11. nóvember 1884, d. 12. ágúst 1940. Þegar Ásthildur var eins árs flutti fjöl- skyldan að Eysteinseyri við Tálknafjörð sem þau voru búin að kaupa og ólst þar upp til 13 ára aldurs, en þá var faðir henn- ar látinn. Mæðgurnar fluttu á Patreksfjörð og voru þar í eitt ár en fluttu þá til Reykjavíkur þar sem þær bjuggu á heimili frænku sinnar Önnu Biering og manns hennar Sigurðar Guð- mundssonar garðyrkjumanns. Ásthildur hafði lokið barna- var hún til ársbyrjunar 1953. Á þessum árum kynntist Ást- hildur bóndasyni á næsta bæ sem Sigvaldi Jónsson hét og giftu þau sig 1. júlí 1953 á 25. ára afmæli beggja. Ásthildur og Sigvaldi hófu sinn búskap á Hafurbjarn- arstöðum á Miðnesi 1954 en bjuggu ekki nema í eitt ár þar. Þá festu þau kaup á Garði 1 í Keldukverfi og fluttu þangað þar sem þau bjuggu í rúm 22 ár þá seldu þau jörðina og fluttu til Húsavíkur og bjuggu þar uns Sigvaldi lést í árslok 2013 en þá flutti hún til Akureyrar og bjó í Lindasíðu 4 en síðustu rúma tvo mánuði dvaldi Ásthildur á Hjúkrunarheimilinu Hlíð. Ásthildur og Sigvaldi eign- uðust fjögur börn, það er Guð- mundur, f. 1954, d. 2017, Krist- ín, f. 1955. Páll, f. 1960, og Óskar, f. 1962. Auk þess var Hjörtur L. Jónsson í fóstri frá 3 ára aldri árið 1963 til 1974. Ásthildur eignaðist 63 afkom- endur. Útför Ásthildar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag 26. októ- ber 2020 kl. 14. Útförinni verður streymt frá Facebook síðu Húsavíkurkirkju. https://tinyurl.com/y6k8k82g Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat skóla á Tálknafirði auk þess sótti hún aukakennslu hjá presti fyrir vestan einn vetur svo var hún í kvöldskóla KFUM og var svo einn vetur í Náms- flokkum Reykjavík- ur og loks var hún á Húsmæðraskóla að Löngumýri í Skagafirði veturinn 1944-1945. Ásthildur giftist fyrri manni sínum Jóni Bjarnasyni 1946 og átti með honum tvo drengi, Bjarna 1946 og Einar Gunnar 1950. Þau skildu í lok árs 1949, Einar Gunnar fór í fóstur fljót- lega eftir fæðingu til góðra hjóna á Tannstaðabakka í Hrútafirði. Einar Gunnar lést 1993. Í júlí byrjun 1950 réð Ásthild- ur sig sem ráðskonu á stórt heimili Arnarnes í Kelduhverfi en húsmóðirin þar var látin frá börnum og ungmennum þá var Ásthildur ný orðin 22 ára og hafði hún Bjarna með sér, þar Móðir mín er nú farin frá okk- ur til fundar við ástvini sína, eig- inmann, tvo syni og barnabarn. Mamma var harðdugleg, ákveð- in, skörp, minnisgóð og stundum svolítið hvatvís. Hún þurfti að hafa mikið fyrir lífi sínu alveg frá því hún missti föður sinn 12 ára gömul og þá kom sér vel hvað hún var dugleg og úrræðagóð. Hún var alltaf tilbúin að aðstoða okkur systk- inin ef eitthvert vandamál kom upp og setti þá ekki fyrir sig þó hún hafi þurft að fara þvert yfir landið. Einnig hljóp hún undir bagga með fleiri börnum og gam- almennum það ber vott um henn- ar dugnað og áræðni þegar hún réð sig á stórt heimili sem ráðs- kona (Arnarnes) aðeins 22 ára með barn með sér en þekkti eng- an á svæðinu og engin tækni til að hafa samband eins og er í dag. Ég tel að mamma hafi staðið sig vel í þessu þar sem systkinin frá Arnarnesi hafi sýnt henni mikla virðingu æ síðan og ekki síst Jón sem var aðeins sjö ára þegar hún kom þangað, hann hefur haldið reglulegu sambandi við mömmu. Ég tel mömmu hafa verið vin- sæla því mikill gestagangur var hjá henni og Valda eftir að þau fluttu í Garð 1955 með okkur Guðmund og ekki síður eftir að þau fluttu til Húsavíkur 1977 en þá vildi svo skemmtilega til að við Ella bjuggum um tíma í sama parhúsi og mamma og Valdi þar sem þau leigðu tímabundið. Mamma þurfti allan sinn bú- skap að vinna mikið, taka ákvarð- anir og stýra heimilinu þar sem Valdi vann mikið utan heimilis- ins, svo fór hún að vinna úti þeg- ar til Húsavíkur kom eins og gengur. Hún hugsaði mikið um afkomendur þurfti að eiga mynd- ir af öllum, þurfti að gefa öllum frumburðum dúnsængur við fæð- ingu sem áttu svo að ganga til yngri systkina og svo framvegis. Einnig var hún dugleg að fylgjast með vinum og ættingjum á Facebook þótt roskin væri. Ég á bara góðar minningar um mömmu sem gerði allt til að maður gæti bjargað sér í lífinu. En nú er hún laus við verki og kvalir og vonandi líður henni vel núna. Við fjölskyldan söknum þín mikið en minningin lifir. Þetta eru fátækleg kveðjuorð en ekki er hægt að tíunda allt sem manni dettur í hug. Ég læt þessu lokið með sam- úðarkveðju til allra aðstandenda. Bjarni og Elín. Elsku hjartans amma, minn- ingarnar streyma fram í hugann. Skemmtilegu stundirnar þeg- ar við systur vorum litlar og komum til ykkar afa á Uppsala- veg við fengum að leika okkur frá morgni til kvölds áhyggjulausar og frjálsar, koma svo inn í nota- lega eldhússtund þar sem var alltaf eitthvað gott að fá hvort sem það var í gogginn eða sam- verustund þar sem málin voru rædd og oftar en ekki afi að stríða ömmu. Fallega brossins hennar, hlýjunnar og skemmti- legra samræðna mun ég sakna mikið en hún gat verið svo hnytt- in og hreinskilin. Fallegar minningar um ömmu mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Ljúf er hvíld að loknum degi langur vegur genginn er, inn í land ljóss og friðar lífsins englar fylgja þér (G.H) Sólborg. Elsku amma okkar, við vitum að þú ert á góðum stað í faðmi afa og sona þinna. Við þökkum þér fyrir fylgdina í þessu lífi og minningin um góða hláturmilda ömmu lifir í hjörtum okkar. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Jóna Björk, Jón Þór, Ástrún Birta og Elín Fjóla. Þegar ég var að alast upp bjuggu amma og afi á Uppsala- veginum. Götuheitið tignarlegt og húsið stórt. Ég man enn hvernig var umhorfs þegar ég kom inn og gekk upp stigann. Það var ekki margt sem breyttist í áranna rás hjá ömmu og afa. Þar var allt á í sínum stað, klukk- an sló á veggnum, dagatalskubb- urinn sem þurfti að rífa af dag- lega, pípurnar hans afa, gullkarfan sem hægt var að breyta á ýmsa vegu og Lukku- Lákabækurnar sem ég las allar ótal sinnum. Þegar ég sat við eld- húsborðið sá ég kaffivélina inni í eldhúsi, við hliðina á glugganum. Kaffivélin var merkt með stórum rauðum stöfum ÁG. Enginn ann- ar átti jafn vel merkta kaffivél og amma. Það var nauðsynlegt þeg- ar þurfti að fara með vélina af bæ eins og þurfti stundum að gera. Við amma áttum sömu upphafs- staði og ég velti oft fyrir mér hvort ég myndi eignast svona vél þegar ég yrði stór. Stundum voru margir gestir á Uppsalaveginum en það var allt- af nóg pláss. Margir afkomendur komu langa leið í heimsókn og þá var auðvitað gist. Þegar voru margir í húsi fékk ég að sofa í litla sófanum sem var inni hjá afa og ömmu því ég passaði einmitt í hann. Það var ekki ónýtt. Amma var, ólíkt afa, ekki mik- ið fyrir að rifja upp gamla tíma en sem barn og unglingur gaf ég því engan sérstakan gaum. Síðar heyrði ég meira af lífshlaupi ömmu og því mótlæti sem hún þurfti að takast á við sem ung kona. Sögurnar sem amma sagði voru því dýrmætari fyrir vikið. Sagan af því þegar hún ætlaði að gefa strákunum nóg af ís í eitt skipti fyrir öll svo yrði ekki beðið um meira er í uppáhaldi. Hjá ömmu voru orð stundum óþörf. Þétt faðmlög þegar ég þurfti mest á því að halda sögðu meira en þúsund orð. Þótt amma væri ekki að trana sér og sínu fram þá var hún mjög ákveðin kona og vissi hvernig hún vildi hafa hlutina. Hún fylgd- ist vel með ýmsum nýjungum og var til í að prófa. Til dæmis að nota spaghetti þegar þurfti að kveikja á mörgum kertum. Stundum gaukaði amma að manni gjöfum, litlum sem stórum, „og ekki orð um það meir“. Stærsta gjöfin var þó tím- inn. Amma fylgdist vel með af- komendum sínum og var vel með á nótunum um þeirra hagi. Hún var með afmælisdaga allra á hreinu og klikkaði ekki á að senda kveðjur á Facebook. Það er merkilegt að ná jafn háum aldri og amma gerði þótt henni þætti sjálfri nú alveg nóg um. Ef það er líf eftir þetta líf vona ég að amma sitji á þilfari fljótaskips og sigli niður ána Rín í góðum fé- lagsskap. Álfheiður. Ásta frænka er látin. Hún skipaði alltaf stóran sess í lífi mínu. Móðir mín og Ásta voru systradætur, ættaðar frá Krossi á Barðaströnd. Ásta flutti eftir fermingu til foreldra minna og tveggja eldri bræðra. Á þessum tíma myndaðist náið samband milli frænknanna sem hélst alla tíð þrátt fyrir að síðar væri land- fræðilega langt á milli þeirra. Önnur búsett í Reykjavík en hin norður í landi. Ásta var mjög íhugul, greind og skemmtileg kona sem gott var að ræða við allt á milli himins og jarðar. Það var alltaf glatt á hjalla þegar Ásta og Valdi komu í heimsókn á bernskuheimili mitt. Þegar ég var 12 ára dvaldi ég um nokkurra vikna skeið hjá Ástu, Valda og börnum þeirra í Garði í Kelduhverfi. Frá þeirri dvöl er mér minnisstætt hversu auðvelt henni reyndist að leiðbeina og treysta ungviðinu fyrir krefjandi verkefnum. Ásta og Valdi fæddust sama dag. Hún er ógleymanleg afmæl- isveislan þeirra í Skúlagarði þeg- ar þau urðu 80 ára, 1. júlí 2008. Þarna voru samankomnir margir helstu hagyrðingar landsins sem skemmtu sér og öðrum veislu- gestum með kveðskap. Og voru þau hjónin allsendis vel fær í þeirri íþrótt. Sumarnóttin var einstaklega falleg og að mínu mati tákn um farsæld, ást og kærleik þeirra hjóna á lífsgöng- unni. Okkur hjónum var það alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja Ástu. Þegar við vorum á ferð í sumar á Norðurlandi urðu það okkur mikil vonbrigði að daginn sem við komum til Akureyrar hafði lokast fyrir heimsóknir, þar sem hún dvaldist, vegna hins skæða faraldurs. Að leiðarlokum kveðjum við kæran samferða- mann og sendum okkar bestu samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna þeirra. Auður Sigurðardóttir. Ásthildur Guðmundsdóttir ✝ Magnús Óla-son skipstjóri fæddist í inn- bænum á Akureyri 13. mars 1935. Hann lést 16. októ- ber 2020 á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Foreldar hans voru Salóme Hó- seasdóttir, f. 11.1. 1897, d. 3.9. 1975, og Óli Magnússon, f. 6.9. 1905, d. 24.1. 1997. Upp- eldissystir frá 8 ára aldri var Ingibjörg Sigmarsdóttir, f. 7.4. 1928, d. 25.3. 1988, og fóst- ursystir er Hólmfríður Svala Jóhannsdóttir, f. 16.8. 1943. Árið 1965 kvæntist hann Borghildi Kristbjörnsdóttur f. 25.5. 1936. Börn hans eru 1) Björn Rúnar, f. 10.5. 1961, d. 24.10. 2001, maki Ásta Guðný Kristjánsdóttir, börn þeirra, Birna og Magnús Vilhelm. 2) Kristinn, f. 6.1. 1962, maki Kristjana Guðrún Halldórs- dóttir, börn þeirra, Hallfríður og Halldór. 3) Svala Gígja, f. 12.11. 1967, maki Gústaf Adolf Þórarinsson, synir þeirra, Pat- rekur Óli og Björn Rúnar. 4) Óli, f. 16.4. 1970, dóttir hans er Hildur Katrín. Magnús sótti sjóinn frá unga aldri og lauk hann námi frá Stýrimannskól- anum árið 1964. Eftir að námi lauk fór hann á togara frá Útgerðafélagi Akureyringa og ári síðar á síðutog- arann Björgvin frá Dalvík. Árið 1973 réð hann sig sem stýrimann á skut- togarann Ólaf Bekk frá Ólafsfirði og fór hann til Japans það ár að sækja skipið. Magnús var á Ólafi Bekk þar til hann hætti sjómennsku árið 1978, vegna heilsubrests, síðustu árin sem skipstjóri. Magnús var mikill innbæingur og fluttist þaðan á brekkuna en þau hjónin bjuggu síðustu 20 árin í Hrís- eyjargötu 19. Útför Magnúsar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 26. október 2020, kl. 13.30. Vegna sóttvarnaráðstafana verða að- eins nánustu aðstandendur og gestir þeirra viðstaddir útför- ina. Streymt verður frá at- höfninni. https://tinyurl.com/yybfk6f4 Virkan hlekk á slóð má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Komið er að kveðjustund, nú þegar elskulegur tengdafaðir minn hefur kvatt þessa jarðvist. Mikill er missir okkar allra sem vorum honum náin. Okkar leiðir lágu fyrst saman í eldhúsinu í Heiðarlundinum, þar sem ég sat við eldhúsborðið ásamt syni hans og vorum við að borða kjúkling- inn sem átti að vera í sunnudags- matinn, síðan eru liðin 43 ár. Ég held að hvorugt okkar hafi rennt í grun að við ættum eftir að skapa aðrar eins minningar sem raun ber vitni. Maggi var ótrúlegur karakter, hörkutól af gamla skól- anum sem barðist alltaf og gafst aldrei upp, alveg sama hvað á bjátaði. Hann var líka svona „reddari“ eins og þegar ég fékk títuprjón í fótinn og hélt að hann ætlaði að skera mig upp við eld- húsborðið. Síðan hefur setningin „réttu mér gula hnífinn“ haft sér- staka þýðingu í fjölskyldunni. Maggi hafði líka stórt hjarta og var fjölskyldan ávallt í fyrsta sæti og eiga börnin mín honum mikið að þakka svo ekki sé minnst á allt sem ég átti í honum. Ég kveð því stórkostlegan mann með auð- mýkt og þakklæti í hjarta. Þín Ásta. Það síðasta sem þú sagðir við mig var „Birna, ég veit við sjáumst aftur.“ Fyrst þú sagðir það veit ég að þú stendur við það. Þú varst mér svo mikið elsku afi minn, allar minningarnar eru mér svo dýrmætar og ég mun passa vel upp á þær. Það sem þú gerðir ekki fyrir mig og stjanaðir við mig. Þú kenndir mér svo margt en fyrst og fremst varstu frábær fyrirmynd. Er þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og ég er full þakklætis fyrir að börnin mín hafi fengið að kynnast þér. Ég mun kenna strákunum allt það sem þú kenndir mér, líka að svindla. Þú varst svo mikill jaxl en samt með svo stórt hjarta, brjálæðislega fyndinn og skemmtilegur. Við er- um svo heppin að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar og ég man enn þá hvað mér fannst stór undar- legt þegar ég var lítil að það vissu ekki allir hver þú varst, þeir voru sko óheppnir! Eitt sem ég sé núna, en pældi ekkert í fyrr en nú, er að nánast allir mínir vinir í gegnum tíðina þekkja þig, allir voru velkomnir. Þú lést alla mína þig varða, það er einstakt. Þú varst stjarnan mín. Þegar ég heyri einhvern segja „ég á besta afann“ þá flissa ég inni í mér og hugsa „nei, þú bara veist ekkert“. Þú varst sko lang- bestur. Það er mér svo dýrmætt þegar þið amma komuð alla leið- inna til Hafslo að heimsækja mig þar sem ég bjó uppi á fjalli ofan í holu, það var dásamlegt og minn- ingarnar lifa. Það er gott að vita að þér líður betur, kominn á góðan stað og ég efast ekki um að það hafi verið hátíðarhöld á himnum þegar þið pabbi hittust aftur. En í sann- leika sagt þá á ég rosalega erfitt með að kyngja því að þú sért far- inn og ég sé lífið ekki fyrir mér án þín, þú hefur alltaf verið svo stór hluti af mér. Það heldur enginn grill eins og þú, það skrælir eng- inn kartöflur ofan í mig eins og þú og svo sannarlega smyr enginn betra brauð með silungi, þú gerð- ir flest betur en aðrir. Við munum halda vel utan um hvort annað, pössum upp á ástina þína hana ömmu og höldum áfram að hlæja. Ég elska þig afi minn og ég veit við sjáumst aftur. Þín Birna. Magnús Ólason Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.