Morgunblaðið - 26.10.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
fasteignaverdmat.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ísland er í aldrei betri stöðu sem
nú að ná sterkri stöðu í kvik-
myndagerð. Mörg stór verkefni
eru á teikniborðinu og þess er
beðið að kórónuveirunni sloti svo
hægt verði að hefjast handa,“ seg-
ir Leifur B. Dagfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Truenorth. „Mynd-
málið er sterkt og mikil land-
kynning felst í sjónvarpsþáttum
og kvikmyndum sem eiga sér oft
líftíma svo árum skiptir. Auknar
endurgreiðslur á kostnaði sem til
fellur við gerð kvikmynda hér á
landi, úr fjórðungi í 35%, er því
nokkuð sem atvinnugreinin kallar
eftir.“
Mörg verkefni sem íslenskt
kvikmyndagerðarfólk var með í
undirbúningi eru nú í biðstöðu.
„Nokkrum hefur þó verið hægt að
sinna og er gangurinn sá að leik-
arar og tæknifólk kemur að utan
eftir sýnatökur vegna kórónuveir-
unnar. Hefur aðsetur á hótelum
og fer ekki annað en á staði sem
starfinu tengist,“ segir Leifur.
Þarna tiltekur hann verkefni sem
Truenorth vann fyrir National
Geographic fyrr á þessu ári. Þar
var bandaríska stórleikaranum
Will Smith fylgt eftir á Norður- og
Austurlandi, meðal annars við
Stuðlagil og á sunnanverðum
Vatnajökli.
Eyland, Sturlunga
og Stuðlagil
Efni sem hægt er á nálgast á
hinum ýmsu efnisveitum mynd-
máls er óþrjótandi. Þetta skapar
fyrirtækjum í kvikmyndagerð
verkefni og þegar verulegir fjár-
munir eru í spilinu gerast stórir
hlutir.
„Við höfum fundið vaxandi
áhuga á íslenski framleiðslu svo
sem þáttaröðinni The Valhalla
Murders, sem á íslensku heitir
Brot, og var samstarfsverkefni
okkar með Netflix. Fleiri íslensk
fyrirtæki eru að vinna með
streymisveitum og hér á bæ eru
spennandi verkefni í skoðun.
Framleiðsla á þáttum byggðum á
Sturlungubókum Einars Kárason-
ar er eitt af því, og ég hætti ekki í
bransanum fyrr en verkefnið
kemst í framkvæmd. Stefnan er
alveg skýr. Þættir byggðir á þrí-
leiknum Dimmu, Drungi, Mistur;
skáldsögum Ragnars Jónassonar
eru í undirbúningi og verða unnir
með steymisveitu sem sjónvarps-
stöðin CBS í Bandaríkjunum er að
setja á laggirnar. Á næsta ári
vænti ég að byrjaði verði að filma
þætti byggða á Eylandi, skáldsögu
Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Í
því verkefnin erum við í samstarfi
við öflug fyrirtæki í Bretlandi. “
Fjárfesting samfélags
Þegar unnið er að stórum
kvikmyndaverkefnum á Íslandi
fylgir þeim gjarnan 200-400
manna hópur og hvert starf á
tökustað getur skapað tvö önnur í
nærsamfélaginu. Í tengslum við
þetta koma háar upphæðir inn í
hagkerfið, sem eru í veltunni
nokkra mánuði.
„Að efla þennan iðnað skiptir
miklu máli og endurgreiðslurnar
eru ekki styrkur, heldur góð fjár-
festing fyrir samfélagið allt," seg-
ir Leifur. „Flestir sem einhverju
ráða eru jákvæðir fyrir því að
endurgreiðslur verði auknar – og
skilja að kvikmyndaiðnaðurinn er
alvöru atvinnugrein. Í kvik-
myndastefnu til ársins 2030 sem
stjórnvöld hafa kynnt er margt
gott lagt til og skilningur á grein-
inni og hagsmunum hennar er
augljós.“
Gaman að segja sögur
Kvikmyndafélagið Truenorth
var stofnað árið 2003 og verkefnin
á þeim tíma eru mörg og fjöl-
breytt. Meginstarfsemin er á Ís-
landi, útstöðvar eru í Noregi,
Finnlandi, Kanaríeyjum og önnur
verkefnin víða um lönd. „Mér
finnst gaman að segja sögur,“ seg-
ir Leifur sem starfað hefur í kvik-
myndageiranum í um þrjátíu ár
og sinnt mörgu áhugaverðu.
„Fyrsta stórverkefnið sem við hjá
Truenorth fengum var svo Flags
of Our Fathers, stórmyndin með
Clint Eastwood um lokadaga síð-
ari heimsstyrjaldar austur í
Kyrrahafi. Ógleymanlegt verk-
efni og skemmtilegt, sem ég segi
að hafi raunverulega komið Ís-
landi á kortið í þeirri spennandi
atvinnugrein að búa til bíó.“
Auknar endurgreiðslur kostnaðar brýnt hagsmunamál kvikmyndagerðar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bíó Mikil landkynning í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum sem eiga sér
oft líftíma svo árum skiptir, segir Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth.
Myndmálið er sterkt
Leifur B. Dagfinnsson er
framkvæmdastjóri og aðaleig-
andi Truenorth Nordic ehf. og
er fæddur árið 1968. Er með
BA-gráðu í kvikmynda- og sjón-
varpsframleiðslu frá Bretlandi,
útskrifaður úr Verzló 1989.
Hefur stýrt framleiðslu á
mörgum þekktum kvikmynd-
um á Íslandi á borð við Star
Wars. Einnig The Secret Life of
Walter Mitty, Flags of our Fat-
hers, Eurovision: The Story of
Fire Saga, The Midnight Sky og
Die Another Day.
Hver er hann?
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörð-
un um að efnistaka og forvinnsla á
sandi í fjörunni um tvo kílómetra
austan Víkur í Mýrdal skuli háð mati
á umhverfisáhrifum. Skipulags-
stofnun telur að framkvæmdin kunni
að hafa umtalsverð umhverfisáhrif
og geti haft áhrif á landbrot. Fyrir-
huguð sé efnistaka úr fjöru nálægt
þéttbýli þar sem landbrot hafi verið
viðvarandi vandamál og ógnað
byggð. Áformuð efnistaka sé líkleg til
að draga úr stöðugleika fjörunnar og
flýta landrofi, segir í ákvörðun
Skipulagsstofnunar.
Til sandblásturs í Þýskalandi
Það er fyrirtækið Lavaconcept
sem hyggst vinna sand úr fjörunni
austan Víkur. Efnið á að nota til
sandblásturs í Þýskalandi og verður
tiltekin kornastærð nýtt. Samkvæmt
upplýsingum fyrirtækisins er um
prufuverkefni til næstu fimm ára
ræða. Ef vel gangi verði efnistaka
aukin. Á þessum fimm árum er fyr-
irhugað að vinna 145 þúsund rúm-
metra eða um 29 þúsund rúmmetra á
ári.
Í greinargerð Skipulagsstofnunar
segir að sjávarrof hafi lengi ógnað
byggð í Vík og þar hafi verið byggðir
sérstakir sandfangarar til að verja
þéttbýlið fyrir rofi. Þá segir að fram-
kvæmdin muni draga úr gildi strand-
lengjunnar sem útivistarsvæðis í ná-
grenni efnistökusvæðis þar sem
verði miklir flutningar á sandi úr
fjöru og upp á vinnslusvæði með til-
heyrandi umferð vinnuvéla og vöru-
bíla.
Ólík sjónarmið
Í skýrslunni eru sjónarmið Lava-
concept og Vegagerðarinnar um
landrof reifuð. Í gögnum frá Lava-
concept kemur fram að efnistaka fari
fram þar sem efni endurnýist sökum
stöðugs framburðar jökuláa og
hreyfingar á strandlengjunni. Efnis-
takan sé einungis brot af því magni
sem færist til á ströndinni á ári. Tel-
ur framkvæmdaraðili litlar líkur á
auknu landrofi, sem hefði annars
ekki átt sér stað.
Vegagerðin segir meðal annars að
til skemmri tíma litið sé ekki hægt að
líta framhjá því að landrof sé til stað-
ar og að efnistaka auki rof strandar-
innar. Vitnað er til skýrslu frá 1994
um árlegt landrof og segir að nátt-
úrulegt landrof gæti aukist um 70%
með framkvæmdinni. Vegagerðin
leggur áherslu á að um afar við-
kvæmt svæði sé að ræða og fá
strandsvæði í heiminum séu eins út-
sett fyrir öldu og suðurströnd Ís-
lands.
Hvati til að verja ströndina
Framkvæmdaraðili segir að vel
verði fylgst með fjörunni og land-
broti. Áformuð framkvæmd sé til
næstu fimm ára og ef hún reynist
arðbær muni áframhaldandi efnis-
taka fara í mat á umhverfisáhrifum
þar sem reynsla af áhrifum efnistök-
unnar og vöktun muni nýtast. Fyrr-
nefnd 70% muni hverfa hvort sem
efnistaka fari fram eða ekki og með
efnistökunni sé verið að búa til alvöru
hvata til að verja strandlengjuna.
Í skýrslunni kemur fram að fram-
kvæmdaraðili áætli að flytja þurfi
121 rúmmetra af sandi á hverjum
virkum degi frá efnisvinnslusvæði til
Þorlákshafnar. Sé miðað við að hver
vörubíll taki 10-16 rúmmetra af efni í
ferð megi gera ráð fyrir að fram-
kvæmdinni fylgi 15-24 ferðir vörubíla
á dag um þjóðvegi frá Vík til Þorláks-
hafnar.
Óttast aukið landrof með sandnámi
Framkvæmdin í umhverfismat
Landbrot hefur ógnað byggð í Vík
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sandfangari Til að verja byggðina í Vík í Mýrdal hafa verið gerðir þar sandfangarar sem ná talsvert í sjó fram.
Báturinn Drangur ÁR 307 sem sinnt
hefur sæbjúgnaveiðum út af Austur-
landi sökk nær fyrirvaralaust í höfn-
inni á Stöðvarfirði, upp úr klukkan
sjö í gærmorgun.
Steinar Sigurgeirsson, starfandi
skipstjóri á bátnum, segir að mikið
hafi verið lagt í bátinn til þess að
gera hann færan til sæbjúgnaveiða.
Hann kom til Stöðvarfjarðar í gær-
kvöldi til að kanna aðstæður. Með
honum í för var kafari á vegum
tryggingafélagsins TM sem ætlaði
að fara niður að bátnum í gærkvöldi.
Að sögn Steinars eru allar líkur á því
að báturinn sé ónýtur. „Þetta kemur
sér mjög illa því vertíðin var í raun
nýhafin. Hún hófst 1. september.“
Eigandi bátsins er fyrirtækið Au-
rora Seafood hf. Davíð Freyr Jóns-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, segir að þetta hafi komið mjög á
óvart. „Við erum algjörlega gáttað-
ir,“ segir Davíð. Hann segir að skipið
hafi staðið í höfninni á Stöðvarfirði
síðan um miðja síðustu viku. Nú sé
unnið að því að koma í veg fyrir
mengunarhættu og stefnt sé að því
að hífa skipið upp eins fljótt og
mögulegt er. vidar@mbl.is
„Við erum gjör-
samlega gáttaðir“
Bátur sökk í höfnina á Stöðvarfirði
Ljósmynd/Albert Kemp
Drangur ÁR 307 Báturinn sökk í
höfninni á Stöðvarfirði í gær.