Morgunblaðið - 26.10.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælummeð Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
yfirlýsingar húsfélags o.s.frv. sem
bætir yfirsýn fasteignasalans. Kerfið
einfaldar auk þess, með sjálfvirkum
hætti, ýmis handtök sem í dag taka
drjúgan hlut af vinnutíma fasteigna-
sala.“
Haraldur leggur á það áherslu að e-
fasteignir er ekki í hlutverki fast-
eignasölu heldur er vefsíðan tæki sem
bætir hina ýmsu ferla í fasteignavið-
skiptum. Að vissu leyti má líkja þjón-
ustunni við leigumiðlunarsíður sem
leiða saman leigjendur og leigusala,
nema þó að í tilviki fasteignaviðskipta
er um flóknari viðskipti að ræða sem
kalla á gagnaöflun úr ýmsum áttum.
Greiðari samskipti á milli
kaupanda og seljanda
„Ferð seljanda hefst með því að
hann stofnar notendareikning og aug-
lýsir í framhaldinu eftir tilboðum frá
fasteignasölum eftir að hafa sett inn
einfalda lýsingu á fasteigninni og
myndir eins og við á, en það er undir
seljandanum komið hvort hann setur
inn slík gögn á þeim tímapunkti,“ seg-
ir Haraldur. „Fasteignasalarnir geta
vegið og metið söluverkefnið og ef
seljanda hugnast tilboð þeirra þá geta
þeir gert þjónustusamning sín á milli
með rafrænum hætti,“ segir Harald-
ur og bætir við að allar þær upplýs-
ingar sem hægt er að nálgast í gagna-
söfnum hins opinbera séu gerðar
aðgengilegar í gegnum vef e-fast-
eigna. „Það er mjög gaman að segja
frá því að nú þegar hafa aðilar nýtt
sér þennan söluferil á vefsvæðinu og
fengið hagstæða söluþóknun í gegn-
um vefsvæðið þar sem aðilar voru að
stórum hluta sjálfir búnir að undirbúa
nauðsynleg gögn vegna sölunnar.
Kerfið býður líka upp á sjálfvirka
skjalagerð og stefnt er að því að einn-
ig verði hægt að framkvæma rafræn-
ar þinglýsingar í gegnum e-fasteignir,
þ.e. um leið og stjórnvöld opna að
fullu fyrir þá þjónustu.“
Með því að greiða fyrir beinum
samskiptum milli seljenda og áhuga-
samra kaupenda segir Haraldur að
tilboðsferlið geti gengið hraðar og
betur fyrir sig en ef fasteignasali væri
í hefðbundnu hlutverki sem milliliður.
„Og þar sem öll fylgigögn eru látin
fylgja söluyfirlitinu í kerfinu eru
kaupendur t.d. ekki að lenda í því að
fá á síðustu stundu upplýsingar sem
kunna að breyta forsendum kauptil-
boðs sem náðst hefur samkomulag
um.“
Sjálfur minnist Haraldur þess að
hafa þurft að vera á þeytingi við að að-
stoða konu sína við að gera tilboð í
fasteign. „Hún hafði ekki möguleika á
því að skjótast úr vinnu sinni til að
skrifa undir kauptilboð á venjulegum
afgreiðslutíma fasteignasalanna.
Kom það í minn hlut að hoppa út í bíl
og skjótast með skjöl á milli staða, í
ferli sem okkur hefur nú tekist að
gera rafrænt og sjálfvirkt að stórum
hluta svo viðskipti með fasteignir geta
farið fram með á þeim stað og tíma
sem fólki hentar.“
Þjónustuframboð e-fasteigna mun
halda áfram að vaxa og segir Harald-
ur m.a. unnið að því í samvinnu við
fjármálastofnanir að leyfa kaupend-
um að gera greiðslumat fyrir fram og
geta þannig flýtt fyrir viðskiptum
þegar samkomulag næst um kaup-
verð; verði þá ekki lengur þörf á að
bíða í nokkra daga eða jafnvel nokkr-
ar vikur eftir að kaupandinn ljúki
greiðslumati.“
Hlutverk fasteignasalans er
óbreytt og hann ber sömu skyldur og
áður gagnvart kaupendum og selj-
endum en Haraldur segir kerfið
spara þeim sporin svo að fasteignasal-
ar eigi að geta afkastað meiru í vinnu
sinni og sinnt fleiri viðskiptavinum.
„Og þar skapast vonandi svigrúm til
að keppa í verði svo neytendur njóti
góðs af í formi lægri sölu- og umsýslu-
þóknunar.“
Þróun sem gagnast öllum
Haraldur bendir á að svipuð tæki-
færi megi finna víða og bindur hann
miklar vonir við þá stefnu stjórnvalda
að raf- og sjálfvirknivæða ýmsa þjón-
ustu og skjalaafgreiðslu hins opin-
bera. Þannig er núna unnið að því að
gera mikið af þjónustu sýslumanna
aðgengilega með rafrænum hætti fyr-
ir lok þessa árs. „Með því er verið að
spara atvinnulífinu töluverða fyrir-
höfn og ættu áhrifin að verða mjög
greinileg á höfuðborgarsvæðinu þar
sem í dag þarf að sækja þessa þjón-
ustu á einn stað og oft heilmikil um-
ferð í kringum skrifstofur sýslu-
manns. Einnig er sífellt verið að
fækka umsýslustofnunum á lands-
byggðinni og rafrænar lausnir því
ekki síður mikilvægar þar,“ segir
hann. „Töluverður kostnaður fellur til
vegna þessa hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum, en eins er verið að fylla
vinnudag opinberra starfsmanna af
verkefnum sem ekkert er til fyrir-
stöðu að leysa af hendi með skilvirk-
ari og nútímalegri hætti.“
Gera fasteignaviðskipti liprari
Morgunblaðið/Ómar
Áskorun Utanumhald fasteignaviðskipta hefur sáralítið breyst í áranna rás.
Tæknin notuð til að auka gagnsæi, einfalda öflun gagna og útbúa skjöl með sjálfvirkum hætti
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nýtt markaðstorg fyrir fasteignavið-
skipti hefur litið dagsins ljós á vefsíð-
unni www.efasteignir.is. Haraldur
Pálsson er framkvæmdastjóri e-fast-
eigna og segir þessa lausn gott dæmi
um hvernig nýta megi tæknina til að
safna saman ýmsum gögnum með
sjálfvirkum hætti
og þannig spara
bæði tíma og pen-
inga allra sem í
hlut eiga.
Lýsa má e-fast-
eignum sem gátt
sem leiðir saman
seljendur, kaup-
endur og fast-
eignasala og ein-
faldar þeim öflun
og miðlun gagna
til að auka gagnsæi í fasteignavið-
skiptum. „Endanotandinn hefur mjög
skýra yfirsýn yfir fasteignaviðskipti
sín og á hægt um vik með að sjá öll
þau gögn sem varða viðskipti í fortíð
eða nútíð. Seljandi getur fylgst með í
rauntíma þegar tilboð berast og svar-
að gagntilboðum í gegnum þessa gátt
svo að tilboðsferlið verður gagnsærra
og liprara og boðleiðirnar styttri,“
segir Haraldur. „Þá einfaldar mark-
aðstorgið vinnu fasteignasala til
muna, en seljandi getur verið búinn
að forvinna gögn til fasteignasalans
og auðveldað honum vinnuna, t.d.
með því að hlaða upp myndum og
gera einfalda lýsingu á eigninni, afla
Haraldur
Pálsson
Kong fyrirhugaða skrán-
ingu og hlutafjárútboð Ant
Group en talið er líklegt að
útboðið slái met Saudi
Aramco árið 2019 þegar
hlutabréf fyrir 29,4 millj-
arða dala seldust í frum-
útboði sádiarabíska ríkis-
olíufélagsins. Að sögn
Financial Times áætla sum-
ir markaðsgreinendur að
Ant Group sé allt að 318 milljarða dala virði en
til samanburðar er markaðsvirði Facebook um
811 milljarðar og Berkshire Hathaway metið á
507 milljarða dala. Verður Ant Group skráð í
bæði Hong Kong- og Sjanghaí-kauphallirnar.
Ant Group, sem áður hét Alipay, er dótt-
urfélag netverslunarrisans Alibaba sem Ma
stofnaði.
Ant rekur m.a. rafrænu greiðsluþjónustuna
Alipay og fjölda fjártæknifyrirtækja eins og
t.d. lánshæfismatsfyrirtækið Sesame Credit.
Bent hefur verið á að fjármálaþjónusta utan
hins hefðbundna bankakerfis hefur reynst kín-
verska hagkerfinu vel en þar hafa um 460
milljónir manna litla sem enga formlega við-
skiptasögu hjá bönkum og erfitt hefur reynst
fyrir smá og meðalstór fyrirtæki að fá fyrir-
greiðslu í bankakerfinu. Fjártæknisprotar af
ýmsu tagi hafa brúað þetta bil og gengið svo
vel að í dag þykir Kína á margan hátt komið
fram úr Vesturlöndum í þróun fjártækni.
Hefur Ma sagt að ekki ætti að hanna fjár-
málakerfið þannig að það sé háð ákvörðunum
stóru bankanna heldur eigi að byggja á kerfi
sem samanstandi af „vötnum, tjörnum, lækjum
og sprænum“ sem beina fjármagni til allra
kima hagkerfisins. Þá hefur hann gagngrýnt
þau vinnubrögð hefðbundinna banka að veita
lán gegn veðum og lagt til að nýta í staðinn
gagnagreiningu til að ákvarða lánshæfi ein-
staklinga og fyrirtækja. ai@mbl.is
Kínverski milljarðamæringurinn Jack Ma seg-
ir alþjóðlegar reglur um fjármálaviðskipti ekki
falla vel að þörfum ríkja eins og Kína. Honum
þykja reglurnar leggja of ríka áherslu á leiðir
til að lágmarka áhættu og gera það á kostnað
getu þróunarlanda til að láta hagkerfi sín vaxa.
Ma lét þessi ummæli falla á ráðstefnu sem
haldin var í Sjanghaí um helgina í aðdraganda
hlutafjárútboðs Ant Group. „Basel-samning-
arnir minna á félag fyrir eldri borgara,“ sagði
hann. „Við getum ekki notað aðferðir gær-
dagsins til að skapa regluverk fyrir framtíð-
ina.“
Á miðvikudag samþykkti kauphöllin í Hong
Alþjóðlegar fjármálareglur henti ekki Kína
Jack Ma hleypir af skotum fyrir risa-hlutafjárútboð Ant Group Skráð í Sjanghaí og Hong Kong
Jack Ma