Morgunblaðið - 26.10.2020, Page 7

Morgunblaðið - 26.10.2020, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2020 Faxafeni 8, Sími 588 9890 STOFNA‹ 1925 Gerum tilboð - Eingöngu toppmerki - Matrix - Nordic Track - Proform Meiri hreyfing fyrir alla fjölskylduna Verð 279.990,- Öll þrektækjalínan okkar er uppstillt í sýningarsal og tilbúin til afgreiðslu strax. afsláttur af öllum MATRIX æfingatækjum Gjörbreyta hefur þurft starfsháttum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar vegna kórónaveirunnar. Frá og með síðustu viku eru tónfræðagreinar kenndar yfir netið, en hljómsveita- og samspilsæfingar og hóptímar hefur verið fellt niður. Aftur á móti næst að halda úti allri hljóðfæra- og söng- kennslu með óbreyttu sniði. „Við höf- um svo grímuskyldu í skólahúsinu sem gildir meðan við teljum nauð- syn,“ segir Haraldur Árni Haralds- son skólastjóri. „Við höfum sprittbrúsa í kennslu- stofum og æfingasölum og einnig í stofunum okkar í grunnskólunum. Því er fylgt vel eftir af kennurum að nemendur þvoi sér um hendur og spritti áður en kennslustund hefst. Eftir kennslustundir þrífa kennarar svo alla snertifleti hljóðfæra, búnaðar sem og hurðarhúna. Með þessum að- gerðum teljum við okkur vernda nemendur, starfsfólk og fjölskyldur þeirra, og líka verja.“ Alls eru 868 nemendur nú á haust- önn í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og tónleikahald hefur jafan verið hluti af skólahaldinu. Fernir tón- leikar eru fram undan. Verði af þeim verða engir áheyrendur í sal, en dag- skrá streymt á netinu eða klippur af atriðum sendar til foreldra og ann- arra. sbs@mbl.is Tónlistarnám fært á netið  Breytt skólastarf Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólastjóri Spritt og grímuskylda, segir Haraldur Árni Haraldsson. Heildstæður svipur er nú að komast á nýja miðbæinn sem verið er að reisa á Selfossi á vegum Sigtúns – þróunarfélags. Burstabygging, þar sem verður skyrsýning og -bar á vegum Mjólkursamsölunnar, er nú að verða fokheld og er áberandi kennileiti á svæðinu. Auk skyr- setursins verða fimm veitingastaðir og tveir barir í byggingu þessari, sem er alls um 1.400 fermetrar að flatarmáli; kjallari og tvær hæðir. Húsið er með sama svip og lagi og vinnslustöð Mjólkurbús Flóamanna sem forðum daga var á Selfossi en rifin um 1960. „Mjólkurbúshúsið nýja verður sannkölluð mathöll. Alls verða þrettán hús í þessum fyrsta hluta miðbæjarins. Níu af þeim hafa verið reist en fjögur eru ýmist í smíðum eða hafist verður handa um bygg- ingu þeirra á næstu vikum. Verk- efnið er allt á áætlun og okkur mið- ar vel áfram í þessu starfi. Ég trúi að miðbærinn muni skapa Sel- fossbæ og heimafólki þar alveg ný tækifæri til margvíslegrar þróunar og atvinnusköpunar. Tækifærin eru óþrjótandi,“ sagði Leó Árnason framkvæmdastjóri Sigtúns í sam- tali við Morgunblaðið. Stefnt er að því að miðbærinn og byggingar þar verði fullbúnar snemma sumars á næsta ári. Alls 25 fyrirtæki með starfsemi í húsunum, að auki fimmtán íbúðir sem fara í sölu í marsmánuði næstkomandi. sbs@mbl.is Mjólkurbúið reist í miðbæ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Í nýja miðbænum verður skyrsýning í kjallara burstahússins, sem ber sama svip og bygging Mjólkurbús Flóamanna sem var rifin um 1960.  Selfossbær fær nýjan svip  Mathöll og 25 fyrirtæki Hafnfirðingar eru hvattir til þess af bæjaryfirvöldum að hefja und- irbúning jóla með því að setja skreytingar upp sem fyrst. Á veg- um bæjarins er búið að koma fyr- ir ljósum sem minna á hina helgu hátíð við götur og á torgum og verður því starfi haldið áfram næstu daga. Eru íbúar hvattir til að gera slíkt hið sama vegna þess ástands sem nú er í samfélaginu. Svipað er uppi á teningnum í Reykjavík. Þar verða ljósin tendr- uð um næstu helgi og verið er að hleypa af stokkunum átaksverk- efni sem ber yfirskriftina Sköpum líf í lokun. Að því verkefni standa veitingamenn á Prikinu við Skóla- vörðustíg og er því ætlað að glæða miðbæinn lífi á þessum tím- um. Hafnfirðingar kveiki jólaljós Fjárveitingar ríkisins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða á næsta ári hækkaðar í 127,2 milljarða króna, en ekki um þessa tilgreindu fjárhæð, eins og skilja mátti af frétt í Morgunblaðinu sl. laugardag. LEIÐRÉTTING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.