Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stytta af Ása í Bæ hefur verið sett
upp við höfnina í Vestmannaeyjum.
Eyjamaðurinn Áki Gränz, listmálari
og myndhöggvari, gerði styttuna að
beiðni Árna Johnsen. Fyrirmyndin
var ljósmynd sem Sigurgeir Jónas-
son, ljósmyndari Morgunblaðsins,
tók af Ása. Ísfélag Vestmannaeyja
kostaði gerð bronsafsteypu af stytt-
unni og uppsetningu hennar.
„Ási í Bæ er einn af menningar-
frömuðum Eyjanna. Hann setti mik-
inn svip á mannlífið með söng sínum,
laga- og textagerð og ritstörfum.
Hann var einn aðalhöfundur texta
við þjóðhátíðarlög Oddgeirs Krist-
jánssonar ásamt þeim Árna úr Eyj-
um og Lofti Guðmundssyni. Það er
einsdæmi í heiminum að í litlu þorpi
hafi lent saman fjórir menn sem
sköpuðu jafn falleg ljóð og lög og
þeir gerðu. Þeir túlkuðu hjartalag
Eyjanna sjálfra og fólksins,“ sagði
Árni. „Ási var gegnheill Eyjamaður
og átti þessa stórkostlegu gáfu, söng
og spil. Auk þess var hann fiskikló
og aflamaður, allt í senn.“ Ási í Bæ
hét fullu nafni Ástgeir Kristinn
Ólafsson. Hann fæddist 27. febrúar
1914 og lést 1. maí 1985. Ási kenndi
sig við Litlabæ í Vestmannaeyjum.
Hann sagði að varla hefði liðið svo
dagur á bernskuheimili hans að ekki
heyrðist söngur í húsinu. Síðar bjó
Ási með fjölskyldu sinni í húsi við
Hásteinsvöll sem hann nefndi Bæ.
„Ég sá gifsafsteypu af styttunni
hjá Árna Johnsen og lagði til að við
myndum klára þetta,“ sagði Örvar
Guðni Arnarson, fjármálastjóri Ís-
félags Vestmannaeyja. Hann hefur
haldið utan um verkefnið fyrir hönd
Ísfélagsins. „Ég kvæntist sumarið
2018 og brúðkaupsveislan var haldin
í Smiðjunni hjá Árna Johnsen. Þar
sá ég gifsafsteypuna af leirstyttu
Áka Gränz og þurfti að bera hana í
fanginu á milli herbergja. Þannig
byrjaði þetta.“
Söngur og sögur Ása í Bæ
Bronsafsteypan var gerð í Pól-
landi og Málmsteypan Hella steypti
skjöld með upplýsingum um Ása í
Bæ og styttuna. Starfsmenn fiski-
mjölsverksmiðju Ísfélagsins önn-
uðust svo uppsetningu og frágang.
Frosti Gíslason hannaði hljóðkerfi
sem er við styttuna. Með því að ýta á
hnapp er hægt að hlusta á um 50
hljóðskrár með söng og frásögnum
Ása í Bæ sem Ingi Gunnar Jóhanns-
son og Gísli Helgason útbjuggu.
Sæþór Vídó hjá Eyjafréttum
gerði myndskeið um styttuna og
Ása í Bæ fyrir Ísfélag Vestmanna-
eyja og verður það sett á mbl.is í
dag.
Ætlunin er að efna til formlegrar
afhjúpunar styttunnar þegar heims-
faraldur kórónuveirunnar verður að
baki, mögulega næsta sumar.
Ási í Bæ setti svip á mannlífið
Stytta af Ása í Bæ, sem var allt í senn söng- og textaskáld, aflakló og rithöfundur Stendur við
smábátahöfnina í Vestmannaeyjum Hægt er að hlýða á söng og frásagnir Ása í Bæ við styttuna
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Ási í Bæ Við styttuna er hægt að heyra söng og frásagnir Ása. Friðrik Ragnarsson átti leið hjá og tyllti sér hjá Ása.
Ríkisstjórnin kynnti í gær nýjar
efnahagsaðgerðir vegna afleiðinga
kórónuveirufaraldursins.
Sagði Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra þegar hún kynnti
aðgerðirnar ásamt öðrum ráðherr-
um í gær, að reikna mætti með
sóttvarnaráðstöfunum í samfélag-
inu fram eftir vetri. Aðgerðunum
nú væri ætlað að koma til móts við
atvinnulífið og almenning í landinu.
Atvinnuleysið væri stærsta vanda-
málið og ríkisstjórnin hefði lagt
áherslu á að fjölga störfum og efla
nýsköpun og rannsóknir.
Atvinnuleysisbætur hækka
Meðal annars verður greitt sér-
stakt viðbótarálag á grunnbætur at-
vinnuleysistrygginga á næsta ári til
að koma til móts við þann hóp sem
fellur á næstu mánuðum út af tekju-
tengdum atvinnuleysisbótum. Þá
verður greidd desemberuppbót til
atvinnuleitenda sem eru í staðfestri
atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvem-
ber til 3. desember. Skerðingarmörk
í barnabótakerfinu verða einnig
hækkuð frá áramótum og svonefnd
hlutabótaleið framlengd til 31. maí.
Greidd verður út 50 þúsund króna
skattfrjáls eingreiðsla til þeirra ör-
orku- og endurhæfingarlífeyrisþega
sem eiga rétt á lífeyri á árinu fyrir
18. desember, til viðbótar við des-
emberuppbót sem jafnframt kemur
til greiðslu í desember. Í upphafi
næsta árs eru síðan boðaðar var-
anlegar breytingar á örorkulífeyr-
iskerfi almannatrygginga.
Viðspyrnustyrkir
Þá kom fram á fundi ráð-
herranna að frumvarp um við-
spyrnustyrki hefði verið samþykkt
í ríkisstjórn og biði þinglegrar
meðferðar. Samkvæmt frumvarp-
inu geta rekstraraðilar, sem hafa
orðið fyrir a.m.k. 60% tekjufalli í
almanaksmánuði á tímabilinu frá 1.
nóvember 2020 til og með 31. maí
2021, frá sama mánuði árið 2019,
fengið styrk úr ríkissjóði til að
mæta rekstrarkostnaði í mánuðin-
um.
Áskilið er að tekjufallið stafi af
heimsfaraldri kórónuveiru eða að-
gerða stjórnvalda til að hefta út-
breiðslu hennar. Styrkirnir geta
hæst orðið 2-2,5 milljónir króna.
Viðspyrna fyrir Ísland
Framhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn efnahagsáhrifum kórónuveirunnar
125,0
5,0
3,0
285,0
80,0
20,0
20,0
125,0
15,0
50,0
80,0
42,5
40,0
890,5
Félagsstarf fullorðinna
Félagsleg einangrun
Vitundarefling — fræðsla fatlaðra
Félagsstarf fatlaðra
Biðlistaátak GRR
Fjölmenningarsetur
Virkni ungmenna af erl. uppruna
Félagsstarf viðkvæmra barna
Forvarnir lögreglu, viðkvæm börn
Tilfinninga- og hegðunarvandi
Frjáls félagasamtök
Heimilislausir
Velferðarreiknir og ráðgjöf á vef
SAMTALS
Sértækar
félagslegar aðgerðir
í milljónum króna
Grunnatvinnuleysisbætur
2021 hækka
17.920 kr.
50-100%
starfshlutfall
40-70%
tekjufall
70-100%
tekjufall
10.422 kr.
7.948 kr.
hækkun
18.446 kr.
6.149 kr. með hverju barni
600.000 kr. að hámarki á
starfsmann
(á hvert 30 daga tímabil)
120 milljónir kr. að hámarki á
hvern
rekstraraðila
viðbótarframlag
307.430 kr.
Desemberuppbót
atvinnuleitenda
Hlutabætur framlengdar
til 31. maí 2021
Tekjufallsstyrkir
apríl til nóvember 2021
Viðspyrnustyrkir
apríl til nóvember 2021
86.853 kr.
á mánuði
344.322 kr.
á mánuði
Grunnatvinnuleysisbætur
foreldra með tvö börn
Hærri greiðslur vegna
framfærslu barna
Lokunarstyrkir
Fyrir lokanir 18.9.2020 til 31.5.2021
700.000 kr.
400.000 kr.
að hámarki á stöðugildi
500.000 kr.
að hámarki á stöðugildi
2.000.000 kr.
Heildarfjárhæð rekstaraðila á mánuði
2.500.000 kr.
Heildarfjárhæð rekstaraðila á mánuði
17.500.000 kr.
að hámarki til rekstaraðila á tímabilinu
að hámarki
0
10
20
30
40
50
60 þ.kr.
Hækkun
Óbreytt
3 börn2 börn1 barn
60-80%
tekjufall
80-100%
tekjufall
400.000 kr.
að hámarki á stöðugildi
500.000 kr.
að hámarki á stöðugildi
2.000.000 kr.
Heildarfjárhæð rekstaraðila á mánuði
2.500.000 kr.
Heildarfjárhæð rekstaraðila á mánuði
17.500.000 kr.
að hámarki til rekstaraðila á tímabilinu
Stjórnvöld kynna nýjar aðgerðir
Atvinnuleysisbætur hækka og atvinnuleitendur fá desemberuppbót Eingreiðsla til örorku- og end-
urhæfingarlífeyrisþega Fyrirtæki geta sótt um viðspyrnustyrki ef tekjur hafa lækkað yfir 60%
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðgerðir kynntar Ráðherrar kynntu efnahagsaðgerðirnar í Hörpu í gær.