Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir aðlögun fram undan á húsnæð- ismarkaði í miðborginni. Það verði að óbreyttu offramboð á skrifstofu- húsnæði. Hluti lausnarinnar geti því verið að breyta skrifstofum í íbúðir. Tilefnið er samtal við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykja- víkur, í Morgunblaðinu í gær. Til upprifjunar sagði Dagur aukið framboð á auðum atvinnurýmum skapa tækifæri fyrir minni og meðalstór fyrirtæki til að koma sér fyrir í miðborginni. Daginn áður kom fram í Morgunblaðinu að at- vinnurými í tugatali standi nú auð í miðborginni. „Við höfum séð að verð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Því er kannski ekkert óeðli- legt að einhver leiðrétting verði þar á. Hækkandi verð var auðvitað hluti af ástæðunni fyrir því að einstakar verslanir og rekstur var að færast til,“ sagði Dagur um leiguverðið. Endurspeglar liðna tíð Þá gaf borgarstjóri í skyn að heimilt yrði að breyta skrifstofum í íbúðir. Á næstu misserum muni losna mikið skrifstofurými í Kvos- inni með flutningi Alþingis í nýtt skrifstofuhús gegnt Ráðhúsinu og flutningi Landsbankans í nýjar höfuðstöðvar við Hörpu. En þessar nýbyggingar eru 6.000 og 16.500 m2. Spurður um þessa greiningu borgarstjóra segir Guðjón að eflaust megi finna dæmi þess í miðborg Reykjavíkur að leiguverð hafi „endurspeglað ævintýri fortíðar“. Nánar tiltekið „þegar menn keppt- ust við að opna verslanir og vera með rekstur í miðborginni til að sigla á öldum ferðamannastraums- ins“. Nýbyggingar auka framboðið „Ég held að upptakturinn af því sem Dagur er að segja séu atriði sem við höfum komið á framfæri við borgaryfirvöld ansi lengi,“ segir Guðjón. „Við höfum bent á þróunina sem er að eiga sér stað í miðborg- inni, sérstaklega hvað varðar skrif- stofuhúsnæði. Því staðreyndin er sú að Alþingi er að stíga upp úr 4.000 fermetrum á almenna leigumark- aðnum og byggja yfir sig og þar með losna 4.000 fermetrar. Lands- bankinn er að flytja úr geysimiklu rými í miðborginni og að byggja nýjar höfuðstöðvar sem þeim datt svo í hug að hafa 6-7 þúsund fer- metrum stærri en þeir hafa not fyr- ir. Það aftur skapar framboð, fyrir utan uppbygginguna á Hafnartorgi, á Austurbakka og á öðrum stöðum. Ef allt þetta húsnæði kemst í not gæti það komið niður á öðrum stað- setningum. Það er enda ekki þörf á þessu skrifstofuhúsnæði á markaðn- um. Einhvers staðar mun allt þetta framboð rífa í,“ segir Guðjón sem telur að í ljósi þessa kunni að vera skynsamlegt að breyta skrifstofum í íbúðir á völdum stöðum í miðborg- inni. Það muni stuðla að jafnvægi á markaðnum. Gætu orðið eftirsóttar Slíkar íbúðir gætu orðið eftirsótt- ar enda eru skrifstofur Alþingis og Landsbankans steinsnar frá Aust- urvelli og nýjum bílakjallara á Hafnartorgi. Slíkar íbúðir gætu m.a. boðið upp á meiri lofthæð en al- mennt er. Guðjón telur ekki að kórónuveiru- faraldurinn muni hafa varanleg áhrif á spurn eftir atvinnuhúsnæði. Þegar faraldrinum lýkur vilji fólk aftur geta skilið milli heimilis og vinnu. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir greiningu borgar- stjóra engin nýmæli. Þróunin í mið- borginni hafi verið fyrirséð, ef frá séu talin tímabundin áhrif kórónuveirufaraldursins. Leiguverð „fáránlega“ hátt „Markaðurinn með atvinnuhús- næði í miðbænum er að ganga í gegnum gagngerar breytingar. Sú þróun hefur verið í undirbúningi mjög lengi hjá bæði borgaryfirvöld- um og einkaaðilum. Með uppbygg- ingu á stórum einingum á Hafnar- torgi og í Kvosinni kemur hágæða verslunar- og atvinnuhúsnæði sem hefur ekki verið til staðar í Reykja- vík. Að sjálfsögðu hefur leiguverð verið að lækka, til dæmis á Lauga- veginum, enda var það líka orðið fá- ránlega uppskrúfað,“ segir Helgi sem telur að nýju jafnvægi sé náð. Skal tekið fram að Reginn er með atvinnuhúsnæðið á Hafnartorgi en ÞG Verk er með íbúðir á reitnum. Ekki eins og hrávara Helgi kveðst bjartsýnn á fram- haldið og spáir því að markaður með atvinnuhúsnæði í miðbænum verði enn sterkari innan fárra ára. „Þegar menn fullyrða að offram- boð sé að skapast á skrifstofuhús- næði í miðbænum eru þeir að hugsa um það eins og hverja aðra hrávöru sem er alrangt. Nú er skrifstofu- húsnæði að losna í 50-60 ára göml- um byggingum sem fer ekki aftur á markað sem skrifstofuhúsnæði. Af því að það uppfyllir ekki lágmarks- gæðakröfur til skrifstofuhúsnæðis að teknu tilliti til aðgengis, lofthæð- ar og hljóðvistar svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helgi og gagnrýnir hrakspár um miðbæinn. „Það þýðir ekki að standa í miðjum storminum og spá einhverju nú. Hann mun lægja.“ Þungamiðjan færist til Að sama skapi muni rými á Laugavegi ganga í endurnýjun eftir því sem þungamiðjan í verslunar- og veitingarekstri færist vestar að Hafnartorgi. Við þá tilfærslu kunni að skapast tækifæri fyrir smærri fyrirtæki til að innrétta skrifstofur með móttöku á Laugavegi. „Það felast mikið frekar tækifæri í þessum breytingum en ógnanir. Um 700 nýjar íbúðir hafa komið á markað í miðbænum síðustu miss- eri. Nýir íbúar munu skapa nýja þörf fyrir atvinnuhúsnæði,“ segir Helgi. Miðborgin á umbreytingarskeiði  Forstjóri Reita segir nýbyggingar Alþingis og Landsbankans stuðla að offramboði í miðborginni  Forstjóri Regins telur rangt að spá offramboði  Gömlum skrifstofum verði enda breytt í íbúðir Morgunblaðið/Eggert Miðborgin Með Hafnartorgi jókst framboð á vönduðu verslunarhúsnæði. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 ÍBÚÐIRMEÐBÍLSKÚROGÚTSÝNI Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@fjolhus.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@fjolhus.is sími: 860 4700 www.fjolhus.is Ármúla 3 sími 511 1020 Sölusýning sunnudaginn 15. nóvember Freyjubrunnur 23 Úlfarsárdal Spennandi tveggja herbergja íbúðir með glæsilegu útsýni og innbyggðum bílskúr, í nýju lyftuhúsi. Fallegt 8 íbúða fjölbýli, vandaður frágangur, viðhaldslétt. Stærðir frá 95,1 – 122,8 fm. Verð frá 48.9 millj. Afhending í desember 2020. Hafið samband við okkur. BÓKIÐ SKOÐUN Sýnummilli kl. 14:00 –15:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.