Morgunblaðið - 21.11.2020, Page 12

Morgunblaðið - 21.11.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 HEARTSINE -SAMARITAN PAD EINFÖLD OG GÓÐ HJARTASTUÐTÆKI fyrir fyrirtæki og stofnanir. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar okkar í síma 580 3900 eða á netfangið fastus@fastus.is Opið virka daga frá 8:30 – 16:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Notendavæn stuðtæki, tilbúin til notkunar. 227.000 kr. m/vsk 312.000 kr. m/vsk Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er ekki að startamilljónasöfnun, heldurfyrst og fremst að vekjamáls á því að margir í okkar samfélagi þurfa stuðning. Mér finnst það mjög mikilvægt nú þegar jólin nálgast og myrkrið vex, þá líður ekki öllum vel. Og sumir halda ekki jól vegna trúar til dæm- is. Við getum öll lagt eitthvað af mörkum með einum eða öðrum hætti, ekki endilega með því að gefa peninga, það skiptir líka máli að gefa af tíma sínum, hvort sem það felst í því að búa eitthvað til eða heimsækja þá sem þurfa á því að halda,“ segir Elfur Sunna Bald- ursdóttir, en hún ákvað að sauma bútasaumsteppi til að gefa þeim sem þurfa, eða til að selja þau og gefa ágóðann til bágstaddra. „Ég fékk þessa flugu í höfuðið eftir að hafa fylgst með mömmu sauma bútasaumsteppi, ég fékk í raun innblástur frá henni. Ég aug- lýsti eftir efni í teppi, hvaða textíl sem væri, og fékk alveg helling. Þegar ég var komin með allt þetta fría efni í hendurnar og fannst eins og ég gæti ekki notað það til eigin nota fékk ég hugmyndina að því að sauma bútasaumsteppi til gefa eða selja og láta ágóðann renna til ein- hvers góðs málefnis. Mér var því ekki til setunnar boðið og byrjaði á fyrsta teppinu, en þetta tók reynd- ar meiri tíma en ég hélt og svo skall á prófatíðin í skólanum, svo ég hef minna getað sinnt sauma- skapnum en ég vildi,“ segir Elfur Sunna sem leggur stund á nám í lífrænni ræktun í Garðyrkjuskól- anum sem er hluti af Landbún- aðarháskólanum. Annar taktur fyrir norðan Elfur Sunna er fjölhæf og skapandi og hefur komið víða við. „Ég flutti til Berlínar og bjó þar í eitt ár og sótti meðal annars tíma í söngnámi. Síðan fluttist ég til Amsterdam og fór í listnám í Rietveld-listaháskólanum. Ég bjó þar í þrjú ár en fluttist heim til Ís- lands um síðustu jól. Reyndar fór ég í einn mánuð til Bandaríkjanna í upphafi þessa árs til að ferðast, en svo flutti ég alfarið heim, norð- ur á Akureyri, og bjó þar í sumar. Í haust flutti ég svo í bæinn þegar ég byrjaði í náminu í Garðyrkju- skólanum,“ segir Elfur Sunna sem er norðankona, hún fæddist á Akureyri og bjó þar flest sín bernskuár. „Vissulega er annar taktur fyrir norðan en í höfuð- borginni, þar liggur engum neitt á. Afi keyrði til dæmis bílinn sinn á Akureyri þar til hann var 93 ára, allir virtust taka tillit til hans. Allt er persónulegra í minni samfélögum og allir voða kumpánlegir og spjalla saman þegar þeir mætast á förnum vegi. Kærastinn minn er frá Skotlandi og við vitum fátt betra en fara norður til pabba og mömmu í rólegheitin. Við höfum ekkert komist í allan vetur vegna Covid, við söknum þess heilmikið.“ Getum lært hvert af öðru Elfur Sunna tekur fram að sér finnist mikilvægt að benda á að margir séu að gera góðverk núna, til dæmis hafi einn maður auglýst eftir mat á síðunni „allt gefins“ og hundrað manns brugðist við því og viljað gefa mat. „Mér finnst ekki talað nógu mikið um fátækt og stéttaskiptingu í íslensku samfélagi, þetta eru mál- efni sem eru þögguð. Ég vil líka vekja athygli á einmanaleika, sem hefur aukist mikið í Covid. Við þurfum að sinna þessu með því til dæmis að hringja og spjalla við fólk, spjalla um daginn og veginn án þess að eitthvað sérstakt sé að. Nú eða heimsækja fólk, gera eitt- hvað hversdagslegt saman, elda saman eða fá sér kaffisopa. Mér finnst eldra fólkið okkar líka vera falið í okkar samfélagi og ekki nógu mikill samgangur milli kyn- slóða. Við getum lært svo mikið hvert af öðru, eldra fólk og yngra. Ég vil að umræðan sé tekin um fá- tækt og einmanaleika, og ég vil hvetja fólk til að leggja sitt af mörkum,“ segir Elfur Sunna og bætir við að sig langi með búta- saumsteppunum ekki aðeins að gefa eitthvað til að hlýja ein- hverjum, heldur líka vekja þá til- finningu hjá þeim sem þiggur að einhver sé að hugsa til hans eða hennar. „Umhyggjan felst í að gera eitthvað fyrir aðra. Ég er líka al- veg til í að búa til bakpoka, kodda- ver eða hvað annað sem kæmi sér vel. Ég veit ekki hvort þessi teppi hjá mér eru nógu fal- leg, kannski vill eng- inn þiggja þau eða kaupa þau,“ segir hún og hlær. „Ég vil gjarn- an fá ábendingar frá fólki um hvert ég eigi að snúa mér með teppin, nú eða hugmyndir um hvað annað ég ætti að sauma sem kæmi sér vel fyrir einhvern. Ég vil gjarnan komast í samband við ein- staklinga eða sam- tök sem geta komið þeim þangað sem þörf er fyrir þau, eða fá ábendingar um hvert ég get farið með peninginn sem ég fengi fyrir þau, ef ég sel þau til að safna. Kannski Konukot vilji þiggja teppi fyrir sína skjól- stæðinga?“ spyr Elfur Sunna og bætir við að fólk megi gjarnan senda ábendingar og hugmyndir á netfangið: elfursunna@simnet.is Vill vekja athygli á fátækt á Íslandi „Mér finnst ekki talað nógu mikið um fátækt og stéttaskiptingu í íslensku samfélagi, þetta eru mál- efni sem eru þögguð,“ seg- ir Elfur Sunna. Morgunblaðið/Eggert Elfur Sunna „Umhyggjan felst í að gera eitthvað fyrir aðra,“ segir hún. Bútasaumur Fyrsta teppið sem Elfur Sunna bjó til er litríkt. Nú þegar þættirnir um kórónuna – ekki veiruna, heldur hina bresku The Crown sem situr á höfði drottningar – eru svo vinsælir sem raun ber vitni er ekki úr vegi að sýna eina mynd úr raunheimum þess kóngafólks sem þættirnir fjalla um. Á myndinni hér fyrir ofan gefur að líta Elísabetu Eng- landsdrottningu og eiginmann henn- ar, Philip prins, þar sem þau skoða kort sem langömmu- og langafabörn- in þeirra bjuggu til handa þeim í til- efni af brúðkaupsafmæli þeirra. Það eru börn Vilhjálms og Katrínar, þau George, Charlotte og Louis, sem eiga heiðurinn af kortinu sem hjónin skoða hér í Eikarherberginu í Wind- sor-kastala. Elísabet og Philip fögn- uðu 73 ára brúðkaupsafmæli í gær 20. nóvember og hafa því gengið saman dágóða stund, í blíðu og stríðu, rétt eins og fólk hefur fengið að kynnast í þáttunum The Crown, en fjórða sería er nýfarin í loftið. Í þátt- unum kynnast áhorfendur lífi fólks- ins í Buckinghamhöll. Brúðkaupsafmæli í Buckinghamhöll Elísabet og Philip fagna því að hafa verið gift í 73 ár AFP Gleði Elísabet og Philip gleðjast yfir kortinu frá barnabarnabörnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.