Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 16
ÚR BÆJARLÍFINU Birna G. Konráðsdóttir Borgarfirði Haustið hefur verið Borgfirð- ingum fremur gott. Stillur hafa verið að undanförnu og í þekktum „kuldapollum“ héraðsins hefur ver- ið grimmdarfrost síðustu daga, allt að 17 stigum á óopinberum mælum. Borgarfjörðurinn ofanverður hefur verið þakinn íshröngli, en inn til landsins eru stráin hrímuð og þakin fögrum ísnálum. En nú eru blikur komnar á loft og spáð er minna frosti og roki næstu dægur.    Borgfirðingar hafa, eins og aðrir landsmenn, ekki farið var- hluta af heimsfaraldrinum. Lífið hefur gengið hófstilltar fyrir sig en stundum fyrr og lítið farið fyrir heimsóknum til vina. Erfitt hefur verið að bera kennsl á kunningja í búðum, þar sem allir bera grímu. Ekki er þó allt neikvætt við það ástand sem ríkt hefur. Jóla- ljósin hafa verið kveikt óvenju snemma á mörgum húsum, eins og sjá má víða um land, kannski til að minna fólk á að það birtir upp um síðir. Jólin bíða þín í Borgarbyggð er nafn á átaki sem sveitarfélagið Borgarbyggð hefur ýtt úr vör. Mein- ingin er að skapa notalega jólastemn- ingu heima í héraði í aðdraganda jóla. Vegna þessa hafa þegar verið settar upp fyrstu ljósaskreyting- arnar á vegum sveitarfélagsins í þétt- býlinu Borgarnesi því stefnt er að því að jólaljós og jólalög ásamt fjöl- breyttu vöru- og þjónustuúrvali og heitu kakói verði í boði í sveitar- félaginu á aðventu. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að kynna þá vöru og þjónustu sem stendur til boða og hins vegar að kynna aðventuviðburði sem fyrir- tæki, félagasamtök eða aðrir munu bjóða upp á. Á þennan hátt er verið að hvetja íbúa sveitarfélagsins og næstu ná- granna til að gera jólainnkaupin heima, tryggja þannig að fjölbreytt þjónusta verði til staðar í heima- byggð og skapa um leið ljúfa og nota- lega stemningu á aðventunni.    Samhugur í Borgarbyggð er hópur sem stofnaður var af Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsu- gæslustöðvarinnar í Borgarnesi. Hlutverk hópsins er að aðstoða þá sem minna mega sín í aðdraganda jóla, svo enginn þurfi að líða skort yf- ir jólin. Margir hafa misst vinnuna í því ástandi sem ríkt hefur svo þrengra er í búi hjá fleiri fjölskyldum en oft fyrr. Hægt er að setja gjafabréf inn um bréfalúgu í Ráðhúsi Borgarbyggðar sem merkt eru „Samhugur í Borg- arbyggð“ og verður þeim komið til skila. Fyrirtæki og einstaklingar hafa þegar gefið ýmsar gjafir, m.a. mat. Búið er að koma upp jólatré í anddyri heilsugæslunnar í Borg- arnesi og þangað er hægt að koma pökkum, bæði til jólagjafa og eins til að aðstoða jólasveina. Þeir sem óska eftir stuðningi eða vita um einhvern sem þarfnast hans geta haft samband á netfangið sam- hugur@samhugur.net.    Í Borgarfirði hagar svo til að sól- in sést ekki alls staðar í dimmasta skammdeginu þar sem landslag skyggir á. Það á meðal annars við um Hvanneyri. Þar hverfur hún í kring- um 28. nóvember og sést ekki aftur fyrr en um 14. janúar. Þeim tímamót- um er að sjálfsögðu fagnað með góðu kaffi og meðlæti, þegar sólin nær að teygja sig yfir fjöllin. Skapa jólastemningu heima í Borgarbyggð Morgunblaðið/BGK Borgarbyggð Margir húseigendur hafa nú þegar kveikt jólaljós og sett upp skreytingar utan á húsunum. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Reykjavíkurborg leggst eindregið gegn því að Alþingi samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar sem nú er til meðferðar í þinginu. Ekki komi til greina að svipta Reykjavíkurborg skipulagsvaldi yfir flugvellinum. Þetta kemur fram í umsögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Ebbu Schram borgarlögmanns um tillöguna. Umsögnin var kynnt í borgarráði á fimmtudaginn. Fulltrúar meirihlutans í ráðinu bókuðu að umrædd tillaga til þings- ályktunar væri í andstöðu við stjórn- arskrárvarinn sjálfsstjórnarrétt og skipulagsvald sveitarfélaga. Þá sé bent á í umsögn borgarlögmanns og borgarstjóra að niðurstaða slíkrar ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu getur hvorki bundið Reykjavíkur- borg né haggað gildi lögmætra skipulagsáætlana sem gilda um Reykjavíkurflugvöll. Loks er bent á að nú þegar er að störfum hópur sem kannar Hvassahraun til hlítar sem nýtt flugvallarstæði. Sá hópur á að skila niðurstöðu fyrir lok árs 2022. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir, lagði fram svo- hljóðandi bókun: „Reykjavíkurborg krefst þess að vera sjálfstæð og þá sérstaklega í skipulagsmálum. En þegar kemur að bágum fjármálum borgarinnar á ríkið að koma með gríðarlegt fjármagn inn í reksturinn. Umsögn borgarlögmanns er sláandi þegar litið er til samnings ríkisins við Reykjavíkurborg um framtíð Reykjavíkurflugvallar frá 29. nóv- ember 2019. Ég hef nú þegar skrifað stjórn umhverfis- og samgöngu- nefndar bréf þar sem ég lýsti yfir forsendubresti Reykjavíkurborgar við samninginn.“ sisi@mbl.is Borgin vill ekki þjóðaratkvæði  Ekki sé hægt að svipta borgina skipu- lagsvaldi yfir flugvelli Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugstarfsemi Miðstöð innanlands- flugsins er á Reykjavíkurflugvelli. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Gert er ráð fyrir að Biskupsstofa (þjóðkirkjan) verði rekin með 91 milljónar króna tekjuhalla árið 2021, samanborið við 54 milljóna króna tekjuhalla í áætlun ársins 2020. Kirkjuþing fundaði sl. fimmtudag um fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir árið 2021. Ráðgjafarsvið KPMG ehf. hefur aðstoðað þjóðkirkjuna/Biskupsstofu við fjárhagsáætlunargerð ársins 2021 og að styrkja innviði til áætl- unargerðar í framtíðinni. „KPMG og Biskupsstofa hafa, við gerð fjárhags- áætlunarinnar, leitað leiða til hag- ræðingar sem nú þegar hefur verið tekið tillit til í fjárhagsáætluninni. Framundan er þörf á frekari umbót- um innan Biskupsstofu,“ segir í sam- antekt fjárhagsáætlunarinnar. Rekstrartekjur Biskupsstofu árið 2021 eru áætlaðar alls krónur 3.926.567.892. Þar vega greiðslur úr ríkissjóði langmest, en þær eru áætl- aðar 3.845 milljarðar. Leigutekjur eru áætlaðar tæpar 80 milljónir. Gagngreiðslur ríkissjóðs Íslands byggjast á viðbótarsamningi ís- lenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019 og forsendum þar að lútandi, segir í áætluninni. Vegin hækkun gagngreiðslna á milli ára er áætluð 3,2%, en áætluð gagngreiðsla byggist á gögnum úr fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Almennt er gert ráð fyrir 2,4% verð- lagshækkun á árinu 2021 og 3,0% hækkun launa starfsmanna Biskups- stofu. Laun og launatengd gjöld vega langþyngst í rekstrarkostnaði Bisk- upsstofu/þjóðkirkjunnar. Þær greiðslur eru áætlaðar rúmir þrír milljarðar á næsta ári eða 77,5% af öllum kostnaði. Áætlunin gerir ráð fyrir 144 stöðu- gildum biskupa og presta að meðal- tali, að teknu tilliti til mannabreyt- inga og afleysinga vegna veikinda og námsleyfa, og launum og launa- tengdum gjöldum þeirra. Stöðugildi einstakra sviða á Biskupsstofu eru 32. Þetta eru fasteignasvið, fræðslu- svið, rekstrarsvið og þjónustusvið. Samkvæmt fimm ára fjárhags- áætlun þjóðkirkjunnar, þ.e. fyrir ár- in 2021-2025, er áætlað að umskipti verði á rekstrinum strax árið 2022. Þá er gert ráð fyrir tæplega 10 millj- óna tekjuafgangi og 43 milljóna af- gangi öll árin þar á eftir. Morgunblaðið/Ómar Prestastefna Gert er ráð fyrir taprekstri kirkjunnar á næsta ári en síðan fer að rofa til. Áætlunin gerir ráð fyrir 144 stöðugildum biskupa og presta. Þjóðkirkjan rekin með tapi næsta ár  Þörf er á frekari umbótum innan Biskupsstofu, segir í fjárhagsáætlun Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Mercedes Benz C300e 4matic AMG line 2020 Erummeð glæsileg eintök af þessum stórskemmtilega bíl til sýnis og sölu. Eknir frá 5-15 þkm. Bensín og rafmagn (plug in hybrid), drægni 50 km. Sjálfskiptir, fjórhjóladrifnir (4matic). AMG line innan og utan. Stafræntmælaborð, leiðsögukerfi o.fl. Nokkrir litir í boði. VERÐ frá 7.990.000 Audi A3 E-tron Design 2018 Erummeð glæsileg eintök af þessum vinsæla bíl til sýnis og sölu. Eknir frá 8-31þkm. Bensín og rafmagn (plug in hybrid), drægni 44 km. Sjálfskiptir, framdrifnir. Stafræntmælaborð, leiðsögukerfi, 18“ álfelgur o.fl. Nokkrir litir í boði. VERÐ frá 4.390.000 Sjón er sögu ríkari, sýningarbílar á staðnumog reynsluakstur í boði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.