Morgunblaðið - 21.11.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 21.11.2020, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur kynnt fyrirhug- aðar framkvæmdir við nýja brú á hringvegi um Hverfisfljót í Skaft- árhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Í tengslum við byggingu nýrrar brúar þarf að endurbyggja hring- veginn á kafla. Kostnaður við verk- ið er áætlaður rúmar 700 milljónir króna. Nýja brúin, sem er um 20 kíló- metra austan Kirkjubæjarklaust- urs, mun leysa af hólmi einbreiða stálbitabrú með steyptu gólfi sem byggð var árið 1968. Fyrirhugað er að byggja nýja 74 metra langa og tvíbreiða brú yfir Hverfisfljót á hringvegi, við hlið núverandi brúar, eða 20 metra neð- an hennar, auk vega sem tengja nýja brú núverandi vegakerfi. Nýr vegur og brú verða samtals um 2,2 kílómetra löng, þar af verður 1,1 km nýlögn og 1,1 km endurbygging núverandi vegar. Tilgangur framkvæmdarinnar er að fækka einbreiðum brúm á hring- vegi. Markmiðið er að auka um- ferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum. Vegagerðin áætlar að vegur og brú verði byggð árið 2021 og hægt verði að taka mannvirkið í notkun um haustið. Einnig verður byggður nýr án- ingarstaður við Hverfisfljót í stað núverandi áningarstaðar sem hverfur undir nýjan veg. Á þessum stað er fallegt útsýni í átt að Lóma- gnúpi og Öræfajökli og því er nauð- synlegt að byggja nýjan, öruggan og stærri áningarstað. Á núverandi stað er aðeins pláss fyrir 3-4 bíla. Á nýjum áningarstað verður eitt rútustæði, þrjú húsbílastæði og 10 fólksbílastæði. Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra á umhverfið verði sem minnst, segir í kynningu Vegagerðarinnar. Sam- ráð hefur verið haft við hagsmuna- aðila og sveitarfélag við undirbún- ing framkvæmdarinnar. Vega- gerðin telur að framkvæmdin hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Vegagerðin hefur sent kynning- arskýrsluna til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdarinnar. Þeir sem vilja veita umsögn um fyrirhugaða fram- kvæmd hafa frest til 25. nóvember til að skila umsögn til Skipulags- stofnunar. Hverfisfljót er jökulá með grunn- vatnsþætti, segir í kynningu Vega- gerðarinnar. Hún fellur úr Síðu- jökli vestanverðum, meðfram eystri jaðri Eldhrauns niður á Fljótseyr- ar, rétt vestan Skeiðarársands. Við jökulleysingu að sumarlagi er mik- ill aurburður í Hverfisfljóti en að vetrarlagi er vatnið að mestu tært. Ný brú byggð yfir Hverfisfljót  Kemur í staðinn fyrir einbreiða brú á hringvegi  Samhliða verður vegurinn færður til á kafla  Ný brú eykur umferðaröryggi  Nýr áningastaður gerður með fallegu útsýni að Lómagnúpi Hverfisfljót Núverandi brú er einbreið og farartálmi, byggð árið 1968. Ný brú yfi r Hverfi sfl jót G ru nn ko rt : Lo ft m yn di r Núpsvötn Brunná Hverfisfljót Fyrirhugað 74 m löng og tvíbreið brú verður 20 m neðan við núverandi brú Skaftafell 45 km Kir kju bæ jar - kla us tu r 20 km 1 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Þrátt fyrir fækkun farþega kom upp metfjöldi skilríkjamála í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrra. Þetta kem- ur fram í ársskýrslu lögreglustjór- ans á Suðurnesjum fyrir árið 2019. Alls komu upp hundrað slík mál árið 2019. Fjölgaði þeim lítillega milli ára, en árið 2018 voru slík mál 98 talsins. Hefur umræddum málum fjölgað gríðarlega hratt síðustu ár, en þau hafa nær þrefaldast frá árinu 2015. Fjölgunin skýrist m.a. af því að verkefni greiningarsviðs flugstöðv- ardeildar leiddu til fleiri afskipta af einstaklingum með fölsuð skilríki innan flugstöðvarinnar en árið á undan. Að því er segir í ársskýrsl- unni var grunnfölsun algengasta leiðin, en breytifölsun og misnotkun voru sömuleiðis algengar aðferðir. Með misnotkun er átt við mál þar sem einstaklingur framvísaði óföls- uðu skjali annars manns. Skilríkin sem um ræðir voru frá 27 mismunandi aðildarríkjum, en sérlega mikið bar á fölsun kennivott- orða. Má rekja skýringuna þar að baki til ferða til Bretlands og Írlands frá svæðum innan Schengen. Til landanna tveggja gilda evrópsk kennivottorð. Alls náðu skilríkjamál á árinu 2019 til 30 þjóðlanda, en langflestir voru frá Albaníu eða 41%. Það sama átti við um árin 2017 og 2018. Næst komu Sómalía og Georgía en þangað mátti rekja alls 26% þeirra sem hingað komu með fölsuð skilríki. Að því er fram kemur í ársskýrslu 2019 voru algengustu útgáfuríki í skilríkjamálum í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar Ítalía og Grikkland. Þá var talsverður fjöldi falsaðra skil- ríkja gefinn út í Svíþjóð og Frakk- landi. Eftirlitið batnað mjög Undanfarin ár hefur verið unnið að því að bæta landamæravörslu hér á landi. Við Schengen-úttekt árið 2017 komu í ljós ákveðnir veikleikar við framkvæmd landamæraeftirlits. Frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst að endurbótum. Í árs- skýrslunni fyrir árið 2019 kemur fram að nefnd á vegum Schengen hafi komið hingað til lands að nýju í október í fyrra. Samkvæmt niður- stöðum nefndarinnar eru engir al- varlegir veikleikar á framkvæmd og stjórnskipulagi landamæramálefna á Íslandi. Þá hafa gæði landamæraeftirlits í heild aukist og þá sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Að því er segir í ársskýrslunni munaði þar mikið um fjölgun starfsmanna og aukið fjár- magn til málaflokksins. Morgunblaðið/Ómar Flugstöð Skilríkjamálum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Metfjöldi skil- ríkjamála í fyrra  Fjöldi mála hefur nær þrefaldast frá árinu 2015  Hundrað mál komu upp PCC Bakki mun ráða til sín fleiri starfsmenn að nýju upp úr áramót- unum, gangi áætlanir eftir, en von- ir standa til að verksmiðjan verði ræst á nýjan leik að vori. Kemur þetta fram í tilkynningu. PCC greip til tímabundinnar stöðvunar á ofnum verksmiðjunnar í ágúst sl. til að gera nauðsynlegar endurbætur á reykhreinsivirki hennar. Vegna erfiðra heimsmark- aðsaðstæðna sem sköpuðust í kjöl- far kórónuveirufaraldursins var ákveðið að endurræsa verksmiðj- una ekki að svo stöddu. Í kjölfarið var gripið til hóp- uppsagna en enn starfa þó ríflega 50 manns hjá fyrirtækinu sem vinna að frekari endurbótum á búnaði og undirbúningi endurræs- ingar. Undanfarna mánuði hafa mark- aðir aðeins rétt úr kútnum, þó ekki svo að verð geti enn talist við- unandi, að mati fyrirtækisins. „Vonir standa þó til að með vorinu munum við bæði sjá fram á lægri framleiðslukostnað sem og betri markaðsaðstæður og miðast nú vinnan á Bakka við að endurræsing verksmiðjunnar hefjist næsta vor,“ segir í tilkynningu. Gangi þessar áætlanir eftir er ljóst að upp úr áramótum mun ráðningarferli starfsmanna hefjast. Jafnframt eru nú í gangi viðræður við birgja verksmiðjunnar varðandi endurræsinguna. Telur fyrirtækið ljóst að til að verksmiðjan geti tal- ist samkeppnishæf á heimsmarkaði sé gott samstarf við birgja lykil- atriði. helgi@mbl.is Undirbúa fjölgun starfsfólks  Stefnt að endurræsingu kísilvers PCC á Bakka í vor Morgunblaðið/Hari Bakki Vonast er til að verksmiðjan verði gangsett á ný í vor. H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0 ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Óskum eftir ungum og glöðum fasteignasölum. Góð vinnuaðstaða, miklir tekjumöguleikar. Upplýsingar gefur Óskar í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is Óskar Bergsson löggiltur fasteignasali • Sími 893 2499 • oskar@eignaborg.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.