Morgunblaðið - 21.11.2020, Síða 26
Fjöldi sjúkrarúma á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum árið 2018
8.0 7.6 7.3 7.0 7.0 6.6 6.5 6.4
5.9 5.7 5.6 5.6 5.5
5.0 4.6 4.6 4.5 4.4 4.3 4.2
3.6 3.5 3.5 3.3 3.2 3.1 3.0 3.0 2.9 2.5 2.4 2.1
Þý
sk
al
an
d
B
úl
ga
ría
Au
st
ur
rík
i
U
ng
ve
rja
la
nd
Rú
m
en
ía
Té
kk
la
nd
Pó
lla
nd
Li
th
áe
n
Fr
ak
kl
an
d
Sl
óv
ak
ía
B
el
gí
a
Kr
óa
tía
Le
tt
la
nd
ES
B
m
eð
al
ta
l
Sv
is
s
Ei
st
la
nd
Lú
xe
m
bo
rg
Sl
óv
en
ía
M
al
ta
G
rik
kl
an
d
Fi
nn
la
nd
N
or
eg
ur
Po
rt
úg
al
Ký
pu
r
H
ol
la
nd
Íta
lía
Ír
la
nd
Sp
án
n
Ís
la
n
d
B
re
tla
nd
D
an
m
ör
k
Sv
íþ
jó
ð
Heimild: OECD Health Statistics 2020/Eurostat
Fjöldi sjúkrarúma á hverja 1.000 íbúa
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sjúkrarýmum á Íslandi hefurfækkað töluvert á umliðn-um árum og enn hallar und-an fæti ef marka má árleg-
an samanburð OECD á stöðu
heilbrigðismála í ríkjum sem gefinn
var út í vikunni (Health at a Glance:
Europe 2020). Fjöldi sjúkrarúma á
hverja þúsund íbúa var 2,9 á Íslandi
árið 2018 og fækkaði lítið eitt frá
árinu á undan þegar hér á landi var
3,1 sjúkrarúm skv. samanburði
OECD.
Aðrar norrænar þjóðir eru einn-
ig neðarlega á lista þegar dvalarrými
á sjúkrastofnunum eru borin saman.
Þrjú lönd eru fyrir neðan Ísland í
samanburði á sjúkrarúmum miðað
við höfðatölu hverrar þjóðar, Bret-
land (2,5), Danmörk (2,4) og Svíþjóð
rekur lestina (2,1). Að meðaltali voru
fimm sjúkrarúm á hverja þúsund
íbúa í aðildarlöndum Evrópu-
sambandsins á sama tíma. Alls eru
27 lönd fyrir ofan Ísland í þessum
samanburði.
Norðurlöndin koma mun betur
út þegar lagt er mat á mannafla í
heilbrigðisþjónustu og er Ísland yfir
meðallagi Evrópulanda í þeim sam-
anburði. Fjölmargir þættir heilbrigð-
isþjónustu og heilsufars þjóðanna
eru bornir saman í skýrslu OECD
og kemur Ísland yfirleitt nokkuð vel
út varðandi aðgengi og þjónustu,
ævilengd o.fl. líkt og í fyrri úttektum
OECD.
Alls voru 14,7 starfandi hjúkr-
unarfræðingar á hverja þúsund íbúa
á Íslandi 2018 og er hærra hlutfall
aðeins að finna í Noregi (17,7) og
Sviss (17,6). Þá hefur starfandi lækn-
um fjölgað á síðustu tíu árum ef mið-
að er við höfðatölu. Alls voru 3,9
læknar á hverja þúsund íbúa hér á
landi árið 2018 og er það lítið eitt
fyrir ofan meðallag í Evrópu. Fjöldi
tannlækna í Evrópulöndunum er
mjög breytilegur og er fjöldi tann-
lækna á hvern íbúa á Íslandi nálægt
meðaltali í Evrópu eða 0,8 á hverja
þúsund íbúa.
Sjúkrahúslegur hafa styst í
meirihluta Evrópulanda frá aldamót-
um. Meðaltalsdvöl á sjúkrahúsum
hér á landi var 5,9 dagar á árinu
2018, sem er töluvert undir meðal-
legutíma í Evrópulöndum og eru að-
eins fimm lönd með styttri meðal-
legutíma en Ísland í samanburði
OECD.
Útgjöld til heilbrigðismála á
hvern íbúa á Íslandi voru talsvert yf-
ir meðaltali Evrópulanda í fyrra en
Ísland er þó ekki meðal efstu þjóða í
samanburðinum. Umreiknað til sam-
bærilegs verðlags í evrum jafngiltu
útgjöldin 3.261 evru á hvern íbúa hér
á landi 2019 en t.d. 4.505 evrum í
Noregi, 3.919 evrum í Svíþjóð og
3.154 í Bretlandi. OECD ber líka
saman heilbrigðisútgjöldin, bæði
opinber útgjöld og valfrjálsar trygg-
ingar og greiðslur úr eigin vasa, mið-
að við landsframleiðslu, og þá kemur
í ljós að heildarútgjöldin til heilbrigð-
ismála voru 8,8% af landsframleiðslu
hér á landi í fyrra, sem er nokkru yf-
ir meðaltali í löndum ESB (8,3%).
Færri sjúkrarúm en í
flestum Evrópulöndum
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ari fróði létþann fyr-irvara fylgja
Íslendingabók að
væri eitthvað þar
missagt væri „skylt
að hafa það heldur, er sannara
reynist“. Í blaðamennsku hefur
löngum verið haft að leiðarljósi
að gott sé að vera fyrstur með
fréttina, en fyrst verði fréttin að
vera rétt.
Á síðum Morgunblaðsins hef-
ur undanfarið farið fram ritdeila
milli Björns Bjarnasonar og
Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.
Upphaf deilunnar var umsögn,
sem birtist í aðsendri grein eftir
Björn, um nýja bók Ólínu. Snýst
deilan um fullyrðingar Ólínu um
að Bjarni Benediktsson, faðir
Björns, hafi þegar hann var
utanríkisráðherra ásamt banda-
rískum ráðamönnum og með að-
stoð bandarísku alríkislögregl-
unnar, FBI, komið því til leiðar
um miðja síðustu öld að bækur
Halldórs Laxness hættu að
koma út í Bandaríkjunum.
Í Morgunblaðinu í gær birtist
grein eftir Ólínu ásamt myndum
af tveimur trúnaðarskjölum,
sem eru frá 1948 og hafa verið
gerð opinber, frá William
Trimble, þáverandi sendiherra
Bandaríkjanna í Reykjavík til
utanríkisráðuneytisins í Wash-
ington.
Segir Ólína að skjölin sýni
svo ekki verði um villst að hún
hafi rétt fyrir sér. En er það
svo?
Í því fyrra segir Trimble að
von sé á því að Atómstöðin komi
út, væntanlega í Bandaríkj-
unum, innan hálfs
mánaðar. Kveðst
Trimble þar eiga
von á að það myndi
skaða orðspor
skáldsins kæmi í
ljós að hann hefði skotið undan
skatti og mælist til þess að
greiðslur höfundarlauna til hans
verði skoðuð. Í því skjali er
hvergi minnst á Bjarna eða ís-
lenska ráðamenn.
Í seinna skjalinu er fjallað um
höfundarlaun Halldórs og sagt
að gögn hafi komið fram um að
þau hafi ekki öll verið gefin upp
til skatts. Þar kemur einnig
fram að Bjarni hafi séð gögnin,
en þar sem þau hafi verið sýnd
honum í trúnaði sé ekki hægt að
nota þau komi til þess að skatta-
mál skáldsins fari fyrir dóm-
stóla. Í þessu skjali er ekki orð
um útgáfu bóka Halldórs.
Það er auðvelt að draga
ályktanir og smíða samsæris-
kenningar, en hversu langt er
réttlætanlegt að ganga í að lesa
milli lína? Þessi samskipti um
skattamál Halldórs kunna að
þykja óviðurkvæmileg, en sam-
kvæmt skeyti sendiherrans
snerust þau aðeins um þessar
erlendu greiðslur til Halldórs
og hvort þær hefðu verið taldar
fram.
Ólína grípur til þess bragðs
að slá saman efni skeytanna til
þess að fá sína útkomu um hlut-
verk Bjarna, sem varð síðar rit-
stjóri Morgunblaðsins. Ólína
segir í grein sinni að frumheim-
ildirnar tali sínu máli. Þær
segja bara ekki það sama og
hún heldur fram.
Frumheimildirnar
tala sínu máli, en
tala þær máli Ólínu?}
Það sem rétt er
Þessa daganastendur yfir
kynning á
breytingartillögum
á aðalskipulagi
Reykjavíkur-
borgar. Breyting-
arnar eru við aðal-
skipulag 2010 til
2030 og kveða jafn-
framt á um framlengingu skipu-
lagstímans um tíu ár eða til
2040.
Þétting byggðar er leiðar-
stefið í tillögunum og eru þétt-
ingarreitirnir flestir nærri fyr-
irhugaðri borgarlínu. Auðvelt
er að gagnrýna bæði þessa
stefnu og borgarlínuna. Er það
virkilega vilji borgarbúa að búa
í fjölbýlishúsum? Reynslan
bendir til hins gagnstæða og
kannski má segja að þessi
stefna byggist á sömu ósk-
hyggju og hugmyndirnar um
borgarlínuna. Þar er stefnan að
verja tugmilljörðum í ferða-
máta sem ólíklegt er að margir
vilji nota.
Í Morgunblaðinu í dag birtist
grein eftir Bjarna Reynarsson
skipulagsfræðing
þar sem farið er yf-
ir inntak tillagn-
anna og færð gild
rök fyrir því að full
ástæða sé til að
staldra við þau
áform sem þar
koma fram bæði
um þéttingu byggð-
ar og borgarlínu. Bjarni setur í
greininni fram margar spurn-
ingar til borgaryfirvalda sem
brýnt er að svara.
Í upphafi sagði að nú stæði
yfir kynning á þessum tillögum.
Það er reyndar orðum aukið.
Breytingartillögurnar hafa far-
ið mjög leynt, svo leynt að
leyniþjónustur gætu grætt á því
að kynna sér vinnubrögðin til
að átta sig á hvernig gera eigi
hluti án þess að nokkur taki eft-
ir.
Nær hefði verið að kynna
þetta með bumbuslætti og nú
fer hver að vera síðastur því að
frestur til að gera athuga-
semdir við tillögurnar rennur
út í næstu viku. Aðeins nokkrir
dagar eru til stefnu.
Lykilbreytingar á
aðalskipulagi á að
miða við þarfir og
óskir borgarbúa og
kynna með
bumbuslætti}
Framtíð Reykjavíkur
C
ovid-þreytan virðist alltumlykjandi
í samfélaginu í dag. Veiran lætur
enn á sér kræla þrátt fyrir að við
sjáum smitum fækka ört. Það er
mikið gleðiefni að sjá tölur smit-
aðra fara niður en við höfum engu að síður lært
af biturri reynslu að fagna ekki of snemma. Í
sumar náðum við að lifa nærri eðlilegu lífi en
þurftum svo að bakka til baka í það ástand sem
við erum nú í með verulegri skerðingu á okkar
daglega lífi. Covid-þreytan birtist í spurningum
alls almennings en einnig kjörinna fulltrúa um
hvort rétt sé að málum staðið. Ég spurði í vik-
unni á vettvangi þingsins hvers vegna ekki væri
tekin ákvörðun um að allir sem koma til lands-
ins færu í tvöfalda skimun. Svar heilbrigðis-
ráðherra var á þá leið að árangur skimana væri
ótvíræður en það væri ekki víst að heimild til
slíkrar skyldu væri fyrir hendi. Það þykir mér harla sér-
stakt því það er jú val ferðamanna að koma hingað og þau
gætu þá valið að koma ekki hingað vilji þau alls ekki sæta
skimun. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skimun verði gjald-
frjáls svo fjárhagshliðin ætti ekki að koma í veg fyrir þessa
skyldu heldur ætti einmitt að vera hvati enda tíminn með-
an beðið er niðurstöðu skimunar skemmri en sóttkví.
Heimsfaraldurinn hefur einnig opinberað veikleika í
heilbrigðiskerfinu. Húsnæði og mönnun í heilbrigðiskerf-
inu er ófullnægjandi og því reynist íslenska ríkinu, eins og
dæmin sýna, örðugt að tryggja fullnægjandi og örugga
heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið og starfsmenn þess
hafa á undanförnum mánuðum verið undir
nærri ómennsku álagi. Deildum hefur verið
umturnað, breyta þurfti bráðadeild í covid-
göngudeild, loka þurfti fyrir heimsóknir og
taka upp fjarlækningar í ríkara mæli. Starfs-
fólk hefur þurft að skerða mjög sitt persónu-
frelsi utan vinnu og leggja sig í beina hættu á
vinnustað við að sinna covid-sýktum ein-
staklingum. Skinnið í lófum heilbrigðisstarfs-
fólks tætist upp undan ofnotkun handspritts
og andlitið er þrútið vegna notkunar andlits-
gríma og búninga á heilu vöktunum. Þetta, of-
an á ófullægjandi aðbúnað sjúklinga og heil-
brigðisstarfsfólks, er ekki náttúrulögmál. Það
er hægt að taka ákvörðun um að fjölga starfs-
fólki í heilbrigðisgeiranum til að koma til móts
við áralanga undirmönnun nú þegar atvinnu-
leysi er í hæstu hæðum ef ríkisstjórnin hefði til
þess kjark. Kjark og framsýni að horfa til framtíðar við
uppbyggingu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi
eins og meirihluti þjóðar vill. Veiran sjálf er algjört skað-
ræði og er í eðli sínu eins og náttúruhamfarir en ófullnægj-
andi aðbúnaður og aðstæður til umönnunar er pólitísk
ákvörðun, og það er þar sem ábyrgðin liggur, hjá stjórn-
völdum sem taka ákvörðun um vanfjármögnun okkar
grunnkerfis heilbrigðisþjónustu. Því er hægt að breyta ef
vilji er fyrir hendi.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Heilbrigði þjóðar til framtíðar
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Íslendingar eru meðal efstu
þjóða í Evrópu þegar lagt er
mat á ævilíkur við fæðingu.
Meðalævilíkur Íslendinga eru
nú 82,6 ár og er Ísland í 8.
sæti meðal 37 þjóða. Í skýrslu
OECD kemur einnig fram að
hvergi í Evrópu er að finna
lægra hlutfall barna með litla
fæðingarþyngd. Aðeins 3,6%
barna voru undir 2.500
grömmum við fæðingu hér á
landi en meðaltalið í löndum
ESB var 6,6%.
Líkt og í fyrri skýrslum OECD
kemur fram að meirihluti Ís-
lendinga teljist of þungur. Of-
þyngd færist í vöxt í löndum
Evrópu og er í skýrslunni sögð
vera stórt heilbrigðisvandamál
í álfunni. Eitt af hverjum fimm
15 ára ungmennum í Evrópu á
við ofþyngd að glíma. Meðal
fullorðinna Íslendinga telur ríf-
lega fjórðungur sig vera of
þungan og er það hlutfall
hvergi hærra meðal ríkja Evr-
ópu nema á Möltu. Tölur um út-
breiðslu mislinga í fyrra sýna
að tilfellin voru 2,5 á hverja
100 þúsund íbúa hér á landi,
nokkru fleiri en annars staðar á
Norðurlöndum.
Ísland í átt-
unda sæti
ÆVILÍKUR EVRÓPUÞJÓÐA