Morgunblaðið - 21.11.2020, Page 29

Morgunblaðið - 21.11.2020, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Faxabraut 11, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Töluvert endurnýjuð 4ra herbergja efri hæð (tvö svefn- herbergi, tvær stofur) ásamt bílskúr í tvíbýlishúsi. Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð kr. 37.500.000 135,1 m2 Greinarhöfundur á tværbernskuminningartengdar skák og árinu1964. Sú fyrri tengist myndasyrpu Óla K. Magnússonar á baksíðu Morgunblaðsins um mán- aðamótin janúar-febrúar. Þar var sagt frá einni viðureign Tals á fyrsta Reykjavíkurskákmótinu. Nokkrum vikum síðar vakti leik- félagi minn athygli á því að alnafni minn hefði orðið Íslandslands- meistari í skák. Hann hét fullu nafni Helgi Sigurjón Ólafsson en millinafnið var nær óþekkt meðal skákmanna. Eitt helsta skákafrek þessa ágæta manns var rifjað upp þegar hann féll frá 31. ágúst sl. Í byrjun apríl 1964 greindu fjölmiðlar frá því að tvítugur piltur úr Leirunni í Gerðahreppi á Suðurnesjum hefði orðið Íslandsmeistari í skák og skotið aftur fyrir sig mörgum af bestu skákmönnum þjóðarinnar. Bragi Kristjánsson, sem var meðal þátttakenda, sagði mér að sigur hans hefði verið verskuldaður. Helgi hlaut átta vinninga af ellefu mögulegum. Í síðustu umferð vann hann Jón Kristinsson en Björn Þorsteinsson, sem þá var með ½ vinnings forskot, tapaði fyrir Jón- asi Þorvaldssyni. Þetta voru ein- hver óvæntustu úrslit sem um gat í sögu Íslandsmótsins. En svo skyndilega sem Helgi braust fram á sjónarsviðið hvarf hann jafn skjótt. Hann tók ekki sæti í ólymp- íuliði Íslands á Ólympíumótinu í Tel Aviv um haustið, var með á Ís- landsþinginu ári síðar en gekk ekki vel. Helgi settist að í Hólmavík og fluttist síðar til Ísafjarðar. Hann var lærður prentari og lét mikið til sín taka í verkalýðsmálum, var for- maður Verkalýðsfélags Hólmavík- ur, um skeið, síðar starfsmaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og varaformaður þess. Eftir að Íslandsmót skákfélaga hóf göngu sína fyrir 46 árum sást aftur til Helga við skákborðið með Taflfélagi Hólmavíkur og þar tefldi hann við hlið annars fyrrverandi Íslandsmeistara, Jóns Krist- inssonar, sem einnig bjó lengi í Hólmavík. Ég tefldi eina kappskák við nafna – á alþjóðamóti tímarits- ins Skákar við Ísafjarðardjúp. Tólf keppendur, þar af þrír stórmeist- arar, og tefldu allir við alla og Helgi, sem varð í 8. sæti, vann tvo af bestu skákmönnum Vestfirð- inga, Guðmund Gíslason og Magn- ús Pálma Örnólfsson. Og hann tefldi einnig þessa glæsilegu sókn- arskák: Alþjóðamótið við Ísafjarðardjúp 1988; 9. umferð: Helgi Ólafsson – Guðmundur Halldórsson Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 Db6 8. Rf3 cxd4 9. cxd4 f6 10. exf6 Rxf6 11. 0-0 Bd6 12. He1 0-0 13. Rf4 Bd7 14. Rxe6 Hfe8 15. Bf5 Re7 16. Bh3 Bb4 17. He3 h6 18. Rf4 Fyrstu leikirnir voru þekktir og bera vott um staðgóða byrj- anaþekkingu. 18. … Bxh3 19. Rxh3 Rf5 20. Hd3 g5 21. Rhxg5!? Hvergi banginn. Hann gat einnig leikið 21. Hb3 eða 21. Re5 með góðri stöðu. 21. … hxg5 22. Bxg5 Re4 23. Bf4 Bd6 24. Re5? Þessi leikur er ónákvæmur vegna 24. … Bxe5 25. Bxe5 Hxe5! En annað tækifæri fékk Guð- mundur ekki. 24. … Dxb2 25. Dg4+ Rg7 26. Hf1 He6 27. Hb3 Dxd4 28. Hxb7 Be7 Hvítur hugðist svara 28. … Bxe5 með 29. Hxg7 Bxg7 30. Dxe6+ með flókinni stöðu. 29. Bh6! Hxh6 30. Hxe7 Hh7 31. Dg6 Hf8 32. He8! Frábær leikur. Ef nú 32. … Hxe8 þá kemur 33. Df7+ Kh8 34. Rg6 mát. Svartur er varnarlaus. 32. … Rg5 33. Hxf8 Kxf8 34. Dxg5 Dh4 35. Rg6+ - og svartur gafst upp. Nafni minn Íslandsmeistarinn Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ofangreind fyr- irsögn á fyllilega rétt á sér. Stjórn- málaflokkarnir á Al- þingi eru allir sam- mála um eitt mál, sem er sívaxandi framlög úr ríkissjóði til stjórn- málaflokkanna óháð stöðu ríkissjóðs á hverjum tíma. Þessi fjáraustur til stjórn- málaflokkanna er gerður á þeim forsendum að styðja við lýðræðislega umræðu í þjóð- félaginu. Stjórnmálaflokkarnir eru greini- lega hættir við að fjármagna sig með framlögum frá flokksmönnum og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði mikla sérstöðu þar sem byggt var upp öflugt styrkt- armannakerfi sem fjármagnaði starfsemi flokksins að miklu leyti. Í dag er staðan sú að þetta fyr- irkomulag er nánast liðið undir lok. Aftur á móti hafa vinstri flokkarnir aldrei haft nennu eða getu til að safna fé til reksturs utan gömlu kommanna í Alþýðubandalaginu sem skildu þetta. Þá má einnig nefna að sveitarfélögin láta fjár- muni renna til stjórnmálaflokk- anna. Nú er starf þingmanna orðið þægileg og vel launuð innivinna, ásamt upphitaðri skrifstofu með aðstoðarmenn á hverjum fingri. Toppsætið í þessari vegferð á minnsti þingflokkurinn, sem í eru tveir þingmenn, með þrjá starfs- menn. Allt á kostnað skattgreið- enda. Þrátt fyrir þessa veglegu fjárhagsaðstoð frá skattgreið- endum, yfir 700 milljónir króna, auk fjölda aðstoðarmanna, er erfitt að sjá að þetta hafi haft í för með sér aukna skilvirkni. Flestir stjórn- málaflokkanna leita nú inn á miðj- una og troða þar marvaðann. Ein- staka þingmenn hafa þó ekki gleymt á hvaða gild- um flokkar þeirra voru stofnaðir og nokkrir þeirra við- halda virku sambandi við kjósendur, sem ekki er til vinsælda fallið hjá miðjumoðs- fólkinu. Annað sem vekur athygli er ákvarð- anatökufælni stjórn- málamanna. En hvað gera menn þá? Jú, stofna nefndir, hægri- vinstri, til að komast hjá því að þurfa að taka ákvarð- anir. Nær þrjú hundruð nefndir hafa verið settar á laggirnar af yfirvöldum og Alþingi á þessu kjörtímabili. Með þessu lagi veltur stjórnkerfið einhvern vegin áfram út og suður, austur eða vestur, áfram eða aftur á bak. Embættismannakerfið ræður því för og stjórnmálamennirnir láta þetta sér vel líka. Ég sæi til dæmis fyrir mér, sem góða tilhögun, að fjármálaráðherrann yrði ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu og samgönguráðherrann yrði forstjóri MAST. Þessi staða er grafalvarleg og ef fram heldur sem horfir mun þetta enda með skelfingu. Í alþingiskosn- ingunum á næsta ári verður mögu- leiki fyrir kjósendur að veita þeim frambjóðendum brautargengi, sem hafa kjark til að tjá sig og fara eft- ir grunngildum síns flokks. Eru stjórn- málamenn orðnir kontóristar? Eftir Gunnar Ingi Birgisson »Nú er starf þing- manna orðið þægi- leg og vel launuð inni- vinna, ásamt upphitaðri skrifstofu með aðstoð- armenn á hverjum fingri. Gunnar I. Birgisson Höfundur er verkfræðingur, fyrrver- andi bæjarstjóri og þingmaður. gunnaringib@simnet.is Guttormur J. Guttormsson fæddist 21. nóvember 1878 á Víðivöllum á Nýja-Íslandi við Winnipegvatn í Kanada. For- eldrar hans, Jón Guttormsson og Pálína Ketilsdóttir, fluttu til Vesturheims þremur árum áð- ur, þegar Öskjugos var nýhaf- ið. Þau voru bæði úr Múlasýslu, Pálína frá Mjóanesi í Vallna- hreppi í S-Múl. og Jón frá Arn- heiðarstöðum í Valþjófsstaðar- sókn í N-Múl. Bæði létust þau þegar Guttormur var á barns- aldri og hann þurfti að bjarga sér sjálfur. Hann fór víða og vann ýmis störf, en árið 1911 keypti hann jörð foreldra sína og bjó þar upp frá því. Gutt- ormur var bókhneigður og vel lesinn þrátt fyrir litla skóla- göngu. Hann hneigðist snemma til ritstarfa og birtust kvæði hans fyrst í íslenskum vikublöðum í Kanada og fyrsta bók hans, Jón Austfirðingur, kom út í Kanada árið 1909. Við- fangsefni ljóða hans eru oft Ís- land, en ekki síður erfiðleikar frumbyggjanna í Kanada, og vísaði hann þar oft í reynslu foreldranna og síðar sína eigin, sem bónda sem vann hörðum höndum allt sitt líf. Kvæðasafn, heildarútgáfa ljóða Guttorms, kom út á Íslandi árið 1947. Hann er yfirleitt talinn eitt af bestu skáldum Vestur- Íslendinga á 20. öld, ásamt Stephan G. Stephanssyni og Káin, og eftir hann liggja bæði kvæði og leikrit. Guttormur lést árið 1966. Merkir Íslendingar Guttormur J. Guttormsson Ljósmynd/Saga SÍ Íslandsmeistarinn Helgi Ólafsson fremst til vinstri ásamt keppendum í landsliðsflokki 1964. Við hlið hans er Freysteinn Þorbergsson og þá Jón Kristinsson. Önnur röð f.v. : Halldór Jónsson, Þórður Þórðarson, Jónas Þor- valdsson, Magnús Gunnarsson, Björn Þorsteinsson og Trausti Björnsson. Aftasta röð f.v.: Hilmar Viggósson, Bragi Kristjánsson og Gísli Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.