Morgunblaðið - 21.11.2020, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
✝ Gunnar ÁrniSveinsson
fæddist 15. desem-
ber 1939 á Blöndu-
bakka í Austur-
Húnavatnssýslu.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Blönduósi
3. nóvember 2020.
Foreldrar hans
voru Teitný Guð-
mundsdóttir frá
Kringlu, f. 23. sept-
ember 1904, d. 28. febrúar 2000
og Sveinn Kristófersson, oft
kenndur við Blöndubakka, f. 24.
júní 1897, d. 9. maí 1991. Systk-
ini Gunnars voru Guðmundur
Einar, f. 1928, d. 2004 og El-
ínborg Anna, f. 1938, dáin sama
ár.
Hinn 31. desember 1962
kvæntist Gunnar eftirlifandi
eiginkonu sinni, Hjördísi Báru
Þorvaldsdóttur, f. 11. ágúst
1941. Foreldrar hennar voru
Helga Sigríður Valdimarsdóttir,
f. 1913, d. 1993 og Þorvaldur
Þórarinsson, f. 1899, d. 1981.
Fósturfaðir hennar var Rögn-
valdur Sumarliðason, f. 1913, d.
1985. Börn Gunnars og Báru
eru 1) Gunnar Þór Gunnarsson,
f. 20. febrúar 1962. Eiginkona
hans er Bryndís Björk Guðjóns-
árin einn er báru nafnið Auð-
björg HU-6. Gunnar var einn af
stofnendum Rækjuvinnslunnar
hf. á Skagaströnd og sat í stjórn
hraðfrystihússins Hólaness hf.
um árabil. Gunnar var virkur í
félagsstarfi og tók þátt í und-
irbúningi fyrir sjómannadaginn
á Skagaströnd til fjölda ára.
Árið 1998 sagði Gunnar skilið
við sjóinn og fór að sinna ýms-
um áhugamálum í landi. Honum
var hestamennska í blóð borin.
Hann stundaði hestamennsku,
átti góða hesta, ræktaði meðal
annars Smára frá Skagaströnd
og fór í margar hestaferðir.
Hann var um tíma formaður
hestamannafélagsins Snarfara.
Gunnar var góður spilamaður.
Hann spilaði bridge til margra
ára bæði í leik og keppni og
vann til fjölda verðlauna. Árið
1999 var hann kjörinn heið-
ursfélagi í Bridgeklúbbi Skaga-
strandar.
Gunnar og Bára höfðu sér-
staklega gaman af því að
ferðast bæði utanlands og inn-
an.
Útförin fer fram frá Hóla-
neskirkju í dag, 21. nóvember
2020, kl. 14. Í ljósi aðstæðna
verða aðeins nánustu aðstand-
endur viðstaddir en athöfninni
verður streymt á Facebook-síðu
Skagastrandarprestakalls. Stytt
slóð á streymið er:
https://tinyurl.com/y5qq6urw
Virkan hlekk á streymið má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
dóttir, f. 1965. Dæt-
ur þeirra eru Tinna
Björk, f. 1985 og
Katla Björk, f.
2000. Eiginmaður
Tinnu Bjarkar er
Frímann Haukur
Ómarsson, f. 1986.
Sonur þeirra er
Sveinn Kristófer, f.
2005. 2) Anna El-
ínborg Gunnars-
dóttir, f. 14. apríl
1964. Eiginmaður hennar er
Matthías Björnsson, f. 1960.
Dætur þeirra eru Brynja, f.
1994 og Diljá, f. 1994. 3) Áslaug
Sif Gunnarsdóttir, f. 18. febrúar
1969. Eiginmaður hennar var
Magnús Geir Pálsson, f. 1963, d.
2014. Þeirra börn eru Bára Sif,
f. 1992 og Gunnar Þór, f. 2001.
Sambýlismaður Áslaugar er
Örn Torfason, f. 1970, hann á
fjórar dætur.
Gunnar ólst upp fyrstu árin á
Blöndubakka, hann fluttist með
foreldrum sínum til Skaga-
strandar árið 1949 og bjó þar
alla tíð. Gunnar fór til sjós 14
ára gamall. Hann lauk prófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík árið 1961. Gunnar var lengst
af skipstjóri á bátum sem hann
átti í félagi við aðra og síðustu
Minningarnar streyma, tárin
renna! Pabbi eða Gunni Sveins
eins og hann var kallaður af flest-
um að koma heim frá vertíð í
Grindavík, ég litla pabbastelpan
hoppandi af tilhlökkun, oftar en
ekki kom hann með eitthvað ný-
móðins handa okkur, en mér er
mjög minnisstætt þegar hann
kom með kassa af líters Coca-
Cola í gleri, það sló heldur betur í
gegn enda ekki komið í Kaup-
félagið. Ég var mjög oft með
pabba niðri í bát, eitt skiptið þeg-
ar ég var lítil skall á óveður og
ekki hægt að keyra, þá varð pabbi
ekki ráðalaus; skellti yfir mig
teppi og hélt á mér fyrir alla vík-
ina í gegnum skaflana til að kom-
ast heim. Á yngri árum ætlaði ég
að verða skipstjóri eins og hann,
ég fékk oft að fara með honum út
á sjó, þá fékk ég að elda með hon-
um niðri í lúkar og vera í stýr-
ishúsinu, síðan talaði ég óspart í
talstöðina við vinkonur mínar þær
Birnu og Kötu sem voru líka með
pöbbum sínum úti á sjó og þegar
til bryggju var komið fengum við
oft að heyra að við töluðum aðeins
of hátt.
Hestamennska og spila-
mennska átti stóran sess í lífi
pabba, honum fannst lítið mál að
þeysast með spilafélögunum á
milli landshluta til að keppa í
bridge. Þegar hann var á ferðlagi
var spilastokkur staðalbúnaður í
snyrtitöskunni. Hann var mikill
keppnismaður í spilum. Við spil-
uðum mikið kana og þá átti hann
til að segja sögn sem hann átti
ekki alveg fyrir og oftar en ekki
stóðst hann, þá hlakkaði í honum
og sló þá bara aðeins fastar í borð-
ið.
Í dag er ég ekki mikið fyrir
hesta, en við fórum saman í reið-
skóla, ég á Skjóna og hann á Gló-
blesa, ég var félagsmaður í hesta-
mannafélaginu Snarfara með
honum þar sem hann var formað-
ur um tíma.
Við vorum búin að flakka mikið
saman í útilegum um landið, við
fórum alla landshluta nema einn
og það eru Vestfirðir. Vaglaskóg-
ur var samt alltaf toppurinn hjá
okkur, við tókum alltaf göngu í
skóginum og enduðum í fjársjóðs-
leit, sem var ís í sjoppunni, þetta
fannst börnunum mínum þeim
Báru Sif og Gunnari Þór alltaf
mjög gaman.
Fram eftir öllum aldri beið ég
spennt eftir því hvað mamma
fengi í jólagjöf frá pabba, það var
alltaf eitthvert grín í gangi áður
en skartgripur eða annað fallegt
kom upp úr pakkanum. Það verða
skrýtin jól án pabba, við vorum
búin að vera saman í 50 aðfanga-
dagskvöld.
Elsku pabbi minn, minning þín
lifir.
Þín dóttir,
Áslaug Sif.
Elsku pabbi, í gegnum árin
þegar ég hef hitt fólk á förnum
vegi sem tengist Skagaströnd og
ég hef verið spurð hverra manna
ég sé, þá hef ég notið þess að
svara að ég sé dóttir hans Gunna
Sveins. Pabbi var eftirminnilegur
maður, hávaxinn, myndarlegur
með góða nærveru.
Minningarnar sækja að, lítil
stelpa yfir sig spennt af tilhlökk-
un, pabbi hennar er að koma
heim, hann er búinn að vera á ver-
tíð í Grindavík í marga mánuði.
Sumarið er komið. Pabbi að und-
irbúa sjómannadaginn, þá var
gaman. Pabbi með spilastokkinn
að leggja kapal, alltaf til í að spila.
Það var skemmtilegt að spila við
pabba. Ófáir kanahringirnir sem
hafa verið spilaðir á Bogabraut-
inni. Stundum þegar hann var að
leggja kapal, þá sagði hann ef
kapallinn gengur upp þá fiskast
vel í næsta róðri. Kaplarnir hjá
pabba gengu oftar en ekki upp,
hann var flinkur með spilin. Pabbi
var hestamaður, það var ekki leið-
inlegt að fylgjast með honum og
dætrum mínum í hestaferðum.
Hann var kúreki. Hann naut þess
að vera innan um hrossin og var
stoltur af Smára frá Skagaströnd.
Margar minningar tengjast ferða-
lögum, þið mamma voruð duglega
að ferðast með okkur krakkana.
Pabbi elskaði að ferðast, þeysast
með mömmu landshorna á milli á
húsbílnum eða hingað og þangað
um heiminn. Pabbi var með ein-
dæmum bóngóður og féll sjaldan
verk úr hendi. Hann var barngóð-
ur, vinmargur og vinur vina sinna.
Pabbi fór ungur á sjóinn og
varð snemma stjórnandi á sjó.
Hann var farsæll og hann var vin-
sæll. Pabbi sagði mér oft sögur af
sjónum og stundum fékk ég að
fara með honum út á sjó. Fyrir
nokkrum árum sagði pabbi mér
að eitt það skemmtilegasta verk-
efni sem hann hefði verið þátttak-
andi í hefði verið að stofna Rækju-
vinnsluna á Skagaströnd. Pabba
var annt um samfélagið sitt
Skagaströnd og vildi leggja sitt af
mörkum til þess að rækta það og
bæta. Tíminn hefur týnst, árin
flogið áfram alltof hratt. Það sem
kemur upp í hugann þessa dagana
er þakklæti. Þakklæti yfir að hafa
átt þig fyrir pabba.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Hvíldu í friði, elsku pabbi minn.
Ég sakna þín en veit að leiðir okk-
ar eiga eftir að liggja saman aftur
þó síðar verði. Guð blessi þig og
varðveiti. Þín dóttir,
Anna Elínborg.
Elsku Gunnar afi minn féll frá
hinn 3. nóvember sl.
Afi var svo margt. Það fyrsta
sem kemur upp í hugann: Hesta-
maður, sjómaður og spilamaður.
En aðrir eru betur til þess fallnir
að segja sögur af því.
Afi var líka ótrúlega mikill afi
og því langar mig að segja frá. Ég
var fyrsta barnabarn ömmu og
afa og raunar það eina í sjö ár.
Þessi ár var ég fordekruð af allri
fjölskyldunni og afi tók virkan
þátt í því. Hann var mikill barna-
kall og lék mikið við mig. Afi var
aldrei með fíflalæti, hann var ró-
legur og þolinmóður en alltaf stutt
í smá glens. Hann bjó til alls kon-
ar leiki, t.d. hárgreiðsluleik og
stafaleik. Við spiluðum oft og
hann byggði fyrir mig spilaborgir
eða –hús, sem hrundu svo um leið
og ég fór að láta einhverja kalla og
fígúrur búa. Þá byggðum við þau
bara aftur. Svo var yfirleitt hægt
að ganga að einhverjum sætind-
um hjá honum. Hann átti alltaf
kóngabrjóstsykur í bílnum sem ég
þreyttist ekki á að sníkja af hon-
um. Þá lumaði hann oft á kók-
flösku eða öðru gosi í bílskúrnum,
reyndar oft útrunnu en það er
aukaatriði. Það eru forréttindi að
fá að alast upp með svona kalli.
Mér fannst skemmtilegt að
hlusta á afa tala og segja frá, t.d.
hvernig hann sagði „kjet“ og bölv-
aði til áherslu. Bölvið í honum var
smitandi og var ég oft byrjuð að
bölva sjálf eftir helgi með honum.
Ég tengi líka kartöflur mjög
sterkt við afa, sérstaklega nýupp-
tekið smælki. Ég veit ekki um
neinn sem þykir kartöflur jafn-
góðar og afa þótti þær. Einnig
kemur upp í hugann afi í ryk-
frakka að stjórna reiptogi, afi að
leggja kapal í sólstofunni, vasa-
klútur og neftóbak.
Fyrir fimmtán árum bjó ég eitt
sumar hjá ömmu og afa. Mér þótti
mjög vænt um að geta komið og
búið hjá þeim með stuttum fyr-
irvara. Það var skemmtilegt að
vera með þeim þetta sumar og
fylgjast með þeirra samskiptum,
svo margt sem þau gerðu hvort
fyrir annað og jafnan stutt í gleði
og gaman.
Að lokum, afi var mikill grínari
og átti það til að lauma út úr sér
góðum frösum og bröndurum
þegar maður átti síst von á. Fyrir
nokkrum árum vorum við í fjöl-
skylduboði og ég var að segja afa
frá því að ég ætti enn erfitt með að
ná áttum í Reykjavík þrátt fyrir
að hafa búið hér í fjölda ára. Mér
fyndist það ekkert mál á Skaga-
strönd, gæti alltaf staðsett mig
sunnan við þetta og norðan við
hitt en ég væri alveg áttavillt
hérna fyrir sunnan. Mér hefði
hins vegar verið ráðlagt að taka
mið af Esjunni, hún væri alltaf í
norður. Þá brosti afi og sagði eitt-
hvað á þessa leið: „Það fer nú eftir
því hvar þú stendur, góða,“ og ég
áttaði mig á mistökunum um leið.
Honum hefur sennilega þótt
barnabarnið orðið heldur mikil
miðbæjarrotta fyrst það hélt að
Esjan væri alltaf í norður. Ég hef
reynt að bæta mig síðan.
Elsku afa verður sárt saknað.
Tinna Björk Gunnarsdóttir.
Margar af mínum minningum
um afa eru úr hesthúsinu hans á
Skagaströnd. Ég var hins vegar
skíthrædd við hestana og síðast
þegar ég fór á bak hef ég verið um
6 ára gömul og bað afa vinsamleg-
ast um að láta hestinn ekki hreyf-
ast, með tárin í augunum af
hræðslu. Ég hafði hins vegar
gaman af að vera með og mætti
mörg ár í heyskap á sumrin til afa
sem mér fannst oft vera hápunkt-
urinn á sumrinu. Ég eyddi oft
mörgum dögum á sumrin hjá ykk-
ur ömmu. Mér fannst líka alltaf
svo skemmtilegt að það þekktu
mig allir á Skagaströnd en við afi
erum nefnilega með alveg eins
augu - öðruvísi og fallega ljósblá.
Iðulega heyrði ég að ég hlyti nú að
vera barnabarn Gunna Sveins,
það sáu það allir á augnsvipnum
okkar.
Afi var mikill spilamaður og
spilastokkurinn alltaf við hönd,
hann geymdi líka einn í snyrti-
töskunni sinni. Ég var mjög ung
þegar ég fór að fylgjast með ykk-
ur spila kana og fór auðvitað að
læra vel út á hvað spilið gengi. Þú
sagðir mér oft af hverju þú spil-
aðir þessu tiltekna spili út og
þannig lærði ég, sitjandi í fanginu
á þér. Svo þegar ég fór að spila
með þá leiðbeindir þú mér hvern-
ig hefði mátt spila öðruvísi. Ef það
var dauð stund þá varst þú farinn
að leggja kapal og kenndir mér þá
einnig marga. Stundum svindluð-
um við smá svo kapallinn gengi nú
upp hjá okkur því auðvitað var
það miklu skemmtilegra. Þú varst
góður leiðbeinandi og það er þér
að þakka að ég kann vel á spilin í
dag.
Við höfum verið saman flest jól
síðan ég fæddist og mikið sem ég
er þakklát fyrir að við eyddum
síðustu jólum hjá ykkur ömmu.
Við komum alltaf norður til ykkar
þangað til á síðari árum, svo höf-
um við líka verið fern jól erlendis
saman. Ég á eftir að sakna mikið
jólagjafanna þinna til ömmu því
aldrei pakkaðir þú réttu gjöfinni
inn. Það var algengt að upp kæmi
t.d. hamar eða gamalt útvarp upp
úr jólapakkanum því þá varst þú
að blöffa og varst byrjaður að
glotta eins og þú gerðir þegar þú
varst að stríða ömmu. Við vorum
auðvitað alltaf öll byrjuð að hlæja
áður en ömmu tókst að opna
pakkann og hún sjálf líka. Svo
náðir þú í rétta pakkann og alltaf
fékk amma ótrúlega fallegar gjaf-
ir frá þér. Mér fannst einnig alltaf
mikið sport ef ég gat farið norður
á undan foreldrum mínum fyrir
jólin. Þá fór ég með í skötuna og
svo vorum við tvö á rúntinum að
dreifa jólakortum. Svo sögðum við
alltaf „hobb og hojj“ þegar við fór-
um yfir hraðahindrun og enn
Gunnar Árni
Sveinsson
Okkar ástkæra og elskulega móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓREY ERLA RAGNARSDÓTTIR,
Prestastíg 6, Reykjavík,
andaðist á Landspítala við Hringbraut
8. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir Sigurður Ingason
Ragnar Rögnvaldsson
Rögnvaldur Rögnvaldsson Rakel Sigurðardóttir
Alda Jenný Rögnvaldsdóttir Arne Sólmundsson
barnabörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BIRTE DÜRKE HANSEN,
lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn
17. nóvember á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi.
Ragnar D. Hansen
Richard Hansen Sigríður Rósa Magnúsdóttir
Solvej Dürke Bloch
Michael D. Hansen Annemarie V. Hansen
Anita Roland Brian Roland
Rolf D. Hansen Manuel Parra Recuero
John D. Hansen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUNNAR ÖRN GUÐSVEINSSON,
Lækjasmára 2, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 14. nóvember.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
25. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins
nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina.
Helga Þórunn Guðmundsdóttir
Fidel Helgi Sanchez og fjölskylda
Diana Guðsveinsson Mejnholt og fjölskylda
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma, dóttir og systir,
ÞÓRUNN LOVÍSA ÍSLEIFSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 19. nóvember á
Landspítala við Hringbraut, umvafin
fjölskyldu sinni.
Útför auglýst síðar.
Ottó R. Jónsson
Arnar Páll Ottósson Hafdís Jónsdóttir
Ásta Pálmey Ottósdóttir Arnar Aðalgeirsson
Alex Ingi Arnarsson Lovísa Mist Arnarsdóttir
Ísleifur Marz Bergsteinsson Andrea Þórðardóttir
Gunnar Ísleifsson
Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓSKAR EINARSSON,
Vallatröð 7, Kópavogi,
lést á heimili sínu 28. október.
Útför fór fram í kyrrþey vegna aðstæðna
í þjóðfélaginu.
Einar Óskarsson
Kjartan Óskarsson
Halldór Óskarsson
Reynir Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓHANNSSON,
Hraunvangi 1, Hafnarfirði,
lést 17. nóvember á Landspítalanum í
Fossvogi. Útförin fer fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fær heilbrigðisstarfsfólk fyrir umönnun og hlýju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Ingólfsdóttir