Morgunblaðið - 21.11.2020, Page 56
30-50%
Opið virka daga frá kl. 11 til 18
laugardaga frá kl. 11 til 17
sunnudaga frá 13 til 17
Suðurlandsbraut 54
Sími 568 9512
bláu húsin (við faxafen)
Vetrarljóð Ragnheiðar Grön-
dal verða flutt í streymi í
fyrsta sinn í beinni útsend-
ingu frá Langholtskirkju á
morgun, sunnudag, kl. 20.
„Ég er búin að bóka Lang-
holtskirkju og með mér verða
Guðmundur Pétursson og Ró-
bert Þórhallsson á þessum
einstaka streymisviðburði.
Við munum byggja efnis-
skrána á tónlistinni af diskn-
um Vetrarljóðum ásamt öðru spennandi efni sem pass-
ar með. Ég sjálf elska þessi ljóð og lög og finnst þau
eiga erindi til fólks á öllum aldri. Vetrarljóð er líka mín
mest selda plata frá árinu 2004 og ég veit að lögin eru
fyrir löngu orðin ómissandi hluti af vetrarmánuðunum
hjá mörgum. Ég vona að ég geti hlýjað okkur aðeins um
hjartarætur á meðan tónleikahald er í sögulegu lág-
marki,“ segir hún í tilkynningu. Miðaverð er kr. 2.400
og má frekari upplýsingar finna á facebooksíðu tón-
leikanna með því að slá „Vetrarljóð“ inn í leitarglugga.
Vetrarljóð Ragnheiðar í beinni
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 326. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn körfu-
knattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði Gunnari Þor-
steinssyni tæpar tvær milljónir króna vegna vangold-
inna launa. Sigurður var að vonum ánægður með
niðurstöðuna er hann ræddi við Morgunblaðið. Ágrein-
ingsmál sem þessi koma stundum upp en fara sjaldan
fyrir almenna dómstóla og þá virðast íþróttamenn ekki
alltaf þekkja rétt sinn nægilega vel. Þá er annað mál í
aðsigi innan hreyfingarinnar en landsliðsmaður telur
sig eiga inni milljónir hjá uppeldisfélaginu. »47
Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunn-
ar hafði betur gegn ÍR í dómsmáli
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Ak-
ureyri, hefur skrifað sögu Káins,
Kristjáns Níels Jónssonar, Fæddur
til að fækka tárum KÁINN Ævi og
ljóð, þar sem hann gerir lífi og ljóð-
um kímniskáldsins ítarleg skil. Völu-
spá útgáfa gefur
bókina út.
Fyrir um
þremur árum var
haldið málþing
um Káin í Há-
skólanum á Ak-
ureyri og það var
kveikjan að bók-
inni. Jón segist
lengi hafa haft
áhuga á skáldinu og sögu Vestur-
Íslendinga og ráðstefnan hafi gert
útslagið. „Þá var að hrökkva eða
stökkva og ég stökk,“ segir hann.
„Eftir að hafa lesið ljóð Káins þóttist
ég vita að þetta væri skemmtilegt
sjónarhorn á sögu landa okkar fyrir
vestan og svo reyndist vera.“
Bókin varpar skýru ljósi á söguna.
Höfundur leitaði víða fanga, eins og
sjá má í skrám yfir tilvísanir, heim-
ildir og mannanöfn. Um form
ljóðanna styðst hann að mestu við
Vísnabók Káins, sem kom út 1988, en
hefur leiðrétt og lagað gögn og fært
til nútímahorfs, eins og fram kemur í
eftirmálum. Káinn beygist venjulega
Káinn um Káin frá Káin/Káni til Ká-
ins, en Jón skrifar Káinn í þremur
föllum og til Káins í eignarfalli og
vitnar í formála í Tryggva Gíslason,
fyrrverandi skólameistara Mennta-
skólans á Akureyri, sér til stuðnings.
Mokaði skít og drullu
Kristján Níels Jónsson fæddist á
Akureyri 1859. Hann flutti til Vest-
urheims 1878, tók upp nafnið K.N.
Júlíus og hefur alla tíð verið þekktur
undir nafninu Káinn. Í fyrstu vann
hann fyrir sér sem verkamaður í
Winnipeg í Manitoba í Kanada, „var
einn af þessum óþrifalegu verka-
mönnum sem leirugir upp fyrir haus
mokuðu skít og drullu allan liðlangan
daginn eða kámugir af ryki og svita-
blautir reistu hús og hlóðu skor-
steina“ (bls. 123). Síðan flutti hann
suður fyrir línu, eins og sagt er fyrir
vestan, bjó fyrst í Duluth í Minne-
sota og síðan í grennd við Eyford í
Norður-Dakóta, þar sem hann and-
aðist 1936, 77 ára.
Ýmislegt kom Jóni á óvart við rit-
un sögunnar, ekki síst hvað hann
fann margt og mikið um Káin. „Hann
var verkamaður alla ævi, lifði ekki
neina stóratburði sjálfur, en stóð
alltaf á hliðarlínunni og lagði í púkk-
ið, þegar landar deildu.“ Sagan hafi
þannig undið upp á sig, kvæðin séu
ómetanlegar heimildir og því sé tölu-
vert af þeim í bókinni. „Ég reyni að
draga upp mynd af aðdraganda og
afleiðingum kvæðanna og skemmti-
legt er að velta fyrir sér hvað menn
voru deilugjarnir. Landar okkar fyr-
ir vestan fóru í hár saman út af öllum
sköpuðum hlutum, jafnvel um Al-
þingishátíðina 1930 blossuðu upp
heitar deilur. Ætli þeir hafi samein-
ast um mikið meira en styttuna af
Jóni Sigurðssyni í Winnipeg og þó
var deilt um hvar hún ætti að rísa.
Og auðvitað gat Káinn ekki á sér set-
ið að gera þessu skil á sinn kankvísa
hátt.“
Jón kemst að þeirri niðurstöðu að
Káinn hafi verið viðkvæmur og ein-
lægur innst inni, þungur í skapi,
hvorki glaður né margmáll hvunn-
dags, en eftir að hafa fengið sér í
aðra tána hafi hann verið allra
manna glaðastur. „Með það í huga
kom mér á óvart að hann bjó hálfa
ævina í ríki, þar sem var vínbann, og
ekki var linað á banninu fyrr en síð-
asta árið sem hann lifði.“
Ljóð Káins spegla
tíðarandann vestra
Í Vesturheimi Káinn, Jónas Hall og Stephan G. Stephansson.
Yfirgripsmikil bók Jóns Hjaltasonar um kímniskáldið
Káinn Jón Hjaltason skrifaði ævi-
sögu kímniskáldsins Káins.