Morgunblaðið - 23.11.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2020
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það gefur augaleið að staða félags-
ins er mjög alvarleg. Það hefur verið
tekjulaust frá því í byrjun mars,“ seg-
ir Björgólfur Jóhannsson, fyrrver-
andi forstjóri Icelandair og eigandi
10% hlutar í Loft-
leiðum Cabo
Verde. Vísar hann
í máli sínu til
stöðu flugfélags-
ins Cabo Verde
Airlines (CVA) á
Grænhöfðaeyjum.
Loftleiðir Cabo
Verde fara með
51% eignarhlut í
flugfélaginu, en
auk Björgólfs eru
íslenskir einkafjárfestar og Loftleið-
ir-Icelandic, dótturfélag Icelandair
Group, í eigendahópnum. Loftleiðir
Icelandic fer með um 70% hlut í Loft-
leiðum Cabo Verde og á félagið því
alls um 36% hlut í CVA.
Að sögn Björgólfs er staðan mjög
snúin. Ríkisstjórnin á Grænhöfðaeyj-
um fer með 39% hlut í CVA, en ný-
lega var greint frá því að hún myndi
koma að björgun félagsins með ein-
hverjum hætti. „Ríkið hefur verið að
aðstoða félagið eitthvað síðustu mán-
uði. Þeir voru með svipaðar úrlausnir
og á Íslandi hvað hlutdeild í launa-
kostnaði varðar. Það var ekkert sem
viðkom því að greiða skuldir félags-
ins. Það er því alveg ljóst að fyrir-
tækið er orðið mjög tætt vegna við-
varandi tekjuleysis,“ segir
Björgólfur sem kveðst ekki geta tjáð
sig um frekari aðkomu ríkisins. „Það
er ekkert sem hægt er að fjalla um,
en auðvitað þarf ríkisstjórnin þar að
huga að mörgum málum sem eru
mjög snúin tengd þessu faraldri.
Hins vegar er það svo að ferðaþjón-
ustan er mjög mikilvægur þáttur í
efnahag eyjanna. Við eigum í viðræð-
um við ríkisstjórnina og þær munu
halda áfram.“
Tækifærin eru enn til staðar
Að sögn Björgólfs gekk fjárfest-
ingin samkvæmt áætlun allt þar til
faraldur kórónuveiru skall á. Í kjöl-
farið hafi tekjufallið verið algjört.
„Það er ekki komið ár frá fjárfestingu
okkar þegar veiran fer af stað. Það
gildir bara það sama um okkur og alla
í fluggeiranum, vandræðin eru mikil.
Eyjan hefur alveg verið lokuð þannig
að ferðaþjónustufyrirtæki eru algjör-
lega tekjulaus frá því í byrjun mars,“
segir Björgólfur sem þrátt fyrir það
kveðst enn sjá mikil tækifæri í flugi á
Grænhöfðaeyjum. „Ef við horfum
lengra fram í tímann þá breytast ekki
tækifærin í flugrekstri á eyjunum.
Tækifærin eru til staðar, það hefur
ekkert breyst. Það er bara spurning
hvort við nýtum þau eða aðrir. Maður
verður hins vegar að vera bjartsýnn
og hafa trú á því að það sé hægt að
snúa þessu. Við höldum því áfram að
berjast.“ Spurður hvort til greina
komi að bæta við fjárfestum í hópinn
kveður Björgólfur já við. „Það er allt
opið þegar staðan er svona.“
Alvarleg staða flugfélags-
ins á Grænhöfðaeyjum
Cabo Verde Airlines hefur verið án tekna frá því í mars Í viðræðum við ríkið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugfélagið Cabo Verde Airlines hefur átt í rekstrarerfiðleikum að undanförnu og er staðan nú sögð alvarleg.
Björgólfur
Jóhannsson
Fjallgöngugarpurinn John Snorri
Sigurjónsson á von á því að vera
kominn í grunnbúðir K2 um miðjan
desember, en svo muni hann hefja
leiðangur upp á topp fjallsins í
kringum 10. janúar. K2 er eini tind-
ur heims, sem er yfir 8 þúsund metr-
ar að hæð, sem ekki hefur verið klif-
inn að vetri til. Ef John Snorra tekst
ætlunarverkið verður hann sá fyrsti
til þess að vinna það þrekvirki.
K2 er 8.611 metrar að hæð og er
annað hæsta fjall heims, næst á eftir
Everest-fjalli sem er 237 metrum
hærra. John Snorri varð fyrstur Ís-
lendinga til að klífa tindinn Lhotse í
Himalajafjallgarðinum, sem er 8.516
metra hár og fjórða hæsta fjall
heims. Hann er einnig eini Íslend-
ingurinn sem hefur klifið K2 og einn
fárra í heiminum til þess enda K2
talið eitt erfiðasta fjall heims þegar
klifur er annars vegar.
Þetta er í annað sinn sem John
Snorri reynir að klífa K2 að vetri til,
en hann varð frá að hverfa í febrúar
á þessu ári, m.a. vegna veðurs.
guna@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjallganga John Snorri Sigurðar-
son hyggst reyna aftur við K2.
Gerir aðra
atlögu að K2
að vetri til
Leggur af stað
um miðjan janúar
Oddur Þórðarson
Guðrún Hálfdánardóttir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, segir of snemmt að
lýsa yfir sigri í baráttunni við kórónu-
veiruna, þrátt fyrir að smittölur fari
lækkandi. Alls greindust fimm kór-
ónuveirusmit innanlands í gær og
voru allir sem greindust í sóttkví. Alls
eru nú 205 í sóttkví og jafnmargir í
einangrun en 749 eru í skimunar-
sóttkví.
Sagði Kári í gær að nú væri rétt að
taka að ofan fyrir þeim aðgerðum sem
gripið hefur verið til og fagna virkni
þeirra en þrátt fyrir góðan árangur
vilji hann ekki aflétta neinum sótt-
varnaaðgerðum fyrir jól.
Kórónuveirusmit á hverja 100 þús-
und íbúa eru hvergi í Evrópu færri en
hér á landi, samkvæmt samantekt
evrópsku sóttvarnastofnunarinnar.
Ísland og Finnland eru einu ríkin með
undir 100 smit á hverja 100 þúsund
íbúa en hæst er hlutfallið í Lúxem-
borg.
Ferðamenn geti valið sóttkví
til þess að virða hana ekki
„Fyrir fáeinum vikum var hér nán-
ast sama nýgengi og í Bandaríkjun-
um. Sjáðu núna hvar við stöndum
miðað við ástandið þar,“ sagði hann í
samtali við mbl.is.
Segist hann þó ósamþykkur þeim
ákvörðunum sem teknar hafi verið á
landamærunum; þau séu sá staður
þar sem mesta varkárni þurfi að sýna.
„Frá mínum bæjardyrum séð er
óskynsamlegt að veita fólki val um að
fara í sóttkví við komuna til landsins
eða í skimun. Þeir sem hafa valið að
fara í sóttkví hafa gjarnan valið svo
vegna þess að þeir ætluðu einmitt að
virða hana ekki,“ sagði Kári og bætti
við að það að halda að það að „stinga
pinna upp í nefið á einhverjum“ sé
meiri frelsisskerðing en að skikka
hann í sóttkví sé hlægilegt.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðgerðir Kári Stefánsson telur of snemmt að hrósa sigri í faraldrinum.
Telur of snemmt
að lýsa yfir sigri
Kári telur rétt að fagna virkni aðgerð-
anna Ísland með fæst smit hlutfallslega